Morgunblaðið - 04.03.2006, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Baráttan
gegn bullinu
á morgun
ÚR VERINU
KÍINVERSKUR nemandi Sjávarútvegsskóla
Háskóla Sameinuðu þjóðanna vann stofn-
stærðarmælingu fyrir kola hér við land.
Staðfestu athuganir hans að rétt hafi verið
staðið að veiðiráðgjöf vegna þess stofns.
Skólanum var nýlega slitið í áttunda sinn.
Að þessu sinni voru 23 nemendur frá
fjórtán þjóðlöndum í þessu sex mánaða
námi, fleiri en nokkru sinni áður. Í hópnum
sem hefur stundað nám við skólann eru nú
126 manns, að sögn Tuma Tómassonar for-
stöðumanns. Að þessu sinni komu nokkrir
nemendur frá fjarlægum löndum sem ekki
hafa áður sent nemendur hingað, meðal
annars Fijieyjum, Norður-Kóreu og Angóla,
auk nemenda frá löndum í Asíu, Afríku og
Evrópu sem áður hafa átt fulltrúa í skól-
anum.
Nemendurnir skiptu sér á fjórar brautir.
Flestir voru í gæðastjórnun sem fjallar um
meðferð og vinnslu á sjávarfangi. Aðrir
voru við stofnmælingar, í umhverfisfræðum
og veiðitækni. „Þetta er allt fagfólk sem
tekur með sér raunveruleg verkefni frá
heimahögum sínum,“ segir Tumi. Síðasti
hluti námsins felst einmitt í slíkum verk-
efnum. „Þessi verkefni eiga að nýtast þeim
beint í starfi þegar heim er komið og sum
nýtast jafnvel okkur,“ segir Tumi.
Rétt að minnka veiðiálag á kola
Spurður um dæmi um slíkt nefnir hann
að Li Jiuqi, kínverskur nemandi skólans,
hafi gert stofnmat á kolastofninum hér við
land. Fengið gögn hjá Hafrannsóknastofnun
og rennt þeim í gegn um fjögur mismun-
andi líkön. Tumi sagði að niðurstaða athug-
ana nemandans hafi sýnt, með öllum fyr-
irvörum þó, að veiðiráðgjöfin hafi staðist
nokkuð vel. Rétt hafi verið að minnka
aflann niður í 4.000 tonn og með því muni
kolastofninn smám saman aukast þar til
jafnstöðu verði náð í 7.500 til 8.000 tonnum.
„Þetta á að veita þeim mönnum sem veita
veiðiráðgjöf væntanlega eitthvað meira ör-
yggi með þá nálgun sem þeir hafa viðhaft,“
segir Tumi.
Margir nemendur sjávarútvegsskólans
fara í áframhaldandi nám, meðal annars við
Háskóla Íslands. Þannig hefur um fjórð-
ungur þeirra nemenda sem áður hefur út-
skrifast lokið masters- eða doktorsprófi.
Þeir aðilar sem standa að þessu verkefni
munu styðja þrjá nemendur til viðbótar til
meistaranáms við Háskóla Íslands.
Tumi segir reynt að halda sambandi við
fyrrverandi nemendur skólans. Nefnir hann
sem dæmi að þeir kenni gjarnan á nám-
skeiðum sem sjávarútvegsskólinn stendur
þessi árin fyrir víða í samstarfslöndunum.
Nú er verið að undirbúa þrjú slík námskeið,
á Kúbu, Sri Lanka og jafnvel í Tansaníu.
Kínverskur
nemandi staðfesti
veiðiráðgjöf í kola
Ljósmynd/Sjávarútvegsskólinn
Kynning Ravi Deendayalsing Chooreshwar Mohit frá Mauritius, nemandi við Sjávarútvegs-
skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, kynnir lokaverkefni sitt.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur innkallað alls um 156 tonn af
ónýttum eldiskvóta af óslægðum
þorski frá fyrirtækjum í fiskeldi sem
hætt eru rekstri eða hafa ekki upp-
fyllt sett skilyrði.
Hefur umræddum aflaheimildum
jafnframt verið endurúthlutað til eft-
irfarandi fyrirtækja: Álfsfell ehf.,
Hnífsdal: 17,137 tonn, Glaður ehf.,
Bolungarvík: 19,992 tonn, Guðmund-
ur Runólfsson hf., Grundarfirði:
17,137 tonn, Hraðfrystihúsið Gunn-
vör hf., Hnífsdal: 76,162 tonn, og
Þorskeldi ehf., Djúpavogi: 25,706
tonn.
Árlega hefur verið úthlutað 500
tonna aflaheimildum til fyrirtækja í
fiskeldi sem nýta skal til áframeldis.
Í frétt frá ráðuneytinu kemur fram
að tilflutningur á eftirstöðvum af út-
hlutuðum heimildum hefur verið
leyfður á milli fiskveiðiára en reglur
hafa verið settar um að ekki beri að
flytja vannýttar heimildir yfir fleiri
en eitt fiskveiðiár.
Úthluta ónýttum
eldiskvóta þorsks
VALNEFND í
Hallgríms-
prestakalli ákvað á
fundi sínum 1.
mars sl. að leggja
til að sr. Birgi Ás-
geirssyni, verði
veitt embætti
prests í Hallgríms-
prestakalli í Reykjavíkurprófasts-
dæmi vestra. Umsóknarfrestur
rann út hinn 17. febrúar sl. og
embættið veitist frá 1. apríl nk.
Tíu umsækjendur voru um emb-
ættið.
Biskup Íslands skipar í embættið
til fimm ára að fenginni niðurstöðu
valnefndar. Valnefnd skipuðu
fimm fulltrúar úr prestakallinu
auk vígslubiskupsins í Skálholti.
SJÓMAÐUR á þrítugsaldri slas-
aðist þegar hann féll niður í lest
fiskveiðiskips við höfnina í Þor-
lákshöfn í fyrrakvöld. Að sögn
skipsfélaga rann maðurinn þegar
verið var að landa afla dagsins og
féll niður í lestina sem er 5-6 metra
djúp. Skipsfélagarnir sögðu enn-
fremur að miðað við hversu hátt
fallið hefði verið, þá hefði mað-
urinn sloppið ótrúlega vel. Hann
var fluttur með sjúkrabíl á slysa-
deild Landspítala – háskólasjúkra-
húss í Reykjavík til aðhlynningar.
Féll 5–6 metra
niður í lest skips
SEGJA má að meistarinn hafi lagt
stórmeistarann þegar stúdentar og
landsþekktir einstaklingar tefldu
fjöltefli gegn Henrik Danielsen,
stórmeistara Hróksins, í gær, en sá
eini sem sigraði stórmeistarann var
Logi Bergmann Eiðsson, sem er
stjórnandi sjónvarpsþáttarins
Meistarans á Stöð tvö.
Það var Skákíþróttafélag stúd-
enta við Háskólann í Reykjavík sem
stóð fyrir fjölteflinu. Tilgangurinn
var að safna fé til að flytja græn-
lensk börn og unglinga hingað til
lands til að kenna þeim sund, en
skortur á sundlaugum á Grænlandi
hamlar sundkennslu þar.
Gunnar Egilsson, formaður Skák-
íþróttafélagsins, segir að bæði hafi
fyrirtæki veitt beina styrki og einnig
hafi verið heitið á skákmennina sem
öttu kappi við Henrik, m.a. hafi ein-
hverjir heitið hærri upphæðum ef
tækist að leggja stórmeistarann.
Það hafi Logi Bergmann gert, einn
skákmannanna, en fimm hafi gert
jafntefli. Alls tefldu tuttugu manns
við Henrik, tíu stúdentar og tíu
landsþekktir einstaklingar. Auk
Loga Bergmanns voru þar t.d.
Ragnheiður Gröndal, Gísli Marteinn
Baldursson, Helgi Hjörvar, Inga
Lind Karlsdóttir o.fl. Ekki er ljóst
hversu miklu fé tókst að safna.
Morgunblaðið/RAXLogi Bergmann Eiðsson, stjórnandi sjónvarpsþáttarins Meistarinn, stóð
undir nafni þegar hann lagði stórmeistarann Henrik Danielsen.
„Meistarinn“ lagði
stórmeistarann
Birgir Ásgeirsson
valinn í Hallgríms-
prestakall