Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á þeim 16 árum sem liðineru frá stofnun Stíga-móta til ársloka 2005 hafa samtals 4.233 einstaklingar leitað aðstoðar hjá samtökun- um. Þar af eru 4.027 konur, sem samsvarar 2,75% íslenskra kvenna. Á sama tíma eru ofbeld- ismenn skráðir 6.004, en eru væntanlega nokkuð færri þar sem sumir þeirra hafa beitt fleiri en einn einstakling ofbeldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2005. Á síðasta ári leituðu alls 543 einstaklingar til Stígamóta og af þeim voru 249 einstaklingar að leita sér aðstoðar í fyrsta sinn, vegna 299 ofbeldismanna. Sé litið á kynjahlutfall þeirra sem leita til Stígamóta sést að 89,6% þeirra eru konur og 10,4% karlar, en fram kemur í skýrslunni að langflestir karlar sem leita sér aðstoðar koma vegna ofbeldis sem þeir urðu fyrir í æsku. Alls höfðu 15,3% þeirra einstak- linga sem leituðu til Stígamóta árið 2005 búið við líkamlegt ofbeldi í æsku og 16,7% þeirra kvenna sem leituðu sér aðstoðar höfðu verið beittar líkamlegu ofbeldi í hjúskap eða sambúð. Leitt er að því líkum í skýrslunni að tölurnar hvað varðar ofbeldi í æsku annars vegar og hins vegar í sambúð geti verið vísbend- ingar um hlutfall þeirra barna og kvenna sem beitt eru líkamlegu of- beldi í samfélaginu í heild. Í 76% tilvika stóðu sifjaspell yfir í ár eða lengur Eitt af því sem reynt er að meta er hversu lengi sifjaspell stóðu yfir. Út úr skýrslunni má lesa að í um 76% tilvika stóðu þau yfir í eitt ár eða lengur. Raunar er gerður ákveðinn fyrirvari og bent á að fólki reynist oft erfitt að tímasetja ofbeldið nákvæmlega og þær tölur um tímalengd. En samkvæmt töl- unum er algengast að sifjaspell standi yfir í fjögur ár eða í 12,4% tilvika. Í 10,5% tilvikum stendur það yfir í fimm ár, í 9,8% tilvika í tvö til þrjú ár, í 8,5% tilvika á það sér aðeins stað einu sinni og í 6,5% tilvika stendur það í 4–6 mánuði. Í langflestum tilvikum á kyn- ferðisofbeldi sér stað á sameigin- legu heimili þess sem fyrir ofbeld- inu verður og ofbeldismanns, á heimili þess sem fyrir ofbeldinu verður eða á heimili ofbeldis- manns, samtals í um 70% tilvika. Einnig hefur það átt sér stað á vinnustað ofbeldismanns, í sumar- dvöl, á skemmtistað, í bifreið eða samkvæmi. Aðeins rúm 14% fórnarlamba sögðu frá ofbeldinu Líkt og fyrri daginn dregur árs- skýrsla Stígamóta fram þá stað- reynd að oft líður langur tími, jafn- vel ár, frá því kynferðisbrotið átti sér stað þar til einstaklingur leitar sér aðstoðar. Stærstur hluti þeirra sem leituðu sér aðstoðar hjá Stíga- mótum á síðasta ári, eða 47,4%, voru á aldrinum 19–29 ára. Hins vegar var sams konar hlutfall eða 46,2% þeirra sem leituðu sér að- stoðar á aldursbilinu 5–10 ára þeg- ar ofbeldið átti sér stað. Aðeins í 14,1% tilvika sagði þol- andi frá kynferðisofbeldi meðan það átti sér stað eða strax eftir að því lauk. Í flestum tilvikum var það vinur eða vinkona sem naut trún- aðar eða í 40,9% tilvika. Næstal- gengast var að móður væri sagt frá ofbeldinu, eða í 15,9% tilvika. Spurt var að því hvort viðkomandi hafði verið trúað þegar hann sagði frá of- beldinu og kom þá í ljós að 78,6% þeirra sem sögðu frá ofbeldi var trúað. Hverjir eru líklegastir til að beita kynferðisofbeldi? Í skýrslunni má finna upplýsing- ar um tengsl einstaklinga við of- beldismenn. Í þeim tilvikum þar sem sifjaspell á sér stað sést að í 18,8% tilvika er um frænda eða frænku að ræða, í 17,6% tilvika er ofbeldismaðurinn fjölskylduvinur, í 15,8% tilvika er það bróðir og í 15,2% tilvika faðir. Þeir sem eru líklegastir til þess að nauðga eru vinir, kunningjar, makar og ókunnugir. Þannig var í 53,4% nauðgunartilvika um vin eða kunn- ingja að ræða. Í 27,6% tilvika var árasarmaðurinn ókunnugur, í 8,6% tilvika var ofbeldismaðurinn maki og í 3,4% tilvika var um yfirmann að ræða. 29% kynferðisofbeldis- manna eiga sjálfir börn Þess ber að geta að samkvæmt ársskýrslu Stígamóta voru karlar 97% ofbeldismanna eða 290 af þeim 299 ofbeldismönnum sem beittu þá 249 einstaklinga ofbeldi sem leit- uðu til Stígamóta í fyrsta sinn á síð- asta ári. Sé litið til aldurs ofbeldis- mannanna kemur í ljós að 10% þeirra voru yngri en 15 ára þegar þeir frömdu ofbeldisbrot sitt, tæp 23% þeirra voru undir 18 ára aldri og 57,8% þeirra undir 29 ára aldri. Í þeim tilvikum þar sem vitað er um hjúskaparstöðu ofbeldis- mannsins kemur í ljós að 30% þeirra var í hjúskap eða sambúð þegar þeir frömdu ofbeldið og tæp 29% kynferðisbrotamannanna eiga börn. Fréttaskýring | Ársskýrsla Stígamóta 2005 Fá kærumál áhyggjuefni Tæp 90% þeirra einstaklinga sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári voru konur 97% kynferðisofbeld- ismanna eru karlar  Alls leituðu 249 einstaklingar til Stígamóta í fyrsta sinn í fyrra vegna kynferðisofbeldis sem þeir höfðu orðið fyrir. Aðeins 4,3% þessara mála komust til op- inberra aðila, þ.e. með kæru. Af þeim málum eru 2% þeirra enn í vinnslu, í 1,3% tilvika var mál fellt niður, í 0,3% tilvika var of- beldismaður dæmdur í fangelsi, í 0,3% tilvikum var ákærði sýkn- aður og í 0,3% tilvikum eru mála- lok óþekkt. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Auglýsingaátak Stígamóta í strætisvagnaskýlum vakti mikla athygli í desember sl. FIMMTÍU ár voru nú um helgina liðin frá því séra Ágúst Georg, prestur við kaþólsku dómkirkjuna, Kristskirkju, vígðist prestur í Oirschot í Hollandi. Í nóvember sama ár kom hann til Íslands og hefur starf- að sem prestur hér síðan. Séra Georg fæddist 5. apríl 1928 í þorpinu Wijlre. Tólf ára gamall hóf hann nám í drengjaskóla Montfort- reglunnar í Schimmer, en þess má geta að Mont- fortreglan hefur starfað hér á landi síðan 1903. Eftir reynsluár í Meerseen í Limburg vann sr. Georg fyrstu heit sín hinn 8. september 1950 og hóf nám í heimspeki og guðfræði í Oirschot, en því lauk með prestsvígslu 11. mars 1956. Árið 1962 var sr. Georg beðinn að taka að sér stjórn Landakotsskóla og stýrði hann skólanum farsællega í 36 ár. Hlaut hann hina íslensku fálkaorðu fyrir störf sín árið 1994. Hátíðarmessa var haldin í Kristskirkju í byrjun mars. Ljósmynd/Hörður Arinbjarnar Prestarnir Jakob Rolland, W. Logister, Ágúst Georg og Húbert Óremus við hátíðarmessuna 5. mars sl. Fagnaði 50 ára prestsvígslu „ÞAÐ vinna allir með því einu að leggja rækt við íslenska tungu, segir Svanhildur Óskarsdóttir, sérfræð- ingur hjá Árnastofnun, en nú fer fram lokahátíð Stóru upplestrar- keppninnar meðal sjöunda bekkinga sem haldin er í tíunda skipti. Alls voru 4.417 nemendur skráðir til leiks en nú standa yfir úrslit meðal 400 ungmenna um land allt en keppt er á 34 stöðum á landinu. Tilgangur keppninnar, sem haldin er að tékk- neskri fyrirmynd, er að styðja við lestrarkunnáttu, bókmenntaáhuga, framsögn og framburð. „Í raun erum við að slá margar flugur í einu höggi,“ segir Svanhildur en það hafi komið aðstandendum hátíðarinnar mest á óvart hvað hún hefur afgerandi áhrif á sjálfstraust þeirra. Margra vikna starf nemenda í 7. bekk um land allt er nú að baki en fyrir helgi hófust lokahátíðir Stóru upplestrarkeppninnar sem stendur í mars en mánuðurinn er tileinkaður vönduðum upplestri. Að sögn Svan- hildar eru fulltrúar valdir úr öllum bekkjum og síðan fulltrúar hvers skóla sem keppa sín á milli á lokahá- tíðunum en alls eru 145 skólar sem þátt taka í átakinu. Keppnishlutinn tekur þá við af ræktunarhlutanum en á hverri lokahátíð koma fram á bilinu 10–16 ungmenni. Veitt eru þrenn peningaverðlaun af Sparisjóðnum en allir þátttakendur fá bókagjöf frá Eddu útgáfu. Svanhildur segir það hafa verið gagnrýnt að upplestur sé orðinn að keppnisgrein og hvort í raun sé hægt að keppa í upplestri. En Svanhildi verður ekki svarafátt þegar svo ber undir: „Það vinna allir með því að taka þátt í að rækta tungumálið.“ Lykilatriði móðurmálskennslu er fjölbreytni Aukinheldur bætir hún við að keppnisfyrirkomulagið leggist vel í krakka, jafnvel þótt einhver tapi. Börnin fái virðingu fyrir eitthvað sem þau keppi í og standi sig vel í – þannig er eðli keppninnar. Þá hafi keppnin haft þau áhrif á yngri nemendur að þau bíða full tilhlökkunar að taka sjálf þátt og hafa margir kennarar í yngri bekkjardeildum tekið upp á að hafa slíkar keppnir en í smærri snið- um. Svanhildur telur fjölbreytni vera lykilatriði að varðveislu og kennslu íslenskrar tungu. „Við þurfum að leggja áherslu á fjölbreytta notkun móðurmálsins, t.d. með því að lesa, skrifa og tala á skapandi hátt, og hvetja þau í því sem þau þegar gera vel,“ segir Svanhildur. Hún er þeirr- ar skoðunar að of algengt sé að líta á íslenskuna sem ritmál á kostnað ann- ars tjáningarforms. Keppnin sé þannig gott framlag til tjáningarþátt- arins en kennsla í tjáningu hefur átt erfitt uppdráttar í íslenska skólakerf- inu. Tjáningin hafi það í för með sér að þau þroski með sér eigin smekk fyrir upplestri, þau uppgötvi að hægt sé að lesa upp á svo marga vegu og að ein aðferð þurfi ekki að vera betri en önnur. Þannig fá þau sjálfstraust til að dæma það hvert fyrir sig. Að verkefninu standa Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn en í þeim eru Heimili og skóli, Íslensk málnefnd, Kennarahá- skóli Íslands, Kennarasamband Ís- lands, Rithöfundasamband Íslands, Samtök móðurmálskennara og Sam- tök forstöðumanna almenningsbóka- safna, í samvinnu við skólaskrifstof- ur, skóla og kennara á hverjum stað. Upplestrarkeppni 7. bekkinga haldin í tíunda sinn Allir vinna með því að leggja rækt við íslenska tungu FULLUR salur áheyrenda var á lokahátíð upplestrarkeppninnar á Húsavík á föstudag. Tólf nemendur úr sjöunda bekk Grunnskóla Skútu- staðahrepps, Hafralækjarskóla í Aðaldal og Borgarhólsskóla á Húsavík lásu þar upp. Á milli lestra fluttu nemendur úr skólunum tón- listaratriði. Óhætt er að segja að allir hafi verið sigurvegarar og var dómnefnd vandi á höndum. Hún kvað upp úr með að sigurvegarar væru þau Inga Ósk Jónsdóttir og Arnþór Hermannsson, bæði úr Borgarhólsskóla, og Aðalbjörg Birgisdóttir, nemi í Grunnskóla Skútustaðahrepps. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Húsfyllir við upplestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.