Morgunblaðið - 13.03.2006, Side 3

Morgunblaðið - 13.03.2006, Side 3
ÍSLANDSBANKI OG 7 DÓTTURFYRIRTÆKI OG STARFSSTÖÐVAR SAMEINAST UNDIR EINU NAFNI Bankinn hefur undanfarið stóraukið umsvif sín á erlendri grund með kaupum á norskum fjármálafyrirtækjum og opnun starfsstöðva víðar í Evrópu. Til þess að nýta betur þá möguleika sem sameinaðir kraftar fyrirtækjanna gefa hefur verið ákveðið að sameina þau undir einu nafni. Íslandsbanki, Kredittbanken, FactoNor, Norse Securities, fjármögnunarfyrirtækið Glitnir og starfsstöðvar Íslandsbanka í London, Lúxemborg og Kaupmannahöfn bera því framvegis nafnið Glitnir – átta vörumerki verða eitt. Glitnir er fornt, norrænt heiti sem ber með sér traust og kraft. Það er stutt og laggott og auðvelt í meðförum um allan heim. Þá er nafnið þekkt á Íslandi sem heiti á traustu og öflugu fjármálafyrirtæki. Samræmd ásýnd mun skapa okkur ótal sóknarfæri, bæði heima og erlendis. Undir nýju nafni mun Glitnir vera betur í stakk búinn en nokkru sinni til að vinna að fjárhagslegri velgengni viðskiptavina sinna. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.