Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 73

Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 73 DAGBÓK og miðla þekkingu á menningararfi Íslend- inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spilar og syngur í kvöld. Kringlukráin | Rokksveit Rúnars Júl- íusonar með stórdansleik kl. 23 í kvöld. Súgfirðingafélagið í Reykjavík | Þorrablót í Akoges-salnum við Sóltún, húsið opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 20. Veislustjóri er sr. Sigríður Guðmarsdóttir, flutt verða minni karla og kvenna, botnaðir verða fyrripartar Snorra Sturlusonar. Happ- drætti til ágóða fyrir íbúðina á Suðureyri. Grái fiðringurinn spilar fyrir dansi. Hitt- umst hress. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sér- sveitin leikur fyrir dansi í kvöld, húsið opn- að kl. 22, frítt inn til miðnættis. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14, 12. febrúar kl. 14. Annar dagur í fjögurra daga keppni. Fyrirlestrar og fundir ReykjavíkurAkademían | Reykjavík- urAkademían ræðir um málefni innflytj- enda á Íslandi, í fyrirlestraröðinni, Vara- vinnuafl eða vannýtt auðlind. Næsta erindi heitir: Menntunarmöguleikar í nýju landi og fer fram 11. feb. kl. 12. Ahn-Dao Tran menntunarráðgjafi veltir því m.a. fyrir sér af hverju nemendur af erlendum uppruna á Íslandi hætta í framhaldsskóla. Styrkur | Styrkur er með opið hús 14. febr. kl. 20 í Skógarhlíð 8, 4. hæð. Dagskrá: Magnea S. Ingimundardóttir, þekking- arstjóri hjá Nýherja, talar um líf og viðhorf þeirra sem greinast með krabbamein. Hólmfríður Friðriksdóttir sýnir myndir úr starfi Styrks. Kaffi og allir velkomnir. Fréttir og tilkynningar Skuld á Rósenberg | Dyslexíufélagið Skuld heldur stofnfund um verðandi háskóla- félag. Fundurinn verður 16. feb. kl. 20, á Kaffi Rósenberg og hefst með kvöldverði þar sem gefst tækifæri á að ræða sýn fé- lagsins og almenn stofnfundarstörf. Frístundir og námskeið Púlsinn ævintýrahús | Námskeið í orku- dansi verður á föstudagskvöldum kl. 19.30. Nýtt námskeið hefst 3. mars. Skráning á heimasíðunni www.pulsinn.is og í síma 848 5366. Félagsstarf Ásgarður | Félagsvist og dans verð- ur í Ásgarði, Stangarhyl 4, laug- ardaginn 11. febrúar. Félagsvistin hefst kl. 20 og dans að henni lok- inni um kl. 22.30. Stefán G. leikur fyrir dansi, dans við allra hæfi. Fé- lagsstarf SÁÁ. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Munið brids alla mánu- daga kl. 13. Tungubrjóta kl. 13.30 á mánudögum. Félagsvistin er á þriðjudögum kl. 14. Leikfimi tvisvar í viku kl. 10 árdegis. Frjálsi handa- vinnuhópuinn hittist í fyrsta sinn miðvikudag 15. feb. kl. 13. Allir vel- komnir. Upplýsingar í síma 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Æfum boccia undir leiðsögn Denna, í íþróttahús- inu alla laugardaga kl. 12–13. Allir eldri borgarar velkomnir, engin kunnátta nauðsynleg. Boccia-kúlur á staðnum. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Skráning fer nú fram vegna sæludaga á Hótel Örk vikuna 26.–31. mars nk. Listar eru á upplýs- ingatöflum félagsmiðstöðvanna Gjá- bakka og Gullsmára. Hægt er að skrá sig á skrifstofu FEBK í Gull- smára 9 á skrifstofutíma. Takmark- aður fjöldi gistinga í boði. Fyrstur kemur – fyrstur fær. Ferðanefndin. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leikfélagið Snúður og Snælda frum- sýnir leikritið Glæpir og Góðverk í Iðnó sun. 12. febr. kl. 14. Leikgerð Sigrún Valbergs. Leikstjóri Bjarni Ingvarsson. Miðapantanir í Iðnó í síma 562 9700. Sýningar á mið- vikudögum og sunnudögum. Dans- leikur sunnudagskvöld kl. 20. Hljóm- sveitin Klassík leikur fyrir dansi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Myndskreytt ljóðasýning stendur yf- ir í Garðabergi á ljóðum Magnúsar Hagalínssonar og Sólveigar Öldu Pétursdóttur. Sýning stendur til og með 16. febrúar. Opið er alla virka daga nema þriðjudaga kl. 12.30– 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16 „Ort í ull“, opin listsýning Sigrúnar Björgvins, listakonan er á staðnum. Hvern virkan dag kl. 9–16.30 er fjöl- breytt dagskrá, m.a. á þriðjud. og föstud. Létt ganga um nágrennið, lagt af stað kl. 10.30 frá Gerðubergi. Allir velkomnir. Hæðargarður 31 | Allir velkomnir í félagsstarfið. Listasmiðjan er opin alla daga milli 9–16. Félagsvistin er alla mánudaga kl. 13.30 eins og ver- ið hefur undanfarna áratugi. Sama er að segja um leikfimina á þriðju- dögum og miðvikudögum kl. 10–11. Kíktu við og kynntu þér dagskrána eða fáðu hana senda heim. Vesturgata 7 | Spilað verður bingó miðvikudaginn 15. febrúar kl. 12.45, marengsjómaterta í kaffitímanum. Allir eru velkomnir. Kirkjustarf Grensáskirkja | Fundur Kvenfélags Grensássóknar verður haldinn í safnaðarheimilinu mánudaginn 13. febrúar kl. 20. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Kvenfélag Bústaðasóknar | Aðal- fundur Kvenfélags Bústaðasóknar verður haldinn 13. febrúar kl. 20, í Bústaðakirkju. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos FRANZ Graf opnar sýningu í Ný- listasafninu í dag og ber hún heitið „Flagg – Love My Dreams“. Að sögn Franz Graf er „Love my dreams“ ekki boð, heldur skipun – án þess þó að heimssýn Franz Grafs sé sneydd allri kímnigáfu. „Hún er bara ekki ókeypis,“ segir í tilkynn- ingu frá safninu. „Hún kemur beint og gerir ráð fyrir að kennsla og vinna séu til óháð hvor annarri. Franz Graf er það íhaldssamur að hann byggir ákveðinn létteika inn í verk sín.“ Franz Graf býr og starfar í Aust- urríki og er í hópi þekktustu mynd- listarmanna þarlendis. Hann kennir við Universität für bildende Kunst í Vín og hefur haldið fjölda sýninga víða um heim, og sýndi hér síðast á Íslandi fyrir átta árum síðan. Þessi nýjasta sýning hans vakti mikla at- hygli þegar hún var sýnd í Vín, þar sem gagnrýnandi Art Forum kall- aði hana „gífurlega áhrifaríka einkasýningu“. Sýningin í Nýlistasafninu stend- ur til 5. mars og er safnið opið frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13- 17, og til kl. 10 á fimmtudögum. Safnið er á Laugavegi 26 en inn- gangur er frá Grettisgötu. Aðgang- ur að sýningunni er ókeypis. Franz Graf opnar sýningu í Nýlistasafninu í dag. Elskaðu drauma mína! STILLANSAR er heiti samsýn- ingar þeirra Önnu Guðjónsdóttur, Önnu Hallin og Önnu Líndal, sem opnuð verður í Nýlistasafinu í dag kl. 16. Anna Líndal segir að heiti sýn- ingarinnar vísi til þeirrar stans- lausu framkvæmdagleði sem sé við völd hjá þeim Önnum. Anna Guð- jóns segir að stillansarnir séu líka aðferð þeirra til að hnýta sýninguna saman; þeir séu beinagrindin sem tengi þær þrjár. Anna Hallin nefnir að stillansarnir séu líka þeirra leið við að skipuleggja rýmið og leiða áhorfendur um það. „Þeir virkja rýmið,“ segir hún, „og þeir skapa jákvæðar og neikvæðar hliðar, – skugga og birtu, bakhlið og fram- hlið. Þetta er beinagrindin sem við setjum kjötið okkar á.“ En þótt stillansarnir skapi sýn- ingunni form og línur, og séu brú á milli myndheima hverrar fyrir sig, þá byggja Önnurnar hugmyndir sínar að listsköpun ekki á þeim. Þar eru önnur element að verki. Það má segja að allar stundi þær ákveðnar rannsóknir í verkunum sem þær sýna, Anna Hallin hefur orðið: „Ég skoða veggsnið, og hef áhuga á því sem er á milli veggja þegar maður borar gat í gegnum þá. Hvar byrjar veggurinn og hvar endar hann, hvað er bakhlið og hvað er framhlið, karlkyns og kven- kyns? Mér finnst gaman að skoða tvíræðnina í hlutlausu svæði veggj- arins. Áferð hans og litir heilla mig, og það er líka gaman að kroppa smávegis í veggfóðrið, til að gá hvað er undir. Ég hef gaman af því að rannsaka hvað er undir yfirborð- inu. Maður gæti fundið herbergi sjálfs sín bak við vegginn, eða allt litróf tilfinninganna; – stundum finnur maður eitthvað djúpt, stund- um ekki.“ Anna Guðjónsdóttir hefur búið í Hamborg um árabil. Hennar rann- sóknarefni er náttúran – eða öllu heldur landslagið. „Ég rannsaka myndir og ímyndir náttúru og landslags. Menning og pólitík skipta máli við þær rannsóknir. Ég skoða hugmyndir okkar um náttúr- una og hvernig hún er seld okkur. Ef maður skoðar listasöguna sér maður ótal ímyndir landslags og náttúru. Ég hef notað málverkið sem minn miðil en ljósmyndir líka. Hér sýni ég tvö málverk sem koma inn á þessar hugmyndir mínar um ímynd landslagsins.“ Anna tekur dæmi af því hvaða áhrif menningin hefur á upplifun okkar af landslagi: „Ef ég teikna stein, – þá kemur hann auðveldlega. En í fyrsta skipti sem ég átti að teikna tré varð ég að ná mér í bækur og taka myndir af trjám. Þau urðu samt eins og ljósa- staurar þar til ég var búin að læra á þau og vera innan um þau.“ Saumað í land Anna Líndal rannsakar rann- sóknir; – rannsóknir á nýja gígnum sem kom í síðasta gosi í Gríms- vötnum í nóvember 2004. „Hæfileiki náttúrunnar til að vernda sjálfa sig og eyða sjálfri sér er heillandi. Það er magnað að sjá þau öfl að störfum sem valda þeirri eilífu breytingu sem á sér stað á þessu svæði. Það er líka merkilegt að sjá hvernig manneskjan er strax komin til þess að skoða og skilgreina, mæla og skrá.“ Anna hefur í fyrri verkum gjarnan fengist við arfinn; – það sem er þjóðlegt og á sér langa sögu. „En landið er alveg nýtt þarna og á sér enga sögu. Það er mikill galdur í því. Þetta er efnivið- urinn sem ég nota í verkunum mín- um hér.“ Anna sýnir myndband af vísindamanni sem kortleggur nýja gíginn með GPS-staðsetningartæki. Þetta gerir hann einfaldlega með því að ganga um svæðið þvers og kruss með tækið á bakinu. Hitt verkið er damaskdúkur sem hún hefur bróderað í alla gönguferð vís- indamannsins, en líka kortið sem varð til eftir mælingar hans. And- stæðurnar eru víða; heimilislegur saumaskapur, formfastur og huggu- legur og tekur langan tíma og natni, andspænis eldsumbrotunum sem eru kaótísk og gerast á svip- stundu. Sporin eru það sem sam- einar vísindamanninn á skrásetn- ingargöngu sinni um svæðið og saumakonuna með þráðinn. Lík- indin eru að sama skapi augljós, þar sem hann saumar sig skref fyr- ir skref í ónumið land, eins og hún tekur spor eftir spor í ónumið land dúksins. Þrá manneskjunnar til að höndla náttúruna er stöðug. Aðspurðar hvort það hafi eitt- hvað að segja um sýninguna að þær heita allar Anna segja listakon- urnar það fyrst og fremst felast í því hvað það sé gaman að vera myndlistarmaður á Íslandi, þar sem valið sé svo mikið. „Nýlistasafnið er frábært, og hefur í raun bjargað ís- lenskri myndlist,“ segir Anna Lín- dal. „Þar er hægt að leggja fram hugmynd um að bjóða tveimur Önnum að sýna með sér. Það gekk upp, og er búið að vera mjög gam- an.“ Myndlist | Stillansar hnýta sýninguna saman Rannsóknir á landi og veggjum Anna Líndal, Anna Guðjónsdóttir og Anna Hallin við stillansa. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Ýmir, kl. 13 QUESTIO – tónverk eftir ítalska tónskáldið Maurizio Pisati verður frumflutt á Myrkum músíkdögum í Ými – tónlistarhúsi í dag. Um er að ræða heimsfrumflutning á verki þessa tónskálds, sem er í fram- varðasveit ítalskra nútímatónskálda. Tónleikarnir hefjast kl. 13 og verkið er það eina á dagskránni og tekur rúma hálfa klukkustund í flutningi. Flytjendur á tónleikunum eru Pisati sjálfur með undirbúna og lifandi hljóðblöndun, Steef van Oos- terhoud á slagverk, Eiríkur Örn Pálsson á trompet og Thor Vil- hjálmsson rithöfundur, sem fer með texta Dantes á ítölsku, íslensku og latínu. Hlusti eins og börn QUESTIO er byggt á erindinu Questio de aqua et terra eða Spurn um vatn og jörð eftir Dante Aligheri og var samið í Verona á Ítalíu árið 1320. Verkið samdi Pisati með rödd Thors Vilhjálmssonar í huga. „Thor er aðalatriðið í verkinu,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Það er byggt upp að miklu leyti upp af þögnum, í samræmi við rödd Thors – við leikum sem sagt ekki meðan hann talar.“ Pisati segist leggja til við áheyr- endur á tónleikunum að þeir safnist fyrir framan Thor og hlusti á hann eins og börn. „Líkt og verið sé að hlusta á sögu fyrir svefninn,“ segir hann, en Thor mun lesa á ítölsku og lítið eitt á íslensku. Fullkomin rödd fyrir Dante Thor og Pasati kynntust gegnum sameiginlegan vin, ítalskt ljóðskáld sem lést fyrir þremur árum. „Ég hitti Thor síðan, skömmu eftir að ljóðskáldið lést úti á Ítalíu, og með okkur tókst mikil vinátta. Hann er einstakur maður, hann Thor,“ segir Pisati. Nýverið hittust þeir síðan aftur og þá á skrifstofu útgefanda Thors á Ítalíu. Uppúr þeirri heimsókn varð QUESTIO til. „Við unnum þá saman upptöku með upplestri Thors. Seinna gerðum við síðan upptöku af Thor að lesa úr erindi Dante á lat- ínu, sem síðan er hljóðblönduð og notuð í verkinu,“ segir Pisati um til- urð verksins. Og hvernig þykir honum rödd Thors Vilhjálmssonar passa sjálfum Dante? „Hún er fullkomin fyrir Dante, enda bað ég bað hann að setja sig sérstaklega í hans spor í upplestr- inum,“ segir Pisati að síðustu. Maurizio Pisati, sem fæddist í Míl- anó 1959, flytur eigin tónsmíðar, jafnan með tónlistarhópi sínum, ZONE. Tónlist hans hefur verið flutt víða um heim, gefin út og hlotið verðlaun, og verið valin í nokkrar al- þjóðlegar keppnir. Norræna húsið, kl. 15 Gítartónleikar. Sergio Puccini leikur, og flytur meðal annars nýtt verk eftir Karól- ínu Eiríksdóttur. Langholtskirkja, kl. 17 Hymnodia – Kammerkór Akureyr- arkirkju flytur ný verk úr norðrinu. Eyþór Ingi Jónsson stjórnar. Ýmir, kl. 20 Söngur rökkurs og ryks. Caput leikur ný verk. Einsöngvari er Ásgerður Júníusdóttir, en stjórn- andi er Daníel Bjarnason. Myrkir músíkdagar | Heimsfrumflutningur á Questio Dante með rödd Thors Morgunblaðið/Brynjar Gauti Flytjendur á tónleikunum í Ými í dag kl. 13: Eiríkur Örn Pálsson, Thor Vilhjálmsson, Maurizio Pisati, sem er höfundur verksins, og Steef van Oosterhoud.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.