Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 19 MENNING A ll ta f ó d ýr ir APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Sólhattur FRÁ Fyrir heilsuna FREYR Sigurjónsson flautuleikari hlaut frábæra dóma fyrir einleik sinn í konsert eftir W.A. Mozart fyrir flautu og hörpu með sinfón- íuhljómsveitinni í Bilbao á Spáni. Tónleikarnir voru haldnir 2. og 3. febrúar síðastliðinn og hörpuleikari var Marion Desjacques, sem starfar ásamt Frey með hljómsveitinni að staðaldri. Spænska blaðið DEIA segir í dómnum um tónleikana að Freyr sýni alltaf framúrskarandi tónlistartúlkun og dagblaðið GARA segir að túlkun einleikaranna hafi verið ástríðufull, litrík og músíkölsk. Blaðið segir einn- ig: „Það var unaður að hlusta á ljúfa og lagvissa tóna flautunnar studda yndislegri hljómfegurð hörpunnar, og þessir hljómar sem bárust frá munni og fingrum hinna tveggja ein- leikara frá Íslandi og Frakklandi köll- uðu fram kraftmikið og verðskuldað lófaklapp áheyrenda.“ Freyr segir þessa dóma hafa verið svakalega og hann hafi bæði verið undrandi og ánægður við að lesa þá. „Ég spilaði þennan Mozart- konsert fyrst 1992 og aftur 1993, svo spila ég hann núna 2006 og fæ þá svona mikil viðbrögð. Áhrifin frá áhorfendum á tónleikunum voru slík að ég varð yfir mig hrifinn, virkilega fallegt. Áhorfendur sjá alltaf sama flautuleikara í hljómsveitinni og svo bara eins og allt í einu gera þeir sér grein fyrir því að hann stendur í stykkinu,“ segir Freyr og er aug- ljóslega ánægður með þessar góðu viðtökur. Tónverk frá Jóni Ásgeirssyni Freyr var ráðinn fyrsti flautuleik- ari Sinfóníuhljómsveitar Bilbao árið 1982, en þá hafði hann lokið einleik- araprófi frá Royal Northern Collage of Music í Manchester. Jafnhliða starfi sínu í hljómsveitinni hefur Freyr kennt við Tónlistarskólann í Bilbao og leikið einleik með hljóm- sveitum og kammerhópum víða í Evrópu auk þess að leika með Út- varps- og sjónvarpshljómsveitinni í Madríd. Fram undan hjá Frey eru fleiri tónleikar og kennsla, auk þess sem Jón Ásgeirsson samdi handa honum tónverk fyrir þremur árum sem hann er að vinna með. „Jón gaf mér það loforð þegar ég var lítill strákur að hann skyldi semja handa mér tónverk. Ég lærði hjá hon- um tónfræði og sonur hans er góður vinur minn. Þetta er mjög fallegur konsert, ég er búinn að gera prufu- upptökur með góðum píanóleikara og útsetningarnar hjá Jóni eru alveg eins og ég vil hafa þær og spila.“ Freyr stefnir á að frumflytja konsert- inn bæði á Íslandi og á Spáni um leið og tækifæri gefst til. „Verkið er klassískt samspil einleikara og hljóm- sveitar. Í því er einn yndislegur kafli sem ég hef svo mikla ánægju af að spila. En þetta er verk sem byrjar ró- lega og fer svo stigvaxandi.“ Á Íslandi í sumar Í júlí geta Íslendingar notið hæfi- leika Freys en þá mun hann spila í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, föð- ur síns. „Þá mun ég koma með selló- og víóluleikara með mér frá Bilbao og systir mín, Hlíf Sigurjónsdóttir, spil- ar með á fiðlu. Áætlunin er að spila m.a. kvartetta eftir Mozart.“ Freyr segir Mozart höfða sér- staklega til sín og meðal annars megi þakka það góðri tónlistarkennslu á Íslandi. „Við erum með svo góðan skóla á Íslandi sem kennir okkur að spila Mozart eins og á að spila hann. Á Spáni eru þau ekki vön að hlusta á svona tónlist með ákveðnar áherslur. Þessi góða Mozart-kennsla hefur komið mér og mínum nemendum vel hérna á Spáni,“ segir Freyr sem lauk sínu fyrsta einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík árið 1978. Tónlist | Íslenskur flautuleikari fær góða dóma á Spáni Framúrskarandi tónlistartúlkun Freyr Sigurjónsson flautuleikari og Marion Desjacques hörpuleikari ásamt sinfóníuhljómsveitinni í Bilbao. LISTAMENN á vegum Turpent- ine-gallerísins í Ingólfsstræti tóku þátt í scope-art-listastefnunni í New York um helgina, en síðasti dagur hennar er í dag. Þetta eru þau Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson, Húbert Nói Jóhannesson, Georg Guðni Hauksson og Sigurður Árni Sigurðsson. Öll sýna þau málverk, en Hú- bert Nói sýnir að auki myndbands- verk. Með þeim í för ytra er Sveinn Þórhallsson galleristi í Turpentine. Morgunblaðið hafði samband við listamennina á meðan á listastefn- uni stóð og ræddi m.a. við Hildi Ásgeirsdóttur Jónsson, sem sagði allt hafa gengið gríðarlega vel. Að hennar sögn hefur scope-art- stefnan fengið mikla athygli í fjöl- miðlum í New York. „Ég er búin að sjá umfjöllun um hana í nokkr- um blöðum, og finn að það er tals- verður spenningur fyrir þessu.“ Sumir hafa augljóslega ekki haft hemil á spenningnum, því að sögn Sveins Þórhallssonar var búið að selja þónokkur verk Íslendinganna um leið og búið var að hengja þau upp, áður en stefnan hófst. „Þetta er orðið svona alls staðar – líka heima. Áhugi á íslenskri myndlist er ekki bara í orði.“ Spurður um ástæðu þessara landvinninga Turpentine segir Sveinn einfalda: „Ef maður vill skapa sér nafn í þessari grein, þá verður maður einfaldlega að vinna markvisst að því. Þarna sýna 70 gallerí víðsvegar úr heiminum, og það er búist við þúsundum gesta. Hingað kemur fólk frá listasöfnum, galleristar, listaverkasalar og alls konar fólk annað til að skoða og kaupa verk. Það er mikilvægt að kynna sig vel á svona stað. Hingað kemur líka fjölmiðlafólk alls staðar úr heiminum, og í klukkutíma áður en stefnan var formlega opnuð, hafði fjölmiðlafólkið eitt aðgang að henni, til að skoða, taka viðtöl og kynna sér hvað um er að vera í myndlistinni í dag. Þessi stefna spannar vítt svið myndlistar, og verkin hér eru fjölbreytt.“ Markmið scope-art er að skapa alþjóðlegt umhverfi í miðlun sam- tímalistar, þar sem viðskiptahættir eru skýrir og augljósir, um leið og boðið er upp á það besta í listinni. Stefnur scope-art sækja listfræð- ingar, sýningastjórar, listaverka- salar, galleristar og listamenn og er þess vænst að viðmót stefnanna sé afslappað og þægilegt. Þeim er ekki einungis ætlað að vera vettvangur viðskipta, heldur þykir forsvarsmönnum þeirra ekki síður mikilvægt að skapa tengsl milli fólks í greininni, fræða, upp- lýsa og skemmta. scope-art vinnur að því að listastefnur á þess veg- um geti orðið allsherjarvettvangur þar sem allir þeir sem stunda myndlist og vinna við hana á ein- hvern hátt – en líka allur áhuga- samur almenningur, geti komið saman, kynnst, átt endurfundi, verslað, fræðst og upplifað. Myndlist | Gallerí Turpentine sýnir verk íslenskra listamanna í New York Verk seld fyrir opnun Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson ræðir við stefnugest við opnunina. Á MORGUN, þriðjudag, verður hald- in fyrsta af fjórum ljóðaskemmt- unum, Ljóðs manns æði, í Leik- húskjallaranum. Að dagskránni standa fræðsludeild Þjóðleikhússins ásamt fjórum stuðningsmönnum ljóðsins: Eysteini Þorvaldssyni, Ást- ráði Eysteinssyni, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Hjalta Snæ Æg- issyni. Í tilkynningu segir að með dag- skránni sé ætlunin að snúa við þeirri þróun að ljóðið verði hornreka í þeirri umfjöllun og athygli sem bókmenntir fá á Íslandi. Ljóðaskemmtanirnar eru þema- tengdar og í umsjón Þórhalls Sig- urðssonar, leikstjóra og deildarstjóra fræðsludeildar. Á fyrstu skemmtuninni, annað kvöld, verður fjallað um „Útrás í ljóð- um“, frá miðöldum til nútímans. „Ljóðið í líkamlegri nálægð“ er yf- irskrift 28. mars og rætt um líkama, útlit, nautnir og sársauka í ljóðum. Hinn 11. apríl verður dagskráin með þemanu „Mér brennur í muna,“ og vöngum velt um ljóðin sem minn- ingamyndir. „Sótt og dauði“ er síðan yfirskrift Ljóðs manns æðis 25. apríl, en þá verður rætt um margboðað andlát móðurmálsins, eins og segir í tilkynningu. Flytjendur verða bæði leikarar og höfundar og einnig fengnir annars staðar frá, en leitast er við að skapa ljúfa stemningu og geta gestir notið veitinga meðan á dagskránni stendur. Skemmtanirnar hefjast kl. 21 og húsið opnað kl. 20.30. Bókmenntir |Ljóðs manns æði á þriðjudagskvöldum Ljóð í Leik- húskjallara Eysteinn Þorvaldsson Hjalti Snær Ægisson Sigurbjörg Þrastardóttir Ástráður Eysteinsson JAPANSKI rithöfundurinn Haruki Murakami hefur sak- að fyrrverandi útgefanda sinn, Akira Yasahura, um stuld, en út- gefandinn, og ættingjar hans að hon- um látnum, hafa að sögn Murakamis selt hand- skrifuð bók- arhandrit hans á netinu og í forn- bókabúðum í leyfisleysi. Meðal annars á Yasahura að hafa selt þýð- ingu rithöfundarins á bók eftir F. Scott Fitzgerald á yfir milljón jen, eða um sex- hundruð þúsund krónur. Til ársins 1988 handskrif- aði Murakami öll verk sín og má ráða af fréttum að hand- ritin sem slík hafi verið í vörslu útgefandans, sem lést árið 2003. Handritin þykja að vonum verðmætir safn- gripir hjá aðdáendum skáldsins og seljast dýru verði. Bókasafn útgefandans og aðrar hans eigur voru að honum látnum seldar forn- bókabúð í Tókýó, að ósk Yasahura sjálfs, þar á meðal verk Murakamis, en Mura- kami heldur því fram að Yasahura hafi þegar verið byrjaður að selja handritin fyrir andlát sitt. Murakami var gestur bók- menntahátíðar á Íslandi árið 2003 og hlaut frægð í Japan fyrir bók sína „Norwegian Wood“ og er hvað þekkt- astur á Vesturlöndum fyrir bókina „Kafka á ströndinni“. Bækur hans „Spútnikástin“, „Eftir skjálftann“ og „Sunn- an við mærin, vestur af sól“ hafa verið þýddar á íslensku. Murakami þjófkennir útgefanda sinn Haruki Murakami

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.