Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 71. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Samtímamúsík okkar allra Verk Jóns Nordals eru sífersk og tíma- laus, segir gagnrýnandinn | Menning Fasteignir og Íþróttir í dag Fasteignablaðið | Íbúðarhúsnæði í stað iðnaðar við Arn- arnesvog  Valsmaður í Víkingshverfinu  Friðuð hús fá 177 milljónir Íþróttir | Hörður byrjaði vel Framarar á toppnum Iðnþing 2006 á Hótel Loftleiðum 17. mars: Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.si.is Nýsköpun í hnatt- væddum heimi Framtíðarsýn fyrir atvinnulífið BANDARÍSKA dagblaðið Chic- ago Tribune segir að það sé auð- velt að hafa uppi á leynilegum útsendurum bandarísku leyni- þjónustunnar CIA. Það eina sem menn þurfi að kunna sé að afla upplýsinga á netinu. Chicago Tribune segir í frétt, sem birt var í gær, að blaðið hafi tekið saman lista yfir 2.653 starfsmenn CIA með því einu að nýta þjónustu fyrirtækja sem sérhæfa sig í því að safna saman opinberum gögnum. Allir sem greiði fyrir þessa þjónustu geti aflað upplýsinganna um starfs- menn CIA. Fann tuttugu leynistaði Talið er að margir þessara leyniþjónustumanna hafi stundað njósnir. Blaðið fann einnig um það bil tuttugu „leynistaði“ CIA í Bandaríkjunum. Chicago Tribune birti ekki nöfn leyniþjónustumannanna að beiðni CIA. Talsmaður leyniþjónustunnar viðurkenndi að netið hefði tor- veldað henni að halda starfsemi sinni leyndri og hún hefði því þurft að breyta nokkrum af að- ferðum sínum. Netið afhjúpar njósnara STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu seint í gærkvöldi að fyrstu niðurstöður krufningar á líki Slobod- ans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, bentu til þess að hann hefði dáið af völdum hjartaáfalls. Hollenskir réttar- meinafræðingar önnuðust krufninguna. Niðurstaða eiturefnarannsóknar ligg- ur ekki fyrir. Fyrr í gær sagði lög- fræðilegur ráðgjafi Milosevic að forsetinn fyrrverandi hefði skrifað bréf á föstudag, dag- inn áður en hann dó, þar sem hann hefði sagt að hann óttaðist að eitrað hefði verið fyrir sig. Í blóði hans hefðu fundist leifar af „öflugu lyfi sem aðeins er notað við holdsveiki eða berkl- um“. Hollenska sjónvarpið NOS hafði eftir ónafngreindum ráðgjafa stríðsglæpadóm- stólsins í gærkvöldi að í blóðsýni úr Milosevic hefðu fundist „óvenjuleg“ efni sem oft væru notuð í lyf við holdsveiki eða berklum. Þessi efni hefðu unnið á móti lyfjum sem Milosevic hefði fengið við of háum blóðþrýstingi. Sjónvarpið sagði að blóðsýnið hefði verið tekið einhvern tíma á tímabilinu frá nóvember til janúar þegar læknar Milosevic hefðu leitað skýringa á því hvers vegna lyfin við of háum blóðþrýstingi höfðu ekki tilætluð áhrif. Sagður hafa dáið af völdum hjartaáfalls  Óttaðist að eitrað | 14 Slobodan Milosevic AÐSTÆÐUR gerast vart betri fyrir kaj- akræðara en á Reykjanesi við Ísafjarð- ardjúp í gærdag. Bjart var yfir og veður afar stillt þar sem saman var kominn tugur sjónum um miðjan dag en áður en þangað var haldið voru rifjuð upp helstu handtök, öryggisatriði og æfingar í sundlauginni á Reykjanesi. ræðara að sunnan og vestan sem hittust á Reykjanesi, enda svæðið rómað fyrir hent- ugar aðstæður fyrir kajakróður. Nutu þeir útsýnisins og þess að sigla á spegilsléttum Ljósmynd/Grétar Þór Sæþórsson Kajakróður við kjöraðstæður á Ísafjarðardjúpi FJÖLGA þarf lögreglumönnum og gera lögregl- una sýnilegri í hverfum borgarinnar að mati for- ystumanna allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. Leið- togar stærstu flokkanna vilja efla enn frekar samstarf íbúanna við lögregluna. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykja- vík, segist binda miklar vonir við að hægt verði að fjölga „útivinnandi“ lögreglumönnum nái frumvarp til laga um breytta skipan lögreglu- mála sem nú liggur fyrir Alþingi, fram að ganga. Það myndi hafa í för með sér að stofnað yrði eitt lögregluembætti á höfuðborgarsvæðinu. Með fyrirhuguðu samstarfi veitingamanna og þurfi að vinna þéttar saman og nýta sér nútíma upplýsingakerfi til að kortleggja þróun afbrota. Ólafur F. Magnússon, F-lista, segir íslenska lög- gjöf taka almennt of vægt á ofbeldisbrotum og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, vill að forvarnir verði stórefldar sem hluti af dag- legu starfi í grunnskólunum. Geir Jón hafnar því alfarið að öryggi borg- aranna sé minna nú en áður. Hins vegar hafi fjöl- miðlaumræða oft áhrif á öryggistilfinningu þeirra. „En það er ekkert launungarmál að við erum að sjá ýmis alvarlegri ofbeldisbrot, en það gerist í þessum harðnandi heimi og þessum fíkni- efnaviðskiptum, þar sem menn víla ekki hlutina fyrir sér. “ dyravarða við lögregluna í Reykjavík verður beinn aðgangur að lögreglu auðveldaður, ann- aðhvort í gegnum talstöðvar eða síma. Þannig mun lögreglan geta brugðist skjótar við komi eitthvað upp á inni á og við veitingahús í mið- borginni. Markmiðið er að þessar aðgerðir komi í veg fyrir afbrot, m.a. vegna þess að hægt verði að fylgjast betur með þekktum afbrotamönnum. Geir Jón bindur vonir við þetta samstarf og von- ar að það komist á af fullum krafti í vor. Forvarnir gegn vímuefnanotkun Björn Ingi Hrafnsson, oddviti lista Framsókn- arflokksins, segir að öryggi borgaranna verði að hafa forgang og að þörf sé á sameiginlegu þjóðar- átaki gegn fíkniefnum. Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, segir að borgaryfirvöld og lögregla Forystumenn stjórnmálaflokkanna um öryggi borgaranna í Reykjavík Vilja efla hverfalöggæslu Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is  Löggæsla í hverfunum | 10 Lucca. AFP. | Jana Tylova, 31 árs tékknesk kona, varð fyrsti heimsmeistarinn í sudoku- þrautum á tveggja daga móti sem haldið var í Lucca á Ítalíu um helgina. Áttatíu og fimm keppendur frá 21 landi tóku þátt í fyrsta heimsmeistaramótinu í su- doku. Tylova, sem er endurskoðandi, sigraði eftir mjög harða og tvísýna keppni við tvo Bandaríkjamenn – 26 ára efnafræðinema við Harvard-háskóla og þrítugan hugbún- aðarverkfræðing. Sigur Tylovu var all- óvæntur þar sem hún var aðeins í níunda sæti eftir fyrstu lotu keppninnar. Sudoku-þrautirnar njóta mikilla vinsælda úti um allan heim og eru nú birtar í rúmlega 400 dagblöðum, m.a. Morgunblaðinu. Fyrsti heims- meistari í sudoku ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.