Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÞAÐ er sígilt viðhorf að gæðamál- tíð skuli vera þriggja rétta. Fyrst á að bragða á forrétti sem kitlar bragð- laukana og eykur matarlystina fyrir aðalréttinn. Aðalrétturinn er uppi- staða máltíðarinnar sem mikilvægt er að neyta með fínum drykkjum. Yf- irleitt er gott að jafna sig eftir aðal- réttinn og bíða þess að eftirrétturinn sé reiddur fram af fagmennsku sæl- kerakokksins. Vellíðanin að þessari veislu lokinni getur oft orðið ólýsan- leg. Skákunnendur fá á næstu tveim vikum að njóta veislu sem slær flest- um dýrindis máltíðum ref fyrir rass. Forrétturinn verður borinn fram í Menntaskólanum í Hamrahlíð dag- ana 3. og 4. mars þar sem yfir 300 skákmenn koma saman til að tefla í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga. Mikið verður um dýrðir og laugar- dagskvöldið verður haldin vegleg verðlaunaafhending í Kringlukránni. Tveim dögum síðar verður aðalrétt- urinn framreiddur þar sem hið geysi- öfluga Reykjavíkurskákmót fer fram í skákhöllinni í Faxafeni 12. Vænta má að rétturinn hafi yfir sér fjölþjóð- legt yfirbragð þar sem ægir og grúir af skákmönnum frá öllum heimshorn- um. Þegar níu daga mótið rennur sitt skeið á enda verður skundað í Ráðhús Reykjavíkur þar sem glæsilegur eft- irréttur verður á boðstólum. Búast má við mikilli þátttöku í þessu móti en það verður opið fyrri daginn, 15. mars en lokað seinni daginn, 16. mars. En snúum okkur nánar að forrétt- inum, Íslandsmóti skákfélaga, en þar má gera ráð fyrir að keppnin í efstu deild verði afar hörð. A-sveit Tafl- félags Reykjavíkur hefur 24½ vinn- ing og trónir á toppnum á meðan a- sveit Taflfélags Vestmannaeyja er ekki langt undan með 22½ vinning. Þessar tvær sveitir etja kappi saman að morgni laugardagsins 4. mars og hugsanlega verða úrslitin á þá lund að línur verði nokkuð skýrar þegar síð- asta umferðin hefst kl. 16.00. Fallbar- áttan í efstu deild verður einnig í brennidepli en þar munu sveit a- Garðbæinga, b-sveit Hellis og lið Sel- foss berjast á banaspjótum. Í öðrum deildum er einnig mikil spenna og eru allir skákáhugamenn hvattir til að fjölmenna í MH til að fylgjast með skemmtilegri keppni. Nánari upplýs- ingar um hana er að finna á www.skak.is. Skákþing Vestmannaeyja 8. janúar sl. hófst Skákþing Vest- mannaeyja og var um maraþonmót að ræða þar sem því lauk ekki fyrr en 26. febrúar sl. en alls tóku 16 skák- menn þátt. Allir tefldu við alla og var umhugsunartíminn 1 klst. á 30 leiki og 30 mínútur til að klára. Á meðal keppenda voru þrír fyrrum skák- meistarar Vestmannaeyja, Einar Guðlaugsson (1860) sem vann titilinn síðast árið 1968, Sverrir Unnarsson (1855) sem hafði titil að verja og tí- faldur skákmeistari Vestmannaeyja, Sigurjón Þorkelsson (1825). Búast mátti við því fyrirfram að baráttan um titilinn myndi standa á milli þeirra en aðrir keppendur voru ekki á þeim buxunum að láta í minni pokann baráttulaust og strax í ann- arri umferð urðu óvænt úrslit þegar Nökkvi Sverrisson, fyrrverandi Ís- landsmeistari barna, lagði Einar að velli. Einar beit þá í skjaldarrendur og lýsti því yfir að hann myndi bera sigur úr býtum í viðureign sinni við föður Nökkva, Sverri Unnarsson. Það og gerðist og Einar missti síðan til viðbótar eingöngu einn vinning á mótinu og það dugði til að verða jafn og efstur Sigurjóni Þorkelssyni á mótinu. Þeir munu síðar heyja einvígi um meistaratitilinn en lokastaða efstu manna varð annars þessi: 1.–2. Einar Guðlaugsson og Sigurjón Þorkels- son 13 vinninga af 15 mögulegum. 3. Magnús Matthíasson (1595) 12 v. 4. Sverrir Unnarsson (1855) 11½ v. 5. Þórarinn Ingi Ólafsson (1690) 9½ v. 6. Ólafur Týr Guðjónsson (1590) 9 v. 7. Nökkvi Sverrisson (1600) 8½ v. Það vakti athygli að árangur ungu keppendanna var góður en þeir náðu allir að hirða vinninga af þeim eldri og reynslumeiri. Þeir munu sjálfsagt hækka á stigum fyrir frammistöðuna og mæta sterkir til leiks fyrir d-sveit TV á Íslandsmóti skákfélaga. Kazimierz Olszynski sigrar á Skákþingi Akureyrar Pólski skákmaðurinn Kazimierz Olszynski (2282) vann öruggan sigur á Skákþingi Akureyrar sem lauk fyr- ir skömmu. Þar sem hann býr á Ak- ureyri öðlaðist hann titilinn Skák- meistari Akureyrar 2006 en þetta er væntanlega í fyrsta skipti sem er- lendur ríkisborgari verður meistari í íslensku bæjarfélagi. Kazimierz tefldi af miklu öryggi á mótinu en alls fékk hann tíu vinninga af ellefu mögu- legum. Lokastaða mótsins varð ann- ars þessi: 1. Kazimier Olszynski (2281) 10 vinninga af 11 mögulegum. 2. Þór Valtýsson (2162) 8½ v. 3. Gylfi Þórhallsson (2187) 8 v. 4. Smári Ólafsson (1875) 7½ v. 5. Tómas Veigar Sigurðarson (1810) 7 v. 6. Hjörleifur Halldórsson (1925) 6½ v. 7. Sigurður Eiríksson (1953) 6 v. 8. Ágúst Bragi Björnsson (1745) 4½ v. 9. Haukur Jónsson (1515) 4 v. 10. Ólafur Evert Úlfsson (1395) 2½ v. 11. Davíð Arnarson (1380) 1 v. 12. Alexander Arnar Þórisson (1355) ½ v. Ari Friðfinnsson var skákstjóri á mótinu. Leko efstur í hálfleik Hið sígilda ofurmót í Linares á Spáni fer fram á tveim stöðum í ár, annars vegar í Moreliu í Mexíkó og hinsvegar í Linares. Fyrri hlutinn fór fram í Mexíkó og það fór vel í ung- verska ofurstórmeistarann Peter Leko (2740) en að loknum sjö umferð- um hefur hann 5 vinninga. Heims- meistarinn búlgarski, Veselin Topa- lov (2801) náði sér ekki á strik í fyrri hlutanum og hefur 2½ vinning. Stað- an á mótinu er annars þessi: 1. Peter Leko (2740) 5 vinninga af 7 mögu- legum. 2. Levon Aronjan (2752) 4½ v. 3. Peter Svidler (2765) 4 v. 4.–5. Vassily Ivansjúk (2729) og Teimour Radjabov (2700) 3½ v. 6. Francisco Pons Vallejo (2650) 3 v. 7. Veselin Topalov (2801) 2½ v. 8. Etienne Bacrot (2717) 2 v. Hægt er að fylgjast með skákum meistaranna í beinni útsendingu á netinu, t.d. á skákþjóninum ICC. Einnig er að hægt að fá nánari upp- lýsingar um mótið á heimasíðu þess, http://linares.soloajedrez.com/. Munu Þröstur Þórhallsson, t.v., og Stefán Kristjánsson leiða sveit TR til sigurs á Íslandsmóti skákfélaga? Forréttur að skákveislu HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is SKÁK Menntaskólinn í Hamrahlíð ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA 3.–4. mars 2006 KSS í Grensáskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 5. mars, er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Í tilefni dagsins verður sérlega hressileg guðsþjónusta í Grens- áskirkju kl. 11. Félagar úr Kristi- legum skólasamtökum (KSS) og kristilegu stúdentafélagi (KSF) ann- ast tónlist o.fl. en Guðni Már Harð- arson prédikar. Hann starfar sem framkvæmdastjóri Kristilegrar skólahreyfingar (KSH) og er að ljúka námi í guðfræði frá HÍ. KSS og KSF hafa þónokkur tengsl við Grensáskirkju. KSS hefur und- anfarið haft þar bænastundir og KSF stundum fengið inni fyrir fundi félagsins. Þá má geta þess að núver- andi sóknarprestur Grensássafn- aðar er fyrrverandi skólaprestur á vegum KSS og KSF. Barna- og fjöl- skyldumessur í Stóra-Núpsprestakalli BARNA- og fjölskyldumessur verða í Stóra-Núpsprestakalli alla sunnu- daga í mars til skiptis á kirkjunum. Hinn 5. mars kl. 14 í Ólafsvalla- kirkju og 12. mars í Stóra- Núpskirkju. Ég bið foreldra að koma með börnum sínum til kirkn- anna í þessi fáu skipti. Sókn- arprestur. Æskulýðsdagurinn í Árbæjarkirkju DAGURINN verður meira og minna í höndunum á ungu kynslóðinni. Í guðsþjónustunni kl. 11.00 munu börn úr TTT-starfi kirkjunnar sýna leikritið „Davíð og Golíat“ Börn í STN starfinu leiða safnaðarsöng ásamt því að syngja nokkur lög fyr- ir kirkjugesti. Börn í tónlistarnámi flytja nokkur dægur og klassísk lög. Gamlir góðir vinir mæta auðvitað líka. Um kvöldið er léttmessa í anda æskulýðsdagsins þar sem ungmenni munu sjá um flest það sem snýr að messunni. Hljómsveit sem skipuð er ungmennum úr starfi kirkjunnar og hverfisins spila. Unglingar sem komust með Skrekkatriði sitt alla leið í sex liða úrslit í Borgarleikhús- inu í vetur setja upp söngleikinn í kirkjunni í tilefni æskulýðsdagsins. Er óhætt að mæla með þeirri sýn- ingu. Þau voru ekki aðeins sjálfum sér til sóma heldur og skólanum sín- um og hverfinu. Ógleymanleg sýn- ing hverjum þeim sem séð hafa. Vertu ung/ur í anda og láttu sjá þið á æskulýðsdaginn. Guðsþjónusta Sólheimakirkju GUÐSÞJÓNUSTA verður í Sól- heimakirkju í Grímsnesi sunnudag- inn 5. mars, æskulýðsdaginn, kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir alt- ari og prédikar. Álftaneskórinn kemur í heimsókn og leiðir sönginn undir stjórn Bjarts Loga Guðnason- ar organista og kórstjóra. Valgeir F. Backman les ritningarlestra. Kaffihúsið Græna kannan er opið eftir guðsþjónustuna. Verið öll hjartanlega velkomin að Sól- heimum. Kristniboðsvika hefst á sunnudag ÁRLEG kristniboðsvika Sambands íslenskra kristniboðsfélaga hefst á sunnudag kl. 16 í húsi KFUM og K við Holtaveg og verða samverur og samkomur þar alla vikuna nema á mánudagskvöld. Yfirskrift sam- komanna er úr Matteusarguðspjalli 11. kafla: „Komið til mín!“ Kristniboðsvikan er til uppörv- unar og hvatningar en einnig kynn- ingar á því starfi sem unnið er að á hverjum tíma. Því verður á hverri samkomu kastljósinu beint að ein- hverjum einum þætti kristniboðsins en áherslan einnig sterk á prédikun Guðs orðs og það hvernig trúin á Guð hefur áhrif á einstaklingana. Margir frábærir tónlistar- og söng- kraftar munu hefja upp raust sína s.s. Gospelkór KFUM og K og Keith Reed, Miriam Óskarsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Kanga-tríóið og hljómsveit ungmenna úr Kristi- legum skólasamtökum o.fl. Samband íslenskra kristniboðs- félaga eða Kristniboðssambandið er nú á sínu 77 starfsári og hefur alla tíð lagt áherslu á að senda fólk til starfa á meðal afskiptra þjóðflokka, byggja upp hjúkrunar- og skóla- starf og veitt neyðarhjálp og unnið að þróunarverkefnum auk þess að veita fræðslu um kristna trú. Kristniboðar frá Íslandi hafa byggt upp skóla, heilsugæslustöðvar og kirkjur, menntað leiðtoga, unnið að þýðingum og margt, margt fleira. Um þessar mundir eru þrír kristniboðar í Kenýa og tvær fjöl- skyldur í Eþíópíu, önnur í höf- uðborginni, Addis Abeba, og hin á hinu þurra og heita Ómo Rate svæði í suðvesturhluta landsins. Þessu til viðbótar styrkir Kristniboðs- sambandið framleiðslu útvarps- þátta sem sendir eru til Kína og gerð sjónvarpsefnis á arabísku. Á fyrstu samkomunni á sunnudag 5. mars verður sýnd kvikmynd frá Ómo Rate kl. 16 og mun Bjarni Gíslason kristniboði sitja fyrir svör- um eftir sýninguna en hann starfaði þar í þrjú ár. Klukkan 17 hefst svo hin eiginlega samkoma þar sem Guðlaugur Gunnarsson, kerfisfræð- ingur og kristniboði, mun prédika. Sólrún Ásta Haraldsdóttir segir frá reynslu sinni, Kanga-tríóið syngur og fleira verður á dagskrá. Samkomur vikunnar frá þriðju- degi til laugardags hefjast klukkan 20 og eru öllum opnar. Nánari dag- skrá má sjá á heimasíðu SÍK: sik.is. Dagur unga fólksins í Seljakirkju ÆSKULÝÐSDAGURINN svokall- aði verður í kirkjunni sunnudaginn 5. mars. Dagskrá Seljakirkju verður á þessa leið. Kl. 11.00 verður sunnu- dagaskólinn á sínum stað. Barnakór Seljakirkju syngur undir stjórn Láru Hrannar Pétursdóttur. Kl. 14.00 verður almenn guðsþjónusta þar sem ritningarlestur og bænir verða í höndum ungs fólks auk þess sem æskulýðssöngvar verða sungn- ir. Mæðginin Jóna og Elí flytja pré- dikun. Kl. 20.00 verður kvöldvaka á vegum æskulýðsfélagsins SELA þar sem hljómsveitin Baul kemur fram auk Gauta rappara. Félagar úr æskulýðsfélaginu flytja leikþátt og Jón Gnarr flytur hugleiðingarorð. Verið velkomin og njótum æsku- lýðsdagsins saman. Æskulýðsdagurinn í Hjallakirkju Á ÆSKULÝÐSDEGI þjóðkirkj- unnar, 5. mars, verður æskulýðs- guðsþjónusta í Hjallakirkju kl. 11. Barnakór úr Snælandsskóla leiðir sönginn undir stjórn Heiðrúnar Há- konardóttur, og Lóa Björk Jóels- dóttir leikur undir á píanó. Krakkar úr barna- og unglingastarfinu sjá um lestra og bænir. Eftir hádegi, kl. 13 verður að venju sunnudagaskóli og þá fáum við heimsókn frá Leik- brúðulandi. Sýnt verður leikritið Selurinn Snorri, en sú saga segir frá ævintýrum litla selsins hans Snorra á ísbreiðunni langt norður í Íshaf- inu. Verið öll hjartanlega velkomin í Hjallakirkju á æskulýðsdaginn. Kvöldmessa, lofgjörð og bílabæn Í TILEFNI æskulýðsdagsins, 5. mars, verður helgihald með nokkuð öðru sniði en aðra sunnudaga og er m.a. annar messutími. Tónlistar- guðsþjónusta með frábæru tónlist- arfólki Hippabandsins verður í kirkjunni kl. 20 um kvöldið, en það verður ekki guðsþjónusta á hefð- bundnum tíma kl. 14. Í þessari kvöldmessu prédikar æskulýðs- leiðtogi okkar Hulda Líney Magn- úsdóttir og unglingar lesa úr Ritn- ingunni. Æskufólk og ungt fólk á öllum aldri er hjartanlega velkomið og það verður vonandi þétt setinn bekkurinn. Ungu fólki, sem fætt er 1989, og komið á bílprófsaldur er boðið sérstaklega til guðsþjónust- unnar til að minnast þess að þrjú ár eru liðin frá fermingunni og til að þiggja bílabæn, sem kirkjan vill fá að gefa þeim. Sr. Kristján Björns- son þjónar fyrir altari með bæn og blessun og sýslumaðurinn okkar, Karl Gauti Hjaltason, les útgöngu- bæn. Barnaguðsþjónusta verður á sínum stað kl. 11 árdegis með barnakórnum Litlum lærisveinum, kórstjórum sínum og barnafræð- urum kirkjunnar. Þessi dagur er jafnframt kirkjudagur leikskólans Kirkjugerðis. Börnin á Kirkjugerði munu fjölmenna og m.a. syngja undir leiðsögn leikskólakennara. Kirkjuprakkarar (6–8 ára krakka) byrja samverustundina í barna- guðsþjónustunni og færa sig síðan yfir í starfið sitt í fræðslustofunni. TTT-kirkjustarf 9–12 ára krakka verður í fræðslustofunni kl. 12.30. Prestar Landakirkju. Leikrit sýnt við fjölskyldumessu í Langholtskirkju Á ÆSKULÝÐSDAGINN, 5. mars, verður stund kl. 11 í Langholts- kirkju fyrir alla fjölskylduna. Stopp leikhópurinn sýnir leikrit, Graduale futuri syngur, börn leika á hljóðfæri og lesa ritningartexta og bænir. Foreldrar sem og afar og ömmur eru hvattir til að koma með börnum sínum. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGURINN 5. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Af því tilefni er samkvæmt venju mikið um að vera í Hafnarfjarðarkirkju enda blómlegt barna- og æskulýðs- starf við kirkjuna. Dagurinn hefst með fjölskylduhátíð kl. 11. Þar koma saman báðir sunnudagaskólar kirkjunnar. Hljómsveitin Gleðigjaf- arnir leikur undir söng, en hún sam- anstendur af leiðtogum í barna- starfinu. Barnakór Hafnar- fjarðarkirkju kemur líka í heimsókn og syngur. Báðir prestar kirkj- unnar þjóna. Eftir stundina er boðið upp á hressingu í safnaðarheim- ilinu. Kl. 18 hefst síðan poppguðsþjón- usta í umsjón æskulýðsstarfs Hafn- arfjarðarkirkju. Hinn eini sanni Jónsi kemur í þyrlu til guðsþjónust- unnar og lendir 17.45. nálægt kirkj- unni. Flytur hann síðan nokkur lög í poppguðsþjónustunni ásamt Gleði- gjöfunum. Unglingakór kirkjunnar syngur með honum, en mikill fjöldi barna og unglinga sækir reglulega kórastarf kirkjunnar. Guðlaug Helga, guðfræðinemi og leiðtogi í æskulýðsstarfinu, predikar við guðsþjónustuna. Eftir guðsþjón- ustuna bjóða fermingarbörn öllum kirkjugestum til veislu í safn- aðarheimilinu, en þær veislur eru víðfrægar í Hafnarfirði fyrir rausn- arskap. Basar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 5. mars, verður guðsþjónusta í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 13. Að lokinni guðsþjónustu hefst svo hinn árlegi basar Kvenfélagsins og verður hann í safnaðarheimilinu. Að venju verður þar margt skemmtilegt á boðstólum, kökur og hvers kyns handavinna. Allur ágóði af basarnum rennur til safnaðarstarfsins en Kvenfélagið hefur fært kirkjunni margar góðar gjafir og stutt allt safnaðarstarf með framlögum sínum. Þess er því vænt að safnaðarfólk og velunnarar Fríkirkjunnar fjölmenni til kirkju og síðan á basar og styrki gott mál- efni. Æskulýðsdagurinn í Grafarvogskirkju ÆSKULÝÐSDAGURINN verður haldinn hátíðlegur eins og venju- lega. Hefst hann með sameiginlegri barna- og æskulýðsguðsþjónustu kl. 11. Munu börnin úr barnamessunum bæði í Grafarvogskirkju og Borg- arholtsskóla sameinast á efri hæð kirkjunnar. Rútuferð verður frá Borgarholtsskóla kl. 10.45. Umsjón hafa þau: Hjörtur, Rúna, Ingólfur, Gummi og Tinna. Séra Lena Rós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.