Morgunblaðið - 04.03.2006, Síða 8

Morgunblaðið - 04.03.2006, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það hefði verið eitthvað skrítið ef okkur hefði ekki tekist að gera þessa atvinnugrein sjálfbæra. Í framhaldi af samkomulagi ís-lenskra stjórnvalda og álfyr-irtækisins Alcoa um að kanna hagkvæmni þess að reisa álver á Bakka við Húsavík hafa vaknað spurningar um samgöngumál á Norðurlandi. Rætt hefur verið um Norðurland sem eitt atvinnusvæði en til þess að af því verði þarf að efla samgöngur frá því sem nú er. Barist hefur verið fyrir göngum undir Vaðlaheiði og fyrir þremur árum var félagið Greið leið ehf. stofnað til að undirbúa gerð gang- anna. Þar á bæ eru menn bjart- sýnir á að fyrirhugað álver muni ýta á eftir göngunum, sem talin eru mikilvæg samgöngubót, en vegalengdin á milli Akureyrar og Húsavíkur mun styttast um 16 kílómetra auk þess sem leiðin mun öll verða á láglendi. Samkvæmt upplýsingum frá Pétri Þór Jónassyni, stjórnarfor- manni Greiðrar leiðar, er undir- búningur í fullum gangi. Verið er að vinna úr rannsóknum til að afla upplýsinga um jarðlög svæðisins og stefnt að rafsegulmælingum í apríl næstkomandi. Í framhaldi af því verður gengið frá jarðfræði- skýrslu og verkið þá tilbúið til fjármögnunar. Áætlaður kostnaður við göngin er um 5,2 milljarðar króna. Þau verða um sjö km löng frá Hal- landsnesi Eyjafjarðarmegin undir Vaðlaheiði og að Skógum. Aðspurður um mikilvægi gang- anna segir Pétur Þór þau sérstak- lega mikilvæg að vetrarlagi en þá getur leiðin milli Akureyrar og Húsavíkur verið afar erfið. Áætlunarflug til Húsavíkur? Miðað er að því í áætlunum Greiðrar leiðar að framkvæmdir hefjist síðla árs 2007 og taki um þrjú ár. Pétur Þór býst ekki við að fyrirhugað álver breyti áætlunum mikið en það bjóði hugsanlega upp á að ríkið komi fyrr að samn- ingaborðinu til að ganga frá form- legum samningum um verkefnið. Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri á Húsavík, segir æskilegt og í raun nauðsynlegt að samgöngur verði komnar í lag þegar og ef af framkvæmdum verður. Hann tel- ur að flýta ætti gerð ganganna. „Það er í raun og veru nauðsyn- legt að setja þau í forgang, frá því sem nú er, þannig að göngin verði tilbúin þegar og ef framkvæmdir hefjast. Ef við erum að tala um að álver gæti komist í gagnið hér á milli áranna 2010 og 2012 myndu framkvæmdir hefjast eitthvað fyrr,“ segir Reinhard og bendir á fleiri hagkvæmar styttingar, s.s. nýja brú yfir Skjálfandafljót sem er nauðsynlegt vegna aukinna þungaflutninga. Reinhard segir ennfremur að verið sé að velta þeim möguleika fyrir sér að taka Húsavíkurflug- völl aftur í notkun, og að þangað verði jafnvel áætlunarflug. Hann segir flugvöllinn í aðalatriðum góðan, þar séu mannvirki sem dugi vel og flugbrautin sjálf í góðu ásigkomulagi og auðveld til stækkunar. Stórt þjónustusvæði Magnús Þór Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar, telur að um mikla innspýtingu í atvinnulífið verði að ræða ákveði Alcoa að reisa álver sitt á Bakka. Magnús sér viðskiptatækifæri fyrir fyrir- tæki á öllu Eyjafjarðarsvæðinu. „Ef við hugsum okkur þessi af- leiddu áhrif fyrir fyrirtæki á svæðinu þá er þjónustusvæðið mun stærra en vinnusókn. Akur- eyri er á mörkunum að vera vinnusókn Húsavíkur, jafnvel með Vaðlaheiðargöngum, en við gefum okkur þó að einhver hluti fólks muni kjósa að ferðast þarna á milli til vinnu. En það er alveg borð- leggjandi að menn myndu ferðast á milli til að þjónusta við álverið og á mun stærra svæði,“ segir Magnús Þór og bætir við að ekki sé verið að ræða um nein smáræð- is viðskipti. Elvar Árni Lund, sveitarstjóri í Öxarfjarðarhreppi, reiknar með að álverið muni teygja anga sína á svæðið og hafa góð áhrif á upp- byggingu Kópaskers – sem er að- alþjónustukjarni héraðsins. Rétt undir klukkutímaakstur er frá Kópaskeri á Bakka og Elvar Árni segir vel ljóst að menn geti búið á Kópaskeri og unnið þar. Fréttaskýring | Álver á Bakka innspýting í atvinnulíf og samgöngur Mörg tækifæri með álveri Efla þarf samgöngur á Norðurlandi ef til framkvæmda við álver á Bakka kemur !"      !   " # $%&   '   #     (  ) (      %  .  /   ' (     ! "    #  $  % 0 1 0 2 ( 1 0 $%&   1  , 3 , 4 , Helstu vegalengdir frá Bakka. Álver á Bakka hefði ýmsa möguleika í för með sér  Komi til þess að Alcoa reisi ál- ver á Bakka við Húsavík hefur það gríðarleg áhrif á atvinnulíf á svæðinu og fyrirtæki ættu að sjá sér tækifæri í þjónustu við álver- ið. Leggja þarf áherslu á að flýta gerð Vaðlaheiðarganga til að tryggja öryggi á leiðinni frá Ak- ureyri til Húsavíkur, ásamt því að stytta leiðina, og nauðsynlegt er að byggja nýja brú yfir Skjálf- andafljót vegna aukinna þunga- flutninga. Eftir Andra Karl andri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.