Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 68

Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 68
68 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Árg. '02, ek. 128 þ. km. Chevrol- et S-10 pickup 4x2 til sölu, árg. '02. Verð 1.150 þ. Uppl. í síma 565 4133 og 863 8384. Lækkað verð! v. flutnings. Nú er tækifæri til að eignast hvítan MB Pajero Sport jeppa á 1.350 þús. í stað 1.550 áður, árg. '00, ssk., 3.0 l V6 vél. Dökkar rúður, álf., geislasp., fjarst. samlæs. o.fl. o.fl. Flottur og töff bíll. Einnig fæst vínrauður Subaru Legacy station '97 á 550 þús. í stað 670. Ssk., geislasp., 4wd, huggulegur og þrælduglegur fjölskyldubíll. Uppl. 893 3791. Isuzu Trooper 3.0 TDI árg. 01/00, ekinn 110 þús. km. Sjálfsk., 32", 7 manna, ABS, dráttarkrókur. Verð 1.690 þús. Upplýsingar í síma 899 4453/557 4453. Grand Cherokee V8, ek. 40 þús. Einn eigandi. Leður, diskamaga- sín, skyggðar rúður, rafmagn í öllu. Í góðu ástandi, nýskoðaður. Einnig selst Kawasaki Kx250 ódýrt, 110 þús. Uppl. 895 8898. Ford F-350 Lariat '05 Diesel Túrbó Comandrail 6.0 l. 8 cyl., 325 hp., sjálfsk., 4ra dyra, 7" skúffa, ek. 10 þús., mikill auka- búnaður, sportpakki o.fl. (innfl. nýr frá USA) V. 3.750 þús. stgr. m. vsk. S. 421 3656 og 690 3656. Ford Explorer XLT árg. 2004, 7 m., ekinn 40.000 km. : Dráttar- beisli, hraðastillir, stigbretti, CD-6 magasín, 6 hátalarar o.fl. Stað- greitt 2.790.000. Upplýsingar í síma 821 7100. VW Bjalla árg. 2003, bensín, 2.0 l, 4. cyl., sjálfsk., cruise control, 3 dyra, ek. 27 þús., rafd. rúður + þjófav. + fjars. saml. Í toppstandi, lítur út sem nýr (innfl. notaður frá USA), ekki tjónabifreið. Verðh. 1.550 þús. stgr. Sími 421 3656 og 690 3656. Toyota Celica árg. '99, ek. 118 þús. km. 17" (215/45/17) 3 mánaða. + Ný vetrardekk. Cold air Intake. Sími 867 0043. Toyota Avensis Wagon 2.0 árg. '00, ek. 10, 2.0 l ssk., með öllu, krókur, vetrar- og sumardekk á felgum, ný tímareim, filmur í rúðum. Verð 1.100 þús., ca 650 áhvílandi, 28 þús. á mánuði. Eng- in skipti. Upplýs. í síma 893 4869. Toyota Avensis NEW til sölu. Lítið ekinn og mjög vel með far- inn. Upplýsingar í síma 899 1231. Subaru árg. '01, ek. 103 þús. km. Impreza '01, 2.0, 4x4, sumard. á nýjum álfelgum, ný vetrardekk, spoiler. Áhv. 650 þ. 17 þ. á mán. Ásett verð 1.050 þ. Mjög sprækur og vel með farinn bíll. Upplýsing- ar í síma 699 8334. Sala - skipti. Til sölu sjálfsk. station bíll, Reno Laguna, ek. 115 þús. km, í topplagi. Ný tímareim, pústkerfi, krókur, sumardekk á álfelgum. Afburða góður ferða- og fjölskyldubíll. Ath. með skipti á eldra 16 feta hjólhýsi eða góðum tjaldvagni. Sími 893 0878 og 437 1148. Ford Bronco II, 1987. Fallegur bíll í góðu lagi. Ek. 214.000 km. Verð kr. 265.000. Heilsársdekk. Smurbók og þjónustunótur. S. 892 7997 og 551 7997. Oldsmobile árg. '87, ek. 235 þús. km. Toronado Oldsmobile 1987, 3.8 lítra með skoðun, í góðu standi, framhjóladrif, cd spilari, fjarstart, raflæsing. S. 551 7538. Nissan Partol Elegance 11.00, sjálfsk., dísel, 35 tommu. Ekinn 106 þús. Til sölu glæsilegt eintak. Verð 2.690 þús. Uppl. í síma 893 9732. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl VW Golf STW 1800 árg. '96, ek. 143.000 km. Skoðaður '06. Sumar/ vetrardekk. Toppeintak. Verð 250 þús. Sími 840 6045, Óli. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn FUNDUR í Kennarafélagi Menntaskólans við Hamrahlíð haldinn 7. febrúar sl. lýsir furðu sinni á samkomulagi forystu Kennarasambands Íslands og menntamálaráðherra sem und- irritað var 2. febrúar sl. „Ekki var leitað álits fram- haldsskólakennara né þeir að neinu leyti hafðir með í ráðum. Það er í andstöðu við þær vinnu- reglur sem tíðkast hafa innan kennarafélaganna og sem ber að virða. Við teljum það mikilsvert að koma í veg fyrir að áform menntamálaráðherra um að draga úr almennri menntun ís- lenskra ungmenna nái fram að ganga.“ Lýsa furðu sinni á samkomulagi DAGSFERÐIR og fjölmargar lengri og skemmri sumarleyf- isferðir um landið er að finna í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2006, sem kemur út nú um helgina. Farið verður víða í ár, bæði um kunnuglegar slóðir en einnig um svæði sem ekki hafa áður verið á dagskrá. Ferðaáætlun deilda FÍ er einnig að finna í áætluninni. Svæði sem hafa verið í umræðunni Dagsferðir eru jafnan stór þáttur í starfi FÍ. Þar má nefna Esjudag- inn í samstarfi við Spron, Reykja- víkurgöngu undir leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar og fugla- og blóma- skoðunarferðir. Í maí verða morg- ungöngur á dagskrá vikulangt. Þá verður við fyrsta hanagal arkað á fjöll í nágrenni borgarinnar og komið til baka um það leyti sem vinnudagur hefst. Í júní stendur FÍ fyrir í dagsferð að Langasjó og að öðrum leiðangri síðla sumars í Þjórsárver, en bæði þessi svæði hafa nokkuð verið í um- ræðunni síðustu misserin. Þá stend- ur félagið fyrir göngu á Hvanna- dalshnúk, hæsta fjall landsins um hvítasunnuna, með Haraldi Erni Ólafssyni pólfara. Fræðsluferðir um Þjóðgarðinn á Þingvöllum verða á dagskrá á sunnudögum. Auk dags- ferða sem fram koma í áætluninni stendur félagið fyrir fjölmörgum öðrum dags- og kvöldferðum sem kynntar eru með styttri fyrirvara á heimasíðu þess, www.fi.is. Á slóðum sauðaþjófa Af lengri sumarleyfisferðum má nefna Hornstrandaferðirnar sem njóta alltaf mikilla vinsælda. Á slóð- um útilegumanna og sauðaþjófa á Kili nefnist ferð í júlí og um svipað leyti er á dagskrá sex daga göngu- ferð úr efstu byggðum Borg- arfjarðar, um Arnarvatnsheiði og niður í Miðfjörð. Forseti félagsins, Ólafur Örn Haraldsson verður far- arstjóri í göngu um mitt sumar um Jarlhettur, Hagavatn, Hlöðuvelli, Klukkuskarð og víðar. Göngur um Laugaveginn úr Landmannalaugum og suður í Þórsmörk njóta vinsælda og hafa þúsundir Íslendinga arkað þá slóð undir leiðsögn FÍ sem býð- ur upp á skipulagðar Laugavegs- göngur yfir sumarið. Leiðin er alla jafnan gengin á fjórum dögum en verður farin á sex dögum í einni ferð sumarsins og verður staldrað við ýmis ægifögur náttúruvætti. Sá hópur sem ferðast um landið á eigin vegum fer sífellt stækkandi. Margir í þeim hópi nýta sér þjón- ustu FÍ og aðilarfélaga þess. FÍ að- stoðar við skipulagningu ferða, út- vegar fararstjóra og fleira auk þess að veita þjónustu í fjölda skála á hálendinu og í óbyggðum. Þá stend- ur félagið sömuleiðis að öflugu út- gáfustarfi og ber árbók þess þar hæst. Bækurnar hafa komið út samfellt frá 1928. Árbók þessa árs er væntanleg á vordögum og þar fjallar Jón Gauti Jónsson um Mý- vatnssveit. Ferðafélag Íslands hefur gefið út ferðaáætlun fyrir sumarið 2006 Morgunblaðið/RAX Á fjöll við fyrsta hanagal HEFÐBUNDIÐ skólastarf verður brotið upp í Menntaskólanum við Sund vikuna 12.–16. febrúar og nemendur vinna þemaverkefni. Í ár er þemað íslensk menning. Hver bekkur hefur valið sér við- fangsefni í samráði við umsjón- arkennara sinn og vinna bekkir á fjölbreytilegan hátt að viðfangs- efnum sínum. Nemendur munu m.a. fjalla um ásatrú, drauga, mat- argerð, rímur, sælgæti, sauð- kindina, tónlist, fangelsi, bygg- ingastíl, hestamenningu, kúna, veitingastaði, hjátrú, einelti, ljóð, Íslandsvini, rúnir, furðufugla, sakamál, fyndni og unglingamenn- ingu. Á fimmtudaginn heldur Nem- endafélag MS árshátíðarmorgun- verð með skemmtidagskrá í Há- logalandi, íþróttasal skólans. Þá verður einnig sýning á fimmtudeg- inum á afrakstri verkefnavinnu nemenda á ýmsum stöðum í skól- anum. Í tengslum við þemavikuna ætl- ar Skólafélag MS að halda upp- lestrarmaraþon og safna áheitum til styrktar Barnaheillum frá kl. 12 á morgun, sunnudaginn 12. febr- úar til kl. 12 þriðjudaginn 14. febr- úar 2006. Allir nemendur skólans taka þátt í maraþoninu sem á að standa óslitið í tvo sólarhringa. Lesið verður úr völdum Íslend- ingasögum. Allur ágóði maraþons- ins rennur óskiptur til verkefnis Barnaheilla um uppbyggingu skóla í Kambódíu. Maraþonið mun fara fram í aðstöðu Skólafélagsins í Skálholti. Upplestrarmara- þon í tvo daga í MS BÍLAUMBOÐIÐ Askja, umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi, frumsýnir um helgina nýjan Mercedes-Benz R- Class. R-Class fæst með öflugum bensín- og dísilvélum og er meðal annars bú- inn loftknúnum fjöðrunarbúnaði, sí- drifi, sjálfstæðum sætum og öflugu loftræstikerfi. Þessi bíll sameinar hönnun og gott rými og þægindi fyr- ir sex manns, segir í fréttatilkynn- ingu. Sýningin stendur yfir í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, og er opið kl. 12–16 báða daga. Sýna nýjan Mercedes-Benz
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.