Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 30
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn SVONA, ODDI! SÆKTU PRIKIÐ! ÉG HELD AÐ ÞÚ SÉRT AÐEINS OF FLJÓTUR Á ÞÉR ENGINN VILL TALA VIÐ MIG AUÐVITAÐ EKKI, ÞÚ KLAGAÐIR SNOOPY FYRIR ÆÐSTA HUNDINUM ÉG VISSI EKKI HVAÐ ÉG VAR AÐ GERA ÞAÐ ER OF SEINT NÚNA SAKBORNINGURINN KLÆÐIST SVÖRTU OG ER Á LEIÐINNI FYRIR ÆÐSTA HUNDINN NEI, ÉG VIL EKKI FARA Í BAÐ! ÞAU GETA NEYTT MIG Í BAÐ, EN EKKI TIL AÐ TAKA ÞVÍ EINS OG MAÐUR ÉG VEIT AÐ VÍKINGAR EIGA ÞAÐ TIL AÐ DEKRA VEIÐIHUNDANA SÍNA... ...EN ÞETTA ER ALVEG ÚT Í HÖTT OZ SAMÚÐARKORT VARÐ FYRIR HÚSI FLJÚGANDI API DEYR VAFASÖM KYNNI AF REGNBOGA BRÆDD MEÐ VATNI SVONA NÚ NONNI, VAKNAÐU ÉG ER ÞREYTTUR, ÉG VIL EKKI FARA Á FÆTUR EF ÞÚ VAKNAR EKKI NÚNA ÞÁ MISSIRÐU AF VAGNINUM OG EF ÞÚ GERIR ÞAÐ ÞÁ FER MAMMA ÞÍN MEÐ ÞIG TIL LÆKNIS TIL AÐ ATHUGA HVAÐ ER AÐ HVERSU LENGI Á ÞETTA EFTIR AÐ VIRKA VONANDI ÞANGAÐ TIL OKKUR DETTUR ANNAÐ Í HUG TAKK FYRIR HJÁLPINA TARANTÚLA ÞAÐ VAR EKKERT EN NÚ VERÐUM VIÐ AÐ FARA AFTUR HEIM VERST AÐ ÉG GET EKKI HJÁLPAÐ YKKUR ÞETTA ERU OKKAR ÁTÖK, VIÐ BJÖRGUM OKKUR SJÁUMST SÍÐAR, KÓNGULÓARMAÐUR GANGI YKKUR VEL! Dagbók Í dag er mánudagur 13. mars, 72. dagur ársins 2006 Víkverji dagsins erHúllari og fagnar því frábæra framtaki Sýnar að sýna „ensku mörkin“ sem skoruð eru í ensku meist- aradeildinni (sem fjöl- miðlar nefna ranglega 1. deild). Víkverji er hjartanlega sammála fréttamönnum Sýnar og Stöðvar 2 sem hafa komist að þeirri nið- urstöðu að enska „úr- valsdeildin“ standi ekki undir nafni og sé ömurleg í alla staði. Þess vegna er rétt hjá þeim að tíunda úrslit í efstu deildum landa á borð við Skotland og Noreg áður en þeir segja frá leiðindunum í ensku „úrvalsdeildinni“ – ef þeir segja frá þeim á annað borð. Allir vita að „úrvalsdeildin“ er álíka fyrirsjáanleg og efstu deildir Skotlands og Noregs voru þegar Glasgow Rangers og Rosenborg voru upp á sitt besta. Enska „úrvals- deildin“ snýst ekki lengur um fót- bolta, heldur peninga. Ríkasta félag- ið vinnur deildina þegar upp er staðið. Fyrst Manchester United í mörg ár og nú Chelsea. „Úrvalsdeildin“ er líka orðin leið- inlegri en ítalski fótboltinn – svo djúpt sé í árinni tekið. Úrvalsdeildarliðin hafa viðað að sér mis- hæfileikaríkum, of- metnum og spilltum dekurrófum. Öðru máli gegnir um ensku meist- aradeildina þar sem hinn eini sanni „enski bolti“ er hafður í há- vegum. Þar spila menn með hjartanu og hafa ekki glatað ástríðunni, leikgleðinni og bar- áttuandanum sem ein- kennt hefur enska boltann. x x x Víkverji er mikill aðdáandi HullCity og á sér þann draum að geta séð leiki liðsins í sjónvarpi um hverja helgi. Þess vegna vonar hann að Sýn fari að dæmi Símans og hagnýti staf- rænu tæknina til að sjónvarpa öllum leikjum meistaradeildarinnar beint. Hull City er eitt áhugaverðasta lið Englands nú um stundir og frá fjöl- mennustu evrópsku borginni sem hefur aldrei átt fótboltalið í efstu deild. Húllurum þætti það súrt í broti ef þetta breyttist – að minnsta kosti meðan Sýn gleður Íslendinga með snilldartilþrifum Tígranna. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Ástralía | Strandgestir njóta hér góða veðursins í kringum skúlptúr ástr- alska listamannsins Richie Kuhaupt, á Cottesloe-strönd í Ástralíu. Verkið heitir „Beint upp og niður“, og er eitt fjölmargra á sýningu sem almenningi gefst kostur á að njóta fram undir næstu helgi. Reuters Kúnst í hversdagsleikanum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs. (I. Kor. 2, 10.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.