Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI LANDIÐ Kópasker | „Ég hefði ekki trúað því hvað þetta er gaman. Frúrnar brosa út undir eyru,“ segir Ingunn St. Svavarsdóttir, sál- fræðingur og myndlistarkona í Öxarfirði. Hún er í forsvari fyrir dansvakningu sem nú er á Kópaskeri og nágrannasveitum og þangað kemur raunar fólk austan úr Þist- ilfirði og Raufarhöfn og vestan úr Keldu- hverfi. „Ég hef búið hér í tuttugu ár rúm og oft heyrt talað um að það þyrfti að koma á danskennslu hér, en aldrei orðið neitt úr neinu. Ég bara dreif í þessu. Skrifaði dreifi- bréf til að kanna áhugann og fékk góðar undirtektir,“ segir Ingunn. Yfirskrift bréfs- ins var „Dönsum saman inn í framtíðina“ og virðist það hafa hrifið. Anna Breiðfjörð, danskennari á Akureyri, kemur einu sinni í mánuði til að kenna og fer kennslan fram í Pakkhúsinu á Kópa- skeri. Fyrst koma byrjendurnir og eru fyrst einir með kennaranum og síðan koma þeir sem voru með síðasta vetur. Hóparnir eru því saman um tíma en reyndara fólkið dans- ar síðan lengur. Ingunn segir að kennslan sé mjög fjölbreytt. Hún nefnir hefðbundna dansa eins og tangó og enskan vals, einnig hringdans og salsa og fleiri tískudansa. Síð- an býður kennarinn nemendum að taka með sér tónlist heim á diski til að æfa sig og seg- ir Ingunn eitthvað um að fólk nýti sér það. Þá segir Ingunn ótrúlegt hvað fólk leggi á sig langa keyrslu fyrir dansnámskeiðið, eða alveg austan úr Þistilfirði, þeir sem búa lengst í burtu. „Þetta er skemmtilegt krydd í tilveruna og svo fáum við heilmikla líkams- rækt út úr þessu því við komum rennsveitt heim að loknu námskeiði.“ „Við erum margar valkyrjur hér sem er- um vanar því að stjórna. En við fáum engu að ráða í dansinum. Anna segir okkur það skýrt að karlmennirnir eigi að stjórna ferð- inni. Þetta er stundum erfitt fyrir okkur en við verðum að láta okkur hafa það. Karl- arnir hafa lúmskt gaman af. Það er kannski þess vegna sem þeir eru svona viljugir að koma með okkur,“ segir Ingunn. Fólkið sem tekur þátt í dansnámskeiðinu reynir að mæta á sem flestar samkomur til að nýta lærdóminn, að sögn Ingunnar, og hún telur að þetta hafi haft góð áhrif á böll- in. Síðan nefnir hún að danskennararnir í Eyjafirði stefni að því að halda stóra danshátíð í vor, fyrir alla hópana sína, „og við verðum að sjálfsögðu með“, segir Ing- unn. „Frúrnar brosa út undir eyru“ Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Dansæfing Mikið fjör og góður andi er á dansæfingunum í Pakkhúsinu á Kópaskeri. Á fjórða tug manna kemur, þegar mest er. Eitthvað spennandi var í gangi þegar myndin var tekin. Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Valkyrjur Ingunn St. Svavarsdóttir kom danskennslunni á og Anna Breiðfjörð kennir. Dansáhugafólk af öllu norðausturhorninu kemur saman á Kópaskeri og „dansar saman inn í framtíðina“ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is NÝTT húsnæði við Vallartún 2 var tekið í notk- un á dögunum, en þar eru íbúðir fyrir geðfatl- aða, 6 talsins, og eru íbúar fluttir inn í 5 þeirra, sú síðasta verður tekin í notkun innan tíðar. Fyrirmyndin er sótt í svipað form og er í húsi við Skútagil þar sem 5 einstaklingar með geð- fötlun búa í einstaklingsíbúðum og hefur það gefið mjög góða raun, að sögn Ólafs Torfasonar, forstöðumanns búsetu geðfatlaðra. Auk húsanna tveggja við Vallartún og Skútagil er á Akureyri rekið áfangaheimili við Álfabyggð þar sem rými er fyrir 7 íbúa. Nú eru 5 manns á virkum biðlista eftir búsetu á áfangaheimili eða í þjónustuíbúð að sögn Kristínar Sóleyjar Sigursveinsdóttur, deild- arstjóra búsetudeildar Akureyrarbæjar. Íbúða- sambýli og íbúðir með sameiginlegri aðstöðu er búsetuform sem hentar öllum, óháð fötlun, svo framarlega sem þjónustan sem í boði er miðist við þarfir hvers og eins. Á næstu árum, til ársins 2013, er stefnt að því að afhenda fjölda íbúða af svipuðu tagi sem leysa munu af núverandi sam- býli og er markmiðið að engir biðlistar verði eft- ir búsetuúrræðum og þjónustu. Akureyrarbær tók í upphafi ársins 1997 að sér þjónustu við fatlaða með samningi við fé- lagsmálaráðuneytið, gerðist það sem kallað var reynslusveitarfélag um þjónustu við fatlaða, en hafði áður verið á könnu ríkisins, á vegum Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Sköp- uðust við þessa breytingu tækifæri til að færa þjónustu við fólk með fötlun skrefi framar á Ak- ureyri en í þeim sveitarfélögum sem ekki gerðu slíkan samning. Setti bærinn sér það markmið að vera ávallt í fararbroddi hvað varðar þjón- ustu við fólk með fötlun, en búseta er veigamik- ill þáttur í lífsgæðum fólks og er því lögð áhersla á að fólk með fötlun geti valið sér búsetuform í samræmi við óskir sínar og þarfir á sama hátt og aðrir þjóðfélagsþegnar. Þá er og horft til þess að búsetuþjónusta við fólk með fötlun sé skipulögð og veitt á einstaklingsbundnum for- sendum og með það viðhorf í huga að fólk með fötlun er ekki einsleitur hópur, heldur ein- staklingar með fjölbreytilegar þarfir, líkt og aðrir bæjarbúar. „Þróunin hefur verið býsna hröð hér á Ak- ureyri, ekki er ýkja langt síðan allir voru á stofnun, vistheimilinu Sólborg, sem tók til starfa í kringum 1970, en hún var lögð niður 1996 og allir íbúarnir fluttu út í sambýli,“ segir Kristín. Undanfarin ár hefur svo markvisst verið unnið að því að íbúum sambýlanna bjóðist meira einkarými, komist í eigin íbúð kjósi þeir það. Á liðnu hausti var til að mynda tekið í notkun íbúðahús við Klettatún þar sem eru 5 íbúðir auk sameiginlegs rýmis fyrir íbúana. Það hefur að sögn Kristínar gefist vel, en sameiginlega rýmið er þó minna notað en menn bjuggust við. „Fólkið vill vera út af fyrir sig,“ segir hún. Alls eru nú 5 manns á biðlista eftir búsetu á sambýli eða í þjónustuíbúð og að auki hafa 7 lagt inn umsókn um að fá þjónustuíbúð eða komast á sambýli á árunum 2007–2008, en þar er um að ræða yngra fólk á leið úr foreldrahúsum. Vantar samþykki ráðuneytis áður en haldið verður áfram Fyrir þremur árum, árið 2003, var stefna Ak- ureyrarbæjar í búsetumálum fólks með fötlun samþykkt en þar er m.a. að finna framtíðarsýn til ársins 2013. „Við fórum af stað með bjartsýni og stórhug,“ segir Kristín um áætlunina sem fram til þessa hefur gengið eftir. Þannig er til að mynda nú verið að reisa hús með 5 smáíbúðum sem henta fjölfötluðum en það er við Geislatún. Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa gefið vilyrði fyrir því að áfram verði haldið að byggja íbúðir, en samþykki félagsmálaráðuneytis sem tryggja þarf reksturinn í kringum starfsemina skorti. „Við höfum ekki fengið beint nei enn þá, en heldur ekki samþykki fyrir því að halda áfram á sömu braut,“ segir Kristín. Kristín og Ólafur segja nokkur brýn mál þarfnast úrlausnar varðandi málefni geðfatl- aðra á Akureyri. Búsetudeildin í samvinnu við geðdeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri hefur sent beiðni til yfirvalda og óskað eftir fé af svonefndum Landsímapeningum til að bæta þar úr. Eitt þeirra er endurhæfingarúrræði. „Það vantar al- veg hér í bænum eitthvert millibil, sem brúar bilið frá því fólk útskrifast af geðdeild og fer inn á áfangaheimili. Það er þó nokkur hópur fólks sem gæti nýtt sér slíkt úrræði,“ segir Ólafur. Þá nefndi hann einnig að þörf sé á nýju áfanga- heimili, það húsnæði sem fyrir er henti ekki alls kostar vel. Eitt þeirra brýnu mála sem þarfnast úrlausnar er að geta veitt fólki í viðvarandi vímuefnavanda úrræði í búsetumálum. Nokkrir einstaklingar ættu sér langa sögu um hringferð í meðferðarkerfinu, fólk sem gengi erfiðlega að losa sig undan vímuefnum. „Við höfum ekki get- að boðið þessu fólki viðunandi úrræði varðandi búsetu,“ segir Kristín og nefndi að um lítinn hóp væri að ræða, „en hann fer hratt vaxandi. Sumir eru haldnir geðsjúkdómi en glíma að auki við fíknina,“ segir Kristín en ekki yrði gerð krafa um vímuleysi íbúa í íbúðum sem þessum hópi yrði vonandi boðið upp á ef peningar fást. „Við höfum fram til þessa ekki getað boðið þessum hópi upp á nokkurn skapaðan hlut,“ segir Krist- ín. Loks nefna þau Kristín og Ólafur að tilfinn- anlega skorti félagsmiðstöð, eða eins konar hlutverkasetur, aðstöðu þar sem geðfatlaðir geta komið saman á eigin forsendum og stýra sjálfir því sem þar fer fram. Í þeim efnum væri horft til Hugarafls og klúbbsins Geysis sem fyr- irmynd, „þar sem notandinn sjálfur leggur áherslur og línur. Það vilja allir hafa hlutverk og þurfa að hafa hlutverk. Geðfatlað fólk hefur margt fram að færa,“ segir Ólafur. Nú er unnið að því að koma á einhvers konar ráðgjafarþjónustu sem veitt verður fólki heima hjá sér, nokkurs konar stuðning á meðan fólk er að fóta sig að nýju í tilverunni t.d. eftir innlögn á geðdeild. „Þetta yrði svona öðruvísi heimaþjón- usta,“ segir Ólafur og algjörlega miðuð við hvern og einn notanda. Einn þyrfti ef til vill að- stoð varðandi fjármál sín, annar við þrif eða jafnvel bara hvatningu til að hafa sig sjálfur í slík verkefni, aðstoð við að taka til lyf eða hvað- eina sem þarf. „Við viljum mæta notandanum á hans heimavelli og veita honum þá þjónustu sem hann sjálfur þarf á að halda,“ bætir Ólafur við, en stefnt er að því að þessi þjónusta verði í boði þegar næsta vor. „Sumir þurfa nokkra klukkutíma í viku, aðrir kannski bara eitt sím- tal.“ Kristín segir að vel gangi að framfylgja áætl- un þeirri sem hrint var í framkvæmd fyrir fáum árum. Vissulega hafi miklar breytingar orðið í þessum málaflokki, „en við höfum talað við alla íbúa og aðstandendur þeirra og farið yfir óskir þeirra og þarfir. Allar breytingar eru gerðar í samvinnu við íbúa, starfsmenn og aðstand- endur. Við upplýsum fólkið, gerum grein fyrir stöðu mála þannig að það þurfi ekki að vera óró- legt þótt breytingar séu í vændum.“ Verði í fararbroddi í þjónustu við fólk með fötlun Viljum mæta notand- anum á heimavelli Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Íbúðasambýli Kristín Sigursveinsdóttir og Ólafur Torfason í einni af nýju íbúðunum við Vall- artún, íbúðasambýli fyrir geðfatlaða sem var tekið í notkun nýlega. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mb.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.