Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 9 FRÉTTIR TÆPLEGA helmingur af þyrlupalli Kolbeinseyjar er hruninn og nú er ekki lengur hægt að lenda þyrlu á eyj- unni. Áhöfn Synjar, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæsl- unnar, var í venjubundnu gæsluflugi í síðustu viku og kom í ljós er flogið var yfir Kolbeinsey að tæpur helm- ingur af þyrlupalli eyjarinnar var horfinn. Áhöfn Óðins og starfsmenn Vita- og Hafnamálastofnunar byggðu þyrlupallinn árið 1989 og hefur eyjan jafnt og þétt minnkað síðan þá. Til að mynda er þyrlupallurinn nú hæsti punktur eyjarinnar en þegar hann var byggður voru aðrir hlutar eyjarinnar hærri. Syn flaug yfir Kolbeinsey fyrir um einum og hálfum mánuði og var þyrlupallurinn þá í heilu lagi að sögn Tómasar Helgasonar sem var flugstjóri í eftirlitsfluginu. Landhelgisgæslumenn hafa skoðað eyjuna bæði úr lofti og neðansjávar. Helmingur þyrlupallsins horfinn VEGNA breytinga sem Alþingi samþykkti á þjóðkirkjulögunum í síðasta mánuði var kallað saman auka Kirkjuþing sl. föstudag þar sem starfsreglum um kirkjuþings- kjör og þingsköp Kirkjuþings var breytt. Að sögn Guðmundar Þórs Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra kirkjuráðs, miðar breytingin að því að fjölga þátttakendum á Kirkjuþingi úr 21 í 29, jafnframt því að víkka út kjörgengi leikmanna. Segir hann þetta í síðasta sinn sem núverandi kirkjuþingsmenn koma saman, því kosið verður eftir nýju reglunum í vor þegar kosið verður til nýs Kirkjuþings. Að sögn Guðmundar felast meg- inbreytingarnar í því að djáknar eru teknir inn í tölu vígðra manna hvað kjörgengi varðar, fulltrúum er fjölgað, einkum á höfuðborgarsvæð- inu, auk þess sem töluverð breyting verður á því hvernig leikmenn er kosnir á þingið auk þess sem leik- mönnum er fjölgað í hlutfalli við vígða menn. „Fyrir breytingu var það svo að þeir leikmenn sem vildu bjóða sig fram til þingsetu á Kirkju- þingi urðu að vera í sóknarnefnd. En nú eru allir leikmenn sem skráð- ir eru í þjóðkirkjuna kjörgengir,“ segir Guðmundur og bendir á að leikmenn geti þannig gefið sig fram við sína sóknarnefnd og óskað eftir tilnefningu til þingsetu. Stefna að rafrænni kosningu Aðspurður segir Guðmundur Kirkjuþingið hafa gengið vel fyrir sig, en heitar umræður urðu um það hvort vígðir menn, þ.e. prestar og djáknar, þyrftu að vera í fullu starfi til þess að mega kjósa. Segir Guð- mundur niðurstöðuna hafa verið þá að ákveðið var að aðeins þeir sem væru í fullu starfi hefðu kosninga- rétt til Kirkjuþings. Á aukaþinginu var einnig sam- þykkt að marka þá stefnu að næstu kosningar til Kirkjuþings verði raf- rænar og fari þá fram á netinu í stað póstkosninga áður. Segir Guðmund- ur kosti rafrænna kosninga mikla, þar sem þetta sé bæði ódýrari, fljót- legri og skilvirkari leið. Starfsreglum um kirkjuþingskjör breytt á auka Kirkjuþingi SVAVAR Sigurðsson, bar- áttumaður gegn fíkniefnum, sagðist í samtali við Morgunblaðið skora á fjármálaráðherra að veita fé til kaupa eða leigu á gegnumlýs- ingabíl fyrir tollyfirvöld. Hann sagði að slíkur bíll gæti gegnumlýst um 30 gáma á klukkustund en í dag er notast við mun afkastaminni tækni. Svavar sagði að auk þess sem hann hefði þrýst á fjármálaráð- herra, hefði hann rætt við banda- ríska, breska og sænska sendiráðið. Hann bíði eftir svari frá fjár- málaráðherra en dómsmálaráð- herra hefur einnig lýst yfir áhuga á þessu tæki. Tæki sem þetta kostar um 80 milljónir króna en hann seg- ir einnig hægt að leigja það. Kost- urinn við tæki sem þetta er að það er færanlegt þar sem það er á hjól- um. Því sé hægt að flytja það mjög auðveldlega á milli hafna. Skorar á yfirvöld að leggja fé í gegnumlýsingar- tæki fyrir gáma MINNI björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Sif, var kölluð út á laugardag kl. 14.55 til leitar að neyðarsendi. Sendirinn sendi stöðugt neyðarsend- ingar um gervihnött sem bárust stjórnstöð gæsl- unnar og hófst leit á föstudag. Þegar hún bar ekki árangur var þyrlan kölluð út til að miða út sendinn. Áhöfn Sifjar tókst að staðsetja neyðarsendinn í bíl- skúr í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík og fór starfs- maður Póst- og fjarskiptastofnunar ásamt lögreglu á staðinn og slökkti á honum. Ekki er vitað hvernig kviknaði á sendinum. Þyrlan lenti við flugskýli gæslunnar rétt fyrir fjögur en var skömmu síðar kölluð út á nýjan leik, nú vegna flugvélar sem lenti í vandræðum yfir Þingvöllum. Var þar á ferð tveggja sæta Cesna í eigu Flugskóla Íslands en flugmaður hennar hefur ekki blindflugsréttindi og lenti því í erfiðleikum þegar gekk á með éljum og hann sá ekki til jarðar. Þegar allt kom til alls náði flugmaðurinn að bjarga sér úr vandræðunum án hjálpar Gæslunnar en þyrlan fylgdi flugvélinni þó eftir til Reykjavíkur. Leit úr lofti að neyðarsendi Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Nýr gallafatnaður Mánudagur 13.03 Engiferpottur m/kartöflubakstri Þriðjudagur 14.03 Hummus, buff & bakað grænmeti Miðvikudagur 15.03 Burritos m/chillisósu & guacamole Fimmtudagur 16.03 Thailenskur pottur m/asísku salati Föstudagur 17.03 Grænmetislasagna m/pestó Helgin 18.-19.03 Afrískur pottur m/steiktum banönum SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS - HLÍÐASMÁRA 9 - 201 KÓPAVOGI FJÁRMÁL & REKSTUR Helstu námsgreinar: Rekstrarfræði Farið er í grunnatriði rekstrarhagfræði, rekstur fyrirtækja, umhverfi þeirra, mismunandi rekstrarform, markmið og skipulag fyrirtækja. Fjármálastjórnun Kenndur er arðsemisútreikningur, fjallað um ávöxtunarkröfur, áætlunargerð fyrirtækja og aðferðir við að meta virði verðbréfa og fjárfestinga. Notkun Excel við fjármál og rekstur Nemendur eru þjálfaðir við notkun Excel í rekstri, einkum við gerð rekstraráætlana, notkun fjármálafalla og arðsemismats. Kvöldnámskeið: Þri. - fim. kl. 18:00 - 22:00 og á lau. kl. 13:00 - 17:00. Byrjar 4. apríl og lýkur 3. júní. Morgunnámskeið: Þri. - mið. - fim. kl. 8:30 - 12:30 Byrjar 18. apríl og lýkur 1. júní. Frábært námskeið fyrir þá sem vilja bæta við sig þekkingu í fjármálum og rekstri fyrirtækja. Námið snýr m.a. að rekstrar- fræðum, fjármálastjórnun og áætlanagerð með áherslu á efnistengdri verkefnavinnu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa reynslu í Excel og grunn- þekkingu á bókhaldi. „Eftir Fjármála- og rekstrarnámið hjá NTV hef ég öðlast viðamikla og dýrmæta þekkingu sem mun nýtast mér í öllu sem ég á eftir að taka mér fyrir hendur í framtíðinni. Ég er mun verðmætari starfs- kraftur eftir námið!“ Kári Sigurfinnsson Sölumaður hjá Tölvulistanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.