Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Til sölu
nokkrar glæsilegar fullbúnar íbúðir
í grónu hverfi 2ja, 4ra og 5 herbergja
• Tveggja herbergja 80 m²
• Fjögurra herbergja 135 m²
• Fimm herbergja 143 m²
Baðherbergi eru rúmgóð, 90 cm sturta, baðkar, eikarinnréttingar og
fínar flísar. Svefnherbergi er 12 til 16 m² með fallegum eikarskápum.
Eldhús eru rúmgóð með góðum borðkrók og eikarinnréttingum.
Stofurnar eru 30-40 m².
Á gólfum eru flísar og gott eikarparket.
Stórar svalir á móti suðri og sérstaklega fallegt útsýni.
Stutt í golfvöll.
Hrauntún ehf. byggir
Uppl. gefur Örn Ísebarn, byggingameistari,
í símum 896 1606 og 557 7060.
SVO GETUR farið í skoð-
anakönnun (prófkjöri, svo dæmi sé
tekið), að enginn þeirra, sem settu
fram álit sitt, vildi fyrir nokkurn mun,
það sem varð niðurstaða. Menn eru
vanir vandræðum við atkvæða-
greiðslu og virðast helst halda, að
vandræðin séu óhjákvæmileg. Hér
verða nefnd nokkur dæmi um vand-
ræðagang við atkvæða-
greiðslu og kosningu til
að minna á, að við rað-
val eða sjóðval yrðu
ekki slík vandræði.
Atkvæðagreiðsla
um Nóbelsverðlaun
Nýlega kom fram í
umræðum um bók-
menntaverðlaun Nób-
els 1955, að tveir þeirra
átján, sem eru atkvæð-
isbærir um þá, sem til-
nefndir eru, höfðu gert
tillögu um Gunnar
Gunnarsson, en þegar
til kom, hlaut hann
ekki atkvæði þeirra né
annarra.
Nú kann að vera, að
þeim hafi snúist hug-
ur, þegar þeir fréttu af
öðrum tilnefningum
eða þeir hafi talið
Gunnar njóta svo lítils
stuðnings, að ekki
væri ástæða til að
greiða honum at-
kvæði.
Öðru máli gegnir í
raðvali. Þar hefðu þeir
tveir getað raðað
Gunnari efst, þótt þeir
vissu, að hann hefði lít-
ið fylgi, og sett næst höfund, sem þeir
mátu mikils, en síðri en Gunnar. Með
raðvali hefði ekki heldur þurft að
þreifa sig áfram með endurtekinni at-
kvæðagreiðslu til að finna niðurstöðu,
eins og gert var, heldur hefði eitt rað-
val sýnt hana.
Þjóðaratkvæðagreiðsla
Mál, sem ástæða gæti þótt til að
bera undir þjóðina, getur verið þann-
ig vaxið, að það megi útfæra á fleiri
nokkuð líka vegu. Þegar svo er, getur
meirihluti verið á móti hverju og einu
þessara afbrigða með tilliti til þess, að
eitthvert hinna afbrigðanna kæmi
fram síðar. Þau gætu því öll fallið, ef
þau væru borin undir atkvæði eitt í
einu, enda þótt almennur vilji væri til
að hafna málinu ekki, heldur ljúka
því. Fyrir þá, sem vilja bera mál und-
ir þjóðina, getur verið úr vöndu að
ráða að komast hjá því, að meirihluti
snúist gegn því afbrigði, sem borið er
upp, þrátt fyrir stuðning við málstað-
inn almennt.
Í raðvali er vandinn minni. Þar er
ekkert að því að bera fleiri afbrigði
upp samtímis. Niðurstaðan er skýr
með þeim rökum, sem þar gilda.
Hreppasundrung
Þrír hreppar voru sameinaðir fyrir
norðan, hver með sinn
barnaskóla. Ráðamönn-
um hins nýja hrepps
þótti heppilegt að
leggja einn skólann nið-
ur. Það kom illa við
marga, sem notið höfðu
hans, en þeir urðu und-
ir, voru minnihluti og
nutu ekki stuðnings ut-
an síns skólahverfis.
Ef leitað væri álits
með sjóðvali í slíku sam-
félagi, hefði reynt á,
hversu miklu þeir, sem
héldu fram litla skól-
anum, vildu kosta í at-
kvæðum fyrir hann.
Hefði það reynst meira
en fjölmennið vildi
kosta í atkvæðum til að
leggja hann niður,
hefðu þeir bjargað
skólanum, en orðið í
staðinn áhrifaminni í
næstu hreppsmálum,
samkvæmt lögmáli
sjóðvals. Ætla má, að
slík málsmeðferð ylli
minni sársauka en
raunin varð, á hvern
veg sem úrslitin yrðu,
og félagsandi yrði
betri í nýja hreppnum.
Skilvirkt prófkjör
Nú viðgengst við prófkjör, að menn
raða frambjóðendum og segja með
því: Ég vil Sigurð í fyrsta sæti, Guð-
rúnu í annað sæti, Hrefnu í þriðja
sæti og Árna í fjórða sæti. Hugsum
okkur, að enginn setji Sigurð í 1. sæti
með Árna í 2. sæti. Samt getur nið-
urstaða prófkjörsins orðið sú, að þeir
verði í efstu tveimur sætunum. Að-
ferðin hefur verið sú, ef við takmörk-
um dæmið við tvö efstu sætin, að
kjósanda gefst ekki kostur á að segja:
Ég vil Sigurð í fyrsta sæti, en því að-
eins að Guðrún verði í öðru sæti. Ég
vil Sigurð ekki í fyrsta sæti, ef Árni
verður í öðru sæti og svo framvegis.
Þetta má tjá í raðvali. Þá er um að
velja Sigurð í 1. sæti með Guðrúnu í 2.
sæti, Guðrúnu í 1. sæti með Sigurð í
öðru sæti, Sigurð í 1. sæti með Árna í
2. sæti, og svo framvegis.
*
Þessi dæmi mega minna á það,
hversu oft atkvæðagreiðsla getur far-
ið í handaskolum með þeim aðferðum,
sem tíðkast, en með raðvali og sjóð-
vali minnka vandræðin. Aðferðirnar
hafa þegar verið kynntar í ritum, og
vísast til þess. Þeim, sem vilja
glöggva sig á þeim, er vísað á slóðina
http://www.simnet.is/bss/; þá má líka
hafa tal af mér í Reykjavík-
urakademíunni.
Raðval – sjóðval
Björn S. Stefánsson fjallar
um atkvæðagreiðslur
’Fyrir þá, semvilja bera mál und-
ir þjóðina, getur
verið úr vöndu að
ráða að komast
hjá því, að meiri-
hluti snúist gegn
því afbrigði, sem
borið er upp, þrátt
fyrir stuðning við
málstaðinn al-
mennt.‘
Björn S. Stefánsson
Höfundur er fræðimaður.
Í sveitarstjórnarkosningunum
1998 fórum við sjálfstæðismenn fram
undir kjörorðinu Kraftur í stað kyrr-
stöðu. Það hefur sann-
ast, svo ekki verður um
villst, að kraftur hefur
verið mikill hér og ver-
ið áþreifanlegur og sést
í öllum tölum síðan,
þegar farið er yfir
stöðu mála. Kraftur
kom í stað kyrrstöðu
undir forystu okkar
sjálfstæðismanna í
samstarfi okkar fyrst
við Akureyrarlista og
síðar Framsókn-
arflokk, og hefur verið
til staðar í valdatíð okk-
ar í bænum.
Akureyri er í öndvegi sveitarfé-
laga, enda vel haldið á málum hér og
staða bæjarins mjög sterk og kraft-
mikil þegar litið er til framtíðar. Við
sem búum á Akureyri vitum vel og
finnum á samfélaginu okkar hversu
öflugt og kraftmikið það er. Segja má
að lykilorð síðustu ára hér á Akureyri
séu vöxtur og kraftur. Á yfirstand-
andi kjörtímabili var sameining Ak-
ureyrar og Hríseyjar samþykkt og
hefur gengið vel að vinna með Hrís-
eyingum – sameiningin gekk mjög
vel.
Í dag fer fram prófkjör Sjálfstæð-
isflokksins á Akureyri. Þar sækjum
við sjálfstæðismenn fram í aðdrag-
anda kosninga og veljum framboðs-
lista okkar í kosningunum þann 27.
maí – forystusveit flokksins á næsta
kjörtímabili. Mikilvægt er að vel tak-
ist til og að Sjálfstæðisflokkurinn á
Akureyri komi þar sterkur út – flokk-
urinn verði öflugur og samhentur í
komandi verkefnum. Í
prófkjörinu gefa 20 ein-
staklingar kost á sér – ég
er þeirra á meðal.
Ég hef verið flokks-
bundinn í rúman áratug,
tekið þátt í ungliðastarfi
flokksins mjög lengi, verið
í stjórn SUS frá 2003 og
formaður Varðar, félags
ungra sjálfstæðismanna
hér í bænum, frá árinu
2004. Ég hef mikinn
áhuga á stjórnmálum, hef
skrifað mikinn fjölda
pistla um stjórnmál til
fjölda ára á vef mínum,
www.stebbifr.com, og kynnt skoðanir
mínar á málefnum samtímans af þeim
krafti sem einkennir netskrifin.
Hef ég mikinn áhuga á að taka þátt
í kosningunum í vor – vinna hag
flokksins sem mestan. Umfram allt
vil ég leggja mitt af mörkum fyrir
flokkinn í forystusveit framboðslist-
ans okkar í kosningabaráttunni í vor.
Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri hef-
ur leitt bæjarpólitíkina í átta ár og
hefur sá tími einkennst af kraftmikilli
uppbyggingu á mörgum sviðum. Far-
sæl forysta okkar hefur skipt Ak-
ureyri miklu máli og getum við verið
stolt af verkum okkar. En alltaf eru
næg verkefni framundan.
Að mínu mati eru framundan mjög
spennandi tímar fyrir Akureyringa.
Prófkjörsbaráttan síðustu vikur hef-
ur verið mjög gefandi, ég hef kynnst
nýju fólki og fundið kraftinn í þeim
sem hafa unnið í flokknum hér til
fjölda ára. Fyrst og fremst hef ég
kynnst því að Akureyringar hafa
brennandi áhuga á málefnum sveitar-
félagsins. Ég hóf þessa baráttu mína
seint á síðasta ári með jákvæðni og
bjartsýni umfram allt sem veganesti.
Hef ég unnið þessa baráttu á mín-
um vegum með þeim hætti og hagað
skrifum og baráttuandanum með
þessi grunngildi að leiðarljósi. Ég er
mjög þakklátur þeim sem hafa sýnt
mér velvilja og stuðning í þessum
prófkjörsslag. En nú er komið að úr-
slitastund.
Ég býð mig fram til að taka fullan
þátt í kosningabaráttunni í vor. Ég vil
leggja fram mína reynslu í stjórn-
málum og félagsstörfum og vinna fyr-
ir flokkinn minn í forystusveit sig-
urliðsins okkar í vor. Til þess þarf ég
stuðning þinn.
Ungt fólk í forystu
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson
Stefán Friðrik
Stefánsson
’Ég býð mig fram til aðtaka fullan þátt í kosn-
ingabaráttunni í vor.‘
Höfundur er formaður Varðar, f.u.s. á Ak-
ureyri, og gefur kost á sér í 3. sæti í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Prófkjör Akureyri
TENGLAR
..............................................
www.stebbifr.com
„ÞAÐ MÁ ekki hefta tjáning-
arfrelsi,“ sagði Salman Tamini, for-
maður Félags múslíma á Íslandi í
Kastljósi RÚV 31. janúar, en bætti
svo við að menn mættu samt ekki
nota tjáningarfrelsið til
að senda röng skilaboð.
Um nauðsynlega virð-
ingu fyrir trú nefndi
hann það dæmi að í
múslímalöndum væri
bannað að sýna kvik-
myndina „Síðasta
freisting Krists“ og var
á honum að heyra að
slíkt bann væri honum
að skapi. Þessi ummæli
eru táknræn fyrir það
sem múslímum og
Vesturlandabúum ber á
milli þessa dagana þeg-
ar heitar deilur standa um skop-
myndir af Múhameð spámanni sem
birtust í danska blaðinu Jyllands-
posten í september á liðnu ári. Meiri-
hluti múslíma virðist eiga erfitt með
að skilja það að málfrelsi þar sem
menn mega ekki senda „röng“ skila-
boð er ekkert málfrelsi. Það geta
nefnilega verið skiptar skoðanir um
það hvað séu röng skilaboð.
Ég skil það vel að múslímar skyldu
reiðast því að skopmynd skyldi birt-
ast af Múhameð með vefjarhött í líki
sprengju. Það var sjálfsagt af þeim
að mótmæla því og gagnrýna það,
skrifa greinar, halda mótmælafundi
og hætta að kaupa Jyllandsposten.
En það að forsvarsmenn danskra
múslíma skyldu krefjast þess að
blaðamönnunum væri refsað og að
forsætisráðherra landsins bæðist af-
sökunar á einhverju sem stóð í frjálsu
og óháðu dagblaði, það bendir því
miður til þess að þeir hafi ekki skilið
grundvallarlög þess lands sem þeir
höfðu valið að búa í. Og að hvetja til
viðskiptabanns á allar danskar vörur
út af myndum í einu dönsku blaði eru
frámunalega ýkt viðbrögð, aðgerð
sem kemur niður á starfsmönnum
fyrirtækja sem ekki áttu nokkurn
þátt að málinu. Ég get ekki neitað því
að það hefur sett að mér nokkurn
óhug við það að sjá viðbrögð sumra
við þessum atburðum. Fólk sem ég
taldi frjálslynt hamast nú við að verja
viðbrögð múslíma. Dapurlegast er þó
að sjá viðbrögð sumra fjölmiðla sem
þora ekki að birta myndirnar af
hræðslu við að móðga múslíma.
Hvernig í dauðanum eigum við að
mynda okkur skoðanir á þessum
myndum ef við megum ekki sjá þær?
Það er bara almenn fréttamennska
að birta þær. Eitt erlent
múslímablað hefur
reyndar gert það og á
hrós skilið fyrir hug-
rekkið.
Menn staglast nú á
því að fólk verði að
virða trúarbrögð ann-
arra.
Þessu er ég ekki
sammála. Okkur ber
engin skylda til að virða
öll trúarbrögð í heim-
inum. Það er réttur
manna til að iðka sína
trú sem við eigum að
virða, ekki trúarbrögðin sjálf. Trúar-
brögð eru ekki annað en kenningar
og við höfum rétt til að hafa okkar
skoðun á þessum kenningum og láta
þær skoðanir í ljós.
Sumir halda því nú fram að víst sé
tjáningarfrelsið mikils virði, en við
verðum að gera undantekningu í trú-
málum því að þau séu svo viðkvæm.
Við eigum einmitt ekki að gera
undantekningu í trúmálum. Engin
ritskoðun er jafn hættuleg og rit-
skoðun á því sem varðar trúmál, það
kennir mannkynssagan okkur, en í
aldaraðir var þeim grimmilega refsað
sem voguðu sér að gagnrýna kristna
trú og framkvæmd hennar. Hvernig í
ósköpunum er hægt að ræða trúmál
án þess að segja stundum eitthvað
neikvætt um trúarbrögð? Og það
hlýtur samt alltaf að særa þá sem eru
trúaðir. Og hvað um skáldskap? Eig-
um við aftur að fara að ritskoða hann
og fella burt allt sem brýtur í bága
við trúarkenningar? Í einu frægasta
skáldriti heims, La divina commedia
eftir ítalska skáldið Dante, þykist
skáldið sjá Múhameð í helvíti. Við
getum rétt ímyndað okkur hvort
þetta særir ekki trúarkennd músl-
íma. Eigum við að banna ljóð Dan-
tes? Og hvað um kristna trú? Í Bréfi
til Láru segir Þórbergur Þórðarson:
„Drottinn allsherjar […] er fávís,
veiklundaður og hefnigjarn. Hann
setur mönnum lögmál til að breyta
eftir, sem hann hefur margbrotið
sjálfur. Hann grætur yfir syndum
sem hann hefur sjálfur komið inn í
heiminn.“ Hér er Þórbergur að tala
um Guð Biblíunnar. Særir þetta ekki
heittrúaða kristna menn? Eigum við
að banna Bréf til Láru? Múslímar
mættu minnast þess að það málfrelsi
sem margir þeirra svívirða nú er ein-
mitt hornsteinn trúfrelsis þeirra
sjálfra á Vesturlöndum. Á fyrri öld-
um þegar málfrelsi var ekkert hefðu
þeir verið ofsóttir fyrir að boða trú
sína í vestrænum löndum.
Eins og áður sagði skil ég vel að
myndin af Múhameð með sprengju
skyldi særa múslíma. En það eru
fleiri en Jyllandsposten sem leggja
sprengju í hönd Múhameðs. Nazem
al-Masbah, háttsettur klerkur í Kúv-
eit, hefur gefið út tilskipun um að all-
ir sem gerðu teikningarnar skuli
drepnir. Þessa tilskipun gefur hann
út í nafni trúarinnar, segir með öðr-
um orðum að það sé í samræmi við
íslam að fremja morð. Hvernig
stendur á því að múslímar reiðast
ekki þessum ummælum? Ef stjórn-
völd í hverju landi bera ábyrgð á því
sem einstakir menn segja, á þá ekki
stjórnin í Kúveit að biðjast afsök-
unar? Á ekki að beita Kúveit við-
skiptaþvingunum fyrir að svívirða ísl-
am á þennan hátt? Sprengjan sem
Nazem al-Masbah og ýmsir skoð-
anabræður hans hafa með orðum sín-
um og gerðum lagt í hönd Múhameðs
er ekki teiknuð pappírssprengja, hún
er raunveruleg. Og hún gerir málstað
múslíma meira illt en nokkur skop-
mynd.
Tjáningarfrelsi og trúmál
Una Margrét Jónsdóttir
jallar um skopmyndirnar af
Múhameð og afleiðingar ’Sprengjan sem Nazemal-Masbah og ýmsir
skoðanabræður hans
hafa með orðum sínum
og gerðum lagt í hönd
Múhameðs er ekki
teiknuð pappírs-
sprengja, hún er raun-
veruleg.‘
Una Margrét Jónsdóttir
Höfundur er dagskrárgerðarmaður.
Fréttir í
tölvupósti