Morgunblaðið - 11.02.2006, Side 34
Upphaf viskí-áhugans márekja afturum hálfan
annan áratug þegar
kunningi minn og kollegi
úr læknastétt bauð mér
með í viskísmökkun á
Hótel Holti. Þetta kvöld
komst ég að því að viskí-
fræðin eru mun flóknari
en ég hafði áður talið
enda er drykkurinn
margbrotinn,“ segir Jón
V. Högnason, hjartalyflæknir.
„Í fyrsta lagi er mikilvægt að gera
sér grein fyrir því að viskí er ekki
viskí nema það sé skoskt að ætt og
uppruna. Skoskt viskí skiptist svo
annars vegar í maltviskí og hins-
vegar í blönduð viskí, sem er blanda
af maltviskíum og kornviskíi. Topp-
urinn í viskíunum er á hinn bóginn
maltviskíin, sem hafa til að bera
miklu meiri „karakter“ en blönduðu
viskíin. Þau skiptast upp í láglanda-,
hálanda-, eyja- og speyside-viskí.
Það er þó langmest framleitt af
blönduðu viskíunum því af þeim er
mest drukkið.
Góðglaðir og mettir
Í kjölfar viskísmökkunarinnar á
Hótel Holti sem fram fór fyrir einum
og hálfum áratug varð til viskíklúbb-
ur, sem í eru yfir eitt hundrað viskí-
áhugamenn af báðum kynjum. Guð-
feður klúbbsins eru John Benedikz,
taugalæknir, og Þorfinnur Gutt-
ormsson, fyrrum yfirþjónn á Hótel
Holti. Sjálfur drekkur Þorfinnur
ekki viskí, en veit sjálfsagt meira um
viskí en flestir hinna til samans, að
sögn Jóns.
Af og til senda skoskar verk-
smiðjur sérfræðinga sína til að halda
kynningar fyrir klúbbmeðlimi auk
þess sem félagarnir sjálfir skiptast á
að bjóða heim í viskísmökkun og er
þá gjarnan ákveðið þema á dag-
skránni. Efnt hefur verið til viskí-
ferðalaga til Skotlands og um fjög-
urleytið fyrsta laugardag í hverjum
mánuði koma áhugasamir saman á
Holtinu til að smakka úr vín-
skápnum á meðan skeggrætt er um
lykt, bragð, gæði og nýjungar í viskí-
heiminum. Í lokin setjast menn
gjarnan að snæðingi og halda svo
góðglaðir, lítt rykugir og mettir til
síns heima.
Nokkrar flöskur til vara
„Þetta er afbragðs góður fé-
lagsskapur og stemmningin fín. Þó
okkur flestum þyki sopinn góður, er-
um við síður en svo að drekka okkur
til óbóta enda fara menn ekki á fyll-
erí af maltviskíi. Aðrar víntegundir
eru betur til þess fallnar en malt-
viskí, sem er mun dýrara en annað
viskí. Við viskímennirnir höfum
hinsvegar aldrei komist upp á lag
með það að skyrpa góðum vínum,
líkt og rauðvínsmennirnir gera. Við
smökkum, kyngjum og njótum, sem
okkur finnst óneitanlega vera hluti
af allri stemmningunni í kringum
þetta. Við teljum að menn eigi ein-
faldlega að láta vín vera, finnist þeim
þau vond.“
Jón hefur komið sér upp mynd-
arlegu viskísafni, en frábiður sér að
nefna tölur um fjölda flaskna, sem
vínkjallarinn hefur að geyma. „Það
eru að minnsta kosti til nokkrar
flöskur til vara, eins og stundum er
sagt, en ætli megi ekki segja að
uppáhaldið mitt sé Balvenie, sem
framleitt er af Glenfiddich-
verksmiðjunni.“
Viskísafnarinn hefur verið dug-
legur að viða að sér flöskum í gegn-
um sérpöntunarlista ÁTVR auk þess
sem hann er í ágætum tengslum við
breska viskísölumanninn Doug
McIvor, sem hefur sambönd í viskí-
heiminum og verið íslenskum viskí-
áhugamönnum innan handar. Hann
starfar nú hjá vínbúðinni Berry
Brothers við St. James Street í
London, en var áður hjá Milroys vð
Greek Street í sömu borg. Áhuga-
vert er fyrir safnara að heimsækja
báða þessa staði.
Að sögn Jóns þarf ekkert sérstakt
hitastig að vera á viskíinu, öfugt við
rauðvín, en mikilvægt er að láta
flöskurnar standa uppréttar þar sem
viskíið getur skemmt tappana sé það
látið liggja á hlið. Og alls ekki megi
skemma gott viskí með því að blanda
það með vatni eða ísmolum.
Þrjú ár í tunnum
Skotar standa fremstir meðal
jafningja þegar kemur að viskífram-
leiðslu, en nærri lætur að um eitt
hundrað viskíverksmiðjur séu nú
starfandi í Skotlandi. Íslendingar
gætu tekið upp á því að framleiða
viskí líkt og Svíar, sem eru að prófa
sig áfram, en aðaluppistaðan í viskíi
er bygg og vatn. „Til að vel takist til
eru margir samspilandi þættir, sem
skipta máli í framleiðsluferlinu svo
sem gæði vatnsins, mórinn sem
reykt er við, hvernig byggið er
þurrkað, gerjunin, eimingartækin
og ámurnar, en algengast er að setja
viskíið á amerískar eikartunnur eða í
sérrítunnur. Til þess að geta kallast
skoskt viskí, verður það að hafa ver-
ið í tunnum að lágmarki í þrjú ár.
Það er þó yfirleitt mun eldra þegar
það fer á markað.“
Gleður mannsins hjarta
„Þetta áhugamál færir mér góðan
félagsskap, ánægju og gott bragð,“
segir Jón, er hann er spurður hvað
hann fái út úr áhugamáli sínu. „Ég
segi stundum að viskíáráttan sé í
reynd ekki ósvipuð frímerkjasöfnun
nema hvað maður hringir ekki í vin
sinn og segir: Komdu og sleiktu með
mér nokkur frímerki. Maður fær
hann hinsvegar auðveldlega til að
smakka með sér gott viskí. Að því
leytinu til er viskísöfnunin göfugri
tómstundaiðja en frímerkjasöfnun.“
Þegar Jón er inntur eftir því
hvernig umgengni hans við viskí-
safnið sitt sé háttað, segir hann að
viskíið sé í sínum huga félags- og
stemmningsdrykkur. „Maður bragð-
ar fyrst og fremst á viskíinu í góðum
félagsskap. Allar lífsnautnir eru góð-
ar í hófi og því tek ég undir það að
hóflega drukkið vín gleður mannsins
hjarta,“ segir hjartasérfræðingurinn
Jón V. Högnason að lokum.
ÁHUGAMÁLIÐ | Hjartalyflæknirinn Jón V. Högnason safnar viskíi og er í viskíklúbbi
„Hef ekki komist upp á lag
með að skyrpa góðu víni“
„Allar lífsnautnir eru góðar í hófi og því tek ég undir það að hóflega
drukkið vín gleður mannsins hjarta,“ segir Jón V. Högnason.
„Maður hringir ekki í vin sinn og segir: Komdu og
sleiktu með mér nokkur frímerki. Maður fær hann
hinsvegar auðveldlega til að smakka með sér gott
viskí,“ segir viskísafnarinn og hjartalyflæknirinn
Jón V. Högnason við Jóhönnu Ingvarsdóttur og
bætir við að á þann hátt sé viskíið göfugri tóm-
stundaiðja en frímerkjasöfnun.
Morgunblaðið/ÞÖK
Alvöru viskímenn drekka sitt viskí
úr belgglösum og helst á glasið að
vera með loki á milli sopa svo keim-
urinn haldist, að sögn Jóns.
join@mbl.is
Daglegtlíf
febrúar