Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 15 ERLENT Sheer Driving Pleasure BMW X5 www.bmw.is AÐ MINNSTA kosti 52 féllu í árásum í Bagdad í gær, flestir í þremur bílsprengjutilræðum, að sögn innanríkisráðuneytis Íraks. Að minnsta kosti 36 manns féllu og 104 særðust þegar þrjár bílsprengjur sprungu á úti- mörkuðum í hverfi sjíta í Bag- dad. Lögreglan sagði að fjórða sprengjan hefði fundist og tek- ist hefði að aftengja hana. Saddam verði hengdur Sextán manns til viðbótar biðu bana og 25 særðust í öðr- um sprengjutilræðum og skot- árásum í Bagdad. Réttarhöld hófust að nýju í gær yfir Saddam Hussein, fyrr- verandi forseta Íraks, og sjö samstarfsmönnum hans. Aðal- saksóknarinn í málinu lét þau orð falla að Saddam yrði hengd- ur án tafar yrði hann fundinn sekur um glæpi gegn mannkyn- inu. „Verði dauðadómur kveðinn upp yfir einhverjum sakborn- inga í málinu, þá kveða lög skýrt á um að taka verði þá af lífi ekki seinna en 30 dögum eft- ir áfrýjun,“ sagði saksóknarinn, Jaafar Mussawi, við íraska rík- issjónvarpið skömmu áður en réttarhöldin hófust að nýju. Yfir 50 féllu í árásum í Bagdad AP Írösk kona huggar ungt barn sitt sem særðist í sprengju- tilræði í Bagdad í gær. Sprengjutilræði á útimörkuðum MICHELLE Bachelet sór embættiseið forseta Chile á laugardag og varð þar með fyrsta konan til að gegna því emb- ætti. Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og forsetar Bólivíu og Venesúela voru viðstaddir at- höfnina. Bachelet er 54 ára gömul, vinstrisinnuð, einstæð móðir, læknir að mennt og fyrrverandi varnarmálaráð- herra. Hún var fangelsuð og pyntuð á tímum einræðisstjórnar Augusto Pino- chet. Bachelet kveðst ætla að minnka bilið milli ríkra og fátækra í landinu og rétta hlut kvenna. Bachelet veifar hér til stuðnings- manna sinna eftir að hafa svarið emb- ættiseiðinn. Reuters Fyrst kvenna í embætti forseta Chile NÆSTUM 20% jarðarbúa búa enn við það að hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóð- anna. Eru orsakirnar tengdar misheppnaðri við- leitni ríkja heims til að bregðast við vandanum, að því er fram kemur í skýrslunni, en enn fremur skipta hér máli loftlagsbreytingar og aðrar um- breytingar í umhverfinu. Tuttugu og fjórar stofnanir SÞ komu að gerð skýrslunnar, en hún er sögð umfangsmesta úttekt sem gerð hefur verið á stöðu vatnsbirgða í heim- inum. Kom fram í frétt BBC að niðurstöður skýrslunnar yrðu kynntar á ráðstefnu, World Water Forum, í Mexíkó í vikunni. Segir þar einn- ig að í skýrslunni sé kallað eftir því, að stjórn- málamenn beiti sér af auknum krafti, ella verði aldrei hægt að ná því markmiði að helminga fyrir árið 2015 þann fjölda jarðarbúa sem ekki hefur aðgang að hreinu drykkjarvatni. Fram kemur í skýrslunni að einn milljarður jarðarbúa hafi ekki aðgang að hreinu drykkjar- vatni, að 2,6 milljarðar manna búi ekki við við- unandi hreinlætisaðstæður, að þéttbýlismyndun hafi aukið mjög þrýsting á vatnsbirgðir jarðar og að 30–40% drykkjarvatns „tapist“ vegna leka og ólöglegra undanskota. Næstum 20% jarðarbúa án aðgangs að hreinu drykkjarvatni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.