Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 84
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
FYRIR BÍLA
FL GROUP hefur ákveðið að óska
eftir skráningu Icelandair Group í
Kauphöll Íslands og er undirbúning-
urinn hafinn og stefnt að því að ljúka
því ferli á vormánuðum. Eignir FL
Group í Icelandair hafa ekki verið
verðlagðar. Þá hefur FL Group einn-
ig ákveðið að setja Kynnisferðir og
Bílaleigu Flugleiða í sölumeðferð og
sagði Hannes Smárason, forstjóri FL
Group, ýmsa aðila hafa sýnt fyrir-
tækjunum áhuga. Önnur félög innan
FL Travel Group verða færð inn í Ice-
landair Group og FL Travel Group
lagt niður. Þá verða fyrirtækin Blá-
fugl, Flugflutningar og Fjárvakur
einnig færð undir Icelandair Group.
Aðspurður sagðist Hannes Smára-
son, forstjóri FL Group, gera ráð fyr-
ir að söluhagnaður í tengslum við
þessar breytingar gæti hlaupið á tug-
um milljarða króna.
„Við vitum hins vegar að söluhagn-
aðurinn verður umtalsverður. Þessi
félög eru bókfærð á það lágu verði í
bókum FL Group vegna þess að þau
hafa verið þar svo lengi.“ Gengi bréfa
FL Group hækkaði mest allra bréfa í
úrvalsvísitölunni í gær eða um 4,2%.
Hannes sagði að markmið FL
Group með þessari aðgerð væri að
styrkja og efla fjárfestingargetu og
fjárhagslegan styrk félagsins.
Hlutafé FL Group var sem kunnugt
er aukið um á fimmta tug milljarða
króna í október og aðspurður hver
þau stóru fjárfestingarverkefni væru
sem kölluðu á enn meira fé svaraði
Hannes því til að FL Group væri með
mjög stór verkefni í burðarliðnum en
tíminn yrði að leiða í ljós hvar félagið
myndi bera niður.
Hannes sagði FL Group ekki hafa
tekið neina afstöðu til þess hve stóran
hlut félagið ætlaði sér að eiga í Ice-
landair en FL Group væri reiðubúið
til að vera áfram bakhjarl félagsins.
Hannes og Jón Helgi Guðmunds-
son keyptu 38,5% hlutafjár í Flugleið-
um í janúar árið 2004 á genginu 7.
Gengi bréfa FL Group var 24,8 krón-
ur á hlut við lokun markaða í gær.
Icelandair Group verður skráð í Kauphöll Íslands í vor
Söluhagnaður getur
numið tugum milljarða
Stefnt að skráningu | 14
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
„ÞAÐ er búið að eyðileggja þessa
vertíð, þó kannski sé hægt að
plástra sárið aðeins með því að
auka kvótann. Vonandi verður ekki
staðið svona að málum í framtíð-
inni. Það gengur ekkert að vera
með fleiri hundruð manns á sjó og
í landi sem tilraunadýr,“ sagði
Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súl-
unni, í gær, þegar hann var á
loðnumiðunum vestan við Ingólfs-
höfðann.
„Það er alveg á hreinu að það er
engin þörf á því að fara að gefa út
dánarvottorð fyrir loðnuna. Hún
er sprelllifandi og það er mikið af
henni,“ sagði Bjarni.
Rannsóknaskipið Árni Friðriks-
son var við mælingar á svæðinu.
Sveinn Sveinbjörnsson leiðangurs-
stjóri sagði að það væri töluvert af
loðnu á takmörkuðum bletti. Þar
væru þéttar og fínar lóðningar.
Þetta væri ekki stórt svæði, en
mælingum væri ekki lokið og því
gæti hann ekkert sagt til um hve
mikið væri þarna á ferðinni. Auk
þess væri einnig loðna austan við
Höfðann og þar ætti eftir að mæla.
Því yrði líklega ekki komin mynd á
þetta fyrr en á morgun.
Hrognafylling loðnunnar er
komin upp í 18% og frysting loðnu
fyrir markaðinn í Japan er því haf-
in.
„Ekki þörf á
dánarvott-
orði fyrir
loðnuna“
Eins og | 14
Morgunblaðið/Golli
„VIÐ héldum að það væru herþotur
að fljúga í áttina að okkur. Svo
mikið gekk á. Hávaðinn var gíf-
urlegur. Hrossin urðu alvitlaus og
hlupu um allt,“ sagði Sigurjón Páls-
son, bóndi á Steinum I undir Eyja-
fjöllum, í samtali við Morgunblaðið
í gærkvöldi en mikil skriða féll úr
Steinafjalli beint fyrir ofan bæinn
fyrr um daginn. Reyndar féllu í það
minnsta þrjár stórar skriður og eru
stærstu björgin á að giska 15–20
tonn. Sigurjón segir hvorki menn
né dýr hafa verið í hættu en að
skemmdir hafi orðið á girðingum.
Segir hann veður hafa verið með
þeim hætti undanfarið, hlýindi og
rigningar í kjölfar frosta, að að-
stæður fyrir skriður hafi skapast.
Skriðan náði ekki að neinum hús-
um á svæðinu.
Mjög tilkomumikið
Sigurjón stóð á bæjarhlaðinu
þegar miklar drunur kváðu við.
Hann var fljótur að átta sig á því
hvað væri á ferðinni. „Þvílíkur
reykur steig upp þegar grjótið
féll,“ segir hann. „Ég sá þá strax
hvað var á ferðinni. Þetta var mjög
tilkomumikið.“
Sigurjón telur að stærstu björgin
séu 15–20 tonn og segir að skriðan
sé mjög breið, þótt erfitt sé að meta
umfangið að svo stöddu. „Þetta fór
um allar brekkur. Það hrundi heil-
mikið.“
Sigurjón segir grjóthrun úr
Steinafjalli nokkuð algengt og þar
sem hann hafi búið á Steinum alla
sína tíð sé hann vanur skriðuföll-
um. Skriðurnar hafi þó færst til,
hafi fallið úr fjallinu nær bænum
undanfarin fjögur ár. „Þetta er far-
ið að ógna meira bæjunum, myndi
ég segja. Ég held að skýringin
hljóti að vera veðrið, hiti og mikil
rigning.“
Þó að ekki hafi verið hætta á
ferðum óttaðist Sigurjón fyrst í
stað um bíl sem stóð við sjoppuna
sem er við Steina I. „En þetta náði
ekki að honum,“ segir hann. „En
það urðu heilmiklar skemmdir á
brekkunum og girðingum. Það þarf
að girða aftur í sumar, ef það verð-
ur þá gert.“
Sigurjón er sannfærður um að
meira muni falla úr Steinafjalli á
næstu sólarhringum enda sé áfram
spáð hlýindum og rigningu. „Að-
stæður eru þannig, það er mikið
laust þarna og ég þekki þetta svæði
mjög vel. Við þurfum því öll að
vera vel á verði.“
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sigurjón Pálsson, bóndi á Steinum I, kannar skemmdir vegna skriðunnar. Stærstu björgin eru líklega 15–20 tonn.
Héldu að herþotur væru að fljúga yfir
Mikil skriða féll úr Steinafjalli fyrir ofan bæinn Steina I undir Eyjafjöllum
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
GÍSLI Örn Garðarsson er að skoða
tilboð frá nokkrum breskum leikhús-
um um frekari leik- og leikstjóra-
verkefni en hann leikur nú í upp-
færslu Kneehigh-leikhópsins á
Nights at the Circus eftir Angelu
Carter í Lyric Hammersmith-leik-
húsinu í London. Sýningin hefur
fengið lofsamlega dóma.
„Það er alveg útlit fyrir að ég sé að
fara að gera meira hér í London,
bæði hér í Lyric Hammersmith-leik-
húsinu, eins hjá Young Vic-leikhús-
inu og kannski líka hjá Breska þjóð-
leikhúsinu, ýmist sem leikari eða
leikstjóri,“ segir Gísli Örn í samtali í
Lesbók í dag.
Vesturport er enn fremur að und-
irbúa að leika Rómeó og Júlíu á
þýsku.
Sýningin verður ein þriggja stórra
leiksýninga á Shakespeare-leiklist-
arhátíð í Rechlinghausen í Þýska-
landi í júní nk. | Lesbók
Gísli Örn með mörg tilboð