Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JAFNAÐARMANNAFLOKKAR í Evrópu með verkalýðshreyfingu að bakhjarli urðu til sem mannréttinda- hreyfing fátæks fólks í baráttu við of- urvald auðs sem safnast hafði á fáar hendur. Barátta hennar fyrir jöfnum lífskjörum og jöfnum tækifærum til þroska og til að lifa mannsæmandi lífi, án tillits til efnahags- eða þjóð- félagsstöðu, þótti ekki sjálfsögð krafa á sínum tíma. Hart var tekist á um baráttumálin og viðkvæðið var ávallt að hið sama, þ.e. að atvinnulífið og þjóðfélagið hefði ekki efni á umbótum og jöfnuðu, að fyrirtækin myndu kikna undan þessum byrðum og ekki verða nægilega samkeppnisfær á er- lendum mörkuðum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Baldvins Hannibals- sonar, fyrrverandi formanns Alþýðu- flokksins, en hann flutti ávarp á 90 ára afmælisfagnaði jafnaðarmanna- hreyfingarinnar hérlendis sem hald- inn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær fyrir troðfullu húsi. Jón Baldvin gerði boðskap ný- frjálshyggjunnar sem tröllriðið hefur vestrænum samfélögum á umliðnum árum, eins og hann orðaði það, sér- staklega að umtalsefni í ávarpi sínu. „Nú þekkist sú skoðun og þykir fín að þær þjóðir einar sem gefa fjármagns- eigendum lausan tauminn geti spjar- að sig í hinu hnattræna hagvaxt- arkapphlaupi. Það megi ekki íþyngja þeim um of með afskiptasemi og sköttum því að þeir kunni að fyrtast við og fara. Þar með væri hagvöxt- urinn í hættu og um leið atvinna og afkoma almennings. Þeim þjóðum gangi hins vegar allt í haginn sem dansa eftir töfraflautu fjármagnsins, lækka skatta, einkavæða ríkisfyr- irtæki og þjónustu og láta af óþarfa afskiptasemi og eftirliti. Það fylgir sögunni að það sé engra annarra kosta völ. Við eigum enga valkosti, bara afarkosti,“ sagði Jón Baldvin og spurði í framhaldinu: „Til hvers er hagvöxtur ef hann fellur aðeins fáum í skaut?“ Í framhaldinu gerði Jón Baldvin norræna velferðarsamfélagið að umtalsefni og benti á að öfugt við spár nýfrjálshyggjunnar væru Norð- urlandaþjóðirnar jafnokar höfuðvígis kapítalismans, Bandaríkjanna, þegar kæmi að hagvexti og nýsköpun, en stæðu langt um framar þegar kæmi að nýtingu mannauðsins, mennt- unarstiginu, atvinnuþátttökunni, jafnréttinu og jöfnuði í tekjuskipt- ingu. Sagði hann að þar skipti sköp- um langtímafjárfesting samfélagsins í menntun, heilsugæslu og umönnun barna sem sé allt undirstaða í sam- keppnishæfni þjóða í hinu alþjóðlega þekkingarsamfélagi samtímans. „Velferðarþjóðfélagið er afdrátt- arlaust mesta stjórnmálaafrek lið- innar aldar. Það er okkar að tryggja að þær fórnir sem forverar okkar færðu í baráttunni fyrir frelsi, jafn- rétti og bræðra- og systralagi verði ekki kastað á glæ.“ Frelsishugtakið verið rifið úr samhengi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, gerði einnig grunnstefið um jafnrétti, frelsi og bræðralag, eins og það birtist í fyrstu stefnuskrá Alþýðuflokksins, að umtalsefni. Sagðist Ingibjörg alltaf hafa hrifist af þessari fyrstu stefnu- skrá Alþýðuflokksins þar sem fram kemur að markmið flokksins sé ekki að allir verði jafnríkir heldur að eng- inn sé fátækur í landi þar sem aðeins verði ein stétt, þ.e. stétt starfandi menntaðra einstaklinga. „Þessi þrjú orð, þ.e. jafnrétti, frelsi og bræðralag, eru samofin og ekkert þeirra getur staðið án hins. Þetta er mjög mikilvægt, vegna þess að frels- ishugtakið hefur verið rifið úr sam- hengi við önnur hugtök sem þurfa að standa með því,“ sagði Ingibjörg og tók fram að jafnrétti væri forsenda frelsis. „Þess frelsis sem í því felst að fá notið hæfileika sinna og atgervis óháð stétt eða stöðu, efnahag eða kynferði. Jafnrétti og frelsi verður hvorki sótt, þess notið né það varið nema í samfélagi við annað fólk. Eng- inn er frjáls sem er órétti beittur og enginn er heldur alveg frjáls meðan aðrir búa við allsleysi eða undirokun.“ Í framhaldinu gerði Ingibjörg ís- lenska auðmenn að umtalsefni. „Mikil auðsöfnun fárra og erfiðari lífsbar- átta annarra vegur að stöðugleik- anum í samfélaginu og það eru teikn á lofti um að traustið fari þverrandi,“ sagði Ingibjörg og tók fram að færa mætti rök fyrir því að íslenskir at- hafnamenn fari nú oft hratt yfir, ætli sér um of og eigi það á hættu að skaða sjálfa sig og aðra. „Þeir hafa fengið mikið frelsi og verða nú að full- vissa okkur um að þeir kunni að fara með það. Þeir verða að sýna ábyrgð gagnvart fólkinu í landinu minnugir þess að með vinnu sinni og hugviti hefur fólkið skapað það samfélag sem gerir þeim kleift að athafna sig. Stjórnvöld verða líka að axla sína ábyrgð og leggja sig fram um að skapa traust milli manna og á stofn- unum samfélagsins. Þau verða að sýna og sanna að þau gæti almanna- hagsmuna, en ekki sérhagsmuna.“ Því verki að tryggja kjörin lýkur aldrei að fullu Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, gerði kjark og áræði stofnenda ASÍ í upphafi síðustu aldar að umtalsefni í ávarpi sínu, því þá hefði fólk legið undir hótunum um atvinnumissi tæki það þátt í slíkri ósvinnu að beita sér gegn ægivaldi þeirra sem atvinnu- tækjanna réðu á sínum tíma. „Því verki að tryggja kjörin lýkur aldrei að fullu,“ sagði Benedikt og gerði að umtalsefni áróður manna á hægri væng stjórnmálanna gegn verkalýðs- starfinu. „Þeir reyna að koma því inn hjá fólki að starfsemi verkalýðsfélaga sé nánast óþörf og úreld í dag, þetta sé allt orðið tryggt með lögum og samn- ingum. Nú eigi einstaklingar bara að semja hver fyrir sig í hinu svokallaða opna, frjálsa markaðskerfi. En látum ekki blekkjast af slíku tali. Mörg þeirra réttinda og margs konar kjör sem við búum við í dag og teljum sjálfsögð hefur þurft að berjast fyrir árum saman og þau eru sífellt í hættu ef samtök okkar, bæði fagleg og póli- tísk, halda ekki vöku sinni,“ sagði Benedikt og tók fram að hann vænti þess að skref ungs fólks á nýrri öld verði ekki smærri en skref forfeðr- anna í baráttunni á liðinni öld. 90 ára afmæli jafnaðarmannahreyfingarinnar á Íslandi fagnað Morgunblaðið/Eggert Meðal fundargesta voru Rannveig Guðmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. „Til hvers er hag- vöxtur ef hann fellur aðeins fáum í skaut?“ Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, gerði norræna velferðarþjóðfélagið sérstaklega að umtalsefni í ávarpi sínu. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Plúsferðir · Hlíðasmára 15 · 200 Kópavogur · Sími 535 2100 www.plusferdir.is Glæsilegar borgarferðir í vor Ó borg mín borg! Dublin 13.–16. apríl, verð 43.340 kr. Innifalið: Flug, gisting á Camden Court Hótel morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Madrid 6.–9. apríl, verð 54.640 kr. Innifalið: Flug, gisting á Hótel Regina, morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Ljubljana 23. mars 13. 19. og 28 apríl, verð frá 47.340 kr. Innifalið: Flug, gisting á City Hotel 3 nætur, morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Luxor VISA-ferð 21. apríl–1. maí, verð 79.940 kr. Innifalið: Flug, gisting á Luxor Sheraton, morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Njóttu vorsins í Dublin, Ljubljana, Madrid eða Luxor ÝMIS samtök sem á liðnu hausti sendu frá sér sameiginlega yfirlýs- ingu um vatn fyrir alla vilja í tilefni umræðu á Alþingi um vatnalög minna á umsögn sína um frumvarp- ið. Samtökin leggja til að frumvarpið verði dregið til baka og að öll lög sem snerta vatn verði tekin til endur- skoðunar. Samtökin og hreyfingarnar sem sameinast í þessari afstöðu sinni eru BSRB, Samtök starfsfólks fjármála- fyrirtækja, Ungmennafélag Íslands, Landssamband eldri borgara, Kenn- arasamband Íslands, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Náttúruverndarsamtök Íslands, Fé- lag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands. Auk þess- ara samtaka stóðu Þjóðkirkjan, Uni- fem á Íslandi, Mannréttindaskrif- stofa Íslands, ASÍ og Landvernd að yfirlýsingunni „Vatn fyrir alla“. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Vegna mikilvægis vatns fyrir ís- lenska þjóð og lífríki landsins telja undirrituð samtök nauðsynlegt að fest verði í stjórnarskrá Íslands ákvæði um skyldur og réttindi stjórnvalda og almennings hvað varðar réttindi, verndun og nýtingu vatns. Lög og reglugerðir um nýt- ingu vatns taki því mið af ákvæðum sem viðurkenna rétt einstaklinga til vatns sem og lögum er varða vernd- un vatns og náttúru.“ Þá segir að til að tryggja skilvirka verndun og nýt- ingu vatns beri stjórnvöldum að skipuleggja stjórnsýslu þannig að eðlilegt jafnvægi sé á milli þessara þátta og réttar einstaklinga til að- gengis að vatni. Vatnalagafrumvarp verði dregið til baka SLÖKKVILIÐ höfuðborgar- svæðisins var kallað út að litlu húsi í Norðlingaholti í Reykjavík rétt eftir klukkan þrjú í fyrri- nótt. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var húsið alelda og stóð slökkvistarf yfir í um eina og hálfa klukkustund. Aftur þurfti að senda bíl á vettvang um klukkan átta í gærmorgun til að slökkva í glóðum og tók það u.þ.b. klukkustund. Talið er að húsið sé gamall sumarbústaður en það stóð í lundi utan við byggð. Engin hætta var því á að eldurinn breiddist út en reyk lagði þó yfir nokkuð stórt svæði. Eldsupptök eru ókunn en líklegt þykir að kveikt hafi verið í hús- inu. Eldur í húsi í Norðlingaholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.