Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 29 FRÉTTIR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnagæsla „Au pair“ óskast til Þýska- lands Íslensk fjölskylda óskar eftir „au pair“ stúlku eða dreng frá og með júní til 1 árs til að gæta barns og aðst. við heimilis- störf. Uppl. gefur Villa í s. 822 5321. Fatnaður Húsnæði óskast Óska eftir íbúð í Grafarvogin- um. Ég er einstæð móðir að norð- an og óska eftir íbúð til leigu í Grafarvoginum. S. 856 5937. Bráðvantar íbúð strax!!! 2-3 herbergja. Þarf að fara úr leigu- íbúð vegna eigendaskipta. Vant- ar því aðra íbúð strax. Reglu- samur. Greiðslugeta 60-90 þ. á manuði. Brynjar í s. 868 2442. Námskeið Dulspekinámskeið - www.tar- ot.is. Tarotnámskeið og Talna- spekinámskeið. Fjarnám - bréfa- skóli. Þú lærir hvar og hvenær sem er. Uppl. og skrán. á vef eða í s. 868 0322. Skrán. daglega. Föndur Hannyrðafólk! Efni, munstur og garn til sölu. Upplýsingar í símum 483 1804 og 692 4804. Geisladiskasaumur - www.fondurstofan.is Allt inni- falið kr. 2.900. Saumað í disk og sett í ramma. Síðumúli 15, 2. hæð, s. 553 1800. Perlusaumur - Skart- gripagerð o.fl. Opið virka daga 13-18 - Líttu við! Til sölu Tékkneskar og slóvanskar kristalsljósakrónur. Handslípaðar. Mikið úrval. Frábært verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Hágæða postulíns matar-, kaffi-, te- og mokkasett. Mikið úrval. Frábært verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4331. Brasilískur harðviður (mahóní) Glæsileg 24 fm gestahús til sýnis og sölu í Hveragerði, (gegnt Bónus). Kvistás sf., Selfossi. Sími 869 9540, www.kvistas.is Bohemia tékkneskir kristals- vasar. Mikið úrval. Einnig krist- alsglös í halastjörnunni, möttu rósinni og fleiri munstrum. Frá- bært verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. 60 fm bústaður til sölu með geymslu, fokheldur eða lengra kominn (í smíðum).Með 30m² pöll- um. Getum einnig boðið lóðir undir sumarhús. Gott verð. Upp- lýsingar í síma 893 4180 og 893 1712 Þjónusta Móðuhreinsun glerja! Er kominn móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun Ó.Þ., s. 897 9809 og 587 5232. Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Innrömmun Innrömmun - Gallerí Míró Málverk og listaverkaeftirprentanir. Speglar í úrvali, einnig smíðaðir eftir máli. Alhliða innrömmun. Gott úrval af rammaefni. Vönduð þjónusta, byggð á reynslu og góðum tækjakosti. Innrömmun Míró, Framtíðarhús- inu, Faxafeni 10, s. 581 4370, www.miro.is, miro@miro.is Ýmislegt Verulega góður í CDE skálum á kr. 1.995, buxur í stíl kr. 995. Mjög fallegur, fæst í BCD skálum á kr. 1.995, buxur í stíl kr. 995. Þessi verður að vera til, barasta bestur! Fæst í BCD skálum kr. 1.995, aðhaldsbuxur í stíl á kr. 1.285. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Flottir herraskór úr leðri, mjúkir og þægilegir, með innleggi og loftfjaðrandi sóla. Litir: Svartur, dökk- og ljósbrúnn. St. 40-47. Verð: 6.785. Verð: 6.950. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Annapolis Svartir leðurskór með innleggi. Sterkir og þægilegir. Stærðir 36-42. Verð 11.500..- Arisona Stærðir 36-48. Verð 5.685. Zora Stærðir 36-42. Verð 7.480. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Bílar Audi A4 2.0 árg. '02. Ekinn 77 þús. km, steingrár, sjálfskiptur, 17" álfelgur o.fl. Verð 1.850 þús. S. 8567452. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, bifhjól, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Húsbílar Adria Twin árgerð 2005 til sölu. með nýju Common Rail díselvél. Eyðsla 7-10 l. Bíllinn er útbúinn með öllu sem hægt er að fá m.a. CD spilara og Markísu. Verð kr. 4.500 þús. (1 millj. undir nývirði). Uppl. í s. 898 8577 og 551 7678. Þjónustuauglýsingar 5691100 Fréttir í tölvupósti FJÖLMENNUR fulltrúaráðsfundur Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanesbæ samþykkti 28. febrúar sl. framboðslista Sjálfstæðis- flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosn- ingar. Listann skipa eftirfarandi: 1. Árni Sigfússon 2. Böðvar Jónsson 3. Björk Guðjónsdóttir 4. Steinþór Jónsson 5. Sigríður Jóna Jóhannesdóttir 6. Þorsteinn Erlingsson 7. Garðar Vilhjálmsson 8. Guðný Ester Aðalsteinsdóttir 9. Magnea Guðmundsdóttir 10. Haraldur Helgason 11. Anna Steinunn Jónasdóttir 12. Gunnlaugur Kárason 13. Margrét Sæmundsdóttir 14. Sigurvin Guðfinnsson 15. Margrét Sturlaugsdóttir 16. Árni Þór Ármannsson 17. Íris Valþórsdóttir 18. Einar Magnússon 19. Albert Albertsson 20. Sigrún Hauksdóttir 21. Konráð Lúðvíksson 22. Kristján Pálsson Listi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ „FRÁ því Evrópufræðasetur við Bifröst tók til starfa sl. sumar hafa fulltrúar atvinnulífsins, þ.e. ASÍ, Samtök iðnaðarins, Samtök at- vinnulífsins og BSRB, lagt gríðar- lega mikla áherslu á að stórauka kennslu í Evrópufræðum,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópu- fræðasetursins á Bifröst, en næsta sumar verður í fyrsta sinn hér- lendis boðið upp á meistaranám í Evrópufræðum við Bifröst. Spurður um ástæðu þess að boð- ið verður upp á sérhæft meistara- nám í Evrópufræðum bendir Ei- ríkur á þá staðreynd að Evrópusamruninn snerti öll svið í íslensku þjóðfélagi og því sé orðin tilfinnanleg þörf á fleiri einstak- lingum með þessa menntun. „Atvinnulífið á Íslandi er farið að kalla mjög eftir fólki með þessa sérþekkingu,“ segir Eiríkur og bendir á að nemendur í meistara- náminu muni læra að þræða sig eftir flóknum vef Evrópusam- starfsins og eigi að námi loknu að þekkja stefnumál og innviði Evr- ópusambandsins, skilja með hvaða hætti Ísland tengist samstarfi Evrópuríkja og hvaða tækifæri og möguleikar felist í fjölþjóðasam- starfi. „Nemendur munu þannig öðlast færni í að greina efnahags- lega, félagslega, menningarlega og stjórnmálalega þætti samrunaþró- unarinnar í Evrópu í þverfaglegu samhengi.“ Aðspurður um hverjum námið geti nýst segir Eiríkur það góðan grunn fyrir fólk sem hafi hug á að sinna fjölþjóðlegu samstarfi. „Fólki sem hefur áhuga á að vinna við erlent samstarf. Það hefur sýnt sig að fólk með þessa menntun fer oft til starfa í utanríkisþjónust- unni, í ráðuneytum, hjá fjölþjóða- samtökum auk stærri fyrirtækja í atvinnulífinu.“ Árs þverfaglegt nám Aðspurður segir Eiríkur um að ræða rúmlega eins árs þverfaglegt nám, sem samanstandi af tveimur sumarönnum í staðnámi og tveim- ur vetrarönnum í fjarnámi. Verður námið í boði fyrir alla þá sem lokið hafa BA- eða BS-gráðu, en Eiríkur segist reikna með að 15–20 nem- endur verði teknir inn á ári hverju. „Við viljum vera með fámennan en sterkan hóp þannig að hægt sé að sinna hverjum og einum nemanda af kostgæfni,“ segir Eiríkur og leggur áherslu á að öllum nemend- um gefist kostur á að sérhæfa sig töluvert í náminu. Eiríkur bendir á að Evrópufræðasetrið, sem sé bakhjarl nýja námsins, sé í sam- vinnu við bæði erlenda háskóla og fræðasetur. Bifröst býður meistaranám í Evrópufræðum Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Atvinnulífið þarf fólk með þessa þekkingu Í UMSÖGN Bergþóru Jóns- dóttur um Mozart-tónleika í Hafnarfirði um síðustu helgi og birtist í blaðinu á laugardag féll niður málsgrein. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Missa solemnis er ekki stórt verk af hendi Mozarts, og Helgi gerði það sem áður var tíðkað, að fleyga það annars vegar með kirkjusónötu og hins vegar með einum falleg- asta söng Mozarts, Ave verum corpus. Fjórir einsöngvarar sungu með kórnum í messunni, Hallveig Rúnarsdóttir, Jó- hanna Ósk Valsdóttir, Ólafur Rúnarsson og Benedikt Ing- ólfsson. Eina einsöngs- hlutverkið sem eitthvað kveður að af Mozarts hálfu er sópr- aninn, og Hallveig fullkomnaði það með sinni tæru, björtu rödd, og fallegum, innlifuðum söng. Kórinn söng prýðilega, en hefði þurft að vera stærri og hljómmeiri til jafnvægis við hljómsveitina, eða syngja betur út í salinn. Heildaráhrifin voru þó þau, að þrátt fyrir svolitla hnökra var flutningurinn mús- íkalskur og fullur af stemningu. Málsgrein féll niður LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.