Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 43 LAGT hefur verið fram frum- varp ríkisstjórnarinnar um til- teknar réttarbætur til handa sam- kynhneigðum: Frumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkyn- hneigðra, sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun. Lagt fyrir Alþingi á 132. löggjafarþingi 2005–2006. Fyrsta umræða fór fram hinn 22. nóv. sl. Þar kom fram í máli Guðrúnar Ögmunds- dóttur að breyta þyrfti 2. og 7. grein hjúskap- arlaganna þannig að ekki verði þar lengur talað um mann og konu (eins og hún sagði) heldur ein- staklinga. Ef þetta verður sett fram sem breyting- artillaga við 2. gr. og 7. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 verður ekki lengur tekið tekið fram í lögum að hjón séu karl og kona, heldur ein- staklingar af ótilgreindu kyni. Upphaf hjúskaparlaganna og 1. grein þeirra hljóðar nú svo: I. kafli. Efnissvið laganna og almenn ákvæði. A. Gildissvið laganna. 1. gr. Lög þessi gilda um hjúskap karls og konu. Þau taka ekki til óvígðrar sambúðar. Eftir breyt- ingu myndi greinin hljóða svo: 1. gr. Lög þessi gilda um hjúskap einstaklinga. Þau taka ekki til óvígðrar sambúðar. Upphaf annars kafla laganna með 7.greininni hljóðar nú sem hér segir: II. kafli. Hjónavígsluskil- yrði. A. Aldur hjónaefna. 7. gr. Karl og kona mega stofna til hjú- skapar þegar þau hafa náð 18 ára aldri. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið getur veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap [enda liggi fyrir afstaða forsjárforeldra til hjúskaparstofnunarinnar]. Eftir breytingu myndi greinin hljóða svo: 7. gr. Einstaklingar mega stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið getur veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap [enda liggi fyrir afstaða forsjárforeldra til hjúskaparstofn- unarinnar]. Í þessu samhengi er nauðsyn- legt að varpa fram nokkrum spurningum og athugasemdum um það hvaða vandamál koma upp í hjúskaparskilningi þjóðkirkjunnar ef hjónabandshugtakinu verður breytt í hjúskaparlögum eins og hér er gert ráð fyrir. Frumvarpið er réttarbót Að mati flestra sem yfirleitt tjá sig um málið er stjórnarfrum- varpið sjálft réttarbót. Því hefur einnig verið vel tekið í öllum meg- inatriðum af biskupi og þeim fulltrúum þjóðkirkjunnar sem hafa tjáð sig um málið. Þó hafa verið sett spurningarmerki við breyt- ingu á hugtökum og túlkun þeirra, með því að frumvarpið tekur að mestu leyti út úr texta eldri laga orðin karl, kona, faðir, móðir og foreldrar og setur í staðinn hug- tökin einstaklingar og foreldri. Þetta er væntanlega gert í sam- ræmi við þá meginstefnu að ekki sé hægt að tryggja rétt samkyn- hneigðra í lögum án þess að setja í stað hefðbundinna hugtaka önnur hugtök sem talin eru kynlaus í eðli sínu, eins og karlkyns hugtakið einstaklingur. Ekki verður þó séð hvers vegna þetta er nauðsynlegt og enginn rökstuðningur hér að lútandi er í greinargerð með frumvarpinu. Spyrja má hvort ekki sé í ljósi fjöl- breytileika mannlífsins frekar æskilegt að fjölga nú hugtökum en fækka þeim. Nú hafa þjóðkirkjan og með sér- stökum hætti biskup hennar verið gerð að blóraböggli í þessu máli vegna þess að þjóðkirkjan hefur viljað taka sér tíma til að ræða innan sinna vébanda hinn kirkju- lega skilning á hjónabandinu og geti ekki fyrirvaralaust breytt honum þó að löggjafinn muni ef til vill gera það. Tilteknir einstaklingar hafa lýst því yfir að helsti andstæðingur réttindabaráttu samkynhneigðra sé biskup þjóðkirkjunnar, og að sjá þurfi til þess að afskipti hans af málinu takmarki ekki rétt ann- arra trúfélaga til þess að koma að því á eigin forsendum. Hvorki í viðbrögðum biskups né í þessari grein er meiningin sú að reyna að taka fram fyrir hendur for- ystumanna annarra trúfélaga. Hér er einungis verið að vekja athygli á því að þjóðkirkjan er með málefni sam- kynhneigðra til um- ræðu og hefur sett sér ákveðið vinnulag í því máli. Á hitt er að líta að ólíklegt er að löggjafinn vilji mismuna trú- félögum í réttarbót sem á að draga úr mismunun yfirleitt. Þjóðkirkjan og blessun para af sama kyni Það liggur fyrir sem meg- instefna þjóðkirkjunnar síðan á árinu 1998 að ekkert sé því til fyr- irstöðu að prestar í þjóðkirkjunni annist athöfn til blessunar og fyr- irbænar yfir tryggð og trúfesti samkynhneigðra para þegar þau óska eftir því. Þar er að vísu ekki um að ræða opinbera athöfn eins og brúðkaup karls og konu, en þar hefur þjóðkirkjan ekki viljað ganga lengra en aðrar kirkjur í heiminum. Engin þeirra býður þann valkost að leggja að jöfnu at- höfn til staðfestingar og blessunar sambúðar karls og karls eða konu og konu við brúðkaup karls og konu. Sænska kirkjan, sem hefur unn- ið mjög markvisst að þessu mál- efni síðan á áttunda áratugnum og verið í forystu í heiminum um bætta stöðu samkynhneigðra, hef- ur nú samþykkt að gera formlegt ritual fyrir blessunarathöfn þegar samkynhneigt par hefur fengið staðfesta samvist, en þar er ekki um eiginlega hjónavígslu að ræða. Til þessa hafa ríki og kirkja átt góða sambúð varðandi hjúskap- arstofnun, enda hefur til grund- vallar legið sami skilningur á hjónabandinu í hjúskaparlögum og kirkjuskilningi: hjón eru karl og kona. Þetta er líka vandlega undir- strikað í hjónavígslurituali þjóð- kirkjunnar. Af því leiðir að til þessa hefur það ekki verið vanda- mál að prestar annist hinn lög- formlega gjörning hjúskaparstofn- unar í umboði ríkisins. Í samræmi við gildandi lög eru þau sem stofna til hjúskapar í kirkjuathöfn samkvæmt Handbók þjóðkirkjunnar ávörpuð sem brúð- ur og brúðgumi og í öllum grein- um ritualsins er gengið út frá því að þau séu karl og kona. Það hefur heldur ekki verið vandamál að til eru margskonar önnur form fyrir hjúskaparstofnun sem kirkjan kemur ekki að nema eftir því sé leitað eftir á, þegar hjón sem gefin eru saman borg- aralega fá kirkjulega blessun síðar að eigin ósk. Til þessa hafa verið í gildi í það minnsta fjórar mismunandi aðferð- ir fyrir par að staðfesta samband sitt með formlegum hætti: Gifting í trúarsöfnuði, borgaraleg gifting, óvígð en skráð sambúð og staðfest samvist samkynhneigðra. Aðeins í hinu fyrstnefnda tilviki koma trú- félög við sögu í lögformlegu sam- hengi. Í öðrum tilvikum geta hlut- aðeigendur beðið um og fengið kirkjulega blessun yfir samband sitt ef þau óska þess. Þjóðkirkjan hefur litið svo á síð- an lög voru sett um staðfesta sam- vist samkynhneigðra para að slík pör eigi að geta fengið blessun í kirkju eftir að samvist þeirra hef- ur verið staðfest með lögform- legum hætti, ef þau óska þess. Í formlegum sem óformlegum viðræðum um þetta málefni hefur sá kostur verið ræddur að nota hjúskaparritual þjóðkirkjunnar fyrir karl og konu þegar um sam- kynhneigt par hefur verið að ræða, í þeim tilgangi að undirstrika jafna réttarstöðu allra þeirra para sem heita tryggð og trúfesti. Jákvæð viðbrögð við þeirri til- lögu hafa strandað á því að hjú- skaparstofnun er að hefðbundnum skilningi mál sem snertir karl og konu. Hjúskaparritualið sjálft er miðað við karl og konu, brúði og brúðguma. Það á upphaf sitt í orð- um guðspjallsins: „Hafið þér eigi lesið, að skap- arinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður. Þannig eru þau ekki framar tvö heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sund- ur skilja.“ (Matt. 19. 4–6.) Sá sem þetta ritar hefur um langa hríð fylgst með því hvernig athafnir fyrir pör af sama kyni hafa þróast meðal þeirra kirkna sem bjóða til þeirra. Um það má lesa sér til á heimasíðu samtaka um samkynhneigða og kirkju, www.huk.org. Þar hefur hvergi verið reynt að nota hefðbundið ritual óbreytt, enda er það ekki hægt. Pörin sjálf hafa líka sérstaklega óskað þess að fá að móta þessa at- höfn með sínum hætti og frá- brugðið hinum hefðbundna. Hér á landi hefur aftur á móti áherslan hvílt á því að nota verði eitt og sama formið fyrir öll pör. Hvað er hjónavígsla? Sem fyrr segir hafa þjóðkirkjan og löggjafinn verið samstiga í skilningi sínum á því hvað hjóna- band er. Slíkur sameiginlegur skilningur er forsenda þess að rík- ið geti falið þjóðkirkjunni (og öðr- um trúfélögum) heimild til að ann- ast hinn lögformlega gerning sem hjúskaparstofnun er. Fari nú svo að fyrrnefndum greinum hjúskaparlaganna verði breytt og þar með ákveðið að hjón séu tveir einstaklingar óháð kyni skilur á milli viðtekins skilnings þjóðkirkjunnar og skilnings lag- anna á því hvað hjónaband er. Þetta er meginástæða þess að þjóðkirkjan hefur óskað eftir að löggjafinn virði þann frest sem hún hefur talið sig þurfa til að ræða þessi mál í sínum hópi. Það er vinnuregla í hinni evangelísk- lúthersku kirkju sem þjóðkirkjan tilheyrir, að málefni kenningar og helgisiða fái umfjöllun bæði á sér- stöku prestaþingi (synodus) sem á almennu kirkjuþingi. Það væri óviðunandi þvingun af hendi þjóð- þingsins að virða ekki rétt þjóð- kirkjunnar til að ræða þessi stóru mál áður en Alþingi setur um þau lög. Þarf varla að vísa til þess að þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag meirihluta þjóðarinnar til að rök- styðja það. Séð með augum þjóðkirkjunnar hlýtur stærsta vandamálið við að Alþingi breyti hjúskaparlögunum á þann hátt sem breytingartillagan gerir ráð fyrir að vera þetta: Ef þjóðkirkjan vill gefa saman hjón í umboði ríkisins eins og hún hefur gert til þessa, það er að segja að annast hinn lögformlega gerning, þá hlýtur hún að gera það á grundvelli gildandi laga um hjónabandið. Erfitt er að sjá að hjúskaparritual hennar megi inni- halda eitthvað það sem stríðir gegn gildandi lögum, eins og það til dæmis að tilgreina að þeir ein- staklingar sem lögin nefna geti verið af einhverju tilteknu kyni. Þetta er það atriði sem biskup og fleiri hafa kallað þvingun kirkj- unnar. Ekki verður séð að kirkj- unni leyfist að hafa annan skilning á stofnun hjúskapar og á hjúskap- arskilyrðum heldur en löggjaf- anum, ekki frekar en henni leyfist að hafa annan skilning yfirleitt en þann sem löggjafinn hefur. Ætla má að það sé viðtekinn skilningur innan þjóðkirkjunnar að henni beri að fara í einu og öllu eftir landslögum, enda verða ekki skilyrði til þess að hafa heimild til að stofna trúfélag á Íslandi skilin með öðrum hætti en þeim að trú- félagið heiti því að fylgja lands- lögum. Með lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/ 1997 var þjóðkirkjan gerð að sjálf- stæðu trúfélagi sem í öllum innri málum sínum, þar á meðal mál- efum kenningar og helgisiða, lýtur réttkjörnum biskupi sínum sem stýrir þjóðkirkjunni ásamt vígslu- biskupum og kirkjuráði og skal bera málefni helgisiðanna og kenn- ingarleg málefni undir preststefnu áður en þau eru falin kirkjuþingi til afgreiðslu. (Sbr. 20. grein þjóð- kirkjulaganna.) Með þessum lög- um afsalaði ríkisvaldið sér með af- gerandi hætti réttinum til að hafa áhrif á innri mál kirkjunnar. Allar tilraunir til þess að ganga framhjá rétti þjóðkirkjunnar í þessum efn- um hlýtur hún að skoða sem þvingun. Handbók og helgisiðir þjóðkirkjunnar Sá sem þetta ritar hefur verið formaður helgisiðanefndar þjóð- kirkjunnar um langa hríð. Þau málefni sem hér eru til umræðu hafa verið á borði nefndarinnar í bráðum 10 ár. Hún hefur með öðr- um þeim sem koma að málinu, skref fyrir skref, reynt að vinna að bættri stöðu samkynhneigðra para innan þjóðkirkjunnar. Mörgum finnst við hafa farið of hægt. Það kann vel að vera. Við höfum ekki viljað dansa út úr röð systurkirkn- anna í þessum efnum. Það má vel gagnrýna þá afstöðu. Óhjá- kvæmilegt er þó fyrir þjóðkirkjuna að horfa til annarra samstarfs- kirkna í þessum efnum á sama hátt og löggjafinn hlýtur að gera í mýmörgum málum sem koma til umfjöllunar á Alþingi. Það hefur verið nefnt í þessari umræðu að ef Alþingi breytir lög- unum geti vart annað gerst en að þjóðkirkjan óski eftir því að lög- gjafinn taki þann kaleik frá henni að kirkjuleg giftingarathöfn geti jafnframt verið borgaraleg. En málið er miklu alvarlega. Þjóð- kirkjan hlýtur að þurfa að fara að lögum, sem í þessu efni munu þá stríða gegn handbók og helgisiða- bók hennar. Helgisiðabók kirkj- unnar er frá fornu fari bindandi regla. Í kirkjustarfi og kirkjuaga er hún ígildi starfsreglna sem Kirkjuþing setur. Samkvæmt lög- unum um þjóðkirkjuna frá 1997 fá starfsreglur númer með sama hætti og reglugerðir sem settar eru við lög frá Alþingi. Þær hafa því sömu stöðu og gildi og reglu- gerðir sem settar eru í samræmi við önnur lög. Það er ekkert í veginum fyrir því að auka og bæta það ritual fyr- ir blessun para í staðfestri samvist sem þjóðkirkjan hefur getað notað til þessa. Það getur að sjálfsögðu í fyllingu tímans orðið opinber at- höfn, en það getur ekki að svo stöddu verið samhljóða því rituali sem nú er notað fyrir hjúskap karls og konu. Hvernig það mál verður leyst til frambúðar er eitt af þeim mörgu málum í þessu samhengi sem fulltrúar þjóðkirkjunnar þurfa að ræða á sínum þingum og ná sam- stöðu um. Það er réttlætismál að Alþingi gefi þeim tíma til þess. Um hjónabandið Eftir Kristján Val Ingólfsson ’… er nauðsynlegt aðvarpa fram nokkrum spurningum og at- hugasemdum um það hvaða vandamál koma upp í hjúskaparskilningi þjóðkirkjunnar ef hjóna- bandshugtakinu verður breytt í hjúskaparlögum eins og hér er gert ráð fyrir. ‘ Höfundur er formaður helgisiða- nefndar þjóðkirkjunnar og lektor í kennimannlegri guðfræði við Há- skóla Íslands. Kristján Valur Ingólfssson ein- þjónað af af svæð- nustu fyrir að reyttum mst njóta um mál- ustu ó jafn- ng að geð- meðal úkdóms- ð það er legt. áætlaður sem veita kstrar- og in um að efnisins ð nisstjórn irumsjón geðfatl- un taka kefnisins for- nnast áðuneyti á annast ætt- mkvæmd kan ráð- aðstand- a: gismaður, ðstoð- armaður félagsmálaráðherra. Þór G. Þórarinsson, skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu. Sæunn Stefánsdóttir, aðstoð- armaður heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Guðrún Sigurjónsdóttir, verkefn- isstjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti. Reynsla og þekking notenda og aðstandenda Áhersla er lögð á að nýta við framkvæmd þessa verkefnis þá þekkingu og reynslu, sem fyrir hendi er hjá geðfötluðum og að- standendum þeirra og einnig fag- aðilum sem unnið hafa að málefnum geðfatlaðra. Til þess að tryggja að- komu notenda, aðstandenda og fag- aðila að ákvörðunum sem teknar verða um uppbyggingu búsetuúr- ræða og þjónustu hefur verið til- nefndur sérstakur ráðgjafahópur skipaður fulltrúum geðfatlaðra og aðstandenda þeirra. Í honum eiga sæti: Ragnhildur Bragadóttir, tilnefnd af Hugarafli. Sveinn Magnússon, tilnefndur af Geðhjálp. Pétur Hauksson, tilnefndur af Geðverndarfélagi Íslands. Gunnhildur Bragadóttir, tilnefnd af Aðstandendahópi Geðhjálpar. Héðinn Unnsteinsson, notandi, skipaður af ráðherra án tilnefn- ingar. Ráðgjafahópnum er ætlað að vera verkefnisstjórn og embætt- ismönnum til ráðgjafar og annast tengsl og samráð við samtök not- enda og aðstandenda. Gert er ráð fyrir að leitað verði samráðs við fleiri aðila úr hópi notenda, aðstand- enda og fagfólks við undirbúning ákvarðana sem snerta einstaka not- endahópa og hagsmuni þeirra aðila sem veita geðfötluðum þjónustu í dag. Að endingu vil ég árétta það að leiðarljós þessa verkefnis er að auka lífsgæði geðfatlaðra og aðstandenda þeirra sem verða má og styðja við virka þátttöku geðfatlaðs fólks í samfélaginu. Sú stefnumörkun er í samræmi við stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar í þessum mála- flokki. verk- fsgæði tand- erða irka s fólks Höfundur er félagsmálaráðherra. rúnar, Marey Þóra Guðmunds- dóttir og Irena Líf Hafsteinsdóttir og fremst er Þóra Björg Ingv- arsdóttir, sem hún bjargaði frá drukknun. Sigríður rsson, r og Jóna tur Guð- ur ársins “ Morgunblaðið/Júlíus
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.