Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atvinnuauglýsingar Óskum eftir að ráða starfsmenn á lager og í almenn störf í starfsstöð okk- ar. Einnig sumarafleysingafólk. Upplýsingar gefur Þorsteinn í síma 897 4441 frá kl. 17-19 netfang: steini@isfugl.is. Raðauglýsingar 569 1100 Kennsla Study Medicine and Dentistry in Hungary 2006 For further details contact: Tel.:+ 36 209 430 492. Fax:+ 36 52 439 579 E-mail: omer@hu.inter.net internet: http://www.meddenpha.com Tilboð/Útboð Auglýsing um deiliskipulag í Hvalfjarðarstrandarhreppi Borgarfjarðarsýslu Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð í Hlíðarbæ, Hvalfjarðarstrandar- hreppi. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir 30 ein- býlishúsalóðum ásamt bílageymslum auk 8 íbúðarhúsa og einu parhúsi sem þegar eru byggð. Tillagan ásamt byggingar- og skipu- lagsskilmálum liggur frammi á skrifstofu sveit- arfélagsins frá 13. mars 2006 til 10. apríl 2006 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila fyrir 24. apríl 2006 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan til- greinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingafulltrúi. Tilkynningar VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar- félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is. Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi Ásland 3. áfangi, Hafnarfirði. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 23. september 2005 að auglýsa til kynningar tillögu að deiliskipulagi Áslands 3. áfanga í Hafnarfirði í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Skipulagssvæðið er alls um 29 ha að stærð. Samtals er þar gert ráð fyrir 248 – 260 íbúðum; 85 íbúðum í einbýlishúsum, 47 íbúðum í par- og raðhúsum og 116 – 128 íbúðum í fjölbýli. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustu- veri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 13. mars – 10. apríl 2006. Nánari upplýs- ingar eru veittar á umhverfis- og tækni- sviði. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athuga- semdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar eigi síðar en 24. apríl 2006. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Umhverfis- og tæknisvið Hafnarfjarðar. Breyting á deiliskipulagi Suðuröxl Setbergshamars, Hafnarfirði Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum hinn 14. febrúar 2006, að auglýsa til kynn- ingar breytingu á deiliskipulagi Suðuröxl Setbergsham- ars í Hafnarfirði í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felur í sér, að heimilt verður að reisa 20 ný einbýlishús, í stað 18 einbýlishúsa og parhúss, en heildar- fjöldi íbúða verði óbreyttur. Gert er ráð fyrir einni nýrri lóð við Háaberg, en aðrar lóðir eru við Hólsberg. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnar- fjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 13. mars-10. apríl 2006. Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og tækni- sviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og tæknisviðs Hafnar- fjarðarbæjar, eigi síðar en 24. apríl 2006. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Umhverfis- og tæknisvið Hafnarfjarðar. VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar- félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is Félagslíf  MÍMIR 6006031319 II  HEKLA 6006031319 VI  GIMLI 6006031319 III I.O.O.F. 19  1863138  SÍMANUM er heimilt að innheimta útskriftargjöld af útsendum símareikningum samkvæmt úrskurði úrskurð- arnefndar fjarskipta- og póstmála. Póst- og fjar- skiptastofnun (PFS) hafði áð- ur komist að sömu niður- stöðu eftir kvörtun frá Reykjaprenti ehf. í október 2005 yfir meintri ólögmætri gjaldtöku Símans. Reykja- prent kærði ákvörðun PFS sem úrskurðarnefndin hefur nú staðfest. Af hálfu Reykja- prents var þess krafist að úr- skurðarnefndin felldi ákvörð- un PFS alfarið úr gildi og lýsti töku Símans á útskrift- argjaldi óheimila. Til vara var þess krafist að fjárhæð útskriftargjaldsins yrði úr- skurðuð órökstudd og of há. Úrskurðarnefndin tók að svo komnu máli ekki efnislega af- stöðu til upphæðar gjaldsins, segir í úrskurðarorðum. Af hálfu Símans hf. var þess krafist að kröfum kæranda yrði hafnað og að nefndin staðfesti ákvörðun PFS. Málavextir eru þeir að í október 2005, kvartaði Reykjaprent yfir meintri ólögmætri gjaldtöku Símans hf. til PFS. Fram kom að á reikningum Símans vegna talsímaþjónustu hefði um langt skeið verið tilgreint sérstakt útskriftargjald, nú að fjarhæð 190 kr. PFS tók ákvörðun í málinu 14. desem- ber 2005 og hafnaði kröfu Reykjaprents um að útskrift- argjald Símans yrði talið brjóta í bága við fjarskipta- lög. PFS skoðaði ekki fjár- hæð útskriftargjalds Símans sérstaklega í tengslum við kvörtunina. Reykjaprent kærði svo ákvörðun PFS með kæru 6. janúar 2006. Áhrif lagabreytingar könnuð Í úrskurði nefndarinnar er rifjað upp að 6. september 2001 hafi nefndin kveðið upp þann úrskurð (mál nr. 4/ 2001) að Landssíma Íslands væri heimilt að taka útskrift- argjald af útsendum sím- reikningum. Síðan hafi nokkrar breytingar orðið á lagaumhverfi í fjarskiptavið- skiptum hér á landi. Niður- staða í málinu valt að mati nefndarinnar á því hvort sú breyting hefði þau áhrif að úrskurða bæri á annan hátt en í fyrrgreindu máli. Stóð ágreiningur málsaðila að mati nefndarinnar aðal- lega um túlkun á 1. mgr. 38. gr. fjarskiptalaga þar sem segir: „Áskrifendur talsíma- þjónustu eiga rétt á að fá reikninga fyrir fjarskipta- notkun sína sundurliðaða eft- ir þjónustu og skulu áskrif- endur alþjónustu eiga rétt á slíkum reikningum án þess að greiðsla komi fyrir.“ Skilningur Reykjaprents er að þar sé ætlunin að veita neytendum rétt á að fá reikn- inga í hendur án þess að greiða fyrir það sérstaklega en skilningur Símans hf. og PFS er að þar sé aðeins átt við að sundurliðun reikning- anna sé áskrifendum alþjón- ustu að kostnaðarlausu. Nokkur lögskýr- ingarsjónarmið Svo virðist sem málfræði- lega geti báðir skýringar- kostirnir gengið en nokkur lögskýringarsjónarmið eiga við málinu, að mati nefndar- innar. Í niðurstöðu hennar kemur fram að hún telji ekki efni til þess að álykta að breytingin sem orðið hefur á fjarskiptalögum réttlæti það að banna Símanum að inn- heimta kostnað við útsend- ingu reikninga. Aðalkröfu kæranda, að felld sé úr gildi ákvörðun PFS og svokallað útskriftargjald gert óheimilt, er því hafnað. Vegna varakröfu kæranda skal áréttað það hlutverk PFS að hafa eftirlit með þessu gjaldi sem öðrum á sviði fjarskipta en nefndin hefur hvorki nægileg gögn né forsendur til þess að taka efnislega afstöðu til fjárhæð- ar þeirrar sem um er að ræða. Úrskurðarnefnd fjar- skipta- og póstmála skipa Ólafur Garðarsson hrl. for- maður og meðnefndarmenn- irnir Heimir Haraldsson end- urskoðandi og Guðjón Kárason verkfræðingur. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála staðfesti ákvörðun PFS Símanum heim- ilt að innheimta útskriftargjald HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri til tveggja mánaða fangelsis, skilorðs- bundið til þriggja ára, fyrir stórfellda líkamsárás sem átti sér stað 2. apríl 2005. Ákærða var jafnframt gert að greiða fórnarlambi sínu 150 þúsund krónur í bætur og 538 þúsund krónur í sakarkostnað, þar með talin 300 þúsund króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og 175 þúsund króna þóknun skip- aðs réttargæslumanns fórnarlambsins. Ákærða var gefið að sök að hafa sleg- ið karlmann hnefahögg í andlitið þann- ig að hann féll aftur fyrir sig og skall með höfuðið í götuna með þeim afleið- ingum að hann hlaut skurð á hnakka, nefbrot, brot í höfuðkúpubotni, heila- mar beggja vegna í fremsta hluta heila, heilablæðingu, glóðarauga á vinstra auga og bólgur yfir vinstra kinnbeini. Í dómi héraðsdóms kemur fram að verknaður ákærða, einn og sér, teljist ekki sérstaklega hættuleg líkamsárás en vegna álits sérfræðings um alvar- leika höfuðáverka fórnarlambsins, einkum heilamarsins, var fallist á að háttsemi ákærða yrði heimfærð í ákæru undir stórfellda líkamsárás. Hins vegar voru afleiðingar árásarinn- ar aðeins taldar ákærða til sakar vegna gáleysis. Fórnarlambið krafðist einnar millj- ónar í bætur en þar sem það þótti sann- að að hann hafi átt nokkra sök á atburð- arrásinni, þóttu 150 þúsund krónur hæfilegar. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kvaddi upp dóminn. Sigríður Elsa Kjartansdóttir, fulltrúi ríkissaksókn- ara, flutti málið en verjandi ákærða var Örn Clausen hrl. Hlaut mar á heila eftir líkamsárás AÐALFUNDUR Landssambands bakarameistara, sem haldinn var 4. mars sl., mótmælir harðlega þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á verði á raf- orku til bakaría frá því ný orkulög tóku gildi. „Ný raforkulög tóku gildi í byrjun árs 2005. Við það breyttust taxtar sem orkufyrirtæki á öllu land- inu innheimta eftir. Stærstur hluti raforkunotkunar í bakaríum fer fram á þeim tíma sólarhrings þegar almenn orkunotkun er í lágmarki. Bakarí hafa hing- að til notið betri kjara af þeim sökum gegn því að hægt væri að rjúfa rafmagn til þeirra á öðrum tím- um sólarhringsins. Við breytingar á orkulögum var þeim samningum rift með einu pennastriki og við það hækkaði rafmagnsverð til bakaría um allt að 50%. Þessar hækkanir hafa smám saman verið að koma í ljós frá því nýju orkulögin tóku gildi og enda óhjákvæmilega í hærra vöruverði. Bakarameistarar telja þessa hækkun ekki vera í samræmi við vilja stjórnvalda til að lækka verð á matvælum og hvetja orkusala til að koma til móts við óskir bakara um að leita leiða til að lækka orku- verð.“ Bakarar mótmæla háu orkuverði F-LISTINN, listi framfarasinnaðra kjósenda í Garðinum, hélt fund 28. febrúar sl., þar sem framboðslisti vegna sveitarstjórnarkosning- anna 27. maí nk. var ákveðinn. Einnig kom fram að Sigurður Jónsson verður bæjarstjóraefni F-listans. Listann skipa eftirtaldir: 1. Ingimundur Þ. Guðnason tæknifræðingur 2. Einar Jón Pálsson tæknifræðingur 3. Ágústa Ásgeirsdóttir þjónustufulltrúi 4. Gísli Heiðarsson framkvæmdastjóri 5. Gísli Kjartansson byggingaiðnfræðingur 6. Einar Tryggvason vinnuvélastjórnandi 7. Skúli Þórarinsson umdæmisstjóri 8. Hulda Matthíasdóttir fiskverkandi 9. Helga Sif Jónsdóttir listamaður 10. Knútur Rúnar Jónsson nemi 11. Brynjar Þór Magnússon nemi 12. Ásta Arnmundsdóttir kennari 13. Hannes Tryggvason rafvirki 14. Guðrún S. Alfreðsdóttir stuðningsfulltrúi F-listinn í Garðinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.