Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 22
Akureyri | FSA hafa verið
færðar tölvuvogir að gjöf. Gef-
endur eru vinir ungs manns sem
fórst í bílslysi á Akureyri fyrir
fimm árum, Magnúsar B. Guð-
jónssonar. Gjöfin til minningar
um hann en Magnús fæddist á
FSA og nokkrir vina hans hafa
eignast börn sem þar eru fædd.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tölvuvogir til minningar um vin
Höfðinglegt
Akureyri | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland
Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími
569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Gríðarlegar framkvæmdir eru í öllum
bæjarfélögunum á Suðurnesjum. Ný bygg-
ingarsvæði eru skipulögð út yfir hraun og
móa. Sem dæmi má nefna að gert er ráð
fyrir því að Reykjanesbær byggist áfram
milli sjávar og Reykjanesbrautar, alveg
upp á Vogastapa. Þar uppi er gert ráð fyrir
háum blokkum með útsýni yfir Suðvest-
urland! Síðan á byggðin að færast yfir
Reykjanesbrautina og breiða úr sér milli
Grindavíkurvegar og Keflavíkurflugvallar.
Hvort eða hvenær að því kemur er ekki
gott að vita en allur er varinn góður!
Fólkið kemur af höfuðborgarsvæðinu,
landsbyggðinni og frá útlöndum. Það virð-
ist henta landsbyggðarfólki sem er að flytja
„suður“ að flytja til bæjanna í nágrenni höf-
uðborgarsvæðisins, frekar en að fara alla
leið. Þá er áberandi að ungt fjölskyldufólk
af höfuðborgarsvæðinu sækir í stærra og
betra húsnæði. Utan borgarinnar getur það
stundum fengið sérbýli á verði fjölbýlis í
höfuðborginni.
Ekki eru flutningarnir þó gallalausir.
Hjón sem eru með börn í leikskóla og
grunnskóla vilja kannski ekki bæði sækja
vinnu til höfuðborgarinnar. Þá hafa stund-
um orðið erfiðleikar með að fá vinnu við
hæfi á staðnum.
Ekki þarf að vera mikill munur á tímanum
sem fer í að aka til vinnu á höfuðborg-
arsvæðinu, hvort sem viðkomandi er bú-
settur í úthverfum Reykjavíkur, bæjunum
á útjaðri svæðisins eða á Suðurnesjum. En
akstursleiðin er lengri á Suðurnes og sjálf-
sagt er kostnaðurinn við bensín og aðra
notkun bifreiðarinnar oft vanmetinn, hvað
þá lækkun á endursöluverði bílsins vegna
kílómetramælisins.
Fjölgun húsa og þar með íbúa kallar á
miklar framkvæmdir á vegum sveitarfélag-
anna. Þau standa sig vel í því að sinna þörf-
um íbúanna. Gróskan virðist auka sjálfs-
traust sveitarstjórnarmanna og kemur það
fram með ýmsum hætti. Nefna má að Sand-
gerðingar hafa byggt sér ráðhús og Garð-
menn eru að undirbúa sitt ráðhús með þátt-
töku í verslunar- og þjónustubyggingu.
Langstærsta bæjarfélagið, Reykjanesbær,
hefur látið aðrar framkvæmdir ganga fyrir
þótt ráðhús hafi komið til umræðu.
Úr
bæjarlífinu
SUÐURNES
EFTIR HELGA BJARNASON BLAÐAMANN
Fyrsta ungmenna-félag landsins,Ungmennafélag
Akureyrar, var stofnað
fyrir 100 árum, 6. janúar
árið 1905. Þess var
minnst á aðalfundi félags-
ins í vikunni, en það var
líka eitt af sjö stofn-
félögum í UMFÍ sem
stofnað var ári síðar.
Starfsemin var mjög
blómleg fyrstu árin og
einkenndist af kristilegu
starfi og bindindismálum
auk sjálfstæðisbaráttu og
íþróttaiðkun. Fyrsta
landsmót UMFÍ var hald-
ið á Akureyri 17. júní
1909 í umsjón Ungmenna-
félags Akureyrar. Starf-
semi Ungmennafélags
Akureyrar lagðist af í
kringum 1930 og var end-
urvakið í þeirri mynd sem
menn nú þekkja 5. apríl
1988. Landsmót UMFÍ
verður haldið hér á Ak-
ureyri 2009 á ald-
arafmæli Landsmótanna.
Á aðalfundinum var
UFA gert að svonefndu
fyrirmyndarfélagi ÍSÍ,
Viðar Sigurjónsson
starfsmaður ÍSÍ á Ak-
ureyri afhenti Gísla Páls-
syni formanni skjal þess
efnis af því tilefni.
Ljósmynd/ Þórir Tryggvason
Fyrirmyndarfélag Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ afhendir
formanni UFA, Gísla Pálssyni, staðfestingu þess að fé-
lagið sé fyrirmyndarfélag.
UFA fyrirmyndarfélag
Friðrik Stein-grímsson yrkirum álverið sem á
að rísa á Bakka:
Alcoa sem öllu ræður
ekki hræðist Tjörnesið,
harla kátir Bakka-bræður
bera nú inn sólskinið.
Davíð Hjálmar Har-
aldsson yrkir á Akureyri:
Feginsstraumur fer um sál,
frómar óskir rætast.
Hingað kemur ekki ál.
Eyfirðingar kætast.
Þá Hreiðar Karlsson:
Skín á himni sólin senn
svo að Húsvíkingar
ætla að lifa eins og menn,
eða Hafnfirðingar!
Og Kristján Bersi
Ólafsson:
Af langri reynslu það ég þekki.
Og þykir raunar talsverð synd,
að Hafnfirðingar eru ekki
í öllu hin besta fyrirmynd.
Af álveri
pebl@mbl.is
Norðurland vestra| Tólf manna verkefn-
isstjórn var skipuð síðastliðið haust til
að hafa umsjón með undirbúningi fyrir
gerð Vaxtarsamnings Norðurlands
vestra. Hlutverk hennar er að undirbúa
tillögur að stefnumörkun í atvinnu- og
byggðamálum á Norðurlandi vestra og
kanna hvaða kostir koma helst til greina
til að efla vöxt og samkeppnishæfni
svæðisins.
Kynningarfundir á næstu vikum
Ráðgert er að efna til kynningarfunda
víða um Norðurlands vestra á næstu
vikum og gefst fólki þá kostur á að fræð-
ast um undirbúning starfsins og ræða
við fulltrúa verkefnisstjórnar um fram-
vindu verkefnisins, tillögugerð og önnur
atriði sem snúa að undirbúningi og
framkvæmd vaxtarsamnings Norður-
lands vestra. Ennfremur gefst fólki
kostur á að koma tillögum á framfæri
við verkefnisstjórn ef áhugi er.
Í starfi verkefnisstjórnar verður lögð
mikil áhersla á samvinnu einstaklinga,
atvinnulífs, sveitarfélaga og opinberra
aðila og leitast verður við að nýta styrk-
leika og tækifæri svæðisins í hefðbundn-
um atvinnugreinum sem nýjum. Horft
verður einnig sérstaklega til þess að efla
vísinda- og háskólastarf og efla tengingu
og samstarf þess við atvinnulífið sam-
hliða auknu samstarfi almennt í atvinnu-
lífi.
Áhersla
lögð á
samvinnu
Vaxtarsamningur
Norðurlands vestra
Eyjafjörður | Nafnanefnd er nú starfandi
á vegum Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarð-
arkaupstaðar og er hún nú að undirbúa
skoðanakönnun um nafn á nýtt sveitarfé-
lag, en íbúar bæjanna tveggja samþykktu
sameiningu þeirra fyrr á árinu. Mun
nefndin velja allt að fimm nöfn úr inn-
sendum tillögum og senda til örnafna-
nefndar til umsagnar. Skoðanakönnun
verður gerð samhliða sveitarstjórnar-
kosningum í vor um þau nöfn sem ör-
nafnanefnd hefur samþykkt, en nafn
verður svo endanlega ákveðið af nýrri
sveitarstjórn.
Tillögum á að skila á bæjarskrifstofur
sveitarfélaganna.
Tillögur að
nýju nafni
♦♦♦
Fréttir á SMS
Ferðast þú til Flórída?
Hefur þú hugsað um að eiga þitt eigið sumarhús?
Viltu vita meira?
Umboðsaðilar frá Orlando Vacation Homes, USA, verða á
Íslandi til að veita þér nánari upplýsingar eftirtalda daga:
laugardag 4. mars frá kl. 9:00 til 18:00
sunnudag 5. mars frá kl. 13:00 til 18:00
á Hótel Loftleiðum, Reykjavík.
Allir þátttakendur á kynningunni eiga kost á að vinna
ókeypis gistingu í Orlandó!
www.livinfl.com