Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Magnaður framtíðartryllir með skutlunni Charlize Theron. Hefndin er á leiðinni eee V.J.V. topp5.is eeee S.V. mbl eeee A.G. Blaðið eeee Ö.J. Kvikmyndir.com eeeee Dóri Dna / Dv eeee S.v. / Mbl Anthony Hopkins sýnir stórleik í sínu eftirminnilegasta hlutverki til þessa í skemmtilegustu mynd ársins. eeee „Skemmtilegasti furðufugl ársins!" - Roger Ebert The New World kl. 5.45 og 8.30 b.i. 12 ára The Worlds Fastest Indian kl. 5.30 - 8 og 10.30 Blóðbönd kl. 6 - 8 og 10 Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 ára Syriana kl. 8 og 10.30 b.i. 16 ára Pride & Prejudice kl. 5,30 BESTA MYND ÁRSINSFrá höfundi „Traffc“ ALMENNINGUR í Dublin var ævareiður yfir því að miðar á leik- sýninguna Faith Healer, þar sem Ralph Fiennes fer með aðal- hlutverk, hefðu selst eins og heit- ar lummur. Íslenskir aðdáendur Ralph Fiennes voru ásakaðir um að vera óheiðarlegir og gráðugir. Þessi harða árás á Íslendinga átti sér stað í helstu sjónvarps- fréttum Íra. Þegar leikstjóri leik- ritsins var spurður hvers vegna miðar á sýninguna hefðu selst upp svo fljótt sagði hann að aðdáenda- klúbbar hefðu verið svo gráðugir að kaupa miða á sýningar kvöld eftir kvöld. Michael Coolgan, leik- stjóri Gate-leikhússins, sem sýnir verkið, nefndi til sögunnar aðdá- endaklúbba Ralph Fiennes í Hol- landi, Belgíu og Íslandi. Fiennes þykir fara á kostum í myndinni The Constant Gardener og er einn frægasti leikari Íra. Margir muna eftir honum úr þekktum myndum á borð við The English Patient og Schindlers List. Annar þekktur leikari sem mun prýða sýninguna, sem þykir eitt allra besta írska leikverk sem um getur, er Ian McDiarmid sem er þekktastur fyrir að leika vonda kanslarann í Star Wars, Palpatine. McDiarmid, sem var skólafélagi leikstjórans, þykir bera af í sýn- ingunni. Eftir allnokkra leit Morg- unblaðsins að aðdáendaklúbbi Ralph Fiennes á Íslandi, fannst hann. Aðdáendaklúbburinn var stofnaður af sex stelpum sem nema við guðfræðideild Háskóla Íslands og eru meðlimir hans enn sex. Talsmaður klúbbsins, Jódís Káradóttir, sagðist ekki kannast við að hafa keypt neina miða. „Við erum bara nokkrar stelpur sem hittumst og stynjum yfir honum. Það er engin alvara í þessu,“ segir Jódís. Það er því aldrei að vita hvort fleiri Fiennes-aðdáenda- klúbbar leynist þarna úti. Fólk | Miðar á sýningu í Dublin keyptir upp af Íslendingum? Írafár vegna leikhúsmiða Reuters Aðdáendaklúbbur Ralph Fiennes á Íslandi var stofnaður af sex stelpum sem nema við guðfræðideild Háskóla Íslands og eru meðlimir hans enn sex. J osé González hefur tónleikaferð sína um Bandaríkin og Bretland með tónleikum á NASA við Austurvöll í kvöld, mánudagskvöld. Færri kom- ust að en vildu þegar hann tróð upp á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni í októ- ber á Þjóðleikhúskjallaranum. Síðan José kom hingað síðast hefur frægðarsól þessa argentísk-ættaða tónlistarmans frá Gauta- borg risið enn hærra á alþjóðavettvangi. Breiðskífan hans Veneer hefur haldið áfram að fá lofsamlega dóma og lagið hans „Heart- beats“ – sem upphaflega var samið af sænsku teknó-popp sveitinni The Knife – hefur kom- ist hátt á breska vinsældarlistanum. Í kjölfar tónleikana í Reykjavík heldur José beinustu leið á tónlistarhátíðina South by Southwest (SxSW) í Texas þar sem hann mun leika á þrennum tónleikum. Í framhaldinu tekur síð- an við stíft tónleikahald í Bandaríkjunum, Bretlandi og nokkrum Evrópuborgum fram á vor. Í kjölfar útgáfu á Veneer í Bandaríkjunum hafa lögin „Crosses„ og „Stay in the Shade“ komið José á kortið vestanhafs sem og „Heartbeats“, sem er nýjasta smáskífulag plötunnar. Lagið er að hefja sína níundu viku á breska vinsældalistanum eftir að hafa hæst náð 9. sæti listans en þar í landi hefur Veneer verið á lista yfir mest seldu breiðskífurnar frá áramótum. Einstök útsetning José González á lögum Joy Divison („Love Will Tear Us Apart“), Kylie Minouge („Put Your Hand on Your Heart“) og Bruce Springsteen („The Ghost of Tom Joad“) hafa einnig vakið athygli beggja vegna Atlantshafsins. Tónleikarnir eru eins og áður segir á NASA í kvöld og hefjast kl. 20.30 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Siggi Ármann hitar upp. Miðaverð er 2.500 kr. auk 200 kr. miðagjalds og miðasala í verslunum Skíf- unnar og á Midi.is José Gonzáles á NASA í kvöld TENGLAR ................................................................. www.destiny.is www.jose-gonzales.com SÝNING Olgu Bergmann „Innan garðs og utan“ var opnuð í Listasafni ASÍ á laugardag. Þar sýnir Olga Bergmann í samvinnu við hliðarsjálf hennar doktor B. afsprengi athugana í sameiningu á möguleikum erfðavísindanna og hugs- anlegum áhrifum þeirra á þró- unarsöguna er til langs tíma er litið. Olga og dr. B sýna vettvangs- athuganir á atferli dýra, postu- línsstyttur og leynisafn. Verkin á sýningunni fjalla um villta náttúru og tamda, dýralíf og hugmyndir um framtíðina sem meðal annars tengjast æv- intýrum og óljósum minningum. Í Arinstofu var auk þess opnuð sýning á málverkum eftir Jón Stefánsson í eigu Listasafns ASÍ og innskotum eftir Olgu Berg- mann. Listamannaspjall verður sunnudaginn 26. mars kl. 15 en Olga Bergmann tekur þá á móti gestum og ræðir um verk sín. Sýningarnar standa til 2. apríl. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Eggert Ísabel Pétursdóttir og Dóróthea Ævarsdóttir skoða verk eftir Olgu. Guðrún Hallgrímsdóttir, Árni Bergmann og Dóróthea Einarsdóttir voru hress á sýningunni. Listamaðurinn Olga Bergmann, Vigdís Finnbogadóttir og Lena Bergmann, móðir Olgu. Olga Berg- mann opn- ar í Lista- safni ASÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.