Morgunblaðið - 13.03.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.03.2006, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Umræðan á morgun ÍSLANDSBANKI hefur breytt nafni sínu og tekið upp nafnið Glitnir, bæði hér á landi og hjá dótturfélögum og skrifstofum í fimm öðrum löndum. Þetta var til- kynnt á samkomu í Háskólabíói um helgina, þangað sem öllum starfs- mönnum bankans var boðið. Alls mættu um þúsund manns, flestir vitanlega frá Íslandi en einnig komu starfsmenn bankans og dótt- urfélaga í Noregi, Danmörku, Bret- landi og Lúxemborg. Bankinn skilgreinir Ísland og Noreg sem heimamarkaði en er einnig með starfsemi í London, Lúxemborg og Kaupmannahöfn. Síðar á þessu ári verða opnaðar skrifstofur í Halifax í Kanada og Shanghæ í Kína. Bjarni Ármannsson, forstjóri, segir að breyttur banki hafi kallað á breytingar á nafni. „Við störfum nú á alþjóðlegum fjármálamarkaði og það kallar á ákveðnar breytingar. Nöfn fyrir- tækja verða að taka mið af því svæði sem þau starfa á, sem í okkar tilviki þýðir að nafnið þarf að henta til notkunar um allan heim. Við vor- um í þeirri einstöku stöðu að eiga gott íslenskt nafn sem er jafnframt þekkt vörumerki, Glitnir, sem upp- fyllir öll þau skilyrði sem prýða gott nafn; Það hefur jákvæða merk- ingu í hugum Íslendinga, á sér sögulega skírskotun, er bæði ís- lenskt og norrænt í senn, er auðvelt í framburði á helstu tungumálum og inniheldur eingöngu alþjóðlega stafi,“ segir Bjarni. Hið nýja nafn á rætur að rekja til Norrænnar goðafræði en í Gylfa- ginningu segir frá Glitni sem var heimili Forseta, sonar Baldurs og Nönnu. Sagan segir að þaðan hafi allir gengið sáttir. Afhjúpun Bjarni Ármannsson afhjúpar hið nýja nafn og merki bankans, Glitnir, á samkomu í Háskólabíói fyrir framan þúsund starfsmenn gamla Íslandsbanka, sem dreif að frá nokkrum löndum. Breyttur banki kall- aði á breytt nafn Íslandsbanki heitir nú Glitnir, bæði hér á landi og erlendis Morgunblaðið/Eggert Hrifnir Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Glitnis, og Karl Wernersson stjórnarmaður fóru ekki leynt með gleði sína yfir nýja nafninu. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÞEGAR rýnt er betur í nýjan lista tímaritsins For- bes yfir ríkustu menn veraldar kemur í ljós að Björgólfur Thor Björgólfsson, sem vermir 350. sæti listans, er meðal 30 yngstu milljarðamæringa heims. Hann er 39 ára að aldri, líkt og t.d. Roman Abramovich, hinn rússneski olíu- kóngur og eigandi Chelsea. Yngst á listanum eru þýski furstinn Al- bert von Thurn und Taxis, og Hind Hariri, dóttir líbanska stjórnmálaleiðtogans Rafik Hariri. Bæði eru þau 22 ára en ekki jafn auðug og Björgólfur Thor. Meðal annarra úr hópi yngstu millj- arðamæringa heims eru „Google-bræðurnir“ Sergey Brin og Larry Page, sem eru 32 og 33 ára og í hópi 30 ríkustu manna heims, sam- kvæmt lista Forbes. Í hópi yngstu milljarðamæringa Björgólfur Thor Björgólfsson Roman Abramovich SÖGU hins nýja banka, Glitnis, má rekja til stofnunar Íslandsbanka ár- ið 1904. Útvegsbankinn tók við starfseminni 1930 og árið 1990 sameinaðist hann Iðnaðarbanka Ís- lands, Verslunarbanka Íslands og Alþýðubankanum í nýjum Íslands- banka. Tíu árum síðar sameinuðust Íslandsbanki og Fjárfestingabanki atvinnulífsins, FBA, sem stofnaður hafði verið tveimur árum áður. Síðla árs 2004 keypti Íslandsbanki KredittBanken í Noregi og skömmu síðar BNbank, fjórða stærsta banka Noregs. Þá hefur bankinn opnað skrifstofur í Lúx- emborg, London og Kaupmanna- höfn. Á undanförnum mánuðum hefur bankinn keypt verðbréfafyr- irtækið Norse og meirihluta í Fast- eignamiðlunarfyrirtækinu Union í Noregi og tilkynnt um opnun skrif- stofa í Kanada og Kína. Hagnaður bankans var rúmir 19 milljarðar króna á síðasta ári, sem er metaf- koma. 102 ára saga ● ÚTLÁN Íbúðalánasjóðs í febrúar námu 3,0 milljörðum króna. Þar af voru almenn lán 2,8 milljarðar og lán til leiguíbúða 200 milljónir. Í mánaðarskýrslu Íbúðalána- sjóðs fyrir febrúar segir að útlán á fyrstu tveimur mánuðum ársins sýni merki um minnkandi umsvif á fasteignamarkaði. Minnkandi umsvif á fasteignamarkaði ● GRAFÍT, eignarhaldsfélag Fíton auglýsingastofu, hefur keypt 20% hlut í Öflun sem er eigandi Apple á Íslandi. Öflun á nú 78% hlut í Off- ice Line-verslunarkeðjunni sem sel- ur Apple-vörur á Norðurlöndunum. Öflun er í yfirtökuferli á Office Line. Þormóður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fítons og einn eig- enda Grafít, segir að með kaup- unum vilji Fíton efla sig sem markaðs- og auglýsingafyrirtæki. Hann segir að yfirtaka Öflunar á Office Line sé spennandi verkefni og því hafi verið ákveðið að taka þátt í því. Þá hefur Fíton einnig verið að skoða kaup á auglýsingastofu í Kaupmannahöfn og segir Þormóður að það ferli sé langt komið og muni brátt sjá fyrir endann á því. Fíton fjárfestir í Öflun ● ÍSLENSKA fatamerkið Nikita Clothing hefur verið tilnefnt til ímyndarverð- launanna Vöru- merki ársins fyrir konur af SIMA sem eru samtök framleiðenda í brimbrettaiðn- aðinum í Banda- ríkjunum. Önnur vörumerki sem tilnefnd eru í þessum flokki eru Billabong Girls, O’Neill Girls, Roxy og Volcom Girls. Þetta er annað árið í röð sem Nikita vörumerkið er tilnefnt í þessum flokki. Nikita hannar föt fyrir konur og eru þau komin í dreifingu víðsvegar í heiminum. Nikita tilnefnt sem kvenmerki ársins ALÞJÓÐA matsfyrirtækið Stand- ard & Poor’s mun líklega halda lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs í innlendri mynt til langs tíma á eft- irlitslista með neikvæðar horfur til loka annars fjórðungs þessa árs. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Standard & Poors’s. Í byrjun þessa mánaðar greindi Standard & Poor’s frá því að láns- hæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs í inn- lendri mynt til langs tíma hefði ver- ið sett á eftirlitslista með neikvæðar horfur. Fyrirtækið staðfesti þá hins vegar lánshæfiseinkunn sjóðsins í erlendri mynt til langs tíma og einn- ig til skamms tíma, bæði í erlendri og innlendri mynt. Einkunnirnar standa enn. Talsmaður Íbúðalána- sjóðs sagði í tilefni af tilkynningu Standard & Poors’s frá byrjun þessa mánaðar, að mat fyrirtækis- ins komi nokkuð á óvart. Í hinni nýju tilkynningu Stand- ard & Poor’s segir að þess sé að vænta að niðurstöður nefndar á vegum stjórnvalda, sem falið hefur verið að kanna framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs, liggi fyrir í maí- mánuði. Þá sé gert ráð fyrir að stefna stjórnvalda í þessum málum verði ljós fljótlega í framhaldi af því. Í tilkynningunni er endurtekið það sem áður hefur komið fram hjá Standard & Poor’s, að ástæður þess að lánshæfiseinkunn Íbúðalána- sjóðs hefði verið sett á eftirlitslista séu í fyrsta lagi þær að vægi sjóðs- ins á húsnæðislánamarkaði hafi minnkað, og í annan stað sé óvissa um framtíðarhlutverk sjóðsins. Þó liggi fyrir að sjóðurinn sé enn mik- ilvægur fyrir húsnæðisstefnu ís- lensku ríkisstjórnarinnar. Íbúðalánasjóður áfram á eft- irlitslista Standard & Poor’s Daglegt málþing þjóðarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.