Morgunblaðið - 13.03.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.03.2006, Qupperneq 17
Er miki› álag í vinnunni? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Oft koma fyrstu einkenni streitu fram sem stöðug þreyta og óþægindi í maganum og ónæmis- kerfið starfar af minni krafti en áður. Rannsóknir sýna að LGG+ vinnur gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 17 DAGLEGT LÍF Í MARS Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 Spurning: 31 árs kona spyr: Ég fæ oft hjartslátt- arköst með skjálfta og svita og á jafnvel erfitt með að anda. Það er samt ekkert að hjá mér og ég fæ þessi köst algjörlega upp úr þurru. Vakna jafnvel upp við þetta. Er þetta eitthvað alvarlegt, er ég hjartveik? Svar: Nei, þú ert líklega ekki hjartveik og þetta er ekkert alvarlegt. Þetta eru dæmigerð einkenni kvíðaröskunar eða felmtursröskunar sem þú lýsir (panic disorder). Um það bil 1% fólks er með þenn- an kvilla, sem byrjar oft á unglingsárum eða skömmu síðar þegar það er að koma sér fyrir, ný- gift, að útskrifast úr skóla, eignast sitt fyrsta barn o.s.frv. Byrjar stundum eftir eitthvert álag. Lík- lega eru einhverjir erfðaþættir sem skipta máli því oft er fjölskyldusaga og einnig benda rannsóknir á tvíburum til þess. Þessi köst sem þú lýsir eru óþægileg enda eru oft ýmis önnur einkenni með svo sem náladofi, munnþurrkur, yfirliðatilfinning, ógleði, verkir fyrir brjósti, köfnunartilfinning, hræðsla, jafnvel ótti við að deyja. Þessi köst eru aldrei lífshættuleg og líða venju- lega hjá á nokkrum mínútum. Þetta eru í rauninni einkenni eins og þegar við verðum hrædd (öll þekkjum við það) en mjög ýkt og ekki í neinu sam- ræmi við það sem maður er að gera. Þetta er ekk- ert alvarlegt í þeim skilningi að þetta sé merki um einhvern alvarlegan líkamlegan sjúkdóm en hins- vegar getur þetta haft veruleg áhrif á líf og hegðun ef ekkert er að gert. Fólk fer jafnvel að forðast að- stæður þar sem þetta hefur gerst áður, svo sem í versluninni, í bílnum, í bíó og verður fælið, fer ekki út, einangrar sig, hættir að keyra. Sumir leita á náðir Bakkusar eða róandi lyfja. Kvíðaköstin eru mjög óþægileg og óttinn við þau fer að hafa áhrif á hegðun fólks. Fyrsta skref að leita sér hjálpar Ef þú hefur fengið nokkur köst (fleiri en 4) tal- aðu þá við lækni eða sálfræðing sem þú treystir. Venjulega þarf ekki flóknar eða yfirgripsmiklar rannsóknir til að greina kvillann heldur nægir oft- ast greinargóð lýsing. Allir sem eru með kvíð- aröskun ættu að geta lifað eðlilegu lífi ef þeir fá við- eigandi meðferð. Flestir eru sammála um það í dag að einhver atferlismeðferð t.d. hugræn atferlis- meðferð er líklega kjörmeðferð. Fyrsta skrefið er að leita sér hjálpar. Bæði getur verið um ein- staklingsmeðferð að ræða en námskeið eða hóp- meðferð nýtur vaxandi vinsælda og gefur góða raun. Sjálfhjálparbækur (t.d. Mind over Mood eftir D. Greenberger & C. Padensky og Feeling Good eftir D. Burns) hafa reynst vel erlendis, en því mið- ur vitum við ekki um neina góða enn á íslensku. Í upphafi meðferðarinnar er leitast við að útskýra einkennin og bara það að fá skýringar og skilja hvað er í gangi er oft mikill léttir. Síðan er reynt að breyta hugsunum á jákvæðar brautir til að milda eða koma í veg fyrir einkennin. Ef úrleysandi þætt- ir finnast er meðferð beitt til að draga út styrk þeirra. Kvíði og fælni geta fylgst að. Stundum er atferlismeðferð beitt við fælni, t.d. enda námskeið við flughræðslu oft á flugferð. Í sumum tilvikum er lyfja- og viðtalsmeðferð beitt. Notuð eru kvíðalyf eða svonefnd SSRI-lyf ( þunglyndislyf ) og virka þau oft prýðilega. Stundum eru líka notaðir svokallaðir beta- blokkarar sem draga úr einkennum eins hjart- slætti og hjartsláttaróreglu. Í stuttu máli, þetta er nokkuð algengt, óþægilegt en ekki hættulegt. Ýmiss konar meðferð stendur konunni til boða sem hún ætti hiklaust að nýta sér.  HVERJU SVARA LÆKNARNIR? Björgvin Á. Bjarnason og Kristjana S. Kjartansdóttir læknar svara fyrirspurnum lesanda Kvíðaköst ekki lífshættuleg Morgunblaðið/ÞÖK Kvíðaköstum fylgja oft ýmis önnur einkenni svo sem náladofi, munnþurrkur, yfirliðstilfinning, ógleði, verkir fyrir brjósti, köfnunartilfinning, hræðsla og jafnvel ótti við að deyja.  Hægt er að koma fyrirspurnum til læknanna með því að hringja í síma 5691225. ÞEIM sérfræðingum fer nú fjölg- andi sem sannfærast um að insúlín sé jafn mikilvægt heilastarfsem- inni og það er líkamanum, sem þarfnast insúlíns til að umbreyta sykri í blóðrásinni í orku. Það fólk, sem ekki framleiðir nógu mikið in- súlín eða vinnur ekki rétt úr því, þróar með sér sykursýki 1 eða 2 sem leitt getur til dæmis til lélegs blóðstreymis, og nýrnabilana, að því er fram kemur í Herald Trib- une. Minna er vitað um hlutverk insúlíns í mannsheilanum, en vitað er að heilasellur deyja fái þær ekki nóg insúlín. Og nú hafa sér- fræðingar uppgötvað að ónóg in- súlínframleiðsla í heila tengist geðsjúkdómum sterkum böndum. Til dæmis megi hæglega flokka Alzheimer sem sykursýki 3 og geðklofa megi sömuleiðis flokka sem heila- sykursýki. Þótt rannsak- endur séu enn að reyna að átta sig á eiginlegu hlutverki insúlíns í geðsýki hafa þeir náð umtalsverðum árangri. Hingað til hafa sérfræðingar, sem hafa verið að fást við Alzheimer, beint sjónum að sterkjumyndun, sem byggist upp í heila eftir því sem sjúkdómurinn ágerist á meðan kollegar þeirra hafa útskýrt geð- hvarfasýki sem heilabilun þegar heilavefir deyja. Fórnarlömb lifi þá í sjáfsblekkingu og séu haldin hugarórum, sem ekki standist. Þessi vísindi gætu orðið að aukaatriði ef hægt er að renna styrkum stoðum undir nýjustu kenningar insúlínsérfræðinga um að rétt úrvinnsla insúlíns sé heila- sellum mikil nauðsyn til að við- halda krafti þeirra og vernda gegn dauða. „Við vitum ekki ennþá hvort skortur á insúlíni framkallar geð- sjúkdóma að öllu leyti, eigi aðeins hlut að máli eða hvort insúlínvönt- unin sé svar heilans við hugs- anlegum skaða,“ segir dr. Jesse Roth, sérfræðingur í New York, sem rannsakað hefur áhrif insúlíns á heila í um aldarfjórðung. Rann- sóknir hafa sýnt að sykursjúkir eru líklegri en aðrir til að fá Alz- heimer og geðhvarfasjúklingar eiga frekar á hættu að þróa með sér sykursýki 2 en aðrir.  HEILSA Getur insúlínskortur valdið geðsjúkdómi? Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.