Morgunblaðið - 04.03.2006, Side 20
Dublin. AFP. | Forstjórar og
framkvæmdastjórar fjöl-
þjóðlegra fyrirtækja á Írlandi
þjást af svo mikilli streitu að
lífsgæði sumra þeirra eru
minni en fólks sem haldið er
banvænum sjúkdómi, ef
marka má nýja rannsókn.
Írski sálfræðiprófessorinn
Ciaran O’Boyle, sem stjórnaði
rannsókninni, sagði að hann
og samstarfsmenn hans hefðu
endurtekið rannsóknina
nokkrum sinnum vegna þess
að þeir hefðu orðið svo undr-
andi á niðurstöðunni.
O’Boyle rakti þetta meðal
annars til framfara í upplýs-
ingatækni – svo sem tölvu-
pósta, farsíma og nettengdra
vasatölva – sem hann sagði
hafa orðið til þess að stjór-
arnir væru í vinnunni eða með
hugann við hana nær allan sól-
arhringinn og alla daga vik-
unnar.
Rannsóknin náði til 14 for-
stjóra og 107 framkvæmda-
stjóra. Meðalaldur þeirra var
34 ár og þeir höfðu starfað
sem stjórnendur í tvö ár að
meðaltali. Þeir gengust undir
sálfræðilegt próf sem miðaði
að því að meta lífsgæði þeirra.
Þjakaðir
forstjórar
20 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
KHALED Meshaal, leiðtogi Ham-
as-samtaka Palestínumanna, kom í
gær í þriggja daga heimsókn til
Moskvu í boði Vladímirs Pútíns,
forseta Rússlands. Vegna utanað-
komandi þrýstings ákvað Pútín að
falla frá fyrirhuguðum fundi með
Meshaal, sem m.a. ræddi við Sergei
Lavrov, utanríkisráðherra Rúss-
lands.
Lagði Lavrov áherslu á að Pal-
estínumenn virtu fyrri friðarsamn-
inga við Ísrael. „Við treystum á að
Hamas sem leiðandi stjórnmálaafl í
þinginu og framtíðarríkisstjórn
leggi sitt af mörkum til að virða
ákvæði fyrri samninga að fullu,“
sagði Lavrov.
Er heimsóknin talin fyrsta
sprungan í alþjóðlegri samstöðu
gegn Hamas, sem Evrópusamband-
ið, Bandaríkin og Ísrael hafa skil-
greint sem hryðjuverkasamtök.
Eftir fund þeirra Lavrovs sagði
Meshaal að Hamas myndi ekki gera
gangskör að friðarsamningum við
Ísraelsmenn fyrr en her þeirra
væri farinn frá öllum þeim svæðum
sem hertekin voru í Sex daga stríð-
inu svonefnda árið 1967. Þá sagðist
Meshaal vona að heimsóknin gæti
orðið að stökkpalli fyrir frekari við-
ræður við aðrar þjóðir.
„Samstarf við alþjóðasamfélagið
er mikilvægt fyrir okkur og við telj-
um heimsókn okkar til Moskvu,
höfuðborgar stórveldis, upphafið að
slíkum viðræðum,“ sagði Meshaal,
sem bætti við að Ísraelar hefðu
með aðgerðum sínum spillt fyrir
friðarferlinu.
Heimsókn veldur reiði Ísraela
Hefur heimsóknin valdið reiði
Ísraela, og lýsti Meir Shitrit, ráð-
herra í stjórn Ísraels, heimboði
Pútíns sem „hnífstungu í bakið“.
„Ég velti því fyrir mér hvað Pútín
myndi segja ef við byðum Tsjetsj-
enum hingað og ræddum við þá,“
sagði Shitrit í samtali við ísraelska
útvarpið.
Ismail Haniyeh, verðandi for-
sætisráðherra Hamas, var á önd-
verðum meiði og sagði að leiðtogar
samtakanna biðu eftir því að Rúss-
ar tækju að fullu við pólitísku hlut-
verki sínu í Mið-Austurlöndum.
Samkvæmt The Moscow Times
lýsti Bakir Abdel Munem, sendi-
maður Palestínu, því hins vegar yfir
á fimmtudag að Hamas gæti mildað
afstöðu sína til Ísraels ef það kynni
að bæta hag þjóðarinnar.
Er Rússland fyrsta ríkið í svo-
nefndum kvartett sáttasemjara í
Mið-Austurlöndum sem virðir kosn-
ingu Hamas, en samkvæmt frétta-
vef BBC skiptir heimsóknin miklu
máli fyrir baráttu samtakanna fyrir
viðurkenningu alþjóðasamfélagsins.
Bandarísk yfirvöld hafa allt aðra
afstöðu og lýstu því yfir á fimmtu-
dag að markmið þeirra væri að ein-
angra Hamas fjárhagslega og reyna
að gera starf samtakanna „gríð-
arlega erfitt“, á sama tíma og Ír-
anar hafa boðist til að veita þeim
fjárhagsaðstoð.
Skora á Hamas að
virða samninga
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Reuters
Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, og Sergei Lavrov, utanrík-
isráðherra Rússlands, eftir fund þeirra í Moskvu í gær.
ÍBÚAR í Benin, litlu ríki í Vestur-Afríku,
munu kjósa sér nýjan forseta á morgun,
sunnudag. Raunar er sá hængur á, að kjör-
kassarnir eru ekki nógu margir, aðeins
14.000 fyrir 17.480 kjörstaði, og þar fyrir ut-
an telja sumir að allt of margir kjósendur séu
á skrá. Þessi kona, sem er með barn í fangi
fyrir utan heimili sitt, bárujárnskumbalda í
þorpinu Ouidah, var ekki í neinum vafa um
hvað hún ætlaði að kjósa eins og sjá má.
Hennar maður heitir Bruno Amoussou, einn
af alls 26 frambjóðendum.
Reuters
Ákveðinn stuðningsmaður
Vín. AFP. | Enginn árangur varð af
fundi fulltrúa Evrópusambandsins
og Írans í gær um kjarnorkumál
og bendir nú flest til að á fundi í
Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni,
IAEA, á mánudag verði deilunni
vísað til öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna.
„Tíminn er að renna út,“ sagði
Frank-Walter Steinmeier, utanrík-
isráðherra Þýskalands, eftir fund
með Ali Larijani, samningamanni
Íransstjórnar, í Vín. Sagði hann að
viðræðurnar hefðu verið kurteis-
legar en árangurinn af þeim eng-
inn.
Evrópuríkin og Bandaríkin vilja
fá Írani ofan af því að auðga úran
en það er ekki aðeins notað í
kjarnaofnum, heldur einnig í
kjarnavopn. Fyrr í vikunni vöruðu
Bretland, Þýskaland og Frakkland
Íransstjórn við og sögðu að héldi
hún til streitu kröfu sinni um að fá
að auðga úran, væri einskis sam-
komulags að vænta.
Misvísandi yfirlýsingar
Larijani, samningamaður Írans-
stjórnar, kom til fundarins í Vín
frá Moskvu en fundur hans með
Rússum, sem bjóðast til að auðga
úranið fyrir Írani, bar heldur eng-
an árangur. Íranskur embættis-
maður, sem ekki vildi láta nafns
síns getið, sagði raunar í Vín í
gær, að náðst hefði samkomulag
við Rússa en Sergei Lavrov, utan-
ríkisráðherra Rússlands, sagði
hins vegar, að skilyrðið fyrir sam-
komulagi væri, að Íransstjórn
hætti allri vinnu við að auðga úr-
an. Á það hefði hún ekki viljað fall-
ast.
Verði deilunni við Írana vísað til
öryggisráðsins er líklegt, að það
gefi Íransstjórn einhvern frest. Að
honum loknum munu hugsanlegar
refsiaðgerðir verða ræddar.
„Tíminn að
renna út“
Enginn árangur af
fundi ESB og Írana
London. AFP. | Breska lög-
reglan fann mikið fé, sem
tengist stórráninu í síðustu
viku, er hún réðst inn í vöru-
skemmu í Suðaustur-London í
gærmorgun. Enn er þó lang-
mestur hluti þýfisins, rúmlega
sex milljarða kr., ófundinn.
Lögreglan í Kent sagði í
gær að nokkrar milljónir
punda hefðu fundist við hús-
rannsóknina en áður hafði
nokkurt fé fundist í yfirgefn-
um sendibíl og á búgarði eins
þeirra, sem þegar hafa verið
ákærð í málinu. Var einn mað-
ur handtekinn í vöruskemm-
unni.
Á fimmtudag voru tveir
karlmenn og ein kona ákærð
og í fyrrakvöld var fjórði mað-
urinn ákærður. Heitir hann
Jetmir Bucpapa, 24 ára að
aldri og atvinnulaus. Í gær-
morgun var síðan fimmti mað-
urinn ákærður, Lea John
Rusha, 33 ára. Þá var lög-
reglan að yfirheyra þann, sem
var handtekinn í vöruskemm-
unni, og mann, sem handtek-
inn var á mánudag.
Enn finnst
mikið fé
LESENDUR bóka vilja flestir
að skáldsögur endi vel og
hamingjusamlega, ef marka
má könnun sem breska dag-
blaðið The Daily Telegraph
hefur birt.
Könnunin bendir einnig til
þess að lesendur í Bretlandi
séu ánægðastir með farsælan
endi skáldsögunnar Hroki og
hleypidómar eftir Jane Aust-
en.
Nær helmingur allra lesend-
anna, eða um 41%, vildi að
sögurnar enduðu hamingju-
samlega. Aðeins 2,2% vildu
dapurlegt niðurlag.
Konur voru 13% líklegri en
karlar til að vilja hamingjurík
sögulok. Ungu lesendurnir
voru á hinn bóginn líklegastir
til að vilja hryggilegan loka-
kafla. Aðeins 1,1% lesenda á
aldrinum 41–65 ára vildi þann-
ig bókarlok en 8,6% lesenda
undir sextán ára aldri.
Tæpur fimmtungur karl-
mannanna vildi frekar bækur
með tvíræðan endi.
Góð bók
endar vel