Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 57
DAGBÓK
15–18, fimmtudag, föstudag, laugardag,
sunnudag.
Textílkjallarinn | 13 listakonur sem áður
ráku Listakot, sýna í Loka, Lokastíg 28 list-
muni unna í tengslum við Hallgrímskirkju
og Leif heppna. Munirnir munu síðan
þróast áfram í minjagripi fyrir verslun
Loka sem opnar í vor. Grafík, textíll, gler,
leir og málun. Opið 14–17 dagana 4., 5., 11.
og 12. mars.
Thorvaldsen Bar | Sylvía Dröfn Björgvins-
dóttir opnar málverkasýningu á Thorvald-
sen 4. mars kl. 17 - 19. Sýningin ber titilinn
„dreymir“ og stendur yfir til 31. mars.
Söfn
Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins frá
tímabilinu 1969–1979 í máli og myndum.
Rifjuð upp tískan og tíðarandinn. Opið dag-
lega kl. 13–18.30 til 1. apríl.
Gerðubergssafn | Sýning á verkum Sigur-
bjargar Júlíusdóttur stendur yfir í mars.
Verkin á sýningunni eru hand- og vélsaum-
uð, flest unnin á síðustu 15 árum. Lista-
maðurinn vinnur mest með bómull og silki
og nýtir hugmyndir úr sínu nánasta um-
hverfi.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Friðrik Örn
sýnir ljósmyndir.
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn
með uppstoppuðum veiðidýrum ásamt
skotvopnum og veiðitengdum munum.
Opið alla daga kl. 11–18. Sjá nánar á hunt-
ing.is
Þjóðmenningarhúsið | Norðrið bjarta /
dimma er samsýning 19 listamanna á verk-
um sem tengjast ímynd norðursins. Aðrar
sýningar eru Handritin, Þjóðminjasafnið –
svona var það og Fyrirheitna landið.
Þjóðminjasafn Íslands | Boðið er upp á
fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar
eru sýningar auk safnbúðar og kaffihúss.
Hlutverk safnsins er að auka og miðla
þekkingu á menningararfi Íslendinga frá
landnámi til nútíma. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 11–17.
Leiklist
Akranes | Leikritið Vegas verður frumsýnt
í Bíóhöllinni Akranesi 4. mars. Leikritið er
eftir Ólaf Sk. Þorvaldz og leikstýrir hann
einnig verkinu. Ásta Bærings sér um dans
og í leikritinu eru margir gamlir slagarar.
Má þar helst nefna Rolling Stones, Deep
Purple, Queen og Creedence Clearwater.
Leikfélag Mosfellsbæjar | Sýning á leikrit-
inu Í beinni eftir Hrafnkel Stefánsson og
Nóa Kristinsson. Leikstjóri er Guðný María
Jónsdóttir. Sýningin hefst kl. 20, miðaverð
er 1.800 kr.
Dans
Lionssalurinn | Línudans-ball verður í
Auðbrekku 25 í Kópavogi kl. 21. Verðlaun
fyrir besta búninginn. Aðgangseyrir 1.000
kr.
Skemmtanir
Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spilar
og syngur.
Klúbburinn við Gullinbrú | Dansleikur með
Geirmundi Valtýs.
Pakkhúsið, Selfossi | Popphljómsveitin
Ízafold leikur.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Dans
Á Rósum frá Vestmannaeyjum. Húsið opn-
ar kl. 22, frítt inn til miðnættis.
Uppákomur
Gerðubergssafn | Í tilefni af 20 ára afmæli
Gerðubergssafns verður boðið til
fjölskylduskemmtunar í safninu, kl. 14.
Dagskráin hefst á afrískum trumbuslætti,
nemendur frá Tónskóla Sigursveins koma í
heimsókn og að lokum sýnir Leikhúsið 10
fingur Sólarsögu. Allir velkomnir – ókeypis
aðgangur.
Apótek bar grill | Apótekið tók í liðinni
viku þátt í FOOD & FUN hátíðinni og ætlar
að framlengja hátíðina og bjóða upp á
FOOD & FUN matseðilinn til 5. mars.
Safnaðarheimili Neskirkju | Kór Neskirkju
stendur fyrir brauð- og kökuhlaðborði í
safnaðarheimilinu að lokinni æskulýðs-
messu 5. mars kl. 12.15.
Mannfagnaður
Breiðfirðingabúð | Árleg skemmtun og
dansleikur Breiðfirðingakórsins verður
haldinn í kvöld og hefst kl. 21. Söngur og
happdrætti með vinningum. Einnig mun
Þorrakórinn úr Dölum syngja nokkur lög.
Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi. Hús-
ið opnar kl. 20.30.
Fyrirlestrar og fundir
Askja- Nátturufræðihús HÍ |
Raunvísindaþing Háskóla Íslands verður í
Öskju, Náttúrufræðahúsi. Hvað er efst á
baugi í rannsóknum á sviði raunvísinda í
HÍ? Örtækni, náttúruverðmæti, gjóskulög,
hnúkaþeyr, reiknilíkön ofl. o.fl. 50 erindi –
130 veggspjöld. Dagskrána er að finna á
www.hi.is
Vídalínskirkja Garðasókn | Félagsfundur
verður 6. mars kl. 20, í safnaðarheimili
Vídalínskirkju. Dagskrá Framboðslisti til
bæjarstjórnarkosninga borinn upp, frestun
aðalfundar 2006 til hausts o.fl.
Fréttir og tilkynningar
Ferðafélagið Útivist | Námskeið í GPS,
rötun og ferðamennsku verður 8. mars kl.
19.30–22.30. Hámarksfjöldi þátttakenda
er 20 manns. Skráning á skrifstofu Útivist-
ar. Leiðbeinandi: Sigurður Jónsson hjálpar-
sveitarmaður. Verð fyrir félagsmenn 1.200
kr. og almennt 2.000 kr.
GA- fundir | Er spilafíkn að hrjá þig eða
þína aðstandendur? Hægt er að hringja í
GA-samtökin (Gamblers Anonymous) í
síma: 698 3888.
Heilsustofnun NLFI | Vikunámskeið hefst
12. mars, fyrir þá sem vilja hætta að reykja
á NLFÍ. Á námskeiðinu er tekist á við
tóbaksfíknina með skipulagðri dagskrá í
hóp, auk þess sem einstaklingsbundin ráð-
gjöf er veitt. Upplýsingar í síma 483 0300
og www.hnlfi.is.
Stígamót | Stígamót halda upp á 16 ára af-
mæli sitt 8. mars kl. 14–17, með opnu húsi.
Boðið verður upp á vöfflur og heitt súkku-
laði, einnig verða óvæntar uppákomur. Allir
velkomir. Stígamót Hverfisgötu 115 (við
lögreglustöðina).
Ferðaklúbbur eldri borgara | Kynning á
ferðum sumarsins 2006, verður 7. mars
kl. 13.30 í Þróttarheimilinum í Laugardal.
Frístundir og námskeið
Lífeyrisþegadeild Landssambands lög-
reglumanna | Fundur deildarinnar verður
haldinn 5. mars kl. 10, Brautarholti 30.
Útivist og íþróttir
Ferðafélagið Útivist | Ganga:
Reykjavegurinn, 1. áfangi Reykjanes -
Stóra-Sandvík, 5. mars, brottför frá BSÍ kl.
10.30. Vegalengd 8–10 km., göngutími 4–5
klst. Upphaf þessarar raðgöngu er við
Bæjarfell.
Félag Snæfellinga og Hnappdæla í
Reykjavík | Félagið efnir til klukkutíma
gönguferðar fyrsta laugardag hvers mán-
aðar. Næsta ganga verður kl 10.30 ,í dag
og er mæting er við 1. hlið í Heiðmörk þeg-
ar keyrt er frá Vífilsstöðum. Allir velkomn-
ir.
Félagsstarf
Barðstrendingafélagið | Félagsvist í
Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 14.
Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og
venjulega. Handverksstofa Dalbraut-
ar 21–27, opin alla daga frá 8–16. Sími
588 9533. asdis.skuladottir@reykja-
vik.is
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Leikfélagið Snúður og Snælda sýna
Glæpi og góðverk í Iðnó 5. mars kl.
14. Miðapantanir í Iðnó s. 562 9700,
einnig eru miðar seldir við inngang-
inn. Dansleikur sem vera átti á
sunnudagskvöld fellur niður.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9, Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Aðalfundur Félags eldri borgara í
Garðabæ verður haldinn kl. 14 í
Kirkjuhvoli. Einnig verður kynning á
fyrirhuguðum ferðum.
Félagsstarf Gerðubergs | Listsýning-
ar verða opnar kl. 13–16: Judithar Júl-
íusd. fjölbreytt handavinna o.fl. og
Sigrúnar Björgvins. ,,Ort í ull", lista-
konurnar eru á staðnum. Alla virka
daga kl. 9–16.30 er fjölbreytt dagskrá
m.a. opnar vinnustofur og spilasalur,
létt ganga um nágrennið á þriðjud.
Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi
Berg.
Hæðargarður 31 | Blöðin liggja
frammi, myndlistarsýningar í betri
stofu og salnum. Kaffiveitingar. Hægt
er að fá dagskrána senda heim. Sími
568 3132. Netfang: asdis.skuladottir-
@reykjavik.
Kringlukráin | París, félag þeirra sem
eru einar/einir heldur félagsfund á
Kringlukránni kl. 11.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Bænabandið kl. 11–
15. Námskeið á vegum Eyjafjarðar-
prófastsdæmis og Leikmannaskóla
þjóðkirkjunnar.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía |
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
90 ÁRA afmæli. Á mánudaginn, 6.mars, verður níræður Konráð
Sæmundsson. Af því tilefni tekur hann
á móti gestum á milli kl. 15 og 17
sunnudaginn 5. mars, í samkomusal
Gullsmára 13, Kópavogi.
60 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 5.mars verður sextugur Guðjón
Jóhannsson pípulagningameistari.
Hann og eiginkona hans Guðrún Bene-
diktsdóttir taka á móti ættingjum og
vinum á afmælisdaginn milli kl. 17og
20, að Skipholti 70, 2. hæð.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Til sölu
nokkrar glæsilegar fullbúnar íbúðir
í grónu hverfi 2ja, 4ra og 5 herbergja
• Tveggja herbergja 80 m²
• Fjögurra herbergja 135 m²
• Fimm herbergja 143 m²
Baðherbergi eru rúmgóð, 90 cm sturta, baðkar, eikarinnréttingar og
fínar flísar. Svefnherbergi er 12 til 16 m² með fallegum eikarskápum.
Eldhús eru rúmgóð með góðum borðkrók og eikarinnréttingum.
Stofurnar eru 30-40 m².
Á gólfum eru flísar og gott eikarparket.
Stórar svalir á móti suðri og sérstaklega fallegt útsýni.
Stutt í golfvöll.
Hrauntún ehf. byggir
Uppl. gefur Örn Ísebarn, byggingameistari,
í símum 896 1606 og 557 7060.
Dæmi um 2ja herbergja íbúð
TVÆR sýningar verða opnaðar nú
um helgina í Kling & Bang gall-
eríi.
Á jarðhæð gallerísins opnuðu
Huginn Þór Arason og Jóhannes
Atli Hinriksson sýninguna Glory
hole.
Huginn segir að verkið þeirra
Jóhannesar séi einhvers konar
búðir; – þjálfunarbúðir, eða kamp-
ur. „Það hvílir ógn og kúgun yfir
þessum búðum,“ segir Huginn og
bætir því við að búðirnar gætu líka
verið vísun í einhvers konar dýra-
garð. „Þarna eru líka litlir kofar,
og þar fyrir innan erum við búnir
að koma fyrir ljósi og myndum af
gæludýrahundum sem fólk er búið
að klæða í föt, jafnvel trúðabún-
inga og aðra grímubúninga. Mynd-
irnar fengum við allar af netinu,
og líka vídeó sem varpað er á einn
kofann.“ Á myndbandinu sjást
gæludýr; hundar og kettir, í þeirri
sérkennilegu stöðu, að verið er að
kenna þeim að tala, og segja orð
og setningar á borð við ég elska
þig og mamma. Nafn sýning-
arinnar, Glory hole, þýðir náma,
eða jafnvel uppspretta, en er líka
notað um bræðsluofna glerblásara.
„Við vildum stíla inn á það að
verkið væri einhvers konar náma
eða uppgötvun fyrir þann sem
kemur inn og mætir innsetning-
unni. Leiðirnar liggja út eða inn,
eftir því hvernig á það er litið.
Nafnið, Glory hole, hefur reyndar
mun fleiri merkingar, en það er
langbest að fólk komist að því
sjálft hvernig lesa má þær út úr
verkinu. Þó viljum við forðast kyn-
ferðislegu tenginguna sem líka er
augljós,“ segir Huginn, sem segir
gott að láta áhorfandann fylla
sjálfan í eyðurnar án þess að lista-
maðurinn segi of mikið.
Hreyfingarlausa vinnan
Í kjallaranum opnar Sara
Björnsdóttir sýninguna Hellinn
bak við ennið og vefst varla fyrir
lesendum hvaða helli Sara á við.
„Ég nota allan kjallarann og þar
eru alls konar skúmaskot og myrk-
ur,“ segir Sara. „Það má segja að
ég sé að fást við hreyfingarlausa
vinnu myndlistarmannsins –
ástandið þar sem mesta vinnan fer
fram – vinnan sem enginn sér.
Þannig er hugmyndavinnan. Mað-
ur situr og glápir út í loftið, en
kannski allt á fullu í huganum, –
og það sér enginn. Það er kannski
hávaði í höfðinu, en maður lítur
ekki út fyrir að vera að gera neitt.
Þegar svo er komið að eiginlegu
vinnunni, – þá er maður kannski
að hugsa um hvað maður ætlar að
gera í sumarfríinu eða hafa í mat-
inn. Það er framleiðslan, og á því
stigi veit maður nákvæmlega hvað
maður er að gera.“ Sara segir
þetta eins og tvö tilvistarstig lista-
mannsins.
En hellirinn bak við ennið hefur
fleiri snertifleti en þann sem snýr
að myndlistarmanninum og vinnu
hans, – allir hafa jú helli bak við
ennið.
„Það hugsar hver einn í sínum
helli, það hugsar enginn í annars
manns höfði. Ég sá líka fyrir mér,
að þegar fólk kemur niður í rýmið,
þá sé það eins og áhrifavaldarnir í
lífi manns – verkið breytist við það
að einhver kemur inn, – það koma
skuggar og hreyfing. Þetta er eins
og áhrifin sem maður verður fyrir
af fólki sem maður talar við. Þegar
tvær manneskjur ná sérstaklega
vel hvor til annarrar er eins og
þær heimsæki hella hvor annarrar.
Hugmyndum er fleygt á milli,
ákveðin efnaskipti eiga sér stað og
tengsl skapast. Við eigum öll
manneskjur í okkar lífi sem hafa
haft þannig áhrif á okkur, þótt það
gerist kannski sjaldan.
Ég held að verkið hafi marga
fleti þótt það sé einfalt að gerð.“
Kling & Bang gallerí er opið
fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–
18.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Huginn Þór Arason og Jóhannes Atli Hinriksson í verki sínu í Kling og Bang.
Enginn hugsar
í annars höfði
Myndlist | Ógnarbúðir og ennishellir á
tveimur sýningum í Kling og Bang
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is