Morgunblaðið - 11.02.2006, Side 53

Morgunblaðið - 11.02.2006, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 53 UMRÆÐAN ÞRÁTT fyrir að Framsókn- arflokkurinn hafi undanfarið verið að mælast með allt niður í 4–5% fylgi í Reykjavík í skoðanakönn- unum er nú þegar byrjað að nefna nýkjörinn leiðtoga þeirra, Björn Inga Hrafnsson, sem mögu- legan borgarstjórak- andídat eftir næstu kosningar. Sjálfur hef- ur Björn Ingi látið í það skína að hann hafi áhuga á að komast í oddaaðstöðu og muni þá jafnvel krefjast borgarstjórastólsins fyrir sjálfan sig. Ef þetta gengi eftir væri staðan orðin sú að einn minnsti flokkur lands- ins færi með tvö valdamestu emb- ætti þjóðarinnar. Slíkt væri að mínu mati í mikilli andstöðu við öll al- menn lýðræðissjónarmið. Fái ég brautargengi í prófkjöri Samfylkingarinnar nú um helgina mun ég beita mér fyrir róttækri uppstokkun á stjórnkerfi borg- arinnar. Meðal annars mun ég leggja til að borgarstjórinn í Reykjavík verði framvegis kosinn í beinni kosningu. Slík breyting myndi koma í veg fyrir að nokkur geti gegnt þessu mikilvægasta emb- ætti höfuðborgarinnar án þess að sá hinn sami njóti viðtæks stuðnings borgarbúa. Mín skoðun er sú að borgarbúar eiga að velja borg- arstjórann. Þetta embætti er of mik- ilvægt til að vera skiptimynt í hrossakaupum milli flokka. Borg- arbúar vilja skýra valkosti við stjórn borgarinnar og borgarstjóri sem kosinn er beint ber skýrari ábyrgð gagnvart kjósendum. Leiða má lík- um að því að beint kjör borgarstjóra myndi laða fleiri að því að taka þátt í kosning- unum. Að fá að hafa bein áhrif á hver gegnir þessu mikilvæga emb- ætti myndi þannig ýta undir kosningaþátt- töku sem er mikilvægt lýðræðismál. Vilmund- ur heitinn Gylfason var fyrstur til að leggja til að forsætisráðherra yrði kosinn beinni kosningu. Í gegnum árin hafa menn við og við dustað rykið af þessum hugmyndum Vilmundar en af ein- hverjum ástæðum hafa þær aldrei fengið byr undir báða vængi. Hverj- ar skyldu vera ástæður þess að stjórnkerfið er hér eins og meitlað í stein á meðan að fjöldi Evrópuþjóða hefur haldið áfram að þróa sitt lýð- ræði og gert ýmsar breytingar á stjórnkerfinu. Það er sömuleiðis nokkuð sérstakt að á Íslandi skuli eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinni kosningu vera sá sem hefur hvað minnst raunveruleg völd, en það er forseti lýðveldisins. Það má spyrja sig hvers vegna sé verið að hafa fyrir því að vera með þjóðkjörinn forseta? Ef það eru að- eins embætti með táknræn völd sem þjóðin fær að taka þátt í að ráðstafa þá er kannski eins gott að forsetinn sé bara kjörinn af Alþingi. Í Lond- on, París og New York eru borg- arstjórarnir allir kosnir beint af íbú- um þessara borga. Ef borgarstjórinn væri kosinn beint þá er líklegt að fram á sjón- arsviðið gætu komið frambjóðendur með fjölbreyttari bakgrunn. Borg- arstjórar framtíðarinnar gætu þannig komið úr atvinnu- eða menn- ingarlífinu eða jafnvel úr íþrótta- heiminum. Þeir gætu tengst ákveðnum stjórnmálaflokki, eða ekki. Þessum og fleiri aðgerðum til auka lýðræði í borginni mun ég beita mér fyrir fái ég stuðning í prófkjörinu nú um helgina. Því lofa ég. Tryggjum að borgarstjóri þurfi stuðning meirihluta borgarbúa Eftir Andrés Jónsson ’Þessum og fleiri aðgerð-um til að auka lýðræði í borginni mun ég beita mér fyrir fái ég stuðning í prófkjörinu nú um helgina.‘ Andrés Jónsson Höfundur er formaður Ungra jafn- aðarmanna og frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík Kjósið Þekkingu og reynslu Kjósið Skynsemi og skilning Kjósið Stefán Benediktsson Stuðningsmenn Stefáns Benediktssonar Opið prófkjör Samfylkingarinnar og óháðra helgina 11. og 12. febrúar SÍÐUSTU daga, vikur og mánuði hafa skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík sýnt það að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá 8-9 borgarfull- trúa í komandi borg- arstjórnarkosningum. Þær verða haldnar þann 27. maí svo að það eru einungis tæpir fjórir mánuðir í stóru stundina. Það sem við vinstri menn óttumst einna mest er að úrslit kosninganna í maí eigi eftir að verða á sama veg og síðustu skoð- anakannanir. Það að Sjálfstæðisflokkurinn taki við stjórn borg- arinnar er að minni skoðun eitt af því versta sem getur komið fyrir okkar ágætu borg. Eitt er víst að ef að við ætlum að afstýra því stórslysi þá þurfum við öll að leggja hönd á plóg og gera okkar allra besta. Ég tel Samfylkinguna vera það afl sem á mestan möguleika á því að vinna á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Þegar ákveðið var að slíta R-lista samstarfinu var kastað á glæ hundr- uðum ef ekki þúsundum atkvæða. Í borgarstjórnarkosningum 2002 hlaut R-listinn 35.938 atkvæði eða 52,6% allra atkvæða. Langmesti hluti þessara atkvæða voru greidd af óflokksbundnum. Það þýðir að flokkarnir sem standa að samstarf- inu geta misst mikinn hluta atkvæða R-listans til Sjálfstæðisflokksins. Ný skoðanakönnun sýnir að tæp 16% R- listafólks ætli að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn (Morgunblaðið 5.febrúar). Þeir kjósendur sem eiga eftir að ákveða sig og/eða eru utan flokka munu ráða úrslitum. Þess vegna verður Samfylkingin að tefla fram lista með fjölbreyttu fólki frá öllum hliðum samfélagsins. Prófkjör Samfylking- arinnar og óháðra hefst í dag, 11. febrúar. Þar munu samfylking- armenn og allir þeir sem vilja taka þátt í prófkjörinu og hafa náð kjöraldri stilla upp þeim lista fólks sem þarf að kljást við Sjálf- stæðisflokkinn í kosn- ingabaráttu næstu fjög- urra mánaða. Það verður ekki auðveld barátta og þarf í hana vana, þrautseigja, sterka og duglega einstaklinga. Margir slíkir eru á framboðslista fyrir prófkjör Samfylkingarinnar og þurfum við að velja vel. Ég hvet alla Reykvíkinga á kjör- skrá til þess að flykkjast á kjörstaði í dag og á morgun og kjósa í prófkjöri Samfylkingarinnar og óháðra. Við þurfum hjálp allra í þeirri erfiðu baráttu sem er fyrir hendi. Tökum höndum saman og stöðvum það stór- slys að hleypa Sjálfstæðismönnum að völdum í borginni. Hvernig eigum við að halda sjálfstæðismönnum frá borginni? Guðfinnur Sveinsson fjallar um prófkjör Samfylkingarinnar og sterka stöðu sjálfstæðismanna Guðfinnur Sveinsson ’Ég hvet alla Reykvík-inga á kjörskrá til þess að flykkjast á kjörstaði í dag og á morgun og kjósa í prófkjöri Samfylking- arinnar og óháðra. Við þurfum hjálp allra í þeirri erfiðu baráttu sem er fyr- ir hendi. ‘ Höfundur er nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.