Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 33

Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 33 UMRÆÐAN ENGINN ætti lengur að fara í grafgötur um að reykingar eru hættulegar. Þær valda a.m.k. 80% dauðsfalla af völdum lungnakrabba- meins, u.þ.b. 80% dauðsfalla af völdum lungnaþembu og tæp- lega 20% dauðsfalla af völdum hjarta- sjúkdóma. Reyk- ingamenn sem reykja rúmlega pakka af síg- arettum á dag eru í u.þ.b. tuttugu og fimm- falt meiri hættu á að deyja úr lungna- krabbameini en þeir sem ekki reykja. Sígar- ettureykingar auka lík- ur á kransæðastíflu tvö til þrefalt miðað við þá sem ekki reykja. Kon- um sem reykja og nota getnaðarvarnatöflur er tíu sinnum hættara við kransæðastíflu og heilablóðfalli heldur en konum sem taka getn- aðarvarnatöflur og reykja ekki. Hjarta- vernd hefur áætlað að tæplega 400 Íslend- ingar látist árlega af völdum sjúkdóma sem rekja má beint til tób- aksreykinga. Þetta eru upplýsingar sem ekki á að þurfa að deila um. Hins vegar hefur verið allmikil umræða, m.a. hér á landi að und- anförnu, hvort óbeinar reykingar séu skaðlegar og hversu skaðlegar þær séu. Þær eru vissulega ekki eins skaðlegar og beinar reykingar, en skaðlegar samt. Meira en 50 rann- sóknir hafa verið gerðar á tengslum óbeinna reykinga við lungnakrabba- mein á undanförnum 20 árum. Þær hafa verið gerðar í mörgum löndum. Flestar hafa leitt í ljós aukna áhættu og í stuttu máli eru eiginkonur karla sem reykja í 20% meiri hættu á að fá lungnakrabbamein heldur en eig- inkonur karla sem ekki reykja. Sam- bærileg tala fyrir karla er um 30%. Rannsóknir á óbeinum reykingum á vinnustað benda til að fólk sem aldrei hefur reykt sjálft, en býr við reyk- mettað andrúmsloft á vinnustað, sé í um 12– 19% meiri hættu á að fá lungnakrabbamein en aðrir. Tengsl óbeinna reykinga við önnur krabbamein eru ekki eins óyggjandi. Óbeinar reykingar auka einnig hættu á kransæðasjúkdómum og bendir samantekt margra rannsókna undanfarinna ára til að aukning áhættu sé á bilinu 25–35%. Í þessu efni má minnast á ný- legar upplýsingar frá Helena í Montana í Bandaríkjunum en þar ákváðu borgaryfirvöld að banna reykingar á almannafæri, þ. á m. á vinnustöðum, og gekk bannið í gildi í júní 2002. Andstæðingar, þ. á m. fulltrúar tóbaks- fyrirtækja, fengu banninu hnekkt í desember sama ár, þannig að það gilti í sex mánuði. Í borginni búa tæplega 70 þúsund manns og er þar einungis eitt sjúkrahús sem tekur á móti hjartasjúklingum. Þann tíma sem bannið varði féllu innlagnir vegna bráðrar kransæðastíflu mark- tækt frá meðaltali áranna á undan, eða um 40%. Eftir að banninu var af- létt fjölgaði innlögnum aftur í svip- aðan fjölda og verið hafði áður. Líta má á niðurstöðu þessarar nátt- úrulegu tilraunar sem mjög sterk rök fyrir skaðsemi óbeinna reyk- inga. Óbeinar reykingar valda fleiri vandamálum. Börn á reykingaheim- ilum búa við meiri hættu á sýkingum í öndunarvegi, þau fá astmaeinkenni oftar og skyndidauði ungbarna (Sudden Infant Death Syndrome) er líklegri á reykingaheimilum en öðr- um. Talið er að í Bandaríkjunum valdi óbeinar reykingar um 3.000 til- fellum lungnakrabbameins á ári og í Evrópu um 2.500 og má bera það saman við minna en 100 tilfelli ár- lega á þessum landsvæðum sem rekja má til „venjulegrar“ meng- unar utanhúss. Þessar tölur gætu bent til að þrír Íslendingar fái lungnakrabbamein árlega vegna óbeinna reykinga. Þær upplýsingar sem hér eru raktar eru byggðar á vísindarann- sóknum um áhrif óbeinna reykinga og taka ekki mið af öðrum gildum, kennisetningum eða andúð á per- sónufrelsi. Bann við reykingum á al- mannafæri, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi sem nú er til meðferðar á Alþingi, miðar að tvennu: Í fyrsta lagi er stemmt stigu við áhrifum óbeinna reykinga og er þar bæði horft til starfsfólks á vinnustöðum, t.d. veitingastöðum, og að sjálfsögðu almennings sem sækir þjónustu á þessum vinnustöðum. Í öðru lagi eru send mjög sterk skilaboð til sam- félagsins um alvarleg áhrif reykinga á heilsufar. Erfitt er að sjá að í þessu sé fólgin meiri forræðishyggja held- ur en í takmörkunum á ökuhraða, skyldunotkun bílbelta, banni við inn- flutningi fíkniefna, refsinga vegna ofbeldis o.s.frv. Þung rök hníga að því að stemma stigu við reykingum og segja má, þegar litið er til heilsu þjóðarinnar, að fá verkefni séu jafn brýn og það. Skaðsemi óbeinna reykinga Sigurður Guðmundsson fjallar um skaðsemi óbeinna reykinga ’Þung rök hnígaað því að stemma stigu við reyk- ingum og segja má, þegar litið er til heilsu þjóð- arinnar, að fá verkefni séu jafn brýn og það. ‘ Sigurður Guðmundsson Höfundur er landlæknir. ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS – RÍKISÚTVARPIÐ var stofn- að með lögum frá Alþingi 1930. Frá upphafi var því gert að gæta óhlutdrægni. Að kvöldi 28. febrúar var í Kastljósi sagt og sýnt frá bygg- ingu álvers á Reyðarfirði. Að undanförnu hef ég stöku sinnum átt erindi á Reyð- arfjörð. Hef þá gjarnan ekið út fyrir kauptúnið að líta á fram- kvæmdir við álverið eins og þær blasa við af þjóðveginum. Meðal annars séð feiknastóra kerskálana rísa af grunni og lengra frá vegi miklar hafn- arframkvæmdir. Í annan stað eru svo byggðar íbúðir fyrir væntanlegt starfsfólk. Nú þótti mér kynlega við bregða. Í sjónvarpsþætti um þessar stórframkvæmdir sást bara harla lítið af þeim! Þeir Reyðfirðingar sem ég hef átt tal við fagna miklum framkvæmdum. Og – að ég hygg – ekki síður vegna þess að staðurinn hefur orðið hart úti við sviptingar sem orðið hafa í sjávarútvegsmálum í áranna rás. Viðhorf unga fólksins sem fram kom í þættinum var og já- kvætt gagnvart þeim fram- kvæmdum sem unnið er að. En þema þáttarins var með öðrum brag. Ítrekað var skotið inn neikvæðum umsögnum eins og sama viðmælanda. Gengu þær eins og rauður þráður í gegnum þáttinn. Að lokum gátu stjórnendur þess að rík- isstjórnin hefði „fórnað“ Kára- hnjúkum og gáfu í skyn – skilst fyrr en skellur í tönnum – að flutningslínur orkunnar yrðu Reyðfirðingum lítið fagnaðar- efni. Er þetta óhlutdrægni? Vilhjálmur Hjálmarsson Hver var tilgangurinn? Höfundur er fyrrverandi ráðherra. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.