Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 31 DAGBÓK SÉRBÝLI Í LAUGARNESI ÓSKAST Erum að leita eftir góðu sérbýli, einbýlishúsi, raðhúsi eða parhúsi fyrir traustan kaupanda í Laugarneshverfi. Nánari upplýsingar gefur Brynjólfur Jónsson. SÉRBÝLI ÓSKAST Í GARÐABÆ Erum að leita eftir vönduðu og vel staðsettu sérbýli á góðum stað í Garðabæ fyrir fjársterkan kaupanda. Nánari upplýsingar gefur Brynjólfur Jónsson. Íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands áLaugarvatni mun í samstarfi við Háskóla Ís-lands bjóða upp á nýtt meistaranám ííþrótta- og heilsufræði næsta haust. Þrjár mismunandi námsleiðir eru í boði þar sem tekið er mið af stærð rannsóknar- eða lokaverkefna: rann- sóknartengt meistaranám (M.S) þar sem rann- sóknarverkefni er ýmist 45 eða 30 einingar, og starfstengt meistaranám (M.Ed.) þar sem loka- verkefni er 10–15 einingar. „Meistaranám af þessu tagi hefur ekki verið í boði við íslenska háskóla til þessa og bæði mjög mikilvægur áfangi og mikill fengur fyrir starfs- stéttir á vettvangi íþrótta og heilbrigðis,“ segir dr. Erlingur Jóhannsson, forstöðumaður Íþrótta- fræðasetursins. Fræðileg áhersluatriði námsins eru þrenn: Far- aldursfræði hreyfingar og þjálfunarlífeðlisfræði, íþróttasjúkraþjálfun, og næringar- og lýðheils- unæringarfærði: „Áherslurnar í náminu eru byggð- ar á þeirri reynslu sem fengist hefur við rannsóknir á heilsufari nútímamannsins og lífstílssjúkdómum, sem margir eiga rætur að rekja til síaukins hreyf- ingarleysis og óhollara mataræðis. Í náminu er fjallað ítarlega um áhrif þjálfunar og hreyfingar til bættrar heilsu fólks, og áhersla einnig lögð á nær- ingarfræði. Loks er lögð áhersla á íþrótta- sjúkraþjálfun, ekki hvað síst með tilliti til end- urhæfingar og breytts lífsstíls,“ segir Erlingur. „Kennsla er í höndum íslenskra fræðimanna sem allir hafa áralanga reynslu af rannsóknum og birt hafa fjölda vísindagreina á sínu sviði. Þess er gætt að hafa námsfyrirkomulagið sveigjanlegt svo fólki gefist kostur á að stunda námið óháð því hvar það er búsett á landinu. Þannig verður boðið upp á kennslu bæði í staðbundnum lotum og einnig með fjarnámi.“ Erlingur bætir við að nemendum gefist kostur á að taka hluta af námi sínu erlendis, en samstarfs- samningar hafa verið gerðir við átta háskóla í jafn- mörgum löndum. Þær forkröfur eru settar á námsbrautinni að um- sækjendur hafi grunn-háskólagráðu í íþróttafræð- um, sjúkraþjálfun, líffræði eða skyldum greinum. Íþróttafræði hefur verið kennd á Laugarvatni frá árinu 1941 og þar boðið upp á fjölbreytt íþrótta- nám: „Á hverju ári hefja nám um 40–45 nemendur og í heildina um 125 í námi að staðaldri,“ segir Er- lingur. „Aðstaða til háskólanáms að Laugarvatni er til fyrirmyndar; mjög góð aðstaða til verklegrar kennslu í íþróttum og gott og tæknivætt húsnæði fyrir starfsmenn og nemendur.“ Umsóknarfrestur fyrir hið nýja mastersnám í íþrótta- og heilsufræði er til 1. apríl. Umsókn og nánari upplýsingar má finna á vef Kennaraháskóla Íslands: www.khi.is. Menntun | Ný námsleið í boði hjá Íþróttafræðasetri KHÍ að Laugarvatni Meistaranám í íþrótta- og heilsufræði  Dr. Erlingur Jóhanns- son fæddist í Reykjavík 1961. Hann lauk dokt- orsgráðu í íþróttalífeðl- isfræði frá Norska Íþróttaháskólanum 1995 og starfaði í rúm tvö ár sem vís- indamaður við lækna- deild Óslóarháskóla. Erlingur var settur skólastjóri Íþrótta- kennaraskóla Íslands 1997 og forstöðumaður íþróttafræðaseturs og dósent við Kennarahá- skóla Íslands frá 1998. Erlingur hefur verið leiðandi í rannsóknum á heilsufari, hreyfingu, líkamsástandi og lífsstíl íslenskra barna og unglinga á undanförnum árum. Maki Erlings er Lára Hreinsdóttir grunnskólakennari og eiga þau þrjú börn. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 13. mars, ersjötugur Knut Sletteröd. Mót- taka fyrir vini 17. marz klukkan 18 í Vesturtúni 55b. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Suðurlandsdobl. Norður ♠ÁDG6 ♥ÁG74 A/NS ♦52 ♣762 Vestur Austur ♠K7 ♠1098532 ♥9653 ♥2 ♦G87 ♦ÁKD3 ♣ÁK103 ♣DG Suður ♠4 ♥KD108 ♦10964 ♣9854 Þegar horft er til allra átta er ekki óeðlilegt að sagnir endi í fjórum spöð- um í austur. Og sú varð niðurstaðan á flestum borðum þegar spilið kom upp síðasta þriðjudagskvöld í að- alsveitakeppni Bridsfélags Reykjavík- ur. Spaðinn liggur illa, svo geimið fór 1-2 niður – og lítið meira um það að segja. Ómar Olgeirsson fór yfir spilin dag- inn eftir og rak þá augun í skrýtna tölu – 760 í NS fyrir eitt grand redoblað! Við nánari skoðun kom í ljós að Gunnlaugur Karlsson í sveit Sölufélags garðyrkju- manna var sagnhafi í þessum furðulega samningi og Ómar leitaði skýringa hjá Gunnlaugi. Sagnir gengu víst þannig: Vestur Norður Austur Suður – – 1 spaði Dobl ! Redobl Pass Pass 1 grand Dobl Pass Pass Redobl Pass Pass Pass Gunnlaugur var í suður og segir svo frá: „Þegar austur opnaði á spaða ákvað ég að beita vopni sem áður hafði reynst mér vel – hinu svokallaða Suðurlands- dobli. Því var fyrst beitt á Suðurlands- móti fyrir nokkrum árum, en þá doblaði ég opnun með engan punkt en góða skiptingu og uppskar stóra sveiflu. Hér redoblaði vestur og ég flúði í eitt grand með það í huga að SOS-redobla síðar til að láta makker velja lit. Allt gekk þetta eftir áætlun, en makker var einfaldlega alltof ánægður með spilin sín til að taka út úr redoblinu í tvö hjörtu (sem vinnast) og sagði pass. Mér leist ekki á blikuna, en fékk draumaútspil Íslandssögunnar – spaða- kóng – og þar með var málið dautt. Sjö slagir og 760.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Kæra ríkisstjórn og aðrir landsmenn ÉG HEF verið að fylgjast með fréttum undanfarnar vikur og mér sýnist allt vera að stefna í að álver verði reist á Norðurlandi. Ef það verður gert mun eflaust þurfa að virkja einhverja stórbrotna jökulá landsins. Er einhver ástæða fyrir því að þið viljið breyta Íslandi í ríki sem keppir við þróunarlönd í stað iðnvæddra ríkja þegar kemur að framleiðslu innanlands og útflutn- ingi? Finnst ykkur virkilega sem náttúra landsins sé einskis virði? Ég er 16 ára gömul og mér blöskrar framferði ykkar. Þið eruð að ræna mig þjóðararfinum fyrir skjótfenginn gróða. Ég mun aldrei geta farið með mína afkomendur til að sjá einn fallegasta stað á jarðríki, Kárahnjúka, ef fram gengur sem horfir. Ég mun aldrei getað farið úr landi og sagt stolt: „Ég er Íslend- ingur“, því það virðast allir sjá hversu rangt það er að eyðileggja Ísland. Vinsamlegast segið mér svo ekki að annað sé ekki hægt að gera til að byggja upp atvinnu á landsbyggð- inni, en að virkja og byggja álver. Að við munum ekki fara fram úr mengunarkvóta okkar samkvæmt Kyoto-bókuninni, af því að hún gild- ir einungis til ársins 2012. Að þessar framkvæmdir styrki efnahaginn til langframa og að ég viti hreinlega ekki hvað ég er að tala um. Því að með stóriðjuframkvæmdum ykkar síðustu ár og afleiðingum þeirra haf- ið þið sent úr landi flest öll fyrirtæki sem byggja á þekkingu og menntun Íslendinga. Þannig hafið þið eytt álíka mörgum og mun fjölbreyttari störfum en þið skapið. Aðflutt vinnuafl streymir inn í landið, alls ekki slæmt í sjálfu sér, nema hvað þið sögðuð að þetta myndi skapa störf fyrir fólkið í landinu. Hvað er að því að við eflum þekkingariðnað, ferðaþjónustu og stefnum á að vera fremst í flokki hvað varðar mennta- mál? Gerist ferðamenn á Íslandi í viku og segið mér svo að náttúran sé einskis virði, en hvað sem þið gerið þá er eitt víst. Þið fáið ekki mitt at- kvæði í næstu alþingiskosningum. Agnes Eva Sandholt Sigurðardóttir, fyrsta árs nemi við MH. Kanínuplágan í kirkjugarðinum ÉG VIL taka heilshugar undir með konunni sem skrifaði í Velvakanda miðvikudaginn 8. mars þar sem hún kvartaði undan kanínum í Fossvogs- kirkjugarði. Ég tek heilshugar undir með henni og skora á kirkjugarðs- yfirvöld að stöðva þessa hörmung, og það strax. Ég hef sjálf orðið fyrir barðinu á þessum ófögnuði. Ég varð mjög sorgbitin þegar ég kom í kirkjugarðinn einn daginn og sá hvernig kanínurnar voru búnar að tæta allt á leiði móður minnar. Ég hafði gróðursett blóm þarna og þær voru búnar að eyðileggja blómabeð- ið og voru hlaupandi þarna um allt. Þetta er hræðileg plága. Ég er á báðum áttum með það hvort það þýði nokkuð að setja niður blóm í vor. En það er ljóst að það verður að bregðast hart við þessu. Maður borgar kirkjugarðsgjöld og hlýtur að geta gert þá kröfu að leiði ástvina fái að vera í friði. Það verður taf- arlaust að gera eitthvað í málunum fyrir vorið svo að fólk geti sett niður blóm í garðinn. Jóhanna. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is                       1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 cxd5 5. Rf3 Rc6 6. Bg5 e6 7. e3 Be7 8. Bd3 h6 9. Bh4 0–0 10. 0–0 Bd7 11. De2 Hc8 12. Hac1 a6 13. Bg3 Rh5 14. e4 Rxg3 15. fxg3 dxe4 16. Bxe4 f5 17. Bxc6 Hxc6 18. Hfe1 Bf6 19. Re5 Bxe5 20. dxe5 De7 21. Hcd1 Hcc8 22. Hd6 Hfd8 23. g4 g6 24. gxf5 gxf5 Staðan kom upp á Norðurlanda- mótinu í skólaskák sem lauk nýver- ið í Espoo í Finnlandi. Svanberg Pálsson (1.765) hafði hvítt í stöð- unni gegn Jakob Aperia (1.688). Hvítur freistaðist til að leika 25. Rd5 enda lítur sá leikur vel út en eins og hið fornkveðna segir er ekki allt gull sem glóir. 25. … exd5 26. Hg6+ Kh7 hefði svarti kóngurinn vikið sér á f-línuna hefði hvítur leik- ið De2-h5 og þá ræður svartur eng- an veginn við hvítu sóknina. 27. Dh5 Df8? Svartur gat leikið 27. … Dc5+! 28. Kh1 Dc1! og þar sem drottningin er friðhelg, hótar máti og valdar h6-reitinn veldur hún því að svartur er með manni minna án þess að hafa nægar bætur fyrir. Í stað þessa gafst svartur upp eftir 28. Hf6 en lokastaðan er jafntefli þar sem eftir 28. … Dc5+ 29. Kh1 De3! endar taflið með þráskák eftir 30. Hf7+ Kh8 31. Hh7+! Kxh7 32. Df7+. Svona er skákin kúnstug og skákáhugamenn geta kynnst því enn frekar með því að fylgjast með 8. umferð Reykjavíkurmótsins sem hefst kl. 17 í dag í skákmiðstöðinni í Faxafeni 12. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.