Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LÖGGÆSLAN VERÐI EFLD Forystumenn stjórnmálaflokka til borgarstjórnarkosninga í vor vilja allir sem einn efla löggæslu í hverf- um borgarinnar, fjölga lögreglu- mönnum og gera lögregluna sýni- legri. Þá vilja þeir efla forvarnir gegn fíkniefnum í grunnskólum Reykjavíkur. Lést af völdum hjartaáfalls Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu seint í gærkvöldi að fyrstu niðurstöður krufningar á líki Slobodans Milosev- ic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, bentu til þess að hann hefði dáið af völdum hjartaáfalls. Áður hafði lög- fræðilegur ráðgjafi Milosevic sagt að hann hefði skrifað bréf daginn áður en hann dó og þar kæmi fram að hann óttaðist að eitrað hefði verið fyrir sig. Niðurstaða eiturefnarann- sóknar liggur ekki enn fyrir. Vegið að stöðugleikanum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingar, gerði íslenska auðmenn að umtalsefni í ávarpi sínu á 90 ára afmælisfagnaði jafnaðar- mannahreyfingarinnar á Íslandi í gær. Sagði hún mikla auðsöfnun fárra og erfiðari lífsbaráttu annarra vega að stöðugleika í samfélaginu. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi formaður Alþýðuflokksins, hélt einnig ávarp. Yfir 50 féllu í Bagdad Að minnsta kosti 52 féllu í árásum í Bagdad í gær, að sögn innanrík- isráðuneytis Íraks. Þar af féllu minnst 36 manns og 104 særðust þegar þrjár bílsprengjur sprungu á útimörkuðum í hverfi sjíta í Bagdad. Lögreglan sagði að fjórða sprengjan hefði fundist og tekist hefði að af- tengja hana. Bachelet í forsetastólinn Michelle Bachelet sór embættis- eið forseta Chile á laugardag og varð þar með fyrsta konan til að gegna því embætti. Condoleezza Rice, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, og forsetar Bólivíu og Venesúela voru viðstaddir athöfnina. Hald lagt á stera Tollstjórinn í Reykjavík hefur lagt hald á umtalsvert magn af sterum. Fannst efnið við húsleit í líkams- ræktarstöð í miðbæ Reykjavíkur í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um að ræða tugi þúsunda steraskammta í töfluformi. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 25/27 Vesturland 12 Dagbók 30/32 Viðskipti 13 Víkverji 30 Erlent 14/15 Staður og stund 31 Menning 19 Leikhús 33 Daglegt líf 16/18 Bíó 34/37 Umræðan 22/24 Ljósvakar 38 Bréf 24 Veður 39 Forystugrein 20 Staksteinar 39 Nú bjóðum við til síðustu sætin til Kanarí 21. mars í 2 vikur á frábærum kjörum. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 21. mars frá kr. 39.990 kr.39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með tvö börn, 2-11 ára, í íbúð. Stökktu tilboð í 2 vikur 21. mars. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. kr.49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/ stúdíó. Stökktu tilboð í 2 vikur 21. mars. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Munið Mastercard- ferðaávísunina 2 vikur - síðustu sætin MIKILL erill var hjá lögreglunni á Selfossi um helgina og þurftu lögreglumenn m.a. að hafa afskipti af ungmennum vegna skemmdar- verka, og kynferðisafbrots á skemmtun í bænum. Á fimmta tímanum aðfaranótt laugardags var lögregla kölluð á skemmtistað á Selfossi vegna ungrar konu sem tilkynnt hafði um nauðgun. Hún var flutt á neyð- armóttöku Landspítala – háskóla- sjúkrahúss til aðhlynningar og rannsóknar. Skömmu síðar var ungur maður handtekinn, grunað- ur um aðild að málinu, en hann var látinn laus eftir yfirheyrslur á laugardag. Lögregla vildi ekki tjá sig um hvort maðurinn hafi játað aðild né hvort fleiri væru taldir viðriðnir málið. Rannsókn heldur áfram. Rétt fyrir klukkan hálftvö í gær valt jeppi á Eyrarbakkavegi skammt austan við afleggjarann að Hrauni. Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. Hjón á áttræð- isaldri voru flutt til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en þau hlutu aðeins minniháttar meiðsl. Bifreiðina þurfti að draga burtu með dráttarbíl. Bensínsprengju hent undir bíl á Selfossi Í fyrrinótt voru unnin skemmd- arverk á bifreið í bænum. Stungið var á dekk bifreiðarinnar og bens- ínsprengju hent undir hana. Að sögn lögreglu voru tveir handtekn- ir í tengslum við málið, piltur og stúlka á tvítugsaldri, og telst það upplýst. Bifreiðin er stórskemmd vegna bensínsprengjunnar en ekki talin ónýt. Persónulegar ástæður er taldar liggja að baki skemmdar- verkunum. Kynferðisbrot til rannsóknar NORSKA viðskiptablaðið Dagens Næringsliv var um helgina með fjög- urra síðna umfjöllun um íslenska bankakerfið, með yfirskriftinni „Røde lys på Island“, eða Rauð ljós á Íslandi. Þar er m.a. rætt við Bjarna Ármannsson, forstjóra Glitnis, Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings banka, Hannes Smára- son, forstjóra FL Group, og Karl Wernersson, eiganda Milestone, auk Paul Rawkins, sérfræðings hjá Fitch Ratings, sem segir öll viðvörunarljós vera farin að blikka í íslensku fjár- málakerfi. Í umfjölluninni er greint frá erfiðri lánafyrirgreiðslu íslensku bankanna á evrópskum skuldabréfa- markaði. Einnig er ítarleg umfjöllun um eignatengsl íslenskra fyrirtækja og hvernig þau eru samofin bönk- unum. Viðvörunarljós blikka á Íslandi FEÐGARNIR Ómar Örn og Viðar Þór höfðu ákveðna samvinnu og verkaskiptingu um brettaiðkun á Miklatúninu í Reykjavík í gær. Brettakappinn ungi sá um að renna sér fimlega niður brekkuna og þeg- ar þangað kom fékk faðirinn það hlutverk að ýta honum upp á ný. Það var nefnilega alltof flókið að eiga við brettafestingarnar og vit- anlega mun þægilegra að láta ýta sér upp en ganga sjálfur. Morgunblaðið/Eggert Upp og niður á brettinu TVÆR atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitar- félaga fóru fram sl. laugardag og voru sameining- arnar samþykktar í þeim báðum. Þannig samein- ast annars vegar Húnavatnshreppur og Áshreppur í Austur-Húnavatnssýslu og hins veg- ar Broddaneshreppur og Hólmavíkurhreppur í Strandasýslu. Alls voru 320 á kjörskrá í Hólmavíkurhreppi og greiddu 134 atkvæði eða 41,8%. Af þeim sögðu 108 já, eða 80,6% greiddra atkvæða, nei sögðu 22 eða 16,4% og auðir seðlar voru 4 eða 2,9%. Í Brodda- neshreppi voru 47 á kjörskrá og greiddu 27 at- kvæði eða 55,4%. Já sögðu 22 eða 81,4% og nei sögðu 5 eða 18,5%. Aðspurður segir Haraldur V. A. Jónsson, odd- viti í Hólmavíkurhreppi, almenna sátt ríkja um sameininguna sem skýri að einhverju leyti nokkuð dræma kjörsókn. Segir hann þátttökuna svipaða og í haust en þá var kosið um sameiningu Brodda- neshrepps, Hólmavíkurhrepps, Kaldrananes- hrepps og Árneshrepps, en sú tillaga var felld í öll- um hreppum nema Broddaneshreppi. „Við óskuðum sjálfir eftir þessari sameiningu og erum í því ljósi auðvitað sáttir við niðurstöð- una,“ segir Sigurður Jónsson, oddviti í Brodda- neshreppi. Aðspurður segir hann engra stórra breytinga að vænta í ljósi sameiningar enda hafi þegar verið mikil samvinna milli sveitarfélaganna. Alls voru 277 á kjörskrá í Húnavatnshreppi og þar af kusu 153 eða um 55,2%. Já sögðu 124 eða rétt rúm 80%, nei sögðu 24 eða 15,7% og auðir seðlar voru 5 eða 3,3%. Í Áshreppi voru 43 á kjör- skrá og greiddi 41 atkvæði eða 95,3%. Já sögðu 28 eða 68,3% og nei 13 eða tæp 32%. Að sögn Björns Magnússonar, oddvita í Húnavatnshreppi, varð hreppurinn til hinn 1. janúar sl. þegar sameining Bólstaðarhlíðarhrepps, Svínavatnshrepps, Torfa- lækjarhrepps og Sveinsstaðahrepps tók gildi og bætist nú Áshreppur í þann hóp. Aðspurður segist Jón B. Bjarnason, oddviti í Áshreppi, hafa gert ráð fyrir fyrrgreindri niður- stöðu þótt hann sjái sjálfur ekki kosti þessarar sameiningar. „Að mínu mati er þessi sameining of lítil til þess að hún skili einhverju og því finnst mér þetta takmörkuð framsýni,“ segir Jón og segist helst hafa viljað sjá heildarsameiningu í sýslunni allri. Báðar sameiningarnar taka gildi að afloknum sveitarstjórnarkosningum hinn 27. maí nk. Sameiningar samþykktar í Húnaþingi og á Ströndum TVÆR breiðþotur á vegum er- lendra flugfélaga þurftu að lenda óvænt á Keflavíkurflugvelli í gær. Þota frá flugfélaginu Emirates Air- ways lenti vegna farþega sem kenndi eymsla fyrir hjarta. Var hún á leið til New York frá Dubai og var maðurinn skilinn eftir. Á níunda tímanum lenti þota af gerðinni Boeing 747 frá flugfélagi Nýja- Sjálands vegna vélarbilunar. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli var sett í viðbragðsstöðu. Breiðþotur lentu óvænt í Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.