Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 50

Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í NÝÁRSPRÉDIKUN biskups kemur fram að „róttækar og hrað- skreiðar breytingar eiga sér stað í fjölskyldumálum. Þjóðkirkjan hef- ur lengi staðið fyrir samtali um málefni samkynhneigðra …“ Dóm- kirkjuprestur, sr. Hjálmar Jóns- son, bætir um í prédikun og segir að þjóðkirkjan hafi átt sinn þátt í hugarfarsbreytingum gagnvart samkynhneigðum. Í Morg- unblaðinu 16. janúar er haft eftir dómkirkjuprestinum: „Síðastliðin 20 ár hefur þjóðkirkjan fjallað um málefni samkynhneigðra. Hún hef- ur staðið fyrir málþingum og unn- ið með samtökum þeirra að rétt- arbótum og þó einkum viðhorfsbreytingum gagnvart þeim. Kirkjan á sinn þátt í hug- arfarsbreytingu gagnvart samkyn- hneigðum. Hún hefur ekki verið í hægagangi, og hún hefur ekki hik- að,“ Hann tók auk þess fram „að biskupinn, Karl Sigurbjörnsson, hefði útbúið form blessunar fyrir samkynhneigð pör“. Hér er rétt að staldra við. Þögn kirkjunnar hefur verið himinhrópandi! Það vekur furðu þeirra sem til þekkja að hlusta á slíkar yfirlýs- ingar – raunveruleikinn er annar. Samtökin ’78 hafa bent á að þegar frumvarp til laga um staðfesta samvist (nr. 87/1996) var til með- ferðar á Alþingi 1996 leitaði þingið til þjóðkirkjunnar – hvort hún vildi þiggja umboð til að staðfesta sam- vist samkynhneigðra. Kirkjan hafnaði þessu og því geta samkyn- hneigðir aðeins látið gefa sig sam- an hjá sýslumanni. Rétt er að rifja upp, að á sama tíma og lögin um staðfesta samvist voru samþykkt tók þjóðkirkjan málefni samkynhneigðra til um- fjöllunar, þ.e. í tíð fyrrverandi biskups. Skipuð var nefnd sem skilaði greinargerð um málið til Kirkjuþings 1996. Á Kirkjuþingi og Prestastefnu 1997 var málið til umfjöllunar og á Kirkjuþingi 1998 var samþykkt fræðsluátak á veg- um þjóðkirkjunnar um málefni samkyn- hneigðra og fræðslu- deild Biskupsstofu falið að sjá um verk- ið. Ekkert var að gert. Núverandi bisk- up tók við embætti í árbyrjun 1998. Næstu ár ríkti þögn innan kirkjunnar um málefni samkyn- hneigðra. Þess vegna furðum við okkur á ummælum biskups og dómkirkjuprests hér að framan! Margir vildu „Lilju“ kveðið hafa Þögn kirkjunnar var foreldrum og að- standendum samkyn- hneigðra (FAS) áhyggjuefni. Haustið 2003 leitaði FAS til Prestafélags Íslands (PÍ) og óskaði eftir samtali og sam- starfi um þessi mál og var því vel tekið. Félögin tvö héldu þrjú mál- þing (2004–2005). Alls voru flutt 20 vönduð erindi sem gefin voru út. Samstarfshópur FAS og PÍ spurð- ist fyrir um „fjölskyldustefnu þjóð- kirkjunnar“ og var hún tekin til endurskoðunar. Hópurinn kom einnig á framfæri áskorun til bisk- ups um að hann léti sig málið varða og á prestastefnu 2004 skip- aði biskup þriggja manna starfs- hóp um málefni samkynhneigðra og kirkjunnar. Við upphaf Presta- stefnu 2004 vísaði biskup til þess að málefni samkynhneigðra hefðu verið í brennidepli í kirkjunni. En hann forðaðist eins og heitan eld- inn að nefna hvernig það starf var tilkomið! Þau ummæli að kirkjan hafi staðið fyrir málþingum og unnið að réttarbótum samkynhneigðra með samtökum þeirra eiga sér enga stoð í veruleikanum. En við viljum ítreka gott samstarf við stjórn Prestafélags Íslands og fjölda frábærra presta. Blessunarform þjóðkirkjunnar Í Synodusræðu sinni á Presta- stefnu 2004 sagði biskup: „Ég hef látið prestum sem eftir hafa leitað í té form fyrir fyrirbæna- og bless- unarathöfn yfir samvist samkyn- hneigðra. Það er ekki opinbert rit- ual, og ekki hjónavígsla, heldur á vettvangi sálgæslunnar og því get- ur hver og einn átt við samvisku sína að standa að slíkri athöfn eða ekki.“ Foreldrar og aðstandendur sam- kynhneigðra hafa margt við þetta blessunarform að athuga. Það er framkvæmt á vettvangi sálgæsl- unnar og á þess vegna samleið með lífsviðburðum fólks sem á um sárt að binda, t.d. sálgæslu vegna dauðsfalla, veikinda og hjónaskiln- aðar. Þar á bekk hefur biskup skipað samkynhneigðum og ástvin- um þeirra á hamingjustundum lífs- ins. Í sérriti Kirkjuritsins (2005) segir sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson: „Ég hef kynnt mér þetta óopinbera ritual, en um er að ræða form sem líkist mjög formi til hús- blessunar í Handbók íslensku kirkjunnar.“ Við eftirlátum lesendum að meta blessunarform biskups – og það hvort fólk vilji sjálft njóta slíkra athafna fyrir sig og sína hjá kirkj- unni! Löggjöf Alþingis – afstaða almennings Við minnum á að í þjóðarpúlsi Gallup vorið 2004 kom afstaða þjóðarinnar til hjúskapar samkyn- hneigðra skýrt fram. Niðurstöður sýndu að 87% þjóðarinnar telja að leyfa ætti samkynhneigðum að gifta sig og þar af sögðu 69% að samkynhneigðir ættu bæði að geta gift sig borgaralega og í kirkju. 13% voru á móti. Þessar nið- urstöður endurspegla afstöðu þjóð- arinnar til hjúskapar samkyn- hneigðra! Það er ástæða til að alþing- ismenn sem kosnir eru lýðræð- islegri kosningu hlusti eftir vilja þjóðar sinnar þegar frumvarp til laga í málefnum samkynhneigðra og breytingartillögur við hjúskap- arlög nr. 31/1993 koma til af- greiðslu. Miðað við afgerandi af- stöðu þjóðarinnar hlýtur niðurstaða Alþingis að verða á einn veg – að tryggja trúfélögum sem til þess eru fær heimild til að veita samkynhneigðum þjónustu við hæfi á hamingjustundum lífs- ins. Hvað tefur þjóðkirkjuna – hví er hún ekki samstiga samfélaginu? Harpa Njáls og Ingibjörg S. Guðmundsdóttir fjalla um gift- ingar samkynhneigðra ’… 87% þjóðarinnar telja að leyfaætti samkynhneigðum að gifta sig og þar af sögðu 69% að samkyn- hneigðir ættu bæði að geta gift sig borgaralega og í kirkju. ‘ Ingibjörg S. Guðmundsdóttir Harpa er formaður FAS og Ingibjörg er varaformaður FAS. Harpa Njáls ÞAÐ er trú mín að þátttak- endur í prófkjöri Samfylking- arinnar nú um helgina séu að velja borgarstjóra til næstu fjög- urra ára. Nú er því tækifæri til að hafa áhrif. Það skiptir máli hvernig á því embætti er haldið og til hvaða verka afl Reykjavíkurborgar er nýtt. Góð verk að baki Í mörgum helstu framfaramálum síð- ustu ára hefur Reykjavík rutt braut- ina. Í jafnréttismálum hefur Reykjavík- urborg gengið á und- an með góðu fordæmi og veitt konum braut- argengi til forystu. Í leikskólamálum gerð- um við byltingu sem nú hefur breiðst út um landið. Í umferð- aröryggismálum höf- um við fækkað slysum inni í hverfum um meira en helming. Í skólamálum höfum við verið leiðandi í fag- legu starfi. Í umhverf- ismálum lukum við hreinsun strand- arinnar, sem var stærsta umhverf- isverkefni á landinu. Í menningarmálum höf- um við innleitt ný vinnubrögð í stuðningi við listafólk. Í mark- aðsmálum ferða- mennsku höfum við gert Reykjavík að ein- um eftirsóttasta áfangastað í heimi. Og nú síðast hefur góðum áföngum verið náð í kjaramálum starfsfólksins okkar og í því að gera leikskólann gjaldfrjálsan. Við höfum notið þess að hafa haft góða fyrirliða fyrir öflugu liði. Nú stendur yfir val í nýtt lið og við kjósum okkur borgarstjóra- efni. Spennandi verkefni fram undan Ögrandi verkefni bíða okkar. Hvernig glíma á við ríkisvald sem ekki sinnir öldruðum sem skyldi. Hvernig eflum við innviði samfélagsins á sama tíma og bilið milli ríkra og fátækra breikkar? Hvernig virkjum við sam- takamátt fólks til að bæta umhverfi sitt? Hvernig skipuleggj- um við Vatnsmýrina? Hvernig höldum við áfram baráttunni fyr- ir launajafnrétti? Taktu þátt Þetta eru bara nokkur þeirra verk- efna sem ég vil leiða. Kjarkmikill borg- arstjóri í Reykjavík getur látið margt gott af sér leiða og ekkert áhrifameira starf hef- ur félagshyggjufólk haft með höndum undanfarin mörg ár. Prófkjör Samfylk- ingarinnar nú um helgina er opið öllum borgarbúum, enda verður borgarstjórinn að vera borgarstjóri allra Reykvíkinga. Ég bið um stuðning til að vera áfram fyrirliði þess öfluga liðs sem við erum að stilla upp og ætlar að að tryggja að hugsjónir félagshyggjunnar ráði áfram við stjórn höfuðborgarinnar eftir vor- ið. Valið er þitt Eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur Steinunn Valdís Óskarsdóttir ’Ég bið umstuðning til að vera áfram fyr- irliði þess öfluga liðs sem við er- um að stilla upp og ætlar að tryggja að hug- sjónir fé- lagshyggjunnar ráði áfram við stjórn höf- uðborgarinnar eftir vorið.‘ Höfundur er borgarstjóri. Prófkjör ReykjavíkÉG HAFÐI spurnir af því að Jakob Bjarnar Grétarsson, titlaður blaða- maður á DV hefði lesið mér pistilinn í blaði sínu fyrir nokkru. Þar vand- ar hann mér ekki kveðj- urnar frekar en fyrri daginn. Tilefnið var úr- skurður siðanefndar Blaðamannafélagsins á kæru minni á hendur DV þar sem siðanefndin lagði blessun sína yfir vinnubrögð Jakobs á DV. Skilaboð Jakobs í pistlinum eru skýr: Menn skulu bara hafa vit á því að vera ekki að mótmæla vinnubrögðum snillinganna á DV, annars fá þeir bara aðra drulluköku þaðan … og aðra og aðra … eftir þörfum. Jakob er greinilega sérhæfð- ur í útúrsnúningum og mótar sann- leikann eins og leir að eigin geðþótta. Hann sparar ekki stóryrðin frekar en fyrri daginn og setur fram tilvitnanir í kæru mína sem eru slitnar úr sam- hengi, greinilega til að fá útrás fyrir sitt rétta eðli. Dæmi um tilvitnun Jak- obs í texta kærunnar, sem hann kallar rakalausan þvætting: „undirritaður er í eðli sínu ekki viðkvæm sál og þolir vel hnjask frá öðrum, en þó verð ég að játa að mig skortir nægilega sterk lýs- ingarorð til að lýsa því óeðli, illgirni og þeim óþverraskap sem birtist í ofan- greindum vinnubrögðum“. Já, einmitt hér hentaði meistara Jakobi að setja punktinn og minnast ekki á hvaða vinnubragða ég var að vísa til. Vinnubrögð Jak- obs voru nefnilega þannig að hann hringdi í mig þegar ég var á leið út úr húsi í erfiða jarð- arför og var því ekki í stakk búinn til að ræða við hann nema í örfáum setningum. Það sagði ég meistara Jakobi og bauð honum jafnframt að koma til mín síðar til að kynna sér gögn um mál- ið af eigin raun. Hann kvaðst myndu hringja í mig daginn eftir. Það gerði hann ekki en bjó hins vegar til frétt eins og úlfalda úr mý- flugu og birti morguninn eftir. Les- andinn getur svo sjálfur dæmt um hvorum megin þessi „rakalausi þvætt- ingur“ liggur og hvort þessi vinnu- brögð Jakobs falla að siðareglum Blaðamannafélagsins, en 3. gr. þeirra hljóðar svo: „Blaðamaður vandar upp- lýsingaöflun sína, úrvinnslu og fram- setningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum mál- um. Hann forðast allt sem valdið get- ur saklausu fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Jakob tók hins vegar þann kostinn að neita þessu þegar siðanefndin fjallaði um málið. Gegnheill maður Jakob og stétt sinni til sóma. Smekkvísi Jakobs nær svo há- marki þegar hann líkir bótamáli mínu við ímyndað hegningarlagabrot sjávarútvegsráðherra. Jakobi virðist gjörsamlega fyrirmunað að skilja að bótamál mitt er í sjálfu sér hliðstætt því er ökumaður ekur á bíl annars og tryggingarfélagið greiðir tjónið. Ég fæ því ómögulega skilið hvaða máli skiptir hvort tjónvaldur er t.d. blaða- maður eða starfsmaður Umferð- arstofu. Fiskveiðilagabrot eins og Jakob vísar til er hins vegar hegning- arlagabrot, oft tengt ásetningi og eft- ir þeim lögum eru t.d. blaðamenn og ritstjórar dæmdir fyrir ærumeið- ingar. Trúlega býður andlegt atgervi Jakobs ekki upp á skilning á þessu tvennu. Jakob gefur sér það í fyr- irsögn sinni að mér hafi „einfaldlega verið illa við að um málið hafi verið fjallað“. Það er kannski þess vegna sem hann fjallar um það í annað sinn? Það er að sjálfsögðu í góðu lagi að fjallað sé um mál ef það er gert af fagmennsku og réttsýni. Því fer víðs- fjarri í þessu tilviki. Það er reyndar svolítið skondið að skoða í þessu sam- hengi tvo nýlega dóma sem féllu í héraði á fyrrverandi ritstjóra DV fyrir forkastanleg vinnubrögð svo notuð séu orð Jakobs sjálfs. Var ekki pláss fyrir þær fréttir á forsíðu DV ? Eða var forsíðan upptekin undir aðr- ar og meira krassandi „fréttir“ þann daginn? Það skyldi þó ekki vera að blaðamönnum DV hafi „einfaldlega verið illa við að um málin væri fjallað“? „Þvættingur“ DV Runólfur Gunnlaugsson fjallar um vinnubrögð blaðamanns DV ’Hann kvaðst mynduhringja í mig daginn eftir. Það gerði hann ekki en bjó hins vegar til frétt eins og úlfalda úr mýflugu og birti morguninn eftir.‘ Runólfur Gunnlaugsson Höfundur er viðskiptafræðingur og lög- giltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.