Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11, gítarleikari Pétur Þór Benediktsson, organisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Guðs- þjónusta kl. 14. Félagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Kári Þormar, Margrét Svavarsdóttir djákni les ritningarorð, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Kaffi eftir guðsþjónustuna í efri sal í boði sóknar- nefndar. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, fræðsla, gleði. Foreldrar, afar og ömmur hvött til þátttöku með börn- unum. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, héraðsprestur, messar. Kór Bústaðakirkju syngur. Org- anisti Guðmundur Sigurðsson. Molasopi eftir messu. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Að lokinni messu er fundur í safnaðarfélaginu. Fundurinn fer að venju fram í safnaðarheimilinu og eru allir hjart- anlega velkomnir. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Jóhann Friðgeir syngur einsöng við undirleik Marteins H. Friðrikssonar. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur (Lellu) og unglinga úr kirkjustarfinu. Guðsþjón- usta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syng- ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sam- skot í Líknarsjóð Grensássafnaðar. Molasopi að lokinni guðsþjónustu. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Sveinbjörn Bjarnason. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl.10. Samskipti foreldra og barna: Anna Margrét Sigurðardóttir verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Umsjá barnastarfs Magnea Sverrisdóttir djákni. Fermingarbörn taka þátt í messunni og lesa ritningarlestra og bænir. Fimm ára börn boðin til að þiggja bókina Kata og Óli fara í kirkju. Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Klassísk messa kl. 20 í umsjá Lux Aeterna áhugahóps um klassíska messu og iðkun gregorssöngs. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Kynning og æf- ing á messunni verður hálfri klukkustund fyrir messuna sjálfa eða kl. 19.30 í Hall- grímskirkju. HÁTEIGSKIRKJA: Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Umsjón með barnaguðsþjón- ustu: Erla Guðrún Arnmundardóttir, Þóra Marteinsdóttir og Annika Neumann. Létt- ar veitingar eftir messu. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Guðsþjónusta kl. 14.00 Landspítala Landakoti. Sr. Sigfinnur Þorleifsson, org- anisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Hjörtur Pálsson, skáld og guðfræðingur, predikar. Prestur sr. Jón Helgi Þórarins- son. Organisti Jón Stefánsson. Einsöng- ur: Hrafnhildur Ólafsdóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Barnastarfið verður í safnaðarheimilinu undir stjórn Rutar, Steinunnar og Arnórs. Kaffisopi eft- ir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Friðriks Vignis Stef- ánssonar organista. Þorgeir Arason guð- fræðinemi prédikar. Bjarni Karlsson sókn- arprestur þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Fulltrúar lesara- hóps flytja texta dagsins. Sunnudagaskól- ann annast Hildur Eir Bolladóttir, Þorvald- ur Þorvaldsson og Heimir Haraldsson. Messukaffi. „Virk hlustun í sambúð“ kl. 13–16. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Valdís Ösp Ívarsdóttir fíkni- og fjölskylduráðgjafi kynna sambúð- arfólki og hjónum þaulreynt og áhugavert kerfi sem notað er í parahópum sem koma saman í heimahúsum. Kjörið tæki- færi til að gera góð sambönd betri og kynnast nýju fólki. Kvöldmessa kl. 20.30. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leik- ur. María Björnsdóttir syngur einsöng. Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsönginn. Bjarni Karlsson sóknarprestur þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara og hópi safnaðarfólks sem flytur eigin bænir og ritningarorð. Að messu lokinni er boðið til fyrirbæna við altarið og messu- kaffi framreitt í safnaðarheimilinu. Athug- ið að djasskvartettinn hefur leik kl. 20.00, svo gott er að koma snemma í góð sæti og njóta alls frá byrjun. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðar- söng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju. Organisti Pavel Manasek. Sr. Sigurður Grétar Helgason. Sunnudagaskóli á sama tíma. Minnum á æskulýðsfélagið kl. 20. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Það er annar sunnudagur febrúarmánaðar og við sameinum guðs- þjónustuna og sunnudagaskólann í kirkju- skipinu. Við eigum saman uppbyggilega og góða stund með áherslu á söng og sögur. Kaffi, djús og kirkjukex eins og allt- af að stundinni lokinni. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Org- anisti Keith Reed. Barnastarf á sama tíma í safnaðarheimili. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B- hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð. Súpa í safnaðarsal eftir messu. Kvöldmessa með Þorvaldi Halldórssyni kl. 20 (www.digranes- kirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta og altarisganga kl 11. Sr. Svavar Stef- ánsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt Ragnhildi Ásgeirsdóttur djákna. Organisti Lenka Mateova. Sunnudaga- skóli á sama tíma í umsjá Sigríðar R. Tryggvadóttur. Börn sem verða 5 ára á árinu eru sérstaklega boðin velkomin og þeim verður gefin bókin „Kata og Óli fara í kirkju“. GRAFARHOLTSSÓKN: Sunnudagaskóli kl. 11 í Ingunnarskóla í umsjá séra Sigríðar, Björns Tómasar og Astridar. Messa kl. 14 í Þórðarsveig 3. Prestur séra Sigríður Guð- marsdóttir, tónlist: Þorvaldur Halldórsson. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Und- irleikari: Stefán Birkisson. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Prest- ur séra Lena Rós Matthíasdóttir. Umsjón: Ingólfur, Gummi og Tinna. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Tónlistarmessa kl. 11. Íslensk tónskáld í fyrirrúmi. Sr. Íris Krist- jánsdóttir þjónar. Kór Hjallakirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Jón Ólaf- ur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og opið hús á fimmtudag kl. 12 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safn- aðarsöng. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Boðið verður upp á hressingu að lokinni messu. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30 í umsjón Önnu Kristínar, Péturs Þórs og Sigríðar. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Lindaskóla kl. 11. Sér- stakur gestur er Kór Snælandsskóla. Stjórnandi Heiðrún Hákonardóttir. Undir- leikari með kórnum er Lóa Björk Jóels- dóttir. Félagar úr kór safnaðarins leiða safnaðarsöng, organisti Hannes Baldurs- son. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, sögur, myndir, líf og fjör! Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Org- anisti Jón Bjarnason. Nánari upplýsingar á www.seljakirkja.is. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl. 11. Sigríður Schram kennir um efnið: Verk Heilags anda í kirkjunni. Barnagæsla fyrir 1–2 ára, sunnudaga- skóli fyrir 3–6 ára og Krakkakirkja í Lof- gjörðarlandi fyrir 7–13 ára. Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð, vitnisburði og fyr- irbænum. Friðrik Schram talar um 7 grundvallaratriði til að vaxa í trúnni. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ sýndur á Ómega kl. 14. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11.00. Bænastund alla miðvikudaga kl. 20.00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma sunnudag kl. 20.30. Kór frá Glyvr- um í Færeyum syngur og talar. Kaffi á eft- ir. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Umsjón Harold Reinholdtsen. Samuel Ingimarsson talar. Mánudagur: Heimila- samband kl. 15. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Sam- koma kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir talar Orð Guðs. Lofgjörð og fyrirbænir. Barna- starf á samkomutíma og kaffisala á eftir. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Kl. 16 fræðsla: „Að vera kristinn í nútíman- um“. Bjarni Gíslason sér um fræðsluna. Kl. 16.40 kaffi og samfélag. Kl. 17 ræðu- maður Halldór Lárusson. Mikil lofgjörð, fyrirbæn og gott samfélag. Fræðsla í ald- ursskiptum hópum fyrir börnin meðan á samkomunni stendur. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Mike Fitzgerald, Gosp- elkór Fíladelfía leiðir lofgjörð. Fyrirbænir í Guðspjall dagsins: Verkamenn í víngarði. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson (Matt. 20.) UMRÆÐAN Í DAG stendur íbúum á Álftanesi til boða að velja frambjóðendur á lista Sjálfstæðisfélagsins sem lagður verð- ur fram til kosninga í vor. Í framboði er góður og fjölbreyttur hópur, en mikilvægt er að listinn verði saman settur þannig að góð breidd verði og að ólík sjón- armið komi fram. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Álftanesi á und- anförnum árum, fjöl- breyttara húsnæðis- framboð er orðið að veruleika, þannig að þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð þurfa ekki lengur að leita út fyrir Álftanes. Nýr leikskóli verður tekinn í notkun í vor og Álfta- nesskóli hefur verið stækkaður, þannig að frá næsta hausti erum við með heildstæðan grunnskóla, frá 1.–10. bekk, og þurfum ekki lengur að senda börnin okkar af nesinu til að klára skyldunámið. Aðstaða til íþróttaiðkunar mun stórbatna þegar stækkun íþrótta- miðstöðvar og sundlaugar er lokið, en stækkun á Íþróttamiðstöðinni er þeg- ar hafin. Uppbygging á göngu- og reiðstígum er í stöðugri þróun, eins er með aðra aðstöðu til útivistar, sem er á áætlun næstu árin, s.s. golfvöllur og smábátahöfn. Á Álftanesi hefur hlutfall barna og ungmenna verið mjög hátt, eins og einkennandi er fyrir sveitarfélög í vexti, þ.a.l. hefur áhersla á uppbygg- ingu snúist mikið að þeim aldurshópi. Við munum að sjálfsögðu halda því áfram og einnig huga vel að skóla- málum og aðbúnaði fyrir barna- fjölskyldur, enda er mikilvægt að veita góða þjónustu svo að Álftanesið sé aðlaðandi og fjölskylduvænt sam- félag. Hlutfall eldri borgara hefur aukist mjög á undanförnum árum og mun sú þróun halda áfram næstu árin, því er nú nauðsynlegt að huga að hús- næðismálum fyrir 60 ára og eldri. Gengið hefur verið frá rammasamn- ingi við Eir um uppbyggingu á íbúð- um og þjónustumiðstöð fyrir þá sem eldri eru. Það er mér mikið kapps- mál að þessi uppbygg- ing verði að veruleika sem fyrst, þannig að Álftanes geti boðið upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir eldri borgara. Mín meginmarkmið eru:  Að Álftanes sé fjöl- skylduvænt í víðasta skilningi þessa orðs.  Að áfram sé hlúð að daggæslu og skóla- málum af metnaði og krafti.  Að aðstaða fjölskyld- unnar til íþrótta, útivist- ar og samveru sé til fyr- irmyndar.  Að uppbygging á íbúðum og þjónustu- miðstöð fyrir þá sem eldri eru hefjist sem fyrst. Ágætu Álftnesingar, á þessum 4 árum, sem ég hef setið í bæjarstjórn, hef ég öðlast dýrmæta reynslu og tel mig nú enn betur í stakk búna til að þjóna íbúum Álftaness. Ég skorast ekki undan ábyrgð og legg mig fram við að vinna af metnaði og heið- arleika. Það er því ósk mín að þið veitið mér stuðning, til að ég geti haldið áfram að vinna fyrir ykkur að þeim framfaramálum sem nauðsyn- leg eru hverju samfélagi. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti listans. Fjölskylduvænt Álftanes – Prófkjör 11. febrúar 2006 Eftir Sigríði Rósu Magnúsdóttur Sigríður Rúsa Magnúsdóttir ’Ég skorast ekkiundan ábyrgð og legg mig fram við að vinna af metnaði og heið- arleika. ‘ Höfundur er formaður bæjarráðs Álftaness og óskar eftir 2. sæti listans. Prófkjör Álftanes ÞAÐ er mikið í húfi fyrir Reykvíkinga og Samfylkinguna. Í dag og á morgun velja Reykvíkingar fram- boðslista Samfylking- arinnar fyrir borg- arstjórnarkosning- arnar í vor. Samfylk- ingin á alla möguleika á að leika lykilhlutverk við stjórn borgarinnar eftir kosningarnar. Þess vegna skiptir miklu að Samfylkingin komi sterk út úr próf- kjöri helgarinnar og hafi góðu mannvali á að skipa í kosningabarátt- unni sem framundan er. Ný verkefni – nýjar áskoranir Reykjavíkurlistinn hefur leitt breytingar sem hafa gjörbreytt lífs- gæðum fjölskyldna í borginni. Óþarfi er að telja allt upp, það næg- ir að nefna uppbyggingu leikskóla, einsetningu grunnskóla og skóla- máltíðir. Samfylkingin hefur verið leiðandi afl Reykjavíkurlistans og sýnt það og sannað að hún setur málefni fjölskyldna efst á blað. Nú blasa hins vegar við ný verk- efni. Á sama tíma og lífsgæði hafa aukist og batnað í borginni á und- anförnum 12 árum, þá viljum við halda áfram og gera enn betur. Við í Samfylkingunni vilj- um jöfn tækifæri fyrir alla. Þess vegna viljum við:  gjaldfrjálsan leik- skóla  fríar skólamáltíðir  samfelldan skóla  gjaldfrítt íþrótta- og tómstundastarf Þetta eru þær fjár- festingar sem við mun- um fara í á næsta kjör- tímabili. Hornsteinn efnahags- og fjár- málastefnu okkar verð- ur fjárfesting í mennt- un og mannauði. Þannig munum við tryggja áfram lífsgæði í borginni, jöfn tæki- færi fyrir alla og sterk- ari inniviði í borgarsamfélaginu. Opið prófkjör Prófkjörið sem fram fer í dag og á morgun er opið öllum Reykvík- ingum. Ég skora á alla Reykvíkinga að taka þátt. Veljum sterkan lista – og sigrum í vor Eftir Kjartan Valgarðsson ’Hér er gulliðtækifæri fyrir alla til að velja sterkan fram- boðslista. ‘ Kjartan Valgarðsson Höfundur er markaðsstjóri og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.