Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 23 UMRÆÐAN Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.geymslusvaedid.is og í síma 565 4599 Útboð á bifreiðum og ýmsu öðru frá Varnarliðinu verður 9.-14. mars. Bifreiðarnar verða til sýnis á plani Geymslusvæðisins Við Reykjanesbraut gegnt álverinu. Hægt er að skila inn tilboðum á vefslóðinni www.geymslusvaedid.is Útboð Útboð Útboð Á LANGRI ævi hef ég átt því láni að fagna að vera heilsuhraustur. Samt hefur það hent mig að þurfa að leggjast á sjúkrahús og hafa bæði Borgarspítalinn í Foss- vogi og Landspítalinn komið þar við sögu. Á báðum þeim stöðum hef ég notið frábærrar umönnunar, sem ég þakka af alhug, sem ég og gerði í Velvakanda Morgunblaðsins hinn 16. október 2002. Hér vil ég ítreka það og aft- ur leggja mitt lóð á vogarskálarnar, til þess að viðhalda og efla starfsemi þeirra beggja. Þessa dagana er mér efst í huga, að við íbúar höf- uðborgarsvæðisins fáum áfram að búa við það öryggi, sem aðeins tveir bráðaspítalar geta veitt, m.ö.o. að áfram verði starfandi bráðadeildir á tveimur stöðum í Reykjavík. Það er vonum seinna að at- hugasemdir komi fram og umræður skapist um þá ákvörðun heilbrigð- isyfirvalda, að „Landspítali – há- skólasjúkrahús“ skuli rísa á Land- spítalalóðinni við Hringbraut. Komið hefur fram, að danskir ráðgjafar hefðu verið fengnir á sínum tíma til að skoða málið og að þeir hafi í skýrslu sinni eindregið lagt til að há- skólasjúkrahúsið yrði byggt upp á tveim stöðum. Færðu þeir fyrir því veigamikil rök, m.a. þau að nýta þær byggingar og fjárfestingar sem fyrir eru. Þessari skýrslu virðist hins veg- ar hafa verið stungið undir stól. Mikil gagnrýni hefur komið fram og á það bent, að hér sé í uppsiglingu skipulagsslys og fyrirsjáanleg þrengsli fyrir þær stórbyggingar, sem fyrirhugaðar eru þarna skv. framlögðum tillögum. Sem betur fer er enn ekki farið að stinga niður skóflu og a.m.k. tvö ár í að svo verði. Þess vegna er ennþá tími til að doka við og skoða málið betur. Í þessu sambandi er hollt að rifja upp færslu Hringbrautarinnar. Færslan var byggð á áratuga göml- um áformum, en framkvæmd nú ný- lega gegn háværum mótmælum og mjög gildum rökum, og ALLIR virð- ast nú sjá eftir þessum fram- kvæmdum. Og vel á minnst, var ekki ein- mitt fyrirhuguð upp- bygging á Landspít- alalóðinni það sem mest kallaði á að þessi gömlu áform kæmu til framkvæmda núna? Af skyssum, sem birtar hafa verið, má sjá, að þessar stórbyggingar við Hringbraut eiga að taka yfir allt svæðið milli nýju Hringbraut- arinnar og þeirrar gömlu, allt frá Snorra- braut og niður að Njarðargötu við Hljómskálagarð! Einhver grínari þóttist reyndar sjá að hér væri á ferðinni álver en ekki sjúkrahús!!! Þá vil ég sérstaklega vekja athygli á veigamestu rökum mínum gegn því að þjappa allri slysa- og bráða- móttöku fyrir höfuðborgarsvæðið saman á einn stað. Á það hefur verið bent, að þar sé verið að setja öll egg- in í sömu körfu, og hver veit nema það ástand kunni að skapast t.d. vegna bráðasmits, að einangra þyrfti sjúkrahúsið eða bráðamóttökuna. Hvar er þá varasjúkrahús okkar u.þ.b. 190 þúsund íbúa höfuðborg- arsvæðisins? Að ekki sé nú minnst á ástandið með eina slysadeild, ef við stæðum hér frammi fyrir stóru og al- varlegu rútuslysi, rétt eins og gerð- ist vestur af Stokkhólmi í byrjun þessa árs. Þar dugði ekki minna en þrjú sjúkrahús til að taka á móti slösuðum farþegunum. Sjúkrahúsið í Fossvoginum, sem er tiltölulega ný og glæsileg bygg- ing, þar sem rýmra er um en á Land- spítalalóðinni er í mínum huga miklu álitlegri staður, enda munu dönsku ráðgjafarnir hafa lagt það til á sínum tíma. Þar er einnig þyrlupallurinn, sem er einna mest notaður í meiri- háttar bráða- og slysatilfellum, en í slíkum tilfellum skilst mér að hlutur flugvéla og flugvallarins sé langtum minni. Það er því bjargföst sannfæring mín, að heppilegast sé að byggja þetta fyrirhugaða háskóla- og há- tæknisjúkrahús upp á báðum þess- um stöðum og í þeim áföngum, sem mest eru aðkallandi. Hins vegar hef ég ekkert við það að athuga að rann- sóknarstofum og slíkri starfsemi sjúkrahússins verði komið fyrir á lóðinni við Landspítalann og í ná- lægð við Háskólann. Aftur á móti vil ég fyrir alla muni vekja fólk til um- hugsunar um afleiðingar þess að hafa hér á höfuðborgarsvæðinu að- eins eina slysa- og bráðamóttöku. Heilbrigðis- og sjúkrahúsmál eru öryggismál, sem án efa brenna á okkur höfuðborgarbúum og reyndar landsmönnum öllum. Það vekur undrun, að þingmenn okkar Reyk- víkinga og reyndar þingmenn alls höfuðborgarsvæðisins virðast ekki láta sig sjúkrahúsmál höfuðborg- arsvæðisins miklu skipta. Hins veg- ar hafa þingmenn landsbyggð- arinnar jafnan barist af hörku, ef þeir telja öryggi kjósenda sinna ekki nægilega vel borgið í þessum efnum, enda búa landsbyggðarmenn við góða heilsugæsluþjónustu með gott aðgengi að almennum sjúkrahúsum. En hvað veldur þessu áhuga- og sinnuleysi hjá þingmönnum íbúa höfuðborgarsvæðisins? Landspítali – háskólasjúkrahús Sigmar Hróbjartsson fjallar um Landspítalann ’Það vekur undrun, aðþingmenn okkar Reyk- víkinga og reyndar þing- menn alls höfuðborg- arsvæðisins virðast ekki láta sig sjúkrahúsmál höfuðborgarsvæðisins miklu skipta. ‘ Sigmar Hróbjartsson Höfundur er ellilífeyrisþegi í Reykjavík. Á UNDANFÖRNUM árum hefur vaknað mikill áhugi hér á landi á ýmsu efni sem fólgið er í gömlum íslensk- um handritum og hafa verið haldnar sýn- ingar og kynningar á völdu efni, auk þess sem nokkur handrit hafa verið gefin út með skýringum. Mikið hefur nú þegar verið myndað af þessum handritum og sett á vef Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns öllum að- gengilegt, t.d. í svo- kölluðu Sagnaneti (www.sagnanet.is) þar sem mynduð hafa ver- ið handrit sem tengj- ast Íslendingasög- unum. Í Landsbókasafni eru um 15.000 handrit frá eldri tímum auk þús- unda handritagagna frá síðari tímum, allt fram á okkar daga. Einu af eldri hand- ritasöfnum Lands- bókasafns, sem kom til safnsins árið 1901 frá Reykjavíkurdeild Hins íslenska bók- menntafélags, svoköll- uðu ÍBR-safni, hefur verið flett að mestu leyti og skráð myndefni úr því. Þetta safn geymir um 290 hand- rit og fundust þar um 1.500 myndir sem ýmist eru skrautstafir eða myndskreytingar. Þessi skráning var unnin af félaginu Lýsi. Myndlist í íslenskum handritum undir stjórn Ásrúnar Kristjánsdóttur sem er þar í forsvari. Fleiri hafa sýnt handrit- unum áhuga og m.a. er búið að skoða tónlist sem þar er að finna. Í ljósi þessa mikla áhuga hefur Landsbókasafn ákveðið að setja í forgang stafræna endurgerð á handritum í ÍBR-safni sínu, mynda handritin í heild og birta á vef sín- um með ókeypis aðgengi fyrir al- menning. Er þar með komið til móts við óskir um að þessi hluti menn- ingararfsins sé öllum aðgengilegur. Hér er um að ræða nokkuð stórt verkefni til staf- rænnar endurgerðar eða um 82.000 blaðsíð- ur, sem samsvarar einu ársverki í myndatöku, skráningu og frágangi á vef. Það er ætlun safnsins að ljúka þess- ari myndun á árinu 2007. Vinna þessi yrði unnin af starfsmönnum safnsins með öryggis- sjónarmið og varðveislu handritanna að leið- arljósi. Þegar myndun er lokið geta allir sem vilja nýta sér og njóta efnis úr handritunum skoðað myndirnar á sama hátt og þau ís- lensku handrit sem mynduð voru í Sagn- anetinu og eru aðgengi- leg á vef safnsins www.landsbokasafn.is öllum almenningi að kostnaðarlausu. Sé hins vegar óskað eftir myndum til endursölu eða útgáfu verður eftir sem áður hægt að kaupa myndir af safninu og eru þær þá afhentar í hárri upplausn og í út- gáfuhæfu formi. Allir sem hafa áhuga á efni hand- ritanna geta tengt krækjur af sinni heimasíðu á þessar handritamyndir og útbúið skýringar og túlkun á þeim eftir því sem verkast vill. Pappírshandrit frá 17. , 18. og 19. öld á vefinn Sigrún Klara Hannesdóttir fjallar um pappírshandrit, sem aðgengileg verða á vefnum Sigrún Klara Hannesdóttir ’Allir sem hafaáhuga á efni handritanna geta tengt krækjur af sinni heimasíðu á þessar hand- ritamyndir og útbúið skýringar og túlkun á þeim eftir því sem verkast vill.‘ Höfundur er landsbókavörður. ÉG HORFÐI á Sunnudagsþátt- inn frá 12. febrúar 2006 af vefsíðu Skjás eins, frábær þjónusta hjá Skjánum. Þar ræddu Katrín Jak- obsdóttir og Illugi Gunnarsson við þau Katrínu Júlíusdóttur frá Sam- fylkingunni og Hjálmar Árnason frá Framsóknarflokknum um ESB- hugleiðingar forsætisráðherra. Katrín spurði þau í lokin hvernig þau sæju þetta enda, yrðum við komin inn í Evrópusambandið árið 2015? Ekki stóð á svari Katrínar Júlíusdóttur, Samfylkingin er með þetta allt saman klappað og klárt. Hjálmar svaraði spurningunni með allt öðrum hætti, að fyrir lægju ekki nægjanlegar upp- lýsingar til að svara spurningunni auk þess sem þetta væri bara vangaveltur, framtíð- arspá. Þetta færi allt eftir því hvernig málin þróuðust næstu árin. Katrín Jakobsdóttir botnaði svo viðtalið með því að lýsa því yfir að Katrín Júlíusdóttir staðfesti spádóm Hall- dórs Ásgrímssonar en Hjálmar slægi í og úr og umsjónarmennirnir tveir hlógu góðlátlega að Hjálmari. Illugi bætti því svo við, svona til útskýringar, að Hjálmar væri í Framsókn- arflokknum. Ég horfði á þetta og velti því fyrir mér hvers vegna ég skildi ekki brandarann. Hvað er það við framsóknarmennsku sem er svona fyndið? Svo áttaði ég mig á þessu, þetta voru ósjálfráð varn- arviðbrögð umsjón- armannanna. Ólíkt öðrum flokk- um á Íslandi er Framsóknarflokk- urinn nefnilega sveigjanlegur, hann leitar og tekur upp bestu leiðir til lausnar hverju máli. Í þessu felst styrkleiki Framsóknarflokksins þótt andstæðingar hans hafi reynt að telja fólki trú um að þetta sé veikleiki, en fólk er ekki fífl. Fólk sá í gegnum Katrínu Júlíusdóttur þegar hún í þættinum staðfesti spádóm Halldórs Ásgrímssonar. En Hjálmar Árnason svaraði ekki spurningunni beint því það er ekki framsóknarmennska að álíta að fólk sé fífl. Það er styrkleiki að vera sveigj- anlegur, við sjáum það best í nátt- úrunni. Framsóknarflokkurinn er sveigjanlegur. Það gildir einu hvað- an góðar hugmyndir koma, frá vinstri eða hægri eða innan flokks- ins sjálfs. Það er framsókn- armennska að falla ekki í gryfju einsleitrar hugmyndafræði. Það er í mannlegu eðli að vera sveigj- anlegur og það er framsókn- armennska að vera mannlegur. Það er framsóknarmennska að vera upplýstur, afla sér óbundinn og for- dómalaus upplýsinga og komast að upplýstri rökstuddri ákvörðun, samfélaginu til heilla. Það getur verið að sumum þyki þetta fyndin afstaða en það segir kannski bara meira um þá sem hlæja. Er framsóknarmennska fyndin? Geir Hólmarsson fjallar um framsóknarmennsku ’Það er í mannlegu eðli að vera sveigjanlegur og það er framsókn- armennska að vera mannlegur.‘ Geir Hólmarsson Höfundur er nemandi við HÍ og flokksbundinn í Framsóknarflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.