Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 keipa, 4 laska, 7 starfið, 8 ófús, 9 elska, 11 topp, 13 fræull, 14 fugla, 15 móðguð, 17 sterk, 20 skar, 22 erfð, 23 steins, 24 stéttar, 25 vesælla. Lóðrétt | 1 dugnaður, 2 dulan, 3 ráða við, 4 innsti hluti dals, 5 ásaka, 6 hagnaður, 10 trjábörkur, 12 vel látin, 13 vínstúka, 15 stoppa í, 16 afturkalla, 18 kvendýrum, 19 skor- dýra, 20 lof, 21 hræðslu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fyrirmuna, 8 lykil, 9 lindi, 10 ull, 11 gárar, 13 afrek, 15 hvolf, 18 eldur, 21 lof, 22 fulla, 23 angan, 24 afrakstur. Lóðrétt: 2 yrkir, 3 illur, 4 molla, 5 nánar, 6 flog, 7 virk, 12 afl, 14 fól, 15 hæfa, 16 orlof, 17 flaka, 18 efans, 19 duggu, 20 röng. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ef einhver svíkur loforð eru fyrstu við- brögð hrútsins þau að hefna sín með því að gera slíkt hið sama. Þegar þau líða hjá ákveður hann að fyrirgefa og gleyma, þegar í stað. Þriðja eðlishvötin er sú að horfast í augu við vandamálið. Fylgdu henni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Viðmót þitt við ástvini hefur mikil áhrif á það sem gerist næst. Það er undir þér komið að leggja línurnar. Það er kannski ósanngjarnt, en hei, þú ert betri leiðtogi. Það tilheyrir yfirráðasvæðinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn veltir fyrir sér yfirstandandi átökum og kemur allt í einu auga á glufu þar sem áður voru lokaðar dyr. Ekki hafa áhyggjur. Þú getur haft þínar skoðanir áfram, en þarft bara að gefa öðrum svig- rúm fyrir sínar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn lærði að deila með öðrum tveggja ára og heldur því áfram fram á gamals aldur. Honum þykir því fyndið þegar öfundsjúkir passa ránfenginn sinn, eins og þeir séu einir um að geta borið eitthvað úr býtum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljóninu finnst eins og það sé komið heim, enda á það við um marga í ljónsmerkinu. Galdurinn er að endurtaka það sem lét þeim líða vel á unga aldri. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er hægt að koma skilaboðum áleiðis með margvíslegum hætti. Því miður hjálpar vissan um alla möguleikana meyj- unni ekki til þess að velja þann rétta. Kannski er dagurinn í dag ekki sá rétti til þess að segja hug sinn, nema kannski við dagbókina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þegar maður er niðurdreginn gengur allt á afturfótunum. Þegar maður er hress, gengur allt að óskum. Finndu lausnirnar og beindu orkunni í átt að þeirri björtu framtíð sem þú myndir vilja búa til. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu vakandi fyrir því sem raunverulega er á seyði og kemur betur í ljós með lík- amstjáningu en því sem fólk lætur raun- verulega út úr sér. Umhyggjan knýr þig til þess að spyrja eftir einhverjum sem þarf að finna að hann sé einhvers metinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú gefst tækifæri til þess að vera hafinn hátt yfir aðra. Þú ert nógu máttugur til þess að skapa það sem þú vilt. Lítilmótleg framkoma annarra rænir þig ekki þínu sjálfstæða sjónarhorni. Ekki hugsa um fortíðina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þegar svo virðist sem að öllu sé lokið og steingeitin hafi tapað, gerist eitthvað sem gerbreytir stöðunni. Þú færð tækifæri til þess að ná takmarki sem þú vissir ekki einu sinni að þú kepptir að. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þó að þú sjáir ekki eitthvað er ekki þar með sagt að það sé ekki til. Það sem þig skortir er beint fyrir framan nefið á þér. Sérðu það ekki ennþá? Fáðu vog til þess að benda þér á það. Hafðu í huga að það er ekki endilega í því formi sem þú hefðir ætlað. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú dugir vel einn og sér. En bættu við fé- laga og sameiginlegu markmiði og upp- skriftin að árangri fullkomnast. Him- intunglin bæta enn á segulmagnaðan þokka fisksins svo hann fái sigurvegara í lið með sér. Stjörnuspá Holiday Mathis Tungl í tvíbura og Venus í vatnsbera daðra alveg á fullu, en það felst aðallega í blaðri og barnaskap og leiðir ekki til nokkurs. Og hvað með það? Maður þarf ekki að fara neitt ef mann svimar af gleði þar sem maður er staddur. Leggðu metn- aðinn aðeins til hliðar og spjallaðu við fólk eins og þig, það er skilvirkara þegar upp er staðið.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Gallerí Lind | Svava K. Egilson sýnir blönduð verk. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Steinunn Helga- dóttir myndlistarmaður sýnir ljósmyndir og DVD. Sjá nánar á artotek.is Gallerí Humar eða frægð! | Ljósmyndir, leikmunir, kvikmyndasýningar. Opið kl. 12–17 laugardaga, 12–19 föstudaga og 12– 18 aðra virka daga. Lokað sunnudaga. Gallerí Sævars Karls | Hafsteinn Mich- ael sýnir olíumálverk og teikningar til 23. mars. Opið virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 10–16. Grafarvogskirkja | Sýning Svövu Sigríð- ar, í Átthagahorni bókasafns Grafarvogs, til 25. mars. Hafnarborg | Pétur Gautur sýnir í Að- alsal og Sigrún Harðar sýnir í Sverrissal. Sýningarnar standa til 27. mars, opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11–17. Hallgrímskirkja | Sýning á olíu- málverkum Sigrúnar Eldjárn til 30. maí. Hrafnista, Hafnarfirði | Sjö málarar frá Félagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í Menningarsal til 21. mars. Kaffi Milanó | Sigurbjörg Gyða Tracey sýnir. Karólína Restaurant | Óli G. sýnir til loka apríl. Listaháskóli Íslands, Laugarnesi | Lani Yamamoto, heimspekingur og rithöf- undur, fjallar um táknsæi og kennslu- markmið í samhengi við barnabækur sem hún hefur skrifað og myndskreytt og umhverfi sem hún hefur hannað fyrir börn. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 024, kl. 12.30–13.30. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn- ing. Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick – Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefn- farar. Safnið er opið alla daga nema mánudaga 12–15. Nánari upplýsingar www.listasafn.akureyri.is Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal – Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Arinbjarnar – Máttur litarins og spegill tímans. Ókeypis aðgangur. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Náttúrurafl er samsýning 11 listamanna þar sem viðfangsefnið er náttúra Ís- lands. Opið kl. 13–17.30. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirs- dóttir – sýnir 20 „Minningastólpa“, til 28. ágúst. Saltfisksetur Íslands | Elísabet Dröfn Ástvaldsdóttir sýnir til 3. apríl. Opið alla daga kl. 11–18. Nánari uppl. á hronn- @saltfisksetur.is Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Rætur rúntsins er heiti á sýningu með ljósmyndum hollenska ljósmyndarans Rob Hornstra sem stendur í Myndasal. Myndirnar eru afrakstur af ferðum Robs um Ísland á sl. ári. Söfn Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins frá tímabilinu 1969–1979 í máli og mynd- um. Opið daglega kl. 13–18.30 til 1. apríl. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Friðrik Örn sýnir ljósmyndir. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið er upp á fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Fyrirlestrar og fundir Bókasafn Kópavogs | Félagar úr Ása- trúarfélaginu verða með erindi um ásatrú í Bókasafni Kópavogs, einnig fyr- irsp. og umræður. Fer fram 15. mars kl. 17.15–18.15. Þetta er hluti erindaraðar um trúarbrögð. Ókeypis aðgangur. Garðabæjardeildar Rauða krossins | Aðalfundur Garðabæjardeildar Rauða krossins verður haldinn, húsnæði deild- arinnar, kl. 20–22. Dagskrá: Almenn að- alfundarstörf og tvö fræðsluerindi: Við- brögð Rauða krossins vegna fuglaflensunnar og nýútkominn vegvísir til aðlögunar innflytjenda að íslensku samfélagi. Kristniboðssalurinn | Félagsfundur í KFH. Efni fundarins: Trúarlegur stuðn- ingur. Máttur trúarinnar í lífi og starfi. Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur og Guðjón Guðmundsson læknir fjalla um efnið. Hugvekju flytur Åse Gunn Guttormsen djákni. Landakot | Fyrirlestur á vegum fræðslu- nefndar Rannsóknastofu í öldr- unarfræðum RHLÖ, verður í kennslu- salnum á 6. hæð á Landakoti 16. mars kl. 15. Aðalsteinn Guðmundsson öldr- unarlæknir mun fjalla um beinþynningu og beinbrot meðal aldraðra. Sent út með fjarfundabúnaði. Maður lifandi | Þorvaldur Þorsteinsson heldur fyrirlestur fyrir alla sem halda að þeir séu eitthvað. Hann fjallar um þá hugmyndakreppu sem einkennir mennt- un okkar og fjölmiðlasamfélag og veltir fyrir sér hvort við erum ef til vill að mis- skilja hlutverk okkar í lífinu. Fyrirlest- urinn fer fram 14. mars kl. 18–19. Oddi – Félagsvísindahús HÍ | Dr. Michael Rubin, fræðimaður við American Ent- erprise Institute og ritstjóri Middle East Quarterly ræðir stefnu Bandaríkja- stjórnar í Miðausturlöndum á vegum Al- þjóðamálastofnunar Háskóla Íslands á opnum fyrirlestri kl. 12.15, í stofu 101 í Odda í HÍ. ReykjavíkurAkademían | Fyrirlestur á vegum Mannfræðifélags Íslands verður 14. mars kl. 12–14: Hver er reynsla ís- lenskra kvenna af hjónaskilnaði annars vegar og því að missa maka sinn í dauða hins vegar? Hver voru viðbrögð samfélagsins? Í erindinu verða kynntar niðurstöður rannsóknar höfundar. Fyr- irlesari: Sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Styrkur | Styrkur verður með fund að Skógarhlíð 8, 14. mars kl. 20. Dagskrá: Reykingar og lungnakrabbamein. Sigríð- ur Ólína Haraldsdóttir lungnalæknir ræð- ir um reykingar og Halla Skúladóttir krabbameinslæknir ræðir um lungna- krabbamein. Kaffi. Frístundir og námskeið Mímir-símenntun ehf | Námskeið um Kenía í samvinnu Mímis og Úrvals- Útsýnar verður haldið 15. og 22. mars kl. 20–22. Á námskeiðinu verður fjallað um menningu, sögu og dýralíf Kenía. Umsjón með námskeiðinu hafa Elín Þor- geirsdóttir og Borgar Þorsteinsson. Skráning í s. 580 1800 eða á www.mim- ir.is. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.