Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 13
MINNSTAÐUR
VESTURLAND
Akranes | Langisandur á Akranesi hefur í
gegnum tíðina verið mikilvægur þáttur í
undirbúningstímabili knattspyrnumanna og
-kvenna enda er sandbreiðan oft á tíðum
eggslétt og mjúk hvernig sem viðrar. Meist-
araflokkur ÍA hefur nýtt sér Langasand við
hvert tækifæri undanfarnar vikur en margir
telja að þetta verði síðasta „vorið“ sem
Skagamenn æfi af einhverju viti á sandinum.
Enda er verið að reisa mikið og stórt mann-
virki á gamla malarvellinum við Jað-
arsbakka – yfirbyggðan knattspyrnuvöll sem
verður með gervigrasi og knattspyrnuvelli í
fullri stærð.
Íþróttahöllin verður tilbúin um miðjan
maímánuð en þá verður keppnistímabilið
hafið í efstu deild hjá meistaraflokki ÍA og
verður nýja mannvirkið því ekki notað að
neinu ráði af knattspyrnumönnum og -kon-
um fyrr en næsta vetur.
Álagið öðruvísi á sandvelli
Á laugardaginn stjórnaði Ólafur Þórð-
arson æfingu Skagaliðsins af krafti – sam-
kvæmt venju – en hann var sjálfur stöðugt á
hreyfingu utan vallar við að safna saman
boltum sem fóru framhjá markinu og voru á
leið út á Faxaflóa. Þjálfarinn var léttur á
fæti er hann tók spretti af og til að sjónum
og er greinilega í ágætri æfingu.
Ólafur segir að knattspyrnumenn sem séu
ekki vanir því að leika á sandinum finni
verulega fyrir því daginn eftir hverja æfingu
því álagið sé öðruvísi og reyni á vöðva sem
að öllu jöfnu eru undir litlu álagi á grasi og
gervigrasi. „Að mínu mati er sandurinn mun
betra undirlag en gervigrasið. Það meiðir
sig enginn á sandinum og þessi aðstaða hef-
ur reynst ÍA liðinu vel undanfarna áratugi.
Við höfum verið heppnir með veður að und-
anförnu og á meðan það er ekki mikill vind-
ur er Langisandur ákjósanleg æfingaað-
staða,“ segir þjálfarinn en hann bætir því
við að fjaran sé öðruvísi í dag en fyrir
tveimur áratugum er hann var sjálfur að
banka á dyrnar hjá meistaraflokknum.
„Fjaran var mun sléttari og sandurinn var
ekki eins blautur. Við náum því ekki að búa
til eins stóra velli og áður. En við erum
ánægðir með þessa aðstöðu en að sjálfsögðu
munum við æfa í stóra íþróttahúsinu næsta
vetur á undirbúningstímabilinu en ég hugsa
að við tökum eina og eina æfingu á sand-
inum samt sem áður. Það hafa allir gott af
því að æfa við slíkar aðstæður,“ segir þjálf-
arinn og kallar á sína menn sem láta hvert
skotið af öðru vaða á markið.
Dean Martin, enskur leikmaður í liði
Skagamanna, biður um að fá mynd af sér
við æfingar á sandinum. „Það trúir mér eng-
inn þegar ég segi þeim að við séum að æfa
og spila fótbolta á strönd á Íslandi. Það
halda allir að það sé aðeins leikinn strand-
bolti í Brasilíu,“ segir Dean.
Þekktir knattspyrnumenn á borð við Þórð
Guðjónsson og Arnar Gunnlaugsson drógu
ekkert af sér á blautum vellinum og sókn-
arleikurinn var í hávegum hafður á æfing-
unni. Stutt á milli stórra marka og fengu
markverðirnir að glíma við óteljandi skot á
stuttum tíma.
„Strandbolti“ skemmtilegur
Þeir félagar Þórður og Arnar hafa vart
fengið að leika mikið á sandi með sínum fé-
lagsliðum á atvinnumannaferli sínum en
Þórður lék sem atvinnumaður í Þýskalandi,
Spáni, Belgíu og Englandi áður en hann
sneri á ný til Íslands fyrir skemmstu. Arnar
hefur einnig leikið sem atvinnumaður í fjöl-
mörgum löndum, Hollandi, Frakklandi,
Þýskalandi og Englandi, en hann lék í ensku
úrvalsdeildinni með Leicester. Þeir höfðu
samt sem áður gaman af „strandboltanum“ í
morgunsárið á laugardaginn en leikmenn ÍA
hafa vaknað eldsnemma á laugardögum í
vetur til þess að æfa í Egilshöllinni í
Reykjavík en þær æfingar hófust kl. 8 að
morgni.
Að þessu sinni var æfingin kl. 10.30 á
Akranesi enda höfðu leikmenn liðsins staðið
í ströngu við að þjóna til borðs langt fram
eftir nóttu á vel heppnuðu og fjölmennu
herrakvöldi félagsins sem var haldið til
styrktar æfingaferð liðsins. ÍA stefnir á að
fara til Þýskalands í byrjun apríl í æf-
ingabúðir í viku en Ólafur þjálfari vonast til
þess að vetrarhörkum í Mið-Evrópu linni áð-
ur en Skagamenn leggja land undir fót.
Enda eru fáar strendur sem liðið getur nýtt
sér í Þýskalandi verði enn snjór yfir öllu
þegar Skagaliðið mætir í æfingabúðirnar í
Þýskalandi í byrjun apríl.
Langisandur stendur enn fyrir sínu
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Knattspyrnumennirnir Þórður Guðjónsson, Arnar Gunnlaugsson og fleiri skemmtu sér vel í „strandboltanum“ á Langasandi um helgina.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Stykkishólmur | Mikill áhugi er
fyrir hjá velunnurum Stykk-
ishólmskirkju að hefja söfnunar-
átak til kaupa á nýju pípuorgeli
fyrir kirkjuna. Stykkishólms-
kirkja var vígð árið 1990. Síðan
hefur verið horft til þess að
kaupa orgel sem hæfir nýju
kirkjunni, en hingað til hefur það
verið draumur í fjarlægð.
Fyrir stuttu síðan var haldinn
fundur um orgelkaup. Björgvin
Tómasson orgelsmiður ræddi um
pípuorgel almennt og kom með
hugmyndir um orgel í kirkjuna
og staðsetningu.
Fyrsta skrefið í söfnunarátak-
inu verða minningartónleikar um
Sigrúnu Jónsdóttur, kórstjóra og
organista, sem haldnir verða í
Stykkishólmskirkju sunnudaginn
19. mars nk.
Undirbúningur
á lokastigi
Sigrún Jónsdóttir fluttist til
Stykkishólms árið 1996 ásamt
fjölskyldu sinni og starfaði sem
organisti og kórstjóri við kirkj-
una í 7 ár. Sigrún stundaði tón-
listarnám á Íslandi og í Englandi.
Hún starfaði mikið með kórum
bæði í London og víðs vegar um
landið. Hún dó haustið 2004 að-
eins 36 ára gömul.
Undirbúningur tónleikanna er í
höndum Sigurborgar Leifsdóttur
og Jósefs Blöndals. „Þessi hug-
mynd hefur átt sér góðan að-
draganda,“ segir Jósef og bætir
við: „Að kveikjan hafi komið frá
samferðafólki Sigrúnar í tónlist-
inni. Það vildi minnast hennar
með tónleikum og nú er und-
irbúningur að komast á lokastig.“
Það var Sigrúnu hjartans mál
að Stykkishólmskirkja fengi nýtt
orgel. Hún heimsótti kirkjur til
að kynna sér pípuorgel sem þar
voru í þeim tilgangi að safna
upplýsingum um hvers konar
orgel færi vel í kirkjunni. „Því
miður, fór hún frá okkur alltof
fljótt, en við viljum halda verkinu
áfram,“ segir Sigurborg. Þau
segja að allir undirbúningur hafi
gengið vel. „Í gegnum þessa
vinnu höfum við náð að kynnast
betur hvernig persóna Sigrún
var. Hún var vel látin af öllum og
vel kynnt. Hún hafði mikinn
metnað í því starfi sem hún
gegndi. Hún átti auðvelt með að
virkja fólk og áhuginn var mikill
fyrir kirkjulegu starfi. Því vissum
við að viðbrögðin hjá tónlist-
arfólki yrðu jákvæð þegar til
þeirra var leitað með að koma
fram,“ segir Sigurborg.
Fjölbreytt dagskrá
á sunnudag
Dagskrá tónleikanna á sunnu-
daginn verður fjölbreytt og
margir flytjendur. Þar kemur
fram heimafólk og fólk sem lærði
með Sigrúnu og manni hennar,
Hólmgeiri Þorsteinssyni, bæði
hér á landi og eins í London.
Meðal flytjenda eru líka fyrrum
kennarar þeirra hjóna.
Það kom fram hjá Jósef að boð-
ið er upp á góða tónlistarveislu.
Margt af listafólkinu er lands-
þekkt.
Þar má nefna m.a. Sigríði Ellu
Magnúsdóttur, mezzósópran,
Gunnar Guðbjörnsson, tenór og
Kristin Örn Kristinsson píanóleik-
ara.
Að sögn þeirra Sigurborgar og
Jósefs hafa verið gefin út minn-
ingar- og gjafakort í fjáröfl-
unarskyni til fyrirhugaðra org-
elkaupa. Það verður ókeypis
aðgangur að tónleikunum, en tek-
ið verður á móti frjálsum fram-
lögum í orgelsjóðinn.
Hefja söfnunarátak
til orgelkaupa
Þeir leggja sig fram í söngnum, kórfélagarnir. Bjarni Lárentínusson,
Hrafnkell Alexandersson, Björgvin Þorvarðarson og Einar Steinþórsson.
Tóninn gefur stjórnandinn, Tómas Guðni Eggertsson.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Kór Stykkishólmskirkju hefur æft vel að undanförnu og kemur fram á minningartónleikum um Sigrúnu Jóns-
dóttur. Stjórnandi kórsins er Tómas Guðni Eggertsson.
Eftir Gunnlaug Árnason
garnason@simnet.is