Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 35
Eftirfarandi grein ersvar Samtaka eig-enda sjávarjarðavið leiðara í DV
17. janúar 2006 eftir Björg-
vin Guðmundsson ritstjóra
sem bar heitið „Mikilvægi
eignarréttarins“.
Í útdrætti úr leiðaranum
segir: „Aukin velferð á Ís-
landi í byrjun tíunda áratug-
ar síðustu aldar er ekki síst
að þakka betur skilgreindum
eignar- og nýtingarrétti í
sjávarútvegi.“
Hér er einfaldlega ekki
farið með rétt mál. Þegar lög
um stjórn fiskveiða voru sett
1990 þá var ekkert tillit tekið
til eignarréttar í auðlindinni
sem fyrir var og tilheyrir
sjávarjörðum, svo nefnd net-
lög sem eru hluti sjávarins
næst landi og eru álitinn
frjósamasti og gjöfulasti
hluti hafsins. Hluti lands-
manna, þ.e. eigendur sjáv-
arjarða, var því sviptur eign-
um sínum og velferð án
dóms og laga og réttur
þeirra fenginn öðrum með
ólöglegum hætti og án um-
boða og heimilda. Stjórn-
arskrá Íslendinga er skýr í
þessu sambandi og segir í
72. gr. hennar: „Eignarrétturinn er frið-
helgur. Engan má skylda til að láta af
hendi eign sína nema almenningsþörf
krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi
fullt verð fyrir.“ Þessu stjórnarskrárákvæði
var engan veginn fylgt við setningu laga
um stjórn fiskveiða og braut löggjafinn því
stjórnarskrána og stjórnarskrárbundin
réttindi borgaranna. Það er svo sannarlega
kominn tími til að á þessu verði gerðar úr-
bætur og leiðréttingar og mönnum skilað
eign sinni.
Eigendur sjávarjarða eru tiltölulegir eig-
endur sjávarauðlindarinnar. Þeir eiga net-
lögin sem eru hluti fiskveiðilögsögunnar og
landhelginnar. Bæði lífríkið og sjórinn sjálf-
ur er á ferðinni á milli netlaga og ytra
svæðis þar sem íslenska ríkið fer með um-
ráð. Auðlindin er því óskipt sameign eig-
enda netlaga og íslensku þjóðarinnar sem á
ytra svæði.
Sjávarjarðir eiga einnig sérnýtingarrétt,
samkvæmt heimildum, á svæði sem nær
langt út fyrir netlög. Sem eitt dæmi má
nefna að í riti Ólafs Olaviusar, sem gerður
var út af dönsku stjórninni á árunum 1775–
1777, til að athuga skilyrði til aukinnar sjó-
sóknar á Íslandi, er getið um að nokkrum
jörðum á Langanesi tilheyrðu ákveðin fiski-
mið út að 1½ danskrar mílu (11 km) fjar-
lægð frá strönd og á 20–30 faðma (50
metra) dýpi.
Eins og áður sagði er hafsvæðið næst
strönd álitið frjósamasti og gjöfulasti hluti
hafsins. Í því sambandi er vísað í 7. og 8.
heimildamyndaflokka BBC „Hafið bláa haf-
ið, The Blue Planet“, þar sem sýnt er fram
á mikilvægi hafræmunnar næst landi. Enn-
fremur er vísað í ummæli dr. Veerle Vande-
werd, framkvæmdastjóra alheimsáætlunar
um varnir gegn mengun hafsins frá landi.
Hún segir: „Skilgreind standsvæði eru
einnig hýbýli 90% fiska og skeldýra.“ Dr.
Kathy Sullivan, geimfari og könnuður í
Explorers Club segir: „Strandsvæðin
skipta miklu máli fyrir fiskveiðar og eru
mikilvægar fiskuppeldisstöðvar. Umhverf-
isgæði almennt taka mið af ástandi strand-
svæðanna sem eru lungu og lifur jarð-
arinnar.“
Íslenskar rannsóknir sem kynntar hafa
verið í meistaraprófsritgerð Gróu Þóru Pét-
ursdóttur, líffræðings á Hafrannsókna-
stofnun, sýna að mikill munur er á vexti
þorsks eftir svæðum. Þorskur sem hrygnir
á fjörusvæðinu næst landi vex hraðar og er
lengri og þyngri og í betra ástandi en jafn-
gamall fiskur sem hrygnir utar og dýpra.
Þetta sýnir hversu gífurlega mikilvæg
netlögin eru, sem eru í einkaeign, og hvað
þau leggja mikil verðmæti til sameig-
inlegrar auðlindarinnar.
Það er í raun ekki deilt um eignarrétt á
sjávarauðlindinni. Hann er skýr samkvæmt
heimildum og lögum og sönnunargögn eru
tæmandi. Það sem hefur hins vegar gerst
er að stunduð hafa verið ótrúlega óvönduð
vinnubrögð á Alþingi og að sett hafa verið
lög sem brjóta í bága við önnur lög sem fyr-
ir voru og eiga að tryggja eign-
arrétt borgaranna.
Þess vegna er sérkennilegt að
heyra formann Rannsókn-
arstofnunar í auðlindarétti við
Háskólann í Reykjavík, eins og
kemur fram í leiðaranum, segja
á aðalfundi Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna í lok októ-
ber á síðasta ári að aflaheimildir
væru grundvöllur veðsetningar,
hefðu gengið að erfðum og af
þeim væri greiddur erfða-
fjárskattur. Aflaheimildir væru
því eign í skilningi eignarrétt-
arákvæðis stjórnarskrárinnar.
Hér er um grundvall-
armisskilning að ræða. Það sem
þarf að kryfja til mergjar er að
sjálfsögðu hvernig aðilar hafi
eignast þessar eignir. Hver af-
salaði þeim í upphafi og hvaða
umboð og heimildir hafði sá aðili
til að ráðstafa eigninni. Hvernig
er eignin tilkomin? Það þarf að
rekja vandamálið til upphafsins
eins og tíðkast í öllum málum
þar sem eignarheimildir sem
ganga á milli manna eru ekki
ljósar og þeir axli ábyrgð sem
ábyrgð bera. Ef einhver hefur
selt eitthvað, eða gefið eitthvað,
sem hann á ekki, þá hefur sá að-
ili, hingað til, þurft að standa
klár á sínum málum frammi fyr-
ir lögreglu og dómstólum.
Síðan segir í leiðaranum: „En engri ís-
lenskri ríkisstjórn hefur hingað til hug-
kvæmst að nota aðferð Mugabes forseta
Zimbabwe, að taka jarðir af eigendum
þeirra og skipta þeim upp á milli annarra.
Það tíðkaðist í þjóðnýtingarstefnu komm-
únismans, sem allir vita hvaða árangri skil-
aði.“
Um þetta er það að segja að það sem
Mugabes gerði í Zimbabwe var að skila
eignum sem hvítir nýlenduherrar höfðu
sölsað undir sig með ólögmætum hætti fyr-
ir rúmri öld. Segja má að hér hafi á vissan
hátt verið farið offari af svörtum heima-
mönnum. Þetta er hins vegar ekki ósvipað
því hvernig sjálft Alþingi Íslendinga hefur
hegðað sér. Þar hugkvæmdist nefnilega ís-
lenskri ríkisstjórn að nota miklu verri að-
ferðir við það að ráðstafa eignum borg-
aranna án umboða og heimilda. Þar notaði
löggjafarvaldið, Alþingi, aðferð sem oft er
nefnd Auðlindabölið, aðferð sem löggjaf-
arvaldinu í Zimbabwe hugkvæmdist ekki að
nota og hefði auk þess ekki liðist að nota.
Einn þekktasti fjármálamaður heims,
George Soros, ritaði grein um Auðlindaböl-
ið „The Resource Curse“ og birtist grein
þessi í þýðingu í viðskiptablaði Morg-
unblaðsins 24. júlí 2003. Morgunblaðið birti
síðan leiðara um Auðlindaböl 26. júlí 2003. Í
greininni kemur fram að spilltir ráðamenn
komast upp með að ræna borgarana og
stela auðlindum þeirra.
Það er því víðar en hjá Mugabe í Zim-
babwe sem slæmt ástand viðgengst í mann-
réttinda- og eignarréttarmálum. Hér á
landi er greinilega tíðkuð þjóðnýting-
arstefna í augljósri mynd þar sem Alþingi
hefur svift eigendur sjávarjarða réttinum
til þess að ráðstafa og nýta eign sína. Jafn-
vel í Austur-Evrópu er nú leitað leiða til
þess að skila fyrri eigendum þeim eignum
sem forðum voru teknar ólöglega og án
heimilda og umboða af borgurunum undir
fyrrum stjórn kommúnista.
Eigendur sjávarjarða hafa gert þá kröfu
að þeim verði greitt fyrir afnot af nýtingu
eignar sinnar í auðlindinni í kringum Ís-
land, sem þeim sjálfum hefur verið bannað
að nýta. Þessu hafa íslensk stjórnvöld hafn-
að.
Í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða segir:
„Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign
íslensku þjóðarinnar.“ Eigendur sjáv-
arjarða og hluta fiskveiðilögsögunnar og
landhelginnar eru hluti íslensku þjóð-
arinnar.
Það er krafa eigenda sjávarjarða, að
ábyrg íslensk stjórnvöld, þ.e. löggjaf-
arvaldið á Alþingi, virði eignarrétt þeirra til
auðlindarinnar og setji ný lög til leiðrétt-
ingar á þeim gömlu og að auðlindinni verði
skilað til löglegra eigenda hennar.
Auðlindabölið á Íslandi –
eignir teknar
af sjávarjörðum
Eftir Ómar Antonsson
Ómar Antonsson
’Það þarf aðrekja vandamálið
til upphafsins
eins og tíðkast í
öllum málum þar
sem eignarheim-
ildir sem ganga á
milli manna eru
ekki ljósar og
þeir axli ábyrgð
sem ábyrgð
bera.‘
Höfundur er formaður Samtaka
eigenda sjávarjarða.
TENGLAR
........................................................
www.ses.is
aga um fjármálafyrir-
m sparisjóði. Þar segir í
ngu eignarhluta og at-
ars: „Nú leiðir framsal
ða aukning stofnfjár, til
ur stofnfjáraðili, eða
og aðili sem hann er í
við í skilningi 2. mgr.
a fari með virkan eign-
óðnum í skilningi laga
á sparisjóðsstjórn ekki
salið nema að fengnu
álaeftirlitsins og að full-
u eftirgreindra skilyrða:
æða lið í nauðsynlegri
durskipulagningu við-
ðs og sýnt þyki að slíkri
durskipulagningu verði
ema með því að stofn-
t virkan eignarhlut, b.
á að öflun stofnfjárhlut-
eflingu samvinnu milli
nu eða sparisjóða innan
gssvæðisins].“
tofnfjáreigendur skuli
eiga jafnan atkvæðisrétt nema öðruvísi
sé ákveðið í samþykktum sparisjóðs. Síð-
an segir: „Þó er einstökum stofnfjáreig-
endum aldrei heimilt, fyrir sjálfs sín hönd
eða annarra, að fara með meira en 5% af
heildaratkvæðamagni í sparisjóði, hvort
sem yfirráð yfir atkvæðisrétti byggjast á
beinni eða óbeinni hlutdeild í stofnfé
sparisjóðs.“
Dreifð eignaraðild ein af meg-
instoðum sparisjóðakerfisins
Í greinargerð með frumvarpinu segir
um efni þessarar greinar að því sé breytt
í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að farið
sé í kringum reglur um hámark atkvæð-
isréttar með eignarhaldi fleiri tengdra
aðila á eignarhlutum. Síðar segir: „Dreifð
eignaraðild að sparisjóðum hefur frá
upphafi verið ein af meginstoðum spari-
sjóðakerfisins hér á landi. Sér þessa stað
víða í gildandi löggjöf. Má þar nefna fyr-
irmæli laga um að stofnfjáreigendur
skuli vera minnst 30 og þá meginreglu að
stofnfjáreigendur skuli eiga jafnan hlut
nema samþykktir heimili annað. Í sam-
ræmi við þetta voru stofnfjárhlutir
lengst af ekki framseljanlegir að íslensk-
um rétti. Framsal stofnfjárhluta var
fyrst heimilað með 9. gr. laga nr. 87/
1985, fyrst og fremst í því skyni að auð-
velda sparisjóðunum að afla aukins eigin
fjár. Framsali voru þó settar ýmsar
skorður í lögunum, og studdust þær við
þau rök að hin sérstöku einkenni spari-
sjóðanna og starfsemi þeirra gerðu að
verkum að sparisjóðunum væri nauð-
synlegt að hafa hönd í bagga varðandi
það hverjir væru aðilar að þeim. Ákvæð-
um um samþykki stjórnar mun einkum
hafa verið ætlað að tryggja að stjórn
sparisjóðs gæti haft ákvörðunarvald um
það hverjir gerðust stofnfjáreigendur,
með tilliti til eðlis og tilgangs sparisjóðs-
ins. Af athugasemdum við frumvarp það
er varð að lögum nr. 87/1985, sem og at-
hugasemdum við síðari breytingar á
lagaákvæðum um sparisjóði, má ráða að
vilji löggjafans hafi ekki staðið til þess að
stofnfjárbréf gengju kaupum og sölum á
almennum markaði. Er enda ljóst að
grundvallarmunur er á stofnfé í spari-
sjóði og hlutafé í hlutafélagi þar sem
stofnfjáreign jafngildir ekki hlutdeild í
eigin fé sparisjóðs með sama hætti og
hlutafjáreign felur í sér. Í flestum spari-
sjóðum er því svo varið að stofnfé nemur
einungis litlum hluta heildareiginfjár.
Bróðurpartur eigin fjár er í eigu spari-
sjóðsins sjálfs, og til þeirra fjármuna
eiga stofnfjáreigendur ekkert tilkall. Á
hinn bóginn er ljóst að yfirráð yfir stjórn
sparisjóðs veita völd til að stjórna þess-
um fjármunum.Til viðbótar framan-
greindum röksemdum til stuðnings
dreifðri eignaraðild að sparisjóðum er
þess að geta að samkeppnishæfni spari-
sjóðakerfisins sem slíks byggist ekki síst
á samstarfi þar sem hinir stærri og fjár-
sterkari sparisjóðir leggja til mestu
stærðarhagkvæmnina. Yfirtaka á einum
eða fleiri þessara stærri sparisjóða
mundi fyrirsjáanlega leiða til þess að
sparisjóðakerfið liði undir lok.“
mhaldi af miklum umræðum um yfirtökutilboð í SPRON
Morgunblaðið/Ómar
um fjármálafyrirtæki hafa verið talsvert til umfjöllunar að und-
m við deilur Fjármálaeftirlitsins og stofnfjáreigenda í Sparisjóði
m hvort virkur eignarhlutur í skilningi laganna hafi myndast.
hafa í huga, að verði
ingar af umræddum
m lögmannsstofunnar
skyldu lögmanna, sem
væmt lögum um lög-
rnaraðilar halda fram,
ilt hafi verið að veita
ng að þeim, helst sú
m í þagnarskyldunni
lýsingarnar eru komn-
araðila. Er hún þá til
mla notkun sóknaraðila
essum við áframhald-
ætluðum brotum með
stofnfjárhluti í Spari-
ví að varnaraðilar hafi
ni af að fá úrlausn um
segir í rökstuðningi
Jóns Steinars.
Hann segir einnig að fallast verði á
það með varnaraðilum, „að ekki hafi
verið heimilt að taka kröfu Fjármálaeft-
irlitsins til greina svo sem gert var með
dómsúrskurðinum 28. nóvember 2005.
Komi til þess að krafist sé vegna rann-
sóknarhagsmuna upplýsinga af banka-
reikningum aðila, sem ekki falla undir
lögmælt eftirlit Fjármálaeftirlitsins,
verður sóknaraðili að eiga aðild að slíku
máli á grundvelli heimilda í almennum
reglum laga nr. 19/1991. Ekki verður
samt talið, að sóknaraðili þurfi að leita
nýs úrskurðar til öflunar umræddra
upplýsinga af bankareikningi varnarað-
ila, heldur teljist heimilt að taka afstöðu
í þessu máli til þess hvort efnisleg skil-
yrði hafi verið til þess að veita sókn-
araðila aðgang að upplýsingunum,
þannig að synja beri kröfu varnaraðila
ef talið verður að svo hafi verið.“
Geta ekki borið fyrir
sig þagnarskylduákvæði
Bendir Jón Steinar á að rannsókn sú
sem nú stendur yfir á kaupum stofn-
fjárhluta í sparisjóðnum beinist m.a. að
því, hvort varnaraðilar kunni sjálfir að
hafa átt refsiverða hlutdeild í brotum
gegn 40. gr., sbr. 2. og 3. mgr. 70 gr.
laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Uppi sé í málinu rökstuddur grunur um
að svo kunni að hafa verið. „Starfandi
lögmenn geta ekki borið fyrir sig þagn-
arskylduákvæði laga nr. 77/1998 til að
verjast opinberri rannsókn sem beinist
að þeim sjálfum. Verður hinum kærða
úrskurði því ekki hnekkt á þessum
grundvelli.
Varnaraðilar hafa loks byggt kröfu
sína á því, að úrskurðurinn 28. nóvem-
ber 2005 hafi gengið lengra en nauðsyn-
legt hafi verið vegna þeirrar rannsókn-
ar sem sögð er hafa verið tilefni hennar.
Sé ljóst að með aðgangi að upplýsingum
um allar hreyfingar á bankareikningi
lögmannsstofunnar að fjárhæð 5 milljón
krónur eða meira sé veittur aðgangur
að trúnaðarupplýsingum um allt aðra
skjólstæðinga lögmannsstofunnar en
þá, sem tengjast umræddum viðskipt-
um með stofnfjárhluti í Sparisjóði D. Þó
að út af fyrir sig megi fallast á þetta,
getur það ekki leitt til þess að hnekkja
beri hinum kærða úrskurði enda verður
að telja að hann taki aðeins til afnota af
gögnum sem varða ætluð brot vegna
viðskipta með stofnfjárhluti í Sparisjóði
D,“ segir í sératkvæði Jóns Steinars.
Málið dæmdu auk Jóns Steinars
hæstaréttardómararnir Árni Kolbeins-
son og Ingibjörg Benediktsdóttir.
reikningum við rannsókn á stofnfjárviðskiptum í SPH
ilt að nota gögn
aeftirlitið aflaði
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
kar að lögregla styðjist við gögn, sem hún hefur undir höndum,
ð ákvæðum laga um öflun sönnunargagna í opinberum málum.“