Morgunblaðið - 04.03.2006, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 04.03.2006, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 61 Breski tónlistarmaðurinn GaryGlitter var á föstudaginn dæmdur í 3 ára fangelsi í Víetnam fyrir að beita tvær stúlkur, 10 og 11 ára, kyn- ferðislegu ofbeldi. Var Glitter, sem er 61 árs, fundinn sek- ur um að hafa hagað sér með ósiðlegum hætti gagn- vart stúlk- unum á síð- asta ári. Dómarinn sagði, að Glitter yrði vísað úr landi til Bretlands þegar hann væri búinn að afplána dóminn. Glitter var einnig dæmdur til að greiða fjöl- skyldum hvorrar stúlku jafnvirði 22 þúsund króna í bætur og einnig að greiða málskostnað. Í dómnum var vitnað til fram- burðar stúlknanna um að Glitter hefði ítrekað þuklað á þeim og beitt þær annars konar kynferðislegu of- beldi, bæði í húsinu sem hann leigði og á hótelherbergjum. Hoang Thanh Tung dómari gagnrýndi Glitter harðlega þegar hann las upp dóminn og sagði hann hafa misþyrmt börnum kynferð- islega á viðbjóðslegan og sjúkan hátt. Glitter var sviplaus þegar dómurinn var kveðinn upp. Þegar slíta átti réttarhaldinu hrópaði hann upphátt: „Ég er saklaus. Þetta er samsæri,“ og virtist vera að vísa til þess að það voru bresk slúðurblöð sem upplýstu að hann væri staddur í Víetnam. Glitter getur áfrýjað dómnum. Lögmaður hans segir að hann myndi væntanlega þurfa að afplána eitt ár og ætti þá rétt á reynslu- lausn. Glitter var kunnur rokktónlist- armaður á áttunda áratug síðustu aldar og flutti þá vinsæl lög á borð við „Leader of the Gang“ og „Rock and Roll“ (Parts 1&2), sem enn heyrast á íþróttaviðburðum. Árið 1999 var Glitter dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa barnaklám undir höndum. Hann fór til Kambódíu eftir að hafa afplánað hluta þess dóms en var vísað úr landi þar.    Fólk folk@mbl.is Það dreymir eflaust marga um aðkomast í mat til bresku sjón- varpsgyðjunnar Nigellu Lawson. Hún segir eiginmann sinn, Charles Saatchi, hins vegar ekki kunna gott að meta og fremur vilja morgunkorn en þá „hræðilegu rétti“ sem hún beri á borð. Þetta kemur fram á vef An- anova. „Charles kann bara alls ekki að meta almennilegan mat. Í síðustu viku eldaði ég rækjurétt, sem ég elska, og hann borðaði hann allan en sagði síðan að hann hefði verið hræðilegur. Ég sagði: Af hverju borðaðirðu hann allan, þú þurftir ekki að gera það, og hann svaraði: Ég vildi vera kurteis en svo fór ég á taugum vegna tilhugsunarinnar um að þú myndir útbúa hann aftur,“ segir hún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.