Morgunblaðið - 11.02.2006, Side 58
✝ Ingunn ElínAngantýsdóttir
fæddist á Dalvík 20.
nóvember 1909.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Ísafirði 4. febrúar
síðastliðinn. Hún
var dóttir hjónanna
Elínar Rannveigar
Tómasdóttur og
Angantýs Arn-
grímssonar. For-
eldrar Elínar voru
Tómas Hallgríms-
son prestur á Völl-
um í Svarfaðardal og Valgerður
Jónsdóttir húsmóðir. Foreldrar
Angantýs voru Arngrímur Gísla-
son málari og Þórunn Hjörleifs-
dóttir ljósmóðir í Svarfaðardal.
Systkini Ingunnar voru Valgerður,
f. 8. febrúar 1903, d. sama ár, og
Haukur, f. 16. júní 1907, d. 1908.
Ingunn giftist á Þingeyri 11. maí
1929 Magnúsi Amlín fram-
kvæmdastjóra frá Þingeyri, f. 29.
nóvember 1904, d. 13. september
1986. Foreldrar hans voru Ingi-
bjartur Valdimar Sigurðsson skip-
stjóri, f. 25. október 1876, d. 4.
mars 1938, og Sesselja Margrét
aldssyni, f. 20. október 1947. Börn
þeirra eru: 2a) Ebba Áslaug, f. 3.
september 1971, gift Einari Han-
sen Tómassyni, f. 6. janúar 1971,
þau eiga tvær dætur, 2b) Magnús,
f. 7. janúar 1975, kvæntur Önnu
Rún Frímannsdóttur, f. 30. mars
1976, þau eiga tvö börn, 2c) Þór-
unn Arna, f. 17. nóvember 1983,
sambýlismaður Pétur Georg Mark-
an, f. 16. febrúar 1981.
Fóstursonur Ingunnar og Magn-
úsar er frændi Ingunnar Anton
Haukur Gunnarsson, f. 25. febrúar
1944, sambýliskona Hulda Sass-
oon, f. 8. október 1943. Foreldrar
Hauks voru Gunnar Heimir Jóns-
son, f. 25. september 1923, d. 27.
ágúst 1945, og Ragnhildur Daní-
elsdóttir, f. 17. september 1924, d.
3. mars 2003.
Ingunn ólst upp á Dalvík til 13
ára aldurs en fluttist til Þingeyrar
með foreldrum sínum árið 1923 og
bjó þar alla tíð síðan. Auk húsmóð-
urstarfsins tók hún virkan þátt í fé-
lagslífi staðarins. Á sínum yngri
árum starfaði hún með íþróttafé-
laginu Höfrungi, gekk ung til liðs
við Kvenfélagið Von og var þar
heiðursfélagi síðustu árin, söng
með kirkjukórnum til fjölda ára,
var félagi í Bridgefélaginu Gosa og
lék í fjölmörgum leikritum sem
sett voru upp á Þingeyri.
Útför Ingunnar verður gerð frá
Þingeyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Magnúsdóttir hús-
móðir, f. 20. júlí 1877,
d. 4. janúar 1963.
Dætur Ingunnar og
Magnúsar eru: 1)
Kristín Nanna, f. 4.
janúar 1930, gift Jón-
asi Ólafssyni, f. 20.
júlí 1929. Börn þeirra
eru: 1a) Magnús, f. 3.
september 1953, sam-
býliskona Íris Ein-
hildur Sturlaugsdótt-
ir, f. 7. febrúar 1960,
þau eiga tvo syni og
fyrir á Magnús þrjú
börn,1b) Angantýr Valur, f. 19.
apríl 1955, kvæntur Eddu Hafdísi
Ársælsdóttur, f. 15. maí 1960, þau
eiga fimm börn og eitt barnabarn,
1c) Ingunn Elín, f. 11. febrúar
1957, gift Sigurði Vilhelm Bene-
diktssyni, f. 1. ágúst 1955, þau eiga
tvö börn, 1d) Kristinn, f. 30. sept-
ember 1965, kvæntur Helgu Val-
dísi Guðjónsdóttur, f. 5. febrúar
1969, þau eiga tvö börn, 1e) Stein-
ar Ríkharður, f. 6. október 1966,
kvæntur Nönnu Björk Bárðardótt-
ur, f. 29. júní 1966, þau eiga þrjú
börn. 2) Halldóra Sigríður, f. 7.
febrúar 1950, gift Kristjáni Har-
Fátt veit ég fegurra en Dýrafjörð í
svartalogni, þegar fjöllin speglast í
sjónum og vart má greina spegil-
myndina frá raunveruleikanum. Fyr-
ir 83 árum sigldi 13 ára stúlka ásamt
foreldrum sínum inn þennan fjörð.
Þau voru að koma frá Dalvík og í
huga stúlkunnar var efalaust sökn-
uður, hún saknaði Dalvíkur og Svarf-
aðardalsins þar sem afar hennar og
ömmur höfðu búið. Þessi unga stúlka
var Ingunn Elín Angantýsdóttir, sem
tæpri hálfri öld síðar varð tengda-
móðir mín. Ingunn átti tvö eldri
systkini sem bæði létust á unga aldri
og ótti Elínar og Angantýs við að
missa hana líka var mikill. Þau vernd-
uðu hana og varðveittu sem sjáaldur
auga síns og tengsl foreldra og barns
urðu svo sterk að þau bjuggu saman
alla tíð.
Snemma fékk Ingunn augastað á
glæsilegum ungum verslunarskóla-
gengnum manni, Magnúsi Amlín,
sem síðan varð lífsförunautur hennar
og stoð og stytta í lífinu. Ingunn og
Magnús stofnuðu heimili sitt á Þing-
eyri og bjuggu þar alla tíð. Þau eign-
uðust tvær dætur, Nönnu og Hall-
dóru, með 20 ára millibili og einnig
ólu þau upp sonarson móðursystur
Ingunnar, Hauk, og gengu honum í
föður- og móðurstað. Magnús lést
1986 og var það fjölskyldunni mikill
missir. Ingunn hélt heimili með
dyggri aðstoð Nönnu dóttur sinnar,
sem bjó hinum megin við götuna, allt
fram undir aldamótin en þá hafði
heilsu Ingunnar hrakað það mikið að
hún gat ekki búið ein. Fyrst var Ing-
unn á heimili aldraðra, Tjörn, á Þing-
eyri en síðustu árin á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Ingunn var kærleiksríkasta mann-
eskja sem ég hef fyrirhitt, hún var
beinlínis barmafull af kærleik. Um-
hyggja hennar fyrir náunganum var
mikil og hún mátti ekkert aumt sjá án
þess að hlúa að því. Þegar ég hugsa til
hennar kemur í huga minn upphafs-
erindi eins af sálmum Helga Hálfdán-
arsonar:
Hver fögur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans
af kærleik sprottin auðmýkt er
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð
og hjartaprýði stilling með.
Hún var sérlega umtalsgóð, talaði
aldrei illa um nokkurn mann og sá
alltaf það jákvæða við allt og alla.
Tengdapabbi sagði stundum í glöðum
tón: „Hún Ingunn er með hjarta sem
er mörgum númerum of stórt.“ Hún
hafði næmt auga fyrir öllu því sem
fallegt er og gat með lítilsháttar
breytingum og tilfærslum breytt
venjulegu herbergi í glæstan sal. Það
kom fyrir þegar hún var í heimsókn
hjá okkur að hún sagði: „Ekki að það
komi mér við en mætti þessi mynd
ekki vera örlítið neðar?“ Þá varð
tengdasonurinn að sækja hamar og
nagla og auðvitað var breytingin til
batnaðar.
Þær sögur sem ég hef heyrt af
mannlífinu á Þingeyri hér á árum áð-
ur gefa til kynna að staðurinn hafi
ekki verið lítið landsbyggðarþorp
heldur miklu frekar vasaútgáfa af
heimsborg þar sem íbúarnir lögðu
áherslu á hvers konar menningu svo
sem leiklist og söng, glæsilegar veisl-
ur og samkomur þegar við átti, fylgd-
ust með tískunni, hittust og ræddu
heimsmálin og báru höfuðið hátt. Í
þessu umhverfi lifði og hrærðist
tengdamóðir mín. Hún var gestrisin
fram úr hófi og ekki gat komið gestur
án þess að þiggja einhverjar veiting-
ar, slíkt var óhugsandi. Hún var ein-
staklega góður kokkur og gat töfrað
fram hvern veisluréttinn á fætur öðr-
um ef því var að skipta.
Óbilandi trú á algóðan Guð var í
fyrirrúmi hjá Ingunni og hjá henni
lærðu barnabörnin bænaversin sín
því aldrei var gengið til svefns hjá
ömmu fyrr en að afloknum bæna-
lestri.
Eins og há fjöllin og fallegur fjörð-
urinn mótar fólkið sem býr á Þing-
eyri þannig móta sterkar persónur
mannlífið sem þær hrærast í. Ingunn
tók virkan þátt í mannlífinu á Þing-
eyri, hún og Magnús spiluðu bridge
sér til skemmtunar í Gosa, einu elsta
bridgefélagi landsins og hún æfði
íþróttir með ungmennafélaginu Höfr-
ungi. Hún gekk ung til liðs við Kven-
félagið Von og var gerð að heiðurs-
félaga eftir farsæl störf. Hún söng í
kirkjukórnum svo áratugum skipti og
tók þátt í uppfærslu á fjölmörgum
leikritum.
Þó Dýrafjörður sé fagur og mann-
lífið gott slitnuðu þó aldrei tengslin
við bernskuslóðirnar. Á heimilinu var
ætíð talað mikið um Dalvík og Svarf-
aðardal, þangað barst reglulega
fréttablaðið Norðurslóð og kunnings-
skap var haldið við vini á Dalvík. Já,
römm er sú taug.
Nú þegar ég lýk þessum minning-
arorðum um tengdamóður mína sé ég
hana í huga mér í faðmi systkina
sinna, foreldra og ástkærs eigin-
manns, Ingunn og Magnús ganga að
bílnum, setjast inn og úr bílnum
hljómar fögrum röddum „Áfram veg-
inn í vagninum ek ég“ þegar þau
halda saman á vit nýrra ævintýra.
Ég kveð Ingunni tengdamóður
mína með virðingu, þökk og söknuð í
hjarta, góð kona hefur lokið göngu
sinni hér á jörðu.
Kristján Haraldsson.
Elskuleg amma mín, Ingunn Ang-
antýsdóttir, er látin á 97. aldursári.
Þegar ég lít til baka er margs að
minnast. Amma var alltaf svo góð og
glæsileg kona. Ég minnist þess sem
ungur drengur að við yngri bræðurn-
ir fórum oft í bíltúr með ömmu og afa.
Afi átti amerískan bíl af Rambler
gerð, fagurbláan. Í þessum bíl var
heill bekkur fram í og áttum við það
til bræðurnir að hanga á bekknum.
Ef það færðist of mikill asi í okkur við
þessa iðju okkar þá fengum við alltaf
sömu skilaboð frá afa: „Strákar, pass-
ið hárið á henni ömmu ykkar.“ Þegar
ég fer fyrst að muna eftir mér þá áttu
amma og afi heima í Hallhúsinu sem
kallað var. Í því húsi var oft gest-
kvæmt og ekki spillti fyrir að þar
fékk maður allt sem mann langaði í
og í búrinu var alltaf fullur kassi af
Spurcola sem við fengum að ganga í
all oft og í þá daga var slíkt alger
munaður fyrir unga menn. Amma var
glæsileg kona og var alltaf vel til höfð,
en amma var einnig gjafmild kona og
efast ég um að hún hefði getað orðið
rík af veraldlegum auði því hún lifði
eftir því lífsmottói að sælla væri að
gefa en að þiggja. Oft vorum við
strákarnir sendir með mat í hin og
þessi hús, þar sem bjuggu einstæð-
ingar, því amma taldi að þeir hefðu
ekki of mikið. Þegar gesti bar að
garði var oftar en ekki slegið upp
veislu og enginn fór svangur frá
ömmu. Súpurnar hennar voru alveg
sérstakar og hef ég á minni ævi ekki
fengið betri súpur. Amma notaði allt-
af sérrý og rjóma í súpurnar sínar því
þær urðu að vera bragðmiklar og því
var aldrei sérrýlaust hjá ömmu, aldr-
ei var að vita hvenær gesti bæri að
garði. Þrátt fyrir þetta var amma
mikil hófsemdar manneskja á vín en
fékk sér einstaka sinnum sérrýglas.
Það kom fyrir að amma púaði stóra
vindla á jólunum og er ég spurði
ömmu hvers vegna hún væri að þessu
þá svaraði hún mér því til að hún væri
að fá góða lykt í húsið.
Amma var mikill áhugamaður um
íþróttir, spilaði bridge í mörg ár og
langt fram á efri ár. Handboltinn var
samt hennar uppáhaldsíþrótt og gat
amma æst sig töluvert yfir honum ef
mikið gekk á. Þegar svo var gat hún
misst út úr sér eitt og eitt styggð-
aryrði og stundum hélt maður að hún
myndi yfirgefa okkur því blóðþrýst-
ingurinn var kominn á allhátt stig.
Amma sá strax eftir því að hafa misst
sig yfir leiknum og sagði við okkur að
hún myndi biðja þann sem öllu ræður
að fyrirgefa sér þessa yfirsjón sína.
Amma var trúuð kona og fór reglu-
lega með bænirnar og ekki fór hún í
neina flík án þess að signa sig áður.
Alltaf er hún fór út úr húsi sínu þá
gerði hún krossmark á hurðina.
Amma söng í kirkjukórnum á Þing-
eyri í áratugi og þegar hún hætti þá
var hún heiðruð af kórfélögum.
Sem barn þá minnist ég þess að
það brást aldrei um jólin að stærsti
jólapakkinn kom frá ömmu og afa.
Amma og afi keyptu sér annað hús
sem var beint á móti húsi foreldra
minna og ekki versnaði ástandið við
það því nú gat maður valið hvar mað-
ur borðaði og kannaði matseðil á báð-
um heimilum og valdi þann sem
manni líkaði betur í hvert skipti.
Nú síðustu árin dvaldi amma á
sjúkrahúsinu á Ísafirði og heimsótti
ég hana þangað er ég hafði tækifæri
til og núna síðast í desember. Minn-
ingin um þá heimsókn er skýr í mín-
um huga. Er ég kom inn sat hún í
hjólastól með bleikt teppi um fæt-
urna, í fallegri hvítri peysu og með
hárið lagt alveg eins og drottning. Ég
brosti innra með mér og hugsaði: Það
er alveg sama hversu amma er göm-
ul, alltaf er hárið á henni jafn fínt og
fallegt.
Amma var ákaflega hlý og elskuleg
kona og lét okkur barnabörnin finna
það, hún sagði ætíð við mig að það
ætti enginn í heiminum betri barna-
börn en hún en það gæti verið að ein-
hver ætti jafn góð.
Elsku amma mín, enginn í heim-
inum átti betri ömmu en ég, vel getur
verið að einhver eigi eða hafi átt jafn
góða ömmu. Guð blessi þig, elsku
amma mín.
Kristinn Jónasson.
Á krossgötum í lífinu lítum við
gjarnan um farinn veg og yljum okk-
ur við eld minninganna. Eldarnir
voru margir sem skópu minningar
mínar um samskiptin við ömmu og
afa í Hallhúsi á Þingeyri, eða Hall-
aranum, eins og hús þeirra Ingunnar
ömmu og Magnúsar Amlín afa míns,
var jafnan nefnt.
Allt frá því að ég man fyrst eftir
mér eru sterkustu minningarnar
tengdar lífi stórfjölskyldunnar sem
þau amma og afi áttu á Þingeyri.
Vegna staðsetningar Hallarans, á
gatnamótum þriggja gatna í miðju
þorpinu, var alltaf mikill erill hjá
ömmu og afa, daginn út og inn. Sam-
gangur var mikill milli heimilis for-
eldra minna og ömmu og afa.
Hús þeirra var í raun miðpunktur
og félagsmálastofnun þorpsins.
Þangað komu þeir sem minna máttu
sín og þáðu góðgerðir. Oftast var það
um hádegið og var þá oft margt um
manninn í eldhúsinu í Hallaranum.
Frægir voru „sexarar“ afa, en um
klukkan sex, virka daga, mættu vinir
hans í Hallarann, fóru inn bakdyra-
megin og fengu sér í glas, áður en
haldið var heim í kvöldmatinn. Mitt í
öllum asanum stóð amma og tryggði
að allir fengju viðurgjörning við hæfi.
Á sumrin var mikill gestagangur,
þar sem margir er komu til Þingeyr-
ar komu við hjá ömmu og afa. Vegna
vinnu afa sem sparisjóðsstjóra og út-
gerðarmanns, áttu margir erindi við
hann. Ekki má gleyma þeim mörgu
stjórnmálamönnum sem lögð leið
sína til þeirra þegar kosningar voru
fram undan. Þá var oft hávært í Hall-
aranum, enda lá afi ekki á skoðunum
sínum á mönnum og málefnum.
Ingunn amma var einstaklega heil-
steypt og vel gerð. Hjartagæska
hennar og umburðarlyndi áttu sér
engin takmörk. Enginn var svo illa
innrættur, eða kom svo illa fram, að
amma sæi ekki eitthvað jákvætt í fari
hans. Aldrei heyrði ég ömmu tala nið-
ur til nokkurs manns eða hallmæla
nokkrum, sama hver átti í hlut.
Amma fyrirgaf öllum og sá alltaf
jákvæðu hliðarnar á hverjum manni.
Trú hennar á guð og góðar vættir var
einlæg og leiðarljós hennar í lífinu.
Hún var einstakt mótvægi við ákaf-
ann og kraftinn í afa, sem hljóp um
göturnar á skyrtunni einni, ef svo bar
við. Mátti þá einu gilda hvort sumar
var eða vetur.
Þau afi voru mjög samheldin, fé-
lagssinnuð og vinmörg. Þau voru
bæði í kirkjukórnum. Amma var
gjaldkeri í kvenfélaginu Von um ára-
tuga skeið.
Einstök var frændrækni ömmu.
Hver sá, sem á einhvern hátt tengdist
okkur fjölskylduböndum, var boðinn
hjartanlega velkominn í Hallarann.
Fylgdist hún mjög vel með og rækt-
aði vinaböndin. Fjarskyldir ættingjar
í Kanada voru sem nákomnir. Alltaf
var leitað frétta og þeim boðið vestur
á Þingeyri þegar þeir komu til Ís-
lands. Þá var frændrækni hennar við
ættingja úr Svarfaðardal einstök.
Amma var einstaklega glæsileg
kona og hvar sem hún fór var eftir
henni tekið, í glæsileika og einstakri
hógværð hennar.
Á barnaskólaárunum var oftast
ekki farið lengra en í Hallarann þeg-
ar skóla lauk á daginn. Þar var alltaf
svo mikið um að vera og mikið að
læra hjá ungum dreng sem drakk í
sig kraft og margbreytileika þessa
einstaka heimilis. Fyrstu árin naut ég
þess að eiga Elínu langömmu mína og
Angantý afa að, í Hallhúsi. Þau voru
einstaklega þolinmóð við ungan
dreng og margar sögurnar voru lesn-
ar fyrir þyrst eyru í herbergi þeirra á
loftinu. Þá var legið í rúminu á milli
þeirra og hlustað af kostgæfni.
Afi var einn þeirra manna sem
fyrstir áttu bíla á Vestfjörðum. Allir
voru þeir amerískar glæsikerrur. Sá
fyrsti sem ég man eftir var Ford
Mercury, árgerð 1947, einstakur
glæsivagn.
Þau afi og amma ferðuðust mikið
og var ég iðulega með. Minnisstæð-
astar eru laxveiðiferðirnar í Laxá á
Ásum, en þangað fóru þau um árabil.
Var dvalið við veiðar í um viku í senn
með þeim læknum Hjalta Þórarins-
syni og Kolbeini Kristóferssyni. Þar
fékk ég mína fyrstu laxa, tíu ára púki
og veiðidellan heltók mig. Á seinni ár-
um fóru þau oft í Flókalund og dvöldu
þar um helgar, sumarlangt.
Amma mín hafði mikil áhrif á að
móta lífsviðhorf mitt, þ.e. að vera
hreinskiptinn, heiðarlegur og dreng-
lyndur, en standa þó fast á mínu og
láta ekki misbjóða mér.
Það var lífsviðhorf sem mér var
tamið, en oft var erfitt fyrir ofvirkan
púka, fullan af krafti, að hafa hemil á
sér.
Amma mótaði ódælan púkann og
innrætti mér allt það besta.
Hún gaf mér mitt veganesti fyrir
lífið. Á því nærist ég enn. Oft hugsa
ég til ömmu og afa þegar góðra ráða
er þörf og þá koma lífsviðhorf þeirra
fram í hugann.
Á seinni árum, eftir að amma varð
ein, var hún enn jafn gestrisin. Eng-
inn mátti koma vestur án þess að
þiggja góðgæti hjá ömmu. Hún hélt
þessum hætti langt fram yfir áttræð-
isaldurinn og var ávallt á tánum,
bjóðandi heim öllu skyldfólki sem
kom vestur. Amma hélt reisn sinni og
glæsileika allt til dauðadags, í hárri
elli.
Engin orð á ég nógu sterk til þess
að þakka þeim ömmu og afa allt það
sem þau gáfu mér. Þakkirnar hljóta
þau hjá þeim sem öllu ræður.
Magnús Jónasson.
Í minningunni er fjölskyldan að
renna í hlað á Þingeyri. Úti á tröpp-
um stendur glæsileg kona með silf-
urhvítt hár og hlýjan faðminn út-
breiddan. Þetta er Ingunn amma.
Innan úr eldhúsinu berst ilmur af
heitum pönnukökum sem Nanna
frænka hefur bakað. Svona hófust
heimsóknirnar á Þingeyri.
Á Þingeyri var aldrei neinn svang-
ur því þar var sýslað við mat frá
morgni til kvölds. Amma gaf sér þó
alltaf góðan tíma til að njóta samvist-
anna við okkur, barnabörnin sín. Hún
tók gjarnan í spil með okkur, las fyrir
okkur og sagði okkur sögur. Sögurn-
ar voru oftar en ekki bernskuminn-
ingar úr Svarfaðardalnum en æsku-
slóðirnar voru henni alla tíð mjög
kærar. Stór hluti af Þingeyrardvöl-
inni fyrir okkur krakkana voru sendi-
ferðirnar. Amma lét okkur hafa
budduna sína ásamt lista yfir það sem
átti að kaupa. Svo vorum við send nið-
ur í Kaupfélag og til hennar Mundu
eftir eggjum. Að sjálfsögðu fengum
við að eiga afganginn. Á kvöldin
kúrðum við í stóra, hlýja hjónarúm-
inu og aldrei sofnuðum við eins vært
og þegar við höfðum lesið bænirnar
með Ingunni ömmu.
Hjá ömmu var mikið um gesta-
komur og hún naut sín vel í hlutverki
gestgjafans. Hún lagði metnað í að
leggja fallega á borð og bera fram allt
það besta þegar gesti bar að garði.
Það var heldur ekki amalegt að njóta
félagsskapar hennar yfir borðhaldinu
því amma fylgdist vel með þjóðmál-
unum og hafði ákveðnar skoðanir á
flestum hlutum. Auk þess var hún vel
að sér í ættfræði og sagði skemmti-
lega frá fólki og atburðum fyrri tíma.
Í hugum okkar lék ljómi um Ing-
unni ömmu. Það var mikil reisn yfir
henni, okkur fannst hún eins og
drottning. Hún var jafnan glæsileg til
fara, vel til höfð og geislandi af þokka.
INGUNN ELÍN
ANGANTÝSDÓTTIR
58 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR