Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 70
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn JÓN KLAUFI, STATTU UPP ÚR GÓLFINU ÞÚ HRINTIR MÉR GRETTIR! AF HVERJU EINBLÍNIRÐU ALLTAF Á FORTÍÐINA? SEX... ELLEFU, NÍU... ...ÞRJÁTÍU...ÞRÍR ÞÚ HITTIR EKKI NÓGU VEL Á MIG AF HVERJU ERTU ENN Í RÚMINU, KALVIN? ÉG ER SLAPPUR JÁ ÞÚ ERT FREKAR HEITUR, ÉG ÆTLA AÐ MÆLA ÞIG ÉG VIL EKKI VERA VEIKUR NÚNA, ÞAÐ ER SUMAR. ENGINN SKÓLI TIL AÐ FORÐAST SÁ SEM BER ÁBYRGÐ Á ÞESSU MUN FÁ FYRIR FERÐINA ÉG SKIL VEL AÐ SUMIR VILJI VERA STAÐSETTIR EINS NÁLÆGT VINNUNNI SINNI OG HÆGT ER EN HRÓLFUR VILL BARA VERA EINS NÁLÆGT MATNUM SÍNUM OG HANN MÖGULEGA GETUR STAÐSETNING SKIPTIR MIKLU MÁLI ÞAÐ ER OF FLÓKIÐ AÐ ÚTSKÝRA ÞETTA. HORFÐU BARA Á FRÉTTIRNAR Í KVÖLD ÉG VAR SVO ÁNÆGÐUR ÞEGAR ÉG KEYPTI ÞETTA KVIKINDI EN ÉG Á ERFITT MEÐ AÐ HUGSA UM ANNAÐ EN ÞAÐ HVAÐ ABBY ÞOLIR HANN EKKI ÞAÐ ER EKKERT GAMAN AÐ EIGA HANN ÞEGAR ÉG VEIT AÐ HANN FER Í TAUGARNAR Á HENNI LÍFIÐ VÆRI SVO MIKLU AUÐVELDARA EF ÉG VÆRI SAMVISKULAUSARI EITRIÐ MITT SVÆFIR ANDSTÆÐINGA MÍNA EN ÞÚ ERT GREINILEGA STERKUR, ÞÚ VAKIR ENN EN ÉG Á ERFITT MEÐ AÐ HALDA MÉR VAKANDI. STYRKUR MINN DVÍN Dagbók Í dag er laugardagur 11. febrúar, 42. dagur ársins 2006 Það var í fréttumfyrr í vikunni að Íslendingur var hand- tekinn og sektaður fyrir ósiðlegt athæfi frammi fyrir kon- unglegum lífvörðum drottningar í Kaup- mannahöfn. Víkverji las stutta frétt um þetta á Mbl.is og þótti spaugilegt, enda hið kjánalegasta mál allt saman. Næsta dag var fréttin komin á forsíðu DV þar sem hún var aðalfrétt dagsins og maðurinn nafn- greindur, birt af honum mynd og sagt hvað hann hefur að starfi. Víkverji sér að DV er enn við sama heygarðshornið og fremur enn tilgangs- og tilefnislaus mannorðs- morð á síðum sínum. Það er að mati Víkverja algjör óþarfi, og raunar aðeins kvikind- isskapur, að nafngreina manninn, hvað þá birta af honum mynd. Frétt- in eins og Víkverji las hana fyrst, þar sem aðeins var lýst málsatvikum, var alveg nóg: skondin saga af drykkjuvitleysu Íslendings í útland- inu. Að slengja þessari sögu á for- síðu, með nafni og mynd, er allt ann- að mál: grimmileg slúðurblaðamennska þar sem venjulegur maður sem steig óheppilegt feilspor er kvalinn enn frekar á sinni verstu stundu. DV sparkar í liggjandi mann, eins og svo oft áður. Af hverju þarf að reka á Íslandi blöð sem byggjast á því að teygja á og bjaga sannleikann, smjatta á slúðursögum og bera á torg fyrir alþjóð einka- vandamál venjulegs fólks? Slíkir fjölmiðlar gegna engu hlut- verki fréttamiðils. Þeir bæta engu gagnlegu við umræðuna og fegra ekki samfélagið eða göfga andann. Það eina sem þeir gera er að seðja einhvern frumstæðan kvalalosta þeirra smásála sem lesa slíka vit- leysu á annað borð. Höfum við efni á þessu? Erum við ekki öll jafnmennsk og ófullkomin? Getur það ekki hent okkur öll að misstíga okkur eða lenda í vandræð- um, sem þjóðinni koma ekkert við? Þeir sem skrifa greinar eins og birtast í DV – og líka fólkið sem les þær – eru kannski þeir sem hafa efni á að kasta fyrsta steininum? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Tónlist | Jónas Guðmundsson er ungur tenór nýverið lauk námi frá óp- erudeildinni í Royal Academy of Music í London, en hann dvaldi áður við framhaldsnám í Berlín. Á tónleikum í Salnum í Kópavogi í dag kemur hann fram ásamt Jónasi Ingimundarsyni, og hefjast þeir kl. 16. Munu þeir nafnarnir flytja fjölbreytta dagskrá eftir ýmsa höfunda; þar á meðal íslensk og erlend sönglög eftir Markús Kristjánsson, Emil Thorodd- sen, Rachmaninoff, Strauss, Tosti og Respighi, sem og aríur eftir Tchai- kovsky, Mozart, Verdi og Rossini. Morgunblaðið/Ásdís Jónasar í Salnum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En sá sem uppfræðist í orðinu, veiti þeim, sem uppfræðir, hlutdeild með sér í öllum gæðum. (Gal. 6, 6.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.