Morgunblaðið - 04.03.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 04.03.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 11 FRÉTTIR heimtingu á þeim upplýsingum sem bankarnir geti veitt. Talsmenn Íslandsbanka sögðu hins vegar bankana telja afar mikilvægt að virða trúnaðinn við sína viðskiptavini. Hér væri að vissu leyti komið til móts við RSK en engu að síður ætti það að vera frumkvæði fram- teljandans að senda upplýsing- arnar inn til RSK. Indriði segir persónuvernd skipta gríðarlegu máli hjá RSK, enda sé hér um að ræða umfangs- miklar persónulegar upplýsingar. „Við gætum þess mjög vel að þessar upplýsingar liggi ekki á glámbekk,“ segir Indriði. „Í okkar kerfum erum við með ferilsskráningu, þannig að það sést ef einhver fer inn í skrár fólks. Við getum rakið það í hvert skipti hvaða starfsmaður hefur farið inn í gögn um tiltekinn að- ila, þannig að starfsmenn geta ekki stolist í gögn án þess að skilja eftir sig slóð.“ Morgunblaðið/RAX Haukur Oddsson frá Íslandsbanka og Indriði H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri fögnuðu samstarfinu um flutning gagna úr netbönkum við- skiptavina inn á skattframtöl. NÚ gegna 27 konur embætti þing- forseta víðs vegar um heiminn og eru þær 10,3% þingforseta. Um 16,4% þingmanna á heimsvísu eru kvenkyns og fleiri nú en nokkru sinni fyrr. Í níu ríkjum, þar sem þing eru, sitja þó engar konur. Ein- ungis 14 ríki hafa náð því marki að konur séu 30% þingmanna eða fleiri. „Norðurlöndin standa sig áber- andi best hvað varðar þátttöku kvenna í landsmálapólitík,“ sagði Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþing- is, sem sat fund kvenþingforseta á dögunum. Þar var ákveðið að taka upp formlegt samstarf kvenþing- forseta og hittast árlega í tengslum við fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. „Um 40% þingmanna á Norður- löndum eru konur. Næst Norð- urlöndum koma Ameríkuríki með tæp 20%. Fæstar konur sitja á þing- um í Arabaríkjum þar sem þær eru 7,8% þingmanna. Það eru hlutfalls- lega hvergi fleiri konur á þingi en í Rúanda þar sem þær eru 48% þing- manna. Þar var settur kynjakvóti í stjórnarskrá landsins þegar verið var að endurreisa landið eftir hörm- ungar borgarastríðsins. Hann tryggir konum jafnrétti við stjórn landsins,“ sagði Sólveig. Talsvert var rætt um kynjakvóta á fundi kvenþingforsetanna og segir Sól- veig að sú leið hafi notið vaxandi vinsælda. Sums staðar hafi konur náð góðum árangri án kvótakerfis og annars staðar hafi kvótar ekki virkað. Undir vissum kring- umstæðum geti kvóti hjálpað kon- um að ná miklum árangri á skömm- um tíma. Það hafi tekið norrænar konur 70–80 ár að ná sínum ár- angri. Sólveig sagði að ríki, sem í dag væru á byrjunarreit í jafnrétt- ismálum, teldu sig ekki hafa svo langan tíma. Einnig var rætt um áhrif ólíkra kosningakerfa og kom m.a. fram að konur hefðu átt erf- iðara en karlar með að ná kjöri í einmenningskjördæmum. „Flokkarnir gegna lykilhlutverki við að auka hlut kvenna í stjórn- málum,“ sagði Sólveig. „Þeir verða að veita konum brautargengi og styðja þær til áhrifa. Flokkar sem ekki gera það geta ekki vænst mik- ils árangurs til lengri tíma litið.“ Hótaði að mæta nakin Sérfræðingur í kynjapólitík í sunnanverðri Afríku greindi frá niðurstöðum rannsókna sem sýna hvernig þátttaka kvenna hefur breytt stjórnmálunum þar. Það snertir t.d. klæðaburð, fundartíma, hvaða mál eru á dagskrá og hvern- ig umræður fara fram. Þá þykir kjósendum auðveldara að ná tali af kvenkyns þingmönnum en karl- kyns. „Í ýmsum Afríkuríkjum hefur orðið bylting hvað varðar stjórn- málaþátttöku kvenna,“ sagði Sól- veig. „Í Búrúndí hafa konur sótt í sig veðrið og eru nú 30% þing- manna. Varaforseti þingsins í Namibíu sagði frá óhefðbundnum aðferðum sínum. Henni þótti karlar á þinginu taka óábyrga afstöðu til frumvarps um refsingar við nauðg- unum. Þeir grínuðust með að konur sem klæddu sig á ögrandi hátt gætu sjálfum sér um kennt væri þeim nauðgað. Hún mætti þess vegna í gegnsæjum kjól í um- ræðuna og spurði hvort þeir ætluðu að fylgja þessari hugsun eftir? Svo hótaði hún að mæta nakin til þing- fundar yrði frumvarpið ekki sam- þykkt! Hún náði sínu fram og karl- arnir samþykktu frumvarpið.“ Íraskar þingkonur þurfa aðstoð Framlag íslensku sendinefnd- arinnar á fundi Alþjóðaþingmanna- sambandsins um fæðingarorlofs- lögin vakti mikla athygli, að sögn Sólveigar. Henni þótti athyglisvert að heyra þar af reynslu stjórnmála- kvenna úr öðrum heimshlutum. „Það var gaman að sjá konur frá íraska þinginu, sem tóku í fyrsta sinn þátt í slíkum fundi. Meðal þeirra virtist ríkja bjartsýni og sögðu þær jafnréttismál á réttri leið í Írak. Fjórðungur þingmanna í Írak er nú kvenkyns og þingkonur í Írak leggja mikla áherslu á að ná tengslum við þingkonur í öðrum löndum og þær þurfa á aðstoð þeirra að halda.“ Sólveig Pétursdóttir í hópi kvenþingforseta er sóttu fund sem haldinn var í tengslum við 50. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Norðurlönd í fremstu röð varðandi stjórnmálaþátttöku kvenna SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Al- þingis, sótti fund kvenþingforseta sem haldinn var 27. febrúar síðast- liðinn í New York. Einnig sátu Sól- veig, Ásta Möller, formaður Íslands- deildar Alþjóðaþingmanna- sambandsins, og Jóhanna Sigurðardóttir, fjórði varaforseti Alþingis, þingmannafund Al- þjóðaþingmannasambandsins 1. mars sl. Fundur kvenþingforsetanna var haldinn í tengslum við 50. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóð- anna. Þar var rætt um leiðir til að vinna að auknu jafnrétti og aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum. Tólf kvenþingforsetar sóttu fund- inn. Á fundinum sagði Sólveig Péturs- dóttir, forseti Alþingis, frá því að ís- lenskar konur hefðu komið saman á kvennafrídeginum til að krefjast jafnréttis á Íslandi. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að konur stæðu saman um grundvallargildi jafnréttisbaráttunnar þó að þær hefðu ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þá útskýrði Sólveig fæðingarorlofs- lögin og sagði hún m.a. að feðraor- lof hefði valdið byltingu í viðhorfum til kynjahlutverka og stuðlað að auknu jafnrétti á vinnumarkaðnum. Þingforsetarnir ræddu einnig hvernig breyta mætti starfsháttum þinga til að stuðla að auknu jafn- rétti. Forseti Alþingis sagði frá áherslum sínum, m.a. á nauðsyn þess að vinnutími þingmanna yrði fjölskylduvænni og að stuðlað yrði að jafnari dreifingu vinnuálags á hverju löggjafarþingi. Sólveig ræddi einnig leiðir til að fræða ungt fólk um starfsemi þjóð- þingsins og að auka áhuga þess á því sem þar fer fram. Í því sambandi nefndi hún sérstök skólaþing sem eru starfrækt hjá sumum þinganna á Norðurlöndunum og sem hún hefði áhuga á að koma á hjá Al- þingi. Sólveig lagði áherslu á mik- ilvægi þess að stúlkur og drengir tækju jafnan þátt í slíkum verk- efnum. Þetta gæti verið áhugaverð leið til að breyta viðhorfum skóla- barna í löndum þar sem stutt hefð væri fyrir þátttöku kvenna í stjórn- málum. Þjóðþingin og jafnréttið Þingmannafundur Alþjóðaþing- mannasambandsins fjallaði um hlut- verk þjóðþinga í jafnréttisbarátt- unni. Um 160 þingmenn frá 60 ríkjum sóttu fundinn. Þar greindi sendinefnd Alþingis frá fæðing- arorlofslögum á Íslandi. Í umræðum um leiðir til að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum ræddi Ásta Möller hvernig kvenna- samtök innan stjórnmálaflokka gætu hjálpað konum til áhrifa. Hún tók jafnframt þátt í umræðum um kynjakvóta og sagði skoðanir skipt- ar meðal stjórnmálaflokka á Íslandi um gildi þeirra. Staða jafnréttismála rædd á þingmannafundum í New York Fulltrúar Alþingis og íraska þingsins á fundi Alþjóðaþingmannasambands- ins í New York. F.v.: Jóhanna Sigurðardóttir, varaforseti Alþingis, Ásta Möller, formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins, fulltrúar nýkjörins þings Íraks og Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.