Morgunblaðið - 04.03.2006, Síða 55

Morgunblaðið - 04.03.2006, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 55 DAGBÓK Stuðdobl. Norður ♠KD3 ♥ÁK852 N/AV ♦104 ♣K87 Vestur Austur ♠Á97542 ♠6 ♥D3 ♥G10764 ♦KG ♦D9876 ♣Á109 ♣64 Suður ♠G108 ♥9 ♦Á532 ♣DG532 Í tvímenningi þarf stundum að taka áhættu þegar maður óttast að andstæðingarnir séu komnir á góðan áfangastað. Þorlákur Jónsson hitti á réttu stundina til að hræða mótherj- ana úr góðu spili í vont með hörðu dobli í viðkvæmri stöðu. Spilið er frá tvímenningi Bridshá- tíðar og Þorlákur og Jón Baldursson voru í AV gegn Svíunum Johan Sylv- an og Maarten Gustawsson: Vestur Norður Austur Suður Jón Gustawsson Þorlákur Sylvan -- 1 grand Pass Pass 2 tíglar * 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass Pass Dobl ! 3 lauf Dobl Allir pass Ekki hefðu allir valið að vekja á grandi með fimmlit í hjarta, en Gust- awsson fékk tækifæri til að sýna lit- inn í næsta hring eftir innákomu Jóns á tveimur tíglum, sem lofaði öðrum hálitnum (multi). Sylvan hafði skiljanlega ekki áhuga á hjartasamn- ingi og breytti í tvö grönd. Þegar horft er á allar hendur, sést að tvö grönd er algerlega skotheldur samningur. Þorláki leist illa á þessa þróun. Frá hans bæjardyrum gat verið rétt að berjast í þrjá tígla, en dobl er sveigjanlegri sögn og hann ákvað að láta á það reyna. Sylvan rann þá af hólmi í þrjú lauf og Jón doblaði. Jón hitti á besta útspil – spaðaás og meiri spaða. Þorlákur trompaði og spilaði tígli. Sylvan drap með ás, spil- aði hjarta á ás og henti spaða í hjartakóng. Spilaði svo tígli. Jón átti þann slag og prófaði lítið lauf undan ásnum. Sylvan drap heima og stakk tígul. Reyndi svo að stinga hjarta smátt, en Jón gat yfirtrompað og tekið laufás: tveir niður, 300 og 99% skor. Sylvan gat sloppið einn niður, en það hefði ekki skilað miklu, því 100- niður gaf NS 93%. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Rxe7 Rxe7 11. Bxf6 gxf6 12. Dd2 d5 13. exd5 Dxd5 14. Dxd5 Rxd5 15. g3 Bb7 16. Bg2 O-O-O 17. O-O Rb4 18. c4 Bxg2 19. Kxg2 Hd2 20. cxb5 axb5 21. Rxb5 Hhd8 22. a3 Rd3 23. b4 Hc2 24. Hab1 e4 25. Kg1 h5 26. a4 h4 27. Hb3 Kb8 28. a5 Re5 29. He3 Rf3+ 30. Kg2 Staðan kom upp á Meistaramóti Taflfélagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Stefán Freyr Guðmundsson (2026) hafði svart gegn Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur (1795). 30... h3+! 31. Kh1 hvítur hefði tapað hrók eftir 31. Kxh3 Hh8+ 32. Kg4 Rxh2+. 31... Hxf2! 32. Hxf3 hrókurinn var frið- helgur vegna mátsins upp í borði. 32... Hxf3 33. Ha1 Hd5 34. Ra3 Hxa3! og hvítur gafst upp enda yrði hann mát eftir 35. Hxa3 Hd1#. Íslandsmóti skákfélaga lýkur í dag í Mennta- skólanum v/ Hamrahlíð. Nánari upp- lýsingar um keppnina er að finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Þriðjudaginn 7. mars hefst námskeið ávegum Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnarum Passíusálmana. Kennt er fimmþriðjudaga, tvo tíma í senn, og hópur valinkunnra fræðimanna af ólíkum sviðum sem fjalla á námskeiðinu um ólíkar hliðar sálmanna. „Þetta er tilraun til að leiða saman mörg sjónar- horn á Passíusálmana. Sálmarnir hafa verið sam- ofnir þjóðinni í öll þessi ár og námskeiðinu ætlum við að skoða hvaða erindi Passíusálmarnir eiga við samtímann,“ segir Irma Sjöfn Óskarsdóttir, verk- efnisstjóri Leikmannaskólans. Kennarar á námskeiðinu verða dr. Margrét Eggertsdóttir, dr. Sigurður Árni Þórðarson, Árni Svanur Daníelsson, Smári Ólason og Grétar Einarsson. „Dr. Margrét Eggertsdóttir, bókmenntafræð- ingur og sérfræðingur við Árnastofnun, mun nálg- ast kveðskap Hallgríms frá sjónarhorni bók- menntafræðinnar, fjalla um skáldið Hallgrím og þær trúarhugmyndir og bókmenntabakgrunn sem sálmarnir spretta úr,“ segir Irma. „Dr. Sig- urður Árni Þórðarson prestur mun nálgast pass- íusálmana frá sjónarhorni nútímans; hvað sálm- arnir segja okkur í dag og hvernig þeir falla að lífið þjóðarinnar árið 2006 og hvernig nútíma- maðurinn mætir passíusálmunum. Árni Svanur Daníelsson guðfræðingur ætlar að leiða saman Hallgrím og kvikmyndirnar. Hann ætlar að kynna og sýna á námskeiðinu passíu- kvikmyndir, og tengja þær þeim hugmyndum sem finna má í Passíusálmunum,“ segir Irma. „Smári Ólason kennari, tónfræðingur og tón- listarmaður hefur safnað saman mörgum af þeim lögum sem sungin hafa verið við Passíusálmana. Hann ætlar að sjá um tónlistarþátt námskeiðsins og leyfa okkur að heyra dæmi úr sínu stóra safni og bera saman við hvernig sálmarnir eru fluttir í dag. Þá mun Grétar Einarsson verslunarmaður, áhugamaðurinn í kennarahópnum, lesa á hverju kvöldi námskeiðsins úr Passíusálmunum og fara yfir útgáfusögu sálmanna,“ bætir Irma við. Nánari upplýsingar um námskeiðið má fá hjá Biskupsstofu, í síma 535 1500, þar sem skráning fer fram. Einnig má finna upplýsingar á vef Leik- mannaskólans, www.kirkja.is/leikmannaskoli. Helmingsafsláttur er veittur af námskeiðsgjaldi fyrir eldri borgara, sem og fyrir hjón. Námskeið | Leikmannaskólinn heldur námskeið um Passíusálma Hallgríms Péturssonar Passíusálmarnir í nútímanum  Irma Sjöfn Óskars- dóttir fæddist á Akra- nesi árið 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Akraness 1981, guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1988 og masterspróf frá Edinborgarháskóla 1993. Irma var vígð prestur 1988 og starf- aði í Seljakirkju, Breið- holti, til 2001, er hún hóf störf sem verkefnis- stjóri á Biskupsstofu. Eiginmaður Irmu er Hrólfur Ölvisson fjár- málastjóri, og eiga þau tvær dætur. Eftirsjá að Þórhalli MÉR brá í brún þegar miðillinn góðkunni, Þórhallur Guðmunds- son, tilkynnti í þætti sínum á Bylgjunni að hann væri að hætta með þáttinn. Ég vil bara segja að það er mikil eftirsjá að Þórhalli. Þessi þættir höfða til fólks, sem er andlega sinnað og hefur ákveðna sýn á lífið eftir dauðann. Þetta er fólk á öllum á öllum aldri, og ég segi fyrir mig að ég læt mig sjald- an vanta við útvarpstækið þegar þátturinn er fluttur, enda er Þór- hallur mikill hæfileikamaður á sínu sviði og frábær útvarps- maður. Vonandi sjá forsvarsmenn Bylgjunnar að sér og hætta við að taka þáttinn af dagskrá, eða þá að aðrar útvarpsstöðvar grípi tæki- færið og taki þáttinn á dagskrá. Tryggur útvarpshlustandi. Þjóðarskömm! NÚ kom að því að engin íslensk þyrilvængja var tiltæk við það hörmulega slys sem varð á Hofs- jökli. Við Íslendingar þurftum að safna í þjóðarátaki til að kaupa eina þyrilvængju vegna þess að það voru ekki til peningar hjá okk- ar ríki! En því miður gengu önnur mál framar en heill og öryggi þjóðarinnar að láta peningana í eitthvað annað en að setja ein- hverjar millur í að kaupa þyril- vængju, nei burgeisarnir í ríkis- stjórninni borga fremur starfs- lokasamninga upp á fleiri tugi milljóna til vina og vandamanna, skítt með hitt pakkið (sem er með nokkur hundruð þúsund, jafnvel milljónir á mánuði) en ekki hækka launin hjá þeim minna settu, það gæti velt þjóðarskútunni! En hafið skömm, þið sem kusuð aftur og aftur þessa ríkisstjórn og sjáið hvað varð úr því, ekkert nema ves- en, ekki mátti birta mínar greinar fyrir undanfarnar 3 alþingiskosn- ingar vegna þess að ég benti á það að svokallaður Kjaradómur myndi ákvarða launin hjá þeim hærra settu á kosningadag; og hvað hef- ur verið að gerast? Sama, ekki til peningar til neins og allra síst til heilbrigðismála en það má spreða peningum Í ÓÞARFA en ekki hækka lægstu launin, þá sekkur skútan! Nú þurfum við Íslendingar að rísa upp og hrista upp í okkar stjórnmálamönnum um öryggi okkar allra og ég sé ekki að Björn Bjarnason ráðherra og aðrir ráð- herrar geti sett upp hinn íslenska her nema að taka til í sínum ranni og gera allt til þess að hafa herinn hérna vegna þess að við höfum ekki EFNI á því að halda uppi 2–4 þyrilvængjum, ef ekki er hægt að brauðfæða þjóðina á þessum svo- kölluðu skattalækkunum (hækk- unum fyrir þá sem eiga lítið sem ekki neitt og ekki eru burgeisarnir látnir borga hátekjuskatt eins og allur almenningur á Íslandi (lág- tekjufólk) greiðir í dag! Skammist ykkar, þið sem KUSUÐ þessa RÍKISSTJÓRN! Örn Ingólfsson, Granaskjóli 34, 107 Reykjavík. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is KVIKMYND um götuleikhópinn Svart og sykurlaust verður sýnd í Galleríi Humri eða frægð í þrjú- bíói í dag. Myndin er eftir Lutz Konermann og er frá árinu 1985 – einskonar „vegamynd“ sem tekin er á Ítalíu. Á undan sýningunni munu nokkrir forsvarsmenn leikhópsins segja frá tilurð kvikmyndarinnar og gerð hennar. Laugardaginn 25. mars, á af- mælisdegi Svarts og sykurlauss, munu þau vera með myndasýn- ingu og segja nánar frá sýningum hópsins, en sýning sem tileinkuð er þessum skemmtilega leikhópi stendur nú yfir í galleríinu. Kvikmyndir | Bíó í Humri eða frægð Sagt frá Svörtu og sykurlausu Einbýlishús í Þingholtunum óskast - Staðgreiðsla Traustur kaupandi óskar eftir 250-400 fm einbýlis- húsi í Þingholtunum. Gott einbýli á öðrum stað kemur til greina t.d. hús með sjávarútsýni. Húsið má kosta allt að 120 milljónir. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Opið í Rauðagerði 26 frá kl. 10-18 í dag laugardag Komið og fáið frían bækling Glæsilegur dömufatnaður í stærðum 36-48 Rauðagerði 26, sími 588 1259 Nýtt Nýtt Vor - Sumar 2006 Eldri vörur seldar með miklum afslætti Verið velkomin Omega 3-6-9 FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Fjölómettaðar fitusýrur APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.