Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á standið er tiltölulega rólegt í um 80% af Írak og þegar hryðjuverkaleiðtog- inn Abu Musab al-Zarqawi lýsir yfir styrjöld gegn lýðræðinu er ekki skynsamlegt af hálfu vestrænna ríkja að gefast upp fyrir honum,“ segir bandaríski Mið-Austurlandafræðingurinn dr. Michael Rubin. „Mistök hafa verið gerð en margt hefur samt áunnist. Margir sjítar í sunnanverðu Írak líta svo á að Bandaríkjamenn hafi skilið þá eftir í klónum á Saddam eftir Kúveitstríðið 1991. Eitt af því sem minnir þá stöðugt á það hvernig Saddam hefndi sín á þeim sem risu upp gegn honum 1991 er að pálmatrén háu, sem Írak er þekkt fyrir, eru víða aðeins nokkrir metrar í uppreisnarhéruðunum en ekki allt að 20 metrar. Saddam lét fella þau með jarðýtum til að kenna sjítum lexíu. Sjítar eru því ekki vissir um að Bandaríkjamenn klári verkefnið núna frekar en þá. Þess vegna er allt tal um að rjúka á brott núna mjög hættulegt.“ Rubin er fræðimaður við hægrisinnaða hug- veitu, American Enterprise Institute, í Wash- ington og ritstjóri tímaritsins Middle East Quar- terly, þekkir vel til í Írak og hefur starfað sem ráðgjafi í varnarmálaráðuneytinu, Pentagon. Rubin flytur í dag erindi í Odda á vegum Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands um stefnu Banda- ríkjamanna í Mið-Austurlöndum. – Arabískur málsháttur segir að betra sé að una 40 ára einræði en upplausn og stjórnleysi í einn dag. Hve lengi verða Írakar að búa við nú- verandi ástand? „Það veltur á endanum á því hvað Írakar gera sjálfir. Þeir hafa þrisvar flykkst á kjörstaði til að sýna að þeir vilji ekki einræði. Burtséð frá því hvað hefur mistekist í Írak er ljóst að niðurstaðan hefur skapað gerbreyttar umræður. Nú er raun- verulega verið að ræða hvernig arabaþjóðir muni laga sig að lýðræðinu, þetta er gert í sjónvarpi og blöðum þeirra og með mjög heilbrigðum hætti.“ Hernaðurinn tókst, hernámið mistókst Rubin er minntur á nýleg ummæli eins þekktasta hauksins í Washington og mikils stuðningsmanns innrásarinnar 2003, Richard Perle. Perle sagði að rétt hefði verið að gera innrás en eftirleikurinn hefði mistekist. Er Rubin sammála? „Já, ég er það. Hernaðurinn tókst, hernámið mistókst. Við fórum illa með hveitibrauðsdagana eftir innrásina en þar með er ekki sagt að við séum þegar búin að glutra þessu niður. Írakar eru búnir að halda tvennar þingkosningar og eina þjóðaratkvæðagreiðslu, þeir ræða opinskátt framtíð sína, tefla oft á tæpasta vað í pólitískum átökum á þingi og margir gagnrýna hvað pólitísk- ir leiðtogar þeirra eru ósparir á hótanir. En þann- ig er eðli lýðræðislegra stjórnmála og íraskir fjöl- miðlar eru mun frjálsari en annars staðar í Mið-Austurlöndum. Fullyrt er að borgarastyrjöld sé að skella á, það er reyndar alltaf sagt eftir mannskæð tilræði. En staðreyndin er að Írakar hafa reynst miklu þraut- seigari en nokkur átti von á. Margs konar erfið vandamál eru framundan, ekki síst vegna vopn- aðra sveita ýmissa fylkinga. En ég minni á skoð- anakannanir sem sýna að meirihluti Íraka er enn bjartsýnn og trúir því að úr muni rætast, sárafáir hafa flúið landið en yfir milljón útlaga snúið heim. Írakar fjárfesta ekki í gulli eins og fólk sem býst við borgarastríði og vill geta flúið með eigur sínar. Nei, þeir fjárfesta í fasteignum. Þannig hagar fólk sér ekki nema það geri ráð fyrir að ástandið muni batna. En það merkir ekki að fólk sé ánægt með stöðuna eins og hún er núna. Ég get víst rifjað upp hér að Winston Churchill sagði einu sinni að Bandaríkjamenn fyndu alltaf bestu lausnina en prófuðu allar hinar fyrst!“ – Þú segir að hægt sé að sjá að þegar stjórn- málamenn í Bandaríkjunum ræði um að kalla her- liðið heim frá Írak færist uppreisnin í aukana. Er þetta ekki nokkuð harkaleg gagnrýni á andstæð- inga Bush? is ve h só u g m k þ h fy in sk fe h þ or fl m hv re h h le se n u og b h se se fy Ír m em þ re „Hún er það og ég ætlaðist til að hún væri það. Margir þingmenn vestra reyna að höfða til þess að þeir hafi reynslu af hermennsku en þeir eru ekki kjörnir vegna hennar heldur er þess vænst að þeir sýni góða, almenna dómgreind. Þeir verða að skilja að orð sem þeir beina til kjósenda í Bandaríkjunum geta haft aðra merkingu þegar þau eru þýdd og miðluð almenningi Írak.“ – Það eru ótvíræðar vísbendingar um að stjórn Bush hafi ekki verið með neinar skýrar áætlanir um framhaldið í Írak þegar stríðinu væri lokið. Jafnvel hershöfðingjar hafa viðurkennt að þeir hafi ekki haft grænan grun, hafi verið eins og rek- öld þegar átökunum lauk. Þjófar og ræningjar óðu uppi. Hvernig gat þetta gerst? „Það voru gerð mistök en ég fullyrði að það sem komið hafi fram í mörgum fjölmiðlum sé eitt og veruleikinn annar. Í öllum hernaðaraðgerðum er um að ræða áætlun þar sem á eftir þriðja þætt- inum, lokaþætti hernaðarins, kemur sá fjórði: uppbygging eftir stríðið. Það var til nóg af áætl- unum en enginn tók að sér að ákveða hvenær þriðja þætti væri lokið og fjórði þáttur væri haf- inn. Þegar öllu er á botninn hvolft er það hlutverk Pentagon og Donalds Rumsfelds varnarmálaráð- herra. Sumir af hershöfðingjunum byggja ummæli sín sem þú tilgreindir á því sem þeir hafa séð í fjöl- miðlum. En uppreisnin kom mönnum á óvart. Leyniþjónustan, CIA, segist hafa spáð uppreisn en það gerði hún ekki. Oft er það svo að þegar skoðaðar eru skýrslur ráðuneyta og stofnana er mest áhersla lögð á telja upp alla hugsanlega möguleika í stað þess að segja eitthvað ákveðið og bitastætt. Þannig verja menn sig fyrirfram ef eitt- hvað fer úrskeiðis. Hvað sem þessu líður er samt ljóst að ef menn standa aftur frammi fyrir verk- efni af þessu tagi verður að leggja miklu meiri áherslu á löggæsluna og ég er þá aðallega að minna á ránin og óöldina sem fylgdu í kjölfar inn- rásarinnar.“ Hefðu átt að koma strax á sýnilegum umbótum – Þú hefur fjallað um My Year in Iraq, bók Paul Bremers, sem Bush gerði að landstjóra fyrsta ár- ið og yfirmanni bráðabirgðastjórnarinnar, CAP. Það er ekki hægt að segja að þú hælir Bremer á hvert reipi. Hver voru helstu mistök hans? „Fyrstu mistökin voru að láta ekki strax völdin í hendur Írökum sjálfum, veita þeim fullveldi. Við sættum okkur við að koma fram sem hernáms- vald og það hafði mikil sálræn áhrif á almenning í landinu. Orðið sem notað er í arabísku, t.d. á Al- Jazeera, um hernám er miklu neikvæðara en ger- Mistök að fela ek sjálfum völdin str Einn af ráðgjöfum stjórnar Bush Bandaríkjaforseta er Mið-Austurlandafræðingurinn dr. Michael Rubin. Hann telur líkur á að Írakar komist hjá borgarastríði en viðurkennir í samtali við Kristján Jónsson að Bandaríkjamenn hafi gert mörg mistök eftir stríðið 2003. Dr. Michael Rubin, einn af helstu ráðgjöfum stjórna efnum Mið-Austurlanda: „Írakar fjárfesta ekki í gu vill geta flúið með eigur sínar. Nei, þeir fjárfesta í f ’e s v u þ h SAMBÚÐIN VIÐ NÁTTÚRUNA Hlýnun jarðar og gróðurhúsa-áhrif verða ekki dregin í efalengur. Til þess eru vísbend- ingarnar of margar. Eins og Trausti Valsson, doktor í skipulagsfræði og prófessor við verkfræðideild Há- skóla Íslands, segir í viðtali í Morg- unblaðinu í gær er nú óþarfi að tala um spár í sambandi við gróðurhúsa- áhrifin, mikil hlýnun sé staðreynd og veðurfarsmet slegin um allan heim. Þótt þeir séu ekki margir, sem enn efist um þróun veðurfars um þessar mundir virðist næsta lítið til- lit tekið til hugsanlegra afleiðinga hennar í skipulagsmálum. Trausti er um þessar mundir að leggja loka- hönd á bók, sem nefnist „How the World Will Change With Global Warming“, þar sem hann veltir fyrir sér áhrifum loftslagsbreytinga og er full ástæða til að taka orð hans al- varlega. Hann bendir á að nútíma- maðurinn reisi flóðvarnargarða í stað þess að flytja hærra í land. Hér á landi komi þetta fram í skipulagi samgangna. Við hönnun umferðar- mannvirkja sé miðað við reynslu undanfarinna áratuga, en hún sé ekki lengur gjaldgeng. Með hlýrri vetrum megi gera ráð fyrir því að leysingar hefjist fyrr, eða á meðan frost sé enn í jörðu og vatn nái ekki ofan í jörðina. Þá megi búast við miklum flóðum, sem brýr séu ekki hannaðar til að standast. Hann segir að á sama tíma og bú- ast megi við meiri flóðum en áður spari Vegagerðin fé með því að leggja vegi meðfram ám og aurum í stað þess að leggja þá á hærra landi, eins og áður: „Þó að vegirnir séu varðir á viðkvæmum stöðum, þá munu varnirnar duga skammt í þeim miklu flóðum sem geta skapast, sem við sáum t.d. í vorflóðum í Þingeyj- arsýslum nýlega.“ Ábendingar Trausta eru þess eðlis að greinilegt er að nú er ástæða til að staldrað verði við í samgöngu- málum og tekið til við endurmat á þeim vinnubrögðum, sem nú er beitt. Umferðarmannvirkjum er ætlað að vera þannig úr garði gerð að þau endist, en þurfi ekki endurnýjun eft- ir hverjar leysingar. Breyttar að- stæður kalla á breytt vinnubrögð. Þetta á einnig við í víðara sam- hengi. Trausti talar um þær breyt- ingar, sem sjá megi fram á að verði á samgöngum á hafi eftir því sem ís- hettan á norðurskautinu minnkar. Ísinn er byrjaður að draga sig frá Síberíu og siglingar á venjulegum skipum þá leið yfir í Kyrrahaf gætu gerbreytt skipasamgöngum. Trausti segir að skyndilega verði hægt að flytja olíu og gas með skipum beint frá Síberíu, milli Íslands og Græn- lands til Norður-Ameríku „þannig að allt [bendi] til þess að hér verði nokkrar af mikilvægustu skipasigl- ingaleiðum heimsins í framtíðinni“. Þetta skapar bæði hættu á meng- unarslysum, en einnig tækifæri fyrir Íslendinga sem rétt er að hafa í huga. Hlýnun jarðar verður vart snúið við, en það er mikilvægt að leggja áherslu á að draga úr gróðurhúsa- áhrifum eftir megni, bæði með mál- flutningi og að taka opnum örmum verkefnum, sem stuðla að umhverf- isvernd, hvort sem þau snúast um vetni eða að binda koltvíoxíð í jörðu, svo tvö nærtæk dæmi séu nefnd. Um leið þarf að bregðast skynsamlega við þeirri þróun, sem nú á sér stað, gera ráð fyrir áföllum og vera undir þau búin og nýta möguleikana. ÍSLENZK NÖFN Í ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM Það kom nokkuð á óvart að Ís-landsbanki skyldi velja að skipta um nafn og verða Glitnir um helgina. Forsvarsmenn bankans segja hann hafa þurft nýtt nafn vegna alþjóðlegrar starfsemi sinnar og víst er að Glitnis-nafnið er styttra og þjálla en núverandi nafn, sem þar að auki hefur stundum valdið ruglingi við Landsbankann. Fjármögnunarfyrirtæki Íslands- banka hefur borið Glitnis-nafnið í tvo áratugi og Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir í Morg- unblaðinu í dag að bankinn hafi ver- ið í þeirri einstöku stöðu að eiga gott, íslenzkt nafn, sem jafnframt sé þekkt vörumerki. Það færist í vöxt að íslenzk fyr- irtæki breyti nöfnum sínum til að auðvelda sér markaðssókn erlendis. Út úr því hafa komið alls konar út- komur; gömlum og góðum íslenzkum nöfnum hefur verið kastað fyrir róða og í staðinn teknar upp skammstaf- anir, enskuskotin nöfn eða nöfn sem í rauninni þýða ekki neitt en hafa á sér alþjóðlegan blæ. Og stundum þykir tilhlýðilegt að „Group“ fljóti með. Það ánægjulegasta við nafnbreyt- ingu Íslandsbanka er að út úr henni kom ekkert af þessu, heldur gott, ís- lenzkt nafn, eins og bankastjórinn segir. Það er ánægjulegt að for- svarsmenn bankans skuli treysta sér til að nota rammíslenzkt nafn, sprottið úr norrænni goðafræði, á alþjóðlegum vettvangi. Þegar litið er yfir sviðið, verður raunar ekki annað séð en að fyr- irtæki, sem hafa valið sér íslenzk nöfn, njóti sízt minni velgengni á al- þjóðlegum mörkuðum en hin, sem hafa valið „alþjóðlegu“ nöfnin. Baugur, Bakkavör, Kaupþing, Straumur-Burðarás, Össur – allt eru þetta nöfn, sem er ekki einfalt fyrir útlendinga að segja, sum innihalda þau skrýtna, óalgenga stafi. Engu að síður gengur vel hjá fyrirtækj- unum, sem þau bera, og þessi nöfn eru á vörum margra í viðskiptalífinu í nágrannalöndum okkar, ekki síður en hér. Bendir það ekki til þess að íslenzk nöfn séu bara ágætlega nothæf, jafnvel þótt viðskiptin séu orðin al- þjóðleg? Er íslenzkt nafn ekki jafn- vel hluti af þeirri sérstöðu, sem ís- lenzk fyrirtæki telja sig hafa í alþjóðlegri samkeppni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.