Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Skemmtu þér vel á frábærri fjölskyldumynd! Rent kl. 8 og 10.25 B.i. 14 ára Yours Mine and Ours kl. 6 og 8 Brokeback Mountain kl. 5.40 B.i. 12 ára Pink Panther kl. 10 STEVE MARTIN BEYONCÉ KNOWLES Bleiki demanturinn er horfinn... KEVIN KLINE JEAN RENO Vinsælasta myndin á Íslandi í dag 18 krakkar. Foreldrarnir. Það getur allt farið úrskeiðis. 2 fyrir 1 fyrir viðskiptavini Gullvild Íslandsbanka Upplifðu magnaðan söngleikinn!! Stútfull af stórkostlegri tónlist! F U N síðustu sýningar síðustu sýningar Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Nýt t í b íó Rent kl. 8 og 10.45 B.i. 14 ára Rent LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.i. 14 ára Yours Mine and Ours kl. 4, 6 og 8 Pink Panther kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 Nanny McPhee kl. 3.40 og 5.50 Underworld kl. 10 B.i. 16 ára Zathura m / ísl tali kl. 3.40 B.i. 10 ára Walk the Line kl. 8 og 10.45 B.i. 12 ára Fun with Dick & Jane kl. 5.45 RITHÖFUNDURINN René Gosc- inny og teiknarinn Albert Uderzo hafa sjálfsagt ekki átt von á því að Ástríkur og meðreiðarsveinar hans myndu tóra á síðum myndasagna í tæplega hálfa öld eins og nú er orðið. Goscinny entist því miður ekki aldur til þess að sjá sögupersónur sínar vaxa úr grasi en hann lést árið 1977 en síðan þá hefur Uderzo gefið út nokkrar bækur einn síns liðs og ný- verið kom út sú 33. í röðinni. Sögurnar um Ástrík gerast í Gallíu stuttu fyrir Krists burð. Gallía kall- aðist það landsvæði sem Frakkland dekkar í nútímanum og var í þá daga hernumin af Rómverjum að alger- lega, fullkomlega öllu leyti… ef frá er talið örlítið þorp yst á Bretagneskaga sem kallaðist Gaulverjabær. Ástæða þess að þessir Gaulverjar ná að halda rómverska heimsveldinu í skefjum er að íbúar þess búa yfir mögnuðum kjarnadrykk sem margfaldar afl þeirra og gerir þeim fært að takast á við margvíslegar þrautir. Auk Ást- ríks eru Steinríkur, Sjóðríkur seið- karl, Aðalríkur þorpshöfðingi, hið margmisskilda tónskáld Óðríkur al- gaula og fjandvinirnir Slorríkur fisk- sali og Riðríkur járnsmiður, hvað þekktastar persóna seríunnar. Gullöldin Ástríkur kom fyrst fram á sjón- arsviðið í franska myndasögutímarit- inu Pilote árið 1959. Myndasagan naut strax mikilla vinsælda og gáfu þeir félagar út 24 bækur fram til árs- ins 1979, en sú síðasta sem samin var af þeim félögum í sameiningu, Ást- ríkur í Belgíu, kom út eftir dauða Goscinny. Þrátt fyrir gríðarlega framleiðni á ævintýrum Ástríks reið Goscinny ekki við einteyming í myndasögusköpun sinni. Samhliða sögunum um Ástrík skrifaði hann aðra af vinsælustu myndasöguserí- um þessa tíma, Lukku Láka, ásamt teiknaranum Morris, auk þess að ljá hinum viðsjárverða Fláráði Stórvésir orð í belg í samvinnu við teiknarann Tabary. Hver þessara myndasagna hafði sinn sérstaka stíl sem sýndi og sannaði hve gott lag Goscinny hafði á að vinna með ólíkum teiknurum. Á mektarárum þýddra mynda- sagna hér á Íslandi á áttunda ára- tugnum og byrjun þess níunda, var flest af því sem Goscinny kom nálægt gefið út hér. Útgáfufyrirtækin sál- ugu Iðunn og Fjölvi gáfu einnig frá sér aðrar frábærar seríur á borð við Sval og Val og Viggó eftir snillinginn Franquan og Tinna eftir meistara Hergé. Öll þessi verk les ég enn þann dag í dag af mikilli ánægju nema hvað Ástríksbækurnar hafa svolítið týnt tölunni. Þær hafa einfaldlega hrunið í sundur af lestri. Sú ákvörðun að gefa Ástrík út í mjúku bandi á meðan aðrar myndasögur þess tíma fengu hefðarmeðferðina í hörðum spjöldum hefur mér alltaf fundist nokkuð einkennileg og má þar leita skýringar á umframeyðingu Ástríks á við samtímamyndasögur hans. Það ber snilli tvíeykisins glöggt vitni að Ástríkur virðist höfða til allra aldurshópa. Fyndnin í teikningum Uderzo og síendurtekin þemu í frá- sögn Goscinny, þar á meðal hin hefð- bundnu hópslagsmál Gaulverjanna í upphafi hverrar bókar og endalaus aulahátturinn í Rómverjunum, gera það að verkum að yngstu lesendurnir hafa sérdeilis gaman af. Dýpri merk- ing sagnanna, heimssögulegar skír- skotanir og hinir margræðu orða- leikir, gefa svo fullorðnum mikið fyrir sinn snúð. Mínar uppáhalds- sögur frá þessum tíma eru Ástríkur og Gotarnir, Ástríkur Ólympíukappi, og Ástríkur í Sviss. Því miður er sú fyrstnefnda týnd og tröllum gefin en ég man hvað mér fannst nöfnin á Gotunum vera bráðfyndin og slags- málaatriðin í þeirri bók sérlega krassandi á mælikvarða leik- skólastráks. Þess má reyndar geta að þessi er samkvæmt fræðimönnum eina bókin sem sýndi mótherja Ást- ríks og Gaulverjanna nánast einvörð- ungu í neikvæðu ljósi. Aðrar af þeim fjölmörgu þjóðum sem þeir heim- sóttu á ferðalögum sínum fengu allar mjög svo satíríska meðferð en ávallt í mun góðlátlegri tón en Gotarnir. Hvort það hafi verið með ráðum gert til að skjóta á þýsku þjóðina (af- komendur Gota) skal ósagt látið en það er svo sem ýmislegt í sam- skiptum Frakka og Þjóðverja í gegn um söguna sem gæti leitt til slíkrar niðurstöðu. Ferðalag Ástríks á Ól- ympíuleikanna í Aþenu er sérlega minnisstætt. Aumingja rómverska íþróttahetjan Gloríus Svangus sem átti gullið víst þar til Ástríkur skráði sig til þátttöku og varð í kjölfarið svo þunglyndur að hann tók upp á því að sópa gólf öllum stundum og kalla sjálfan sig veifiskata. Sömuleiðis er ferðalag þeirra félaga til Sviss ógleymanlegt en vísunin þar er öllu skuggalegri. Mér þótti erkibófinn í þeirri bók mjög óhuggulegur og osta- fondúorgíur Rómverjanna sitja enn í mínu frumsinni. Þess verður að geta að íslenska þýðingin á Ástríki var ávallt til mikillar fyrirmyndar og það þótt orðaleikirnir og nafngiftirnar væru oft mjög erfiðar viðureignar á hinu ástkæra ylhýra. Þar sem ég hef nánast gefist upp á því að leita að gömlum Ástríksbókum á fornsölum til að fylla í gloppurnar á safninu vil ég hér með bera fram þá óska að einhver góðviljaður íslenskur útgefandi sjái til þess að meist- araverk Goscinny og Uderzo verði endurútgefin. Himnarnir hrynja Sögur Uderzo sem hann hefur samið einn síns liðs hafa ekki verið jafn góðar og þær sem hann gerði í samvinnu við Goscinny þótt þær selj- ist í ótrúlegum upplögum. Fyrsta bókin, Ástríkur og Þrætugjáin, var reyndar mjög frambærileg og einnig nýstárleg útgáfa á Rómeó og Júlíu, en eftir það fór að halla all snarlega undan fæti. Í einkaframtak Uderzos virðist vanta þann neista sem gerðu samstarfsverkefni þeirra svo fram- úrskarandi. Sögurnar eru flatari og ekki jafn margslungnar og þótt hann hafi ennþá gott vald á teiknipenn- anum er eins og sú myndræna fyndni sem hann hafði lag á áður sé nú að mestu liðin undir lok. Með nýjustu bók sinni, Asterix and the falling sky, sem kom út í síðasta mánuði, virðist því miður sem Uderzo sé öllum lokið. Hér heiðrar Uderzo forvera sinn Walt Disney og segir sögu af geimverum sem koma til Gaulverjabæjar til að forvitnast um kjarnadrykkinn ógurlega sem þeir segja að sé alþekktur um stjörnukerfið. Inn í málin blandast klónar í líki Arnolds Schwarzenegger í Súpermanbúningi og fleira í þeim dúr. Þessi nýjasta bók hefur fengið mjög neikvæða dóma hvar sem grip- ið er niður. Að flestu leyti er þetta slakasta Ástríkssagan sem ég hef lesið þótt stöku myndrænar skrítlur séu óborganlegar eins og áður. Sag- an sló þó öll fyrri sölumet fyrir myndasögur í Evrópu þar sem hún var gefin út samtímis á yfir tug tungumála. Uderzo virðist ekki taka neikvæða umræðu sérlega nærri sér þar sem hann er með einar fjórar aðrar sögur í vinnslu sem koma út innan skamms. Sumir segja að Ástríkur hafi dáið með Goscinny. Fyrir dauða sinn hafði hann skrif- að allt handritið að þeirra síðustu bók, Ástríkur í Belgíu. Þar sem teiknararnir eru venjulega hægari í framleiðslu sinni en rithöfundarnir átti Uderzo ennþá eftir þriðjung bók- arinnar við dauða vinar síns. Hann kaus að sýna sorg sína með því að hafa þær blaðsíður sem eftir voru baðaðar í rigningarsudda sem lýsir tilfinningum hans og milljóna les- enda vel á þessum sorgartíma. Þrátt fyrir slakt gengi undanfarið lifir vonin enn um að Uderzo nái einn síns liðs að töfra fram þann magnaða kjarnaseið sem þeir félagar voru þekktir fyrir í sameiningu. Við Túttas! Óðríkur undir hamrinum að vanda í nýjustu Ástríksbókinni. Eftir Heimi Snorrason Forsíðan á nýjasta Ástríki. Gallarnir fagna ólympíukappanum Ástríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.