Morgunblaðið - 04.03.2006, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorbjörg Svein-bjarnardóttir
fæddist í Reykjavík
18. ágúst 1946. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
við Hringbraut
sunnudaginn 19.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Svein-
björn Berentsson, f.
2. september 1920,
d. 6. febrúar 1989,
frá Krókskoti í
Sandgerði, og
Hólmfríður Þorbjörg Björnsdótt-
ir, f. 5. september 1917, d. 24.
nóvember 2000, frá Reynhólum í
Miðfirði. Systkini Þorbjargar eru
Sigríður, f. 1945, d. 1945, Bjarni,
f. 1947, Aðalheiður, f. 1948, Be-
rent, f. 1950, Sveinbjörn, f. 1952,
d. 1960, Gunnlaugur, f. 1954,
Kristín, f. 1956, og Ingibjörg, f.
1956. Systkini sammæðra eru
Björn Ingibergur Benediktsson,
f. 1937, d. 1999, og Kristín Rut
Hafdís Benediktsdóttir, f. 1943.
Þorbjörg ólst upp hjá foreldr-
um sínum í Sandgerði þar til hún
var á fjórða árinu. Þá fór hún í
fóstur til frænku sinnar Ólafar
Jónsdóttur, f. 1898, d. 1966, sem
bjó í Huppahlíð ásamt systkinum
sínum, þeim Guð-
jóni, Jóhannesi,
Guðrúnu, Sigurði
og Magnúsi, en þau
eru nú öll látin. Ár-
ið 1968 taka Þor-
björg og sambýlis-
maður hennar
Helgi Björnsson, f.
13. október 1947,
við búskap í Huppa-
hlíð. Börn þeirra
eru Ólöf Guðrún,
lyfjafræðingur, f.
17. maí 1976, Björn,
tölvunarfræðingur,
f. 19. maí 1978, Jóhanna Hólm-
fríður, nemi við HÍ, f. 5. apríl
1981, Elínbjörg, nemi við HÍ, f.
16. mars 1984, og Hjalti Sigur-
sveinn, nemi við MH, f. 1. desem-
ber 1987.
Þorbjörg ólst upp við venjuleg
sveitastörf. Hún var í Reykja-
skóla frá 1960 til 1963 og lauk
þaðan landsprófi. Einnig var hún
í Kvennaskólanum á Blönduósi
veturinn 1964 til 1965. Eftir að
fóstra hennar lést árið 1966 tók
hún við húsmóðurstörfum í
Huppahlíð og var það hennar
starfsvettvangur upp frá því.
Útför Þorbjargar verður gerð
frá Staðarbakkakirkju í Miðfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Þegar við göngum fram á smára-
breiðu þá leitum við ósjálfrátt að fjög-
urra laufa smára. Veturinn 1964–1965
var á herbergi 24 í Kvennaskólanum á
Blönduósi fjögurra laufa smári, þær
Björg, Hanna, Rúna og Þorbjörg.
Sunnudaginn 19. febrúar slitnaði eitt
blað af smáranum er Þorbjörg sofnaði
í hinsta sinn. Hún hafði barist við
þann sjúkdóm sem tekur svo stóran
toll af mannfólkinu og er hún sú þriðja
af okkur skólasystrunum 41 en hann
var áður búinn að taka þær Halldóru
Jónsdóttur og Ingibjörgu Skúladótt-
ur og minnumst við þeirra einnig.
Þegar ég kom í skólann pantaði ég
hjá frú Huldu forstöðukonu herbergi
með glugga út að sjó og var mér fylgt
lengst upp á loft. Þar inni voru tvö
rúm og tvær lokrekkjur. Ég valdi
rúmið við gluggann, svo komu Rúna
og Hanna með rútunni og um kvöldið
birtist sú fjórða, það var Þorbjörg og
fékk hún lokrekkjuna við minn höfða-
gafl og neðstu hillu í skápnum milli
rekkjanna. Þá vantaði skápinn til að
hengja kjóla og kápur í, þeir voru
bara þrír. Björg og Þorbjörg voru úr
sveit og áttu því færri föt og deildu því
skáp. Rúna og Hanna voru að sunnan
og áttu meira af fínni fötum og höfðu
því sinn skápinn hvor. Eitthvað var
hent gaman að lokrekkjunum um
kvöldið er við fórum í háttinn.
Margt skemmtilegt dreif á daga
okkar þennan vetur. Fyrir árshátíð-
ina áttum við von á konu til að æfa
skólakór. Þorbjörg, sem var góð eft-
irherma og hafði verið á Reykjaskóla
kynntist henni þar og var búin að ná
rödd hennar og töktum og hafði lofað
okkur að heyra. Þegar svo Björg frá
Lóni mætti til kennslu fannst mér
eins og ég hefði þekkt hana áður.
Einnig hermdi hún eftir sumu fólki í
hennar heimasveit og þá var oft hleg-
ið. Hún lék í leikritinu Dollaraprins-
inn á árshátíðinni og þurfti þar að
gera hlut sem hún var ekki ánægð
með en það var að reykja konuvindla.
Hún þurfti að æfa þetta atriði og fór-
um við út að haughúsdyrum, í hvarf
við skólann, eitt fimmtudagskvöld og
æfði hún sig þar þangað til hún taldi
nóg komið. Þá dembdum við í okkur
bláu ópali og drifum okkur inn áður
en stelpurnar komu heim af bíói. Þeg-
ar við komum upp á efri gang stóð
Hulda skólastýra þar, ásamt smið, og
voru þau að dýrka upp hurð sem
skellst hafði í lás og var ein náms-
meyjan þar fyrir innan. Við urðum
skelkaðar en buðum gott kvöld og fór-
um inn á herbergi. „Skyldi hún hafa
fundið reykingalykt af mér?“ sagði
Þorbjörg, en aldrei var minnst á það.
Svo kom árshátíðin með söng og
leiknum atriðum. Þegar búið var að
farða Þorbjörgu og hún brosti var
eins og vantaði í hana tvær til þrjár
tennur.
Á bóklega sviðinu hafði Þorbjörg
góða námshæfileika og er við útskrif-
uðumst var hún hæst í íslensku og
fékk verðlaun fyrir. Hún hefði átt
auðvelt með að ganga áfram mennta-
veginn en hún kaus sína kæru sveit og
skepnurnar sem henni þótti vænt um.
Síðastliðið sumar, 4.–5. júní, kom-
um við skólasystur saman á Blöndu-
ósi og áttum skemmtilegar stundir
saman og kom Þorbjörg þangað. Þótt
hún væri ekki vel frísk skemmti hún
sér eins og við hinar. Við fórum um í
skólann og rifjuðum upp minningar.
Hins vegar höfum við ekki séð hinar
frægu lokrekkjur á númer 24 síðan
við útskrifuðumst því lykillinn að her-
berginu er víst týndur.
Þorbjörg, við viljum þakka alla
skemmtunina þennan vetur og ætíð
síðan, einnig öll jólakortin og símtölin.
Við munum minnast þín er við kom-
um saman í framtíðinni og kannski
ekki síst er við látum tertu á borðið.
Fjölskyldan í Huppahlíð, Helgi,
Ólöf Guðrún, Björn, Jóhanna Hólm-
fríður, Elínbjörg og Hjalti Sigur-
sveinn. Ykkar missir er mikill.
Innilegustu samúðarkveðjur.
Herbergisfélagarnir og aðrar úr
skólasystraárganginum 1964–1965,
Björg, Rúna, Hanna.
Það verður önnur tilfinning að fara
um Miðfjörðinn og vita að vökul augu
Þorbjargar í Huppahlíð fylgja manni
ekki lengur eftir. Þorbjörg fylgdist
vel með öllu sem fram fór í hennar
heimasveit og það var hægt að fletta
upp í hennar snjalla huga og hún
mundi alla hluti. Ár og dagar, atburð-
ir og málefni voru eins og greypt í
hennar huga og hún gleymdi engu.
Mannlífið og taktur þess hefur alla
tíð verið til umræðu í Huppahlíð og
við þetta ólst hún upp. Virðing fyrir
sérhverri manneskju í ólíkum að-
stæðum lífsins og þessi einstaka rat-
vísi að góðum þáttum í fari fólks ein-
kenndi umræðuna í Hlíð. Samt var
spurt ákveðinna innihaldsríkra
spurninga og það var beðið um heið-
virð og einlæg svör.
Þorbjörg var hæglát kona og prúð í
öllu dagfari. Með sinni eðlislægu hóg-
værð tókst henni engu að síður að
koma sinni skoðun á framfæri. Kímin
og hnyttin tilsvör hennar höfðu alltaf
merkingu. Henni lét það betur að
vera heima við og taka þar á móti
gestum og gangandi en að vera sjálf
gestur. Og það var engum í kot vísað
að koma á heimili Þorbjargar og
Helga. Góðgerðir voru miklar og góð-
ar en það sem meira var, hið andlega
gleymdist aldrei. Þannig var umræð-
an um gildi lífsins, ræktun lands og
lýðs. Kirkjan og trúin voru einnig
hugleidd sem og staða byggðar í land-
inu.
Börnin þeirra fóru öll með þennan
heimamund suður í stórborgina til að
stunda sitt nám. Þau voru hvött til
dáða og þeim fylgdu góðar óskir og
bænir. Samt var Reykjavík aldrei
staður fyrir Þorbjörgu og í raun eini
staðurinn í hennar lífi sem hún sýni-
lega flýtti sér að sinna erindum og
geta komist sem fyrst aftur í kyrrðina
fyrir norðan. Hlíð var staðurinn henn-
ar og Helga og þar féll þeim vel og á
Staðarbakka er kirkjan þeirra. Allt
hafði sína röð og reglu og fáum ef
nokkrum tókst að breyta hennar
skipan mála.
Lífið var á sinn hátt svo frjálst og
leikandi um leið og það var í sínum
föstu skorðum. Inn í þennan frjálsa
og leikandi heim fengum við að ganga
þau ár sem við bjuggum í nágrenninu.
Í Hlíð fengum við líka heiðarlega og
einarða úttekt á störfum okkar sem
við sinntum í héraðinu. Þetta mótaði
okkur og gaf okkur farsæla stefnu til
framtíðar.
Orð Þorbjargar og góð leiðsögn
hennar mun ávallt lifa með okkur. Við
vitum líka að Helgi mun áfram eiga
sína skoðun og það er gott að mega á
stundum hugsa upphátt með slíkum
öðlingi.
Nú er hvíld frá erfiðum sjúkdómi
og friður leggst í sporin hennar Þor-
bjargar. Hugur okkar er hjá Helga og
börnum hans og við biðjum þeim
blessunar Guðs.
Unnur og Pálmi.
Mig langar til að minnast Þor-
bjargar Sveinbjarnardóttur með
nokkrum orðum. Hún hefur átt í
harðri lífsbaráttu undanfarin ár en
hún greindist fyrir rúmum ellefu ár-
um með þann sjúkdóm sem varð
henni að aldurtila. Undanfarna mán-
uði hefur hún að mestu dvalið fjarri
eiginmanni sínum og heimili en í ná-
lægð og skjóli barna sinna. Missir
þeirra er mikill.
Það er um aldarfjórðungur síðan
ég og fjölskylda mín fórum að leggja
lykkju á leið okkar þegar við áttum
leið um Norðurland til að heimsækja
heimilisfólkið í Huppahlíð í Miðfirði.
Ekki sýndum við borgarbörnin alltaf
þá nærgætni að láta vita af ferðum
okkar áður en við duttum inn í eldhús-
ið hjá Þorbjörgu. Þar stóð hún vakt-
ina iðulega fram yfir miðnætti þótt
virkur dagur væri. Afurðirnar
spruttu síðan fram sem dýrindis veisl-
ur og þurfti þá ekki stóra tilefnið. Þau
hjón voru höfðingjar heim að sækja
og gestrisnin fáheyrð. Þau gáfu af sér
í besta skilningi og hef ég oft haft á
orði að það sé mannbætandi að fá að
þekkja og eiga samskipti við eins
miklar manneskjur. Þótt hluti Íslend-
inga velti sér upp úr einhverri vel-
megun sem maður veit ekki hvaðan
kemur er líka stór hópur fólks sem
hefur búið við önnur kjör, eins og vin-
ir mínir sauðfjárbændurnir í Miðfirði.
Þeirra merkja gætti þó hvorki í við-
móti, viðhorfum né atlæti þeirra.
Mannleg reisn byggir á öðrum gild-
um.
Hjónin Þorbjörg og Helgi hafa skil-
að fimm mannvænum og efnilegum
einstaklingum til samfélagins. Þau
hafa öll hafa lagt rækt við nám sitt og
störf eins og foreldrarnir hafa lagt
rækt við þau í uppvextinum. Ég efast
um að stærri systkinahópur hafi lokið
sínum stúdentsprófum úr Mennta-
skólanum við Hamrahlíð með betri
ástundun og árangri en einmitt þau.
Þorbjörg var afar hlý og greind
kona með einstaklega góða nærveru.
Hún var sérlega næm á fólk og sýndi
því einlægan áhuga. Hún var glettin
með góða kímnigáfu. Þorbjörg ólst
upp hjá fullorðnum systkinum í
Huppahlíð frá þriggja ára aldri. Sú
lífsreynsla að missa samband við for-
eldra sína og systkini svo ung hafði
mjög djúptæk áhrif á líf hennar. Þeg-
ar hún trúði okkur fyrir tilfinninga-
legum áhrifum þessarar reynslu stað-
festi hún á ljóslifandi hátt það sem við
teljum okkur vita, nefnilega það að
engin reynsla í lífinu orkar sterkar á
einstaklinginn en sú að missa tengsl
við sína nánustu á unga aldri, meðan
engar forsendur eru til að vinna úr því
áfalli. Það er varla ofsagt að þeim sem
hún tengdist síðar hafi hún tengst
sterkum böndum.
Ég og fjölskylda mín vottum
Helga, Ólöfu, Birni, Jóhönnu Hólm-
fríði, Elínu og Hjalta okkar innileg-
ustu samúð í þeirra miklu sorg. Bless-
uð sé minning Þorbjargar.
Valgerður.
Núna þegar við kveðjum Þor-
björgu Sveinbjarnardóttur, langar
mig að minnast hennar með nokkrum
orðum.
Ég var svo heppinn að komast í
sveit í Huppahlíð í Miðfirði árið 1959,
þá átta ára gamall og dvaldi síðan
næstu fjögur sumur. Þar kynntist ég
heimasætunni Þorbjörgu, Helga
kaupamanni og systkinunum Guð-
jóni, Magga, Ólöfu, Sigga og Gunnu.
Þetta er tími sem ég gleymi aldrei.
Margt virkaði framandi á borgar-
barnið s.s. rafmagnsleysi, rakstrarvél
dregin af hesti, smalamennska o.fl.
Eftirminnilegust og ánægjulegust
voru þó kynnin af fólkinu og heim-
ilisbragnum.
Stundum var gripið í spil á kvöldin,
lesið „Heima er best“, Úrval, ein-
hverjir rómanar eða bara spjallað.
Guttarnir úr Reykjavík, Ágúst, Gunn-
ar og ég, fengum að vera með og taka
þátt í flestu. Mér er minnisstætt hve
gaman var að fá að vera með ungling-
unum á bænum þeim Þorbjörgu,
Helga og Margréti sem voru næstum
fullorðin í mínum augum. Síðasta
sumarið mitt í Huppahlíð þóttist ég
líka taka eftir að þau Þorbjörg og
Helgi væru farin að fella hug hvort til
annars.
Í gegnum árin hefur alltaf verið
jafn gott að sækja fjölskylduna í
Huppahlíð heim og sérstök upplifun
að gista í gamla bænum. Þorbjörg rak
heimili sitt af reisn og myndugleika,
var gestrisnari en annað fólk, eign-
aðist góða vini og nágranna en rækt-
aði umfram allt innviði fjölskyldunn-
ar. Það er nánast afrek af hálfu þeirra
hjóna að hafa gefið börnum sínum það
veganesti sem raun ber vitni. Þroski
og samkennd hafa einkennt systkinin,
sem öll hafa gengið menntaveginn.
Það er mér heiður að hafa fengið að
vera samferða Þorbjörgu um stund,
kynnast henni glaðlegri og glettinni á
góðri stund en sjá jafnframt æðru-
leysi hennar þegar á reyndi.
Kæra fjölskylda, Helgi og börn,
megi góðar minningar um eiginkonu
og móður veita ykkur styrk.
Tryggvi.
Kær vinkona og skólasystir er fall-
in frá eftir mikla og langa baráttu við
sjúkdóm sinn, langt um aldur fram,
aðeins 59 ára gömul. Það er erfitt að
sætta sig við þá staðreynd að þú sért
farin í þína síðustu ferð. Margs er að
minnast þegar litið er til baka. Kynni
okkar hófust á Kvennaskólanum á
Blönduósi veturinn 1964–1965. Á vin-
áttu okkar bar aldrei skugga. Þor-
björg var prúð kona og yfirlætislaus.
Hún var jafnan glöð og oft með
spaugsyrði á vörum. Hún var vinnu-
söm, mikil húsmóðir og féll aldrei
verk úr hendi. Eitt sinn vorum við
hjónin í sunnudagsbíltúr með börnin
okkar og foreldrar mínir á öðrum bíl.
Ókum við um Miðfjörðinn og ákvað ég
að fara heim að Huppahlíð og heilsa
upp á Þorbjörgu. Gestagangur var
þar mikill og var fólk að fara er við
renndum í hlaðið. Ekki var við annað
komandi en að við kæmum öll í kaffi.
Það voru hlýjar móttökur sem við
fengum hjá þeim hjónum og fullt borð
af heimabakkelsi. Ætíð var gaman að
tala við Þorbjörgu því hún var kona
fróð og mjög vel lesin. Síðastliðið vor
hittumst við kvennaskólasysturnar á
Blönduósi til að halda upp á að fjöru-
tíu ár væru liðin frá því við vorum
saman á Kvennaskólanum. Þar mætt-
ir þú þrátt fyrir þín miklu veikindi. Þú
kvartaðir ekki, alltaf sama æðruleysið
og sérstök hlýja, það voru þín ein-
kenni. Ekki datt mér í hug þegar ég
hringdi í þig 14. febrúar sl. að það yrði
síðasta símtalið okkar, en svona er líf-
ið. Ég votta Helga og börnum þeirra
mína dýpstu samúð og bið góðan Guð
að styrkja þau og halda verndarhendi
sinni yfir þeim.
Blessuð sé minning Þorbjargar.
Hvíl í friði.
Hrafnhildur Pálmadóttir.
Mig langar að minnast Þorbjargar
með fátæklegum orðum. Hún var
skólasystir mín í tveimur skólum,
bæði í Reykjaskóla í Hrútafirði og síð-
ar í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Við deildum herbergi saman í
Reykjaskóla og með okkur tókst
prýðisvinskapur.
Þegar hugsað er til baka hafa verið
allt of lítil samskipti við skólasystkini
(skólasystur), þar sem svo auðvelt er
að mynda tengsl þegar maður er ung-
ur. En lífið og vinnan gera menn upp-
tekna af sínu eigin og tengslin slitna.
Þorbjörg var heilsteypt, greind og
glaðlynd og gott til hennar að leita.
Þetta álit á ég sameiginlegt með
skólasystrum úr Kvennaskólanum,
öllum þótti mikið vænt um Þorbjörgu.
Svo var hún duglegust að mæta á
skólamót sem voru á fimm ára fresti
en nú seinni ár með styttra millibili,
það síðasta í júní sl.
Þrátt fyrir langvarandi veikinda-
stríð hennar fylgdist hún ótrúlega vel
með okkur hverju og einu sem vorum
henni samferða í gegnum árin.
Af því ég veit að Þorbjörg las mikið
og kunni heil ósköp af ljóðum læt ég
fylgja hér með þessum kveðjuorðum
ljóð eftir Davíð Stefánsson:
Skáldsaga og ljóð
skiptust á svofelldum
skætingi á dögunum:
Ljóðið kvað:
Ég er leitt á sögunum.
Skáldsagan mælti:
Það er skömm að ljóðunum,
reykur, reykur,
sem rýkur úr hlóðunum.
Ljóðið kvað:
Það lifir í glæðunum.
Þú ert aska,
en eldur í kvæðunum.
Enn tók sagan
í sama strenginn:
Þú ert ljómandi í skáp,
en það les þig enginn.
Ljóðið kvað:
Þú ert lítils virði.
Botninn er uppi
í Borgarfirði.
Burtu skundaði
skáldsagan hreykin,
var þungt fyrir brjósti,
þoldi ekki reykinn.
En ljóðið söng:
Ég á síðasta leikinn.
Ég votta fjölskyldu Þorbjargar
mína dýpstu samúð.
Ragnhildur
Valgeirsdóttir.
ÞORBJÖRG SVEIN-
BJARNARDÓTTIR