Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 35
400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu eeee „…listaverk, sannkölluð perla“ DÖJ – kvikmyndir.com Stórkostleg verðlaunamynd Byggð á sönnum atburðum YFIRVOFANDI HÆTTA OG SAMSÆRI LÍF OKKAR ER Í HÖNDUM TVEGGJA EINSTAKLINGA RALPH FIENNES RACHEL WEISZ BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI RACHEL WEISZ e e e e L.I.B. - topp5.is G.E. NFS e e e M.M.J. Kvikmyndir.com e e e S.K. DV e e e Ó.H.T Rás 2 Epískt meistarverk frá Ang Lee eeeee L.I.B. - Topp5.is walk the line V.J.V Topp5.is S.V. Mbl. M.M.J Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 ÞEIR BUÐU STJÓRNVÖLDUM BYRGINN, AÐEINS MEÐ SANNLEIKANN AÐ VOPNI eeee Topp5.is eee kvikmyndir.com eee A.B. Blaðið eeee S.K. / DV Hefndin er á leiðinni Magnaður framtíðartryllir með skutlunni Charlize Theron. Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR kl. 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 18 krakkar. Foreldrarnir. Það getur allt farið úrskeiðis. Sýnd kl. 6 EIN ATHYGLISVERÐASTA MYND ÁRSINS SUM ERU HÆTTULEGRI EN ÖNNUR ALLIR EIGA SÉR LEYNDARMÁL Rolling Stone Magazine Kvikmyndir.com eeee Roger Ebert Empire Magazine ee e Topp5.is eeee GOYA VERÐLAUNIN Besta Evrópska myndin Scarlett Johansson Jonathan Rhys Meyers MATCH POINT Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10:15 BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI PHILIP SEYMOR HOFFMAN Sími - 551 9000 Ein besta mynd Woody allen Rent kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 14 ára Capote kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 16 ára Brokeback Mountain kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 12 ára Constant Gardener kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 16 ára MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 35 SKEMMTILEGA skrýtinn Jöklari vildi láta ljós sitt skína á tímum síðari heimsstyrjaldarinnarog Rauði herinn var mikið í umræðunni. „Þeir mála sig svona til að gera sig agalega“, sagði karlinn hróðugur af visku sinni. Hopkins sleppur við rauðu máln- inguna í myndinni The World’s Fas- test Indian, því rauðskinninn sem tit- illinn höfðar til, er gömul og sögufræg, bandarísk vélhjólategund. Hopkins leikur Bill Munro, sólbrúnan Nýsjálending sem komst í heims- metabækurnar árið 1967, þegar hann setti heimsmet á slíkum mótorfák, og stendur enn. The World’s Fastest Indian, segir þá merkilegu sögu, sem er um flest lyginni líkust og þar af leiðandi hið besta kvikmyndaefni. Til að byrja með var Munro kominn á 64. aldursár þegar hann fór í fyrstu ferðina austur um haf (og myndin fjallar um), til að spreyta sig við hraðamet á mót- orhjólum undir 1000 cc, á saltslétt- unum í Utah. Hjólið var sömuleiðis komið af táningsárunum, hálfgerður forngripur á fimmtugsaldri. Til við- bótar var karlinn heyrnarsljór, með slæmsku í blöðruhálskirtli og gekk fyrir „sprengitöflum“, við lífs- hættulegri hjartakveisu sem þjakaði hann án afláts. Donaldson gerði á árum áður heimildarmynd um þennan frækna nágranna sinn, sem varð kveikjan að bíómyndinni, sem hann stýrir af greinilegri væntumþykju. Hún fylgir karlinum eftir, allt frá því að hann er langt kominn með tveggja áratuga vinnu við að endurbæta og „upp- tjúna“ Indian Scout mótorhjólið sitt á Nýja-Sjálandi, uns hann snýr til baka frá Bonneville-sléttunni, sem heims- methafi (sem hann átti eftir að betr- umbæta í mörgum ferðum til við- bótar á sjöunda áratugnum). Hopkins fær sannkallað drauma- hlutverk og smjattar duglega á því. Það minnir dálítið á Alvin Straight, sem Richard Farnsworth og David Lynch gerðu ódauðlegan í The Stra- ight Story (’99). Báðar myndirnar fjalla um rosknar söguhetjur, eru á rólegu tempói en búa yfir slíkum töfr- um að maður deplar tæpast auga. The World’s Fastest Indian, kemst að vísu ekki nema svona rétt rúmlega með tærnar þar sem The Straight Story hefur hælana, en er engu að síður bráðskemmtileg og bless- unarlega gjörólík öllu öðru sem bíóin hafa boðið upp á um langa hríð – þó engin ástæða sé til að kvarta undan úrvalinu. Sagan af Munro er krydduð fjölmörgum og líflegum hliðarsögum og persónum sem eru mannaðar kröftugum skapgerðarleikurum. Hér bregður m.a. fyrir Diane Lane, Paul Rodriguez og Chris, Vanessu bróður Williams, lífgar upp á myndina sem litríkur „transgender“, svo maður skripli ekki á skötunni. Allt er þetta gott og blessað, áhorf- andinn verður vitni að því að aldurinn skiptir engu máli ef menn eru nógu ákveðnir í að láta drauma sína rætast. Að því leyti er The World’s Fastest Indian, jákvæð og hvetjandi, eini ljóð- urinn er hversu allir eru yfir máta elskulegir. Heimurinn var að vísu ólíkt saklausari 1962, en í dag, samt er ekki laust við að maður fái stöku sinnum snert af glassúrbragði í munninn undir einkar óvenjulegri af- þreyingu. Allt er sex- tugum fært Reuters Einn leikara „The World’s Fastest Indian“, Saginaw Grant, veifar við kom- una á frumsýningu í Los Angeles. KVIKMYNDIR Háskólabíó The World’s Fastest Indian  Leikstjóri: Roger Donaldson.Aðalleik- arar: Anthony Hopkins, Jessica Cauf- field, Patrick Flueger, Saginaw Grant, Diane Ladd. 130 mín. Nýja Sjáland/ Bandaríkin 2005. Sæbjörn Valdimarsson KRONKRON opnaði nýja verslun á laug- ardag, á mótum Laugavegs og Vitastígs. Sömu eigendur standa að versluninni og skóbúðinni Kron á Laugavegi. Um leið og Kronkron var opnað, hófst ljósmyndasýning Bjarna Einarssonar í búð- inni, „Trust me Ím a part of you.“ ta! ta! sá um tónlistina. Í búðinni er boðið upp á fatnað frá þekktum hönnuðum á borð við Vivienne Westwood, en hinir eru: Wood Wood, Hen- rik Vibskov, KTZ, Marjan Pejoski, Roks- anda Ilincic, Aganovich & Yung, Eley Kishimoto, Humanoid, Peter Jensen, Siv Stoldal, Tatty Divine og Umbro by Kim Jones. Verslunareigendurnir tveir, Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson. Egill Galevi hjálpar viðskiptavini að máta. Bjarni Einarsson, maðurinn á bak við ljós- myndasýninguna, og Anna Clausen. Morgunblaðið/Eggert DJ Ellen og Erna byrjuðu strax að máta. Fjöldi þekktra hönnuða í nýju Kronkron

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.