Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 11
haga sér við skákborðið til að vera nokkuð viss um sigur. Maður átti að stilla svo til að andstæðingurinn tefldi á móti sól og svo ef allt um þryti þá mátti sparka í lappirnar á honum. En þetta eru ekki við- urkenndar aðferðir lengur,“ sagði Bragi að lokum brosandi. Mikill áhugi almennings Meðal þeirra sem fylgdust áhuga- samir með því sem fram fór á efstu borðunum var Guðmundur G. Þór- arinsson, fyrrverandi forseti Skák- sambands Íslands. Hann kvaðst ennþá fylgjast spenntur með. „Það er geysilega gaman að þessu og það eru eiginlega að verða þátta- skil núna varðandi það hvað það er mikið af áhorfendum,“ sagði hann. „Það hefur ekki verið mjög mikið af áhorfendum á undanförnum mótum en eftir þessa skákvakningu sem orðið hefur með Hróknum, kennslu í skólum og allri þessari auglýsingu um að skák sé skemmtileg, þá hefur áhugi greinilega vaknað og almenn- ingur er hérna svo miklu meira en verið hefur.“ Guðmundur keppti á sínum tíma í heimsmeistarakeppni stúdenta og hefur enn gaman af tafli í klúbbum. Hann segir þó langt síðan hann keppti í skák og kveðst ekki nýta sér tæknina og tefla á netinu. „Mér finnst miklu skemmtilegra að hafa félagsskapinn og vil hafa andstæðinginn á móti mér,“ sagði hann. Guðmundur sagði mikla spennu í loftinu. „Hér eru skemmtilegar skákir tefldar og margir keppendur. Ég man ekki eftir svo mörgum er- lendum meisturum á þessu móti áð- ur og heldur ekki svona mörgum konum,“ sagði hann en tók undir orð annarra viðmælenda og sagði ís- lensku keppendurna eiga undir högg að sækja. „Maður er samt að vona að þeir nái sér upp í síðustu umferð- unum. Í svona Monrad kerfi er svo vont að átta sig á hvernig þetta end- ar, þetta getur allt breyst á enda- sprettinum. Það skiptir svo miklu máli hvernig andstæðing maður fær í síðustu umferðinni og þegar það eru svona margir keppendur en fáar umferðir er líklegt að það geti orðið nokkrir jafnir í efsta sæti.“ Guðmundur var ekki reiðubúinn að spá fyrir um úrslit en nefndi þó Mamedyarov meðal annarra. Hann væri nefndur arftaki Kasparovs og væri nú hæstur að stigum. Blaðamaður spurði að lokum hverju hann teldi að mót sem þetta skilaði. „Ég held að þetta mót skili mjög auknum áhuga og auknum styrk og stigum, sérstaklega fyrir ungu kyn- slóðina. Svo sýnist mér augljóst að þetta efli skákhreyfinguna mjög mikið. Það er gaman að skipuleggja svona mót þegar svo vel tekst til. Það eru margir erlendir keppendur, mikill áhugi meðal almennings og það er komið eitthvað í gang sem virkilega vekur athygli.“ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 11 FRÉTTIR ÍSLENSKI og norski fáninn blöktu hlið við hlið í byggðinni í Sandeid sl. laugardag þegar Geir H. Haarde ut- anríkisráðherra vitjaði þar norskra ættingja sinna. Enginn í ættinni nema Karin Östbö hafði heimsótt hann í Reykjavík og var þetta því í fyrsta sinn sem þeir heilsuðu upp á þennan háttsetta stjórnmálamann frá Íslandi. „Þetta hefur verið skínandi dagur og fullur af gleði,“ sagði íslenski ut- anríkisráðherrann. „Þú ert alveg eins og fleiri í ættinni,“ staðhæfði einn þremenningurinn, Gertrud Sör- nes frá Odda. Þetta var hlýlegt stefnumót. Systkinabarn föður Geirs, Marta Helgevold, sagði frá hinum óvenju- lega föður hans, Tomas Haarde. Hann gekk á höndum neðan frá Haarde-býlinu og að ánni og til baka, sagði hún. „Viltu gera það líka fyrir okkur?“ spurðu fjölmiðlamenn þegar Geir og kona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, og ættingjarnir stóðu í snjónum á bæjartóttum Haarde- bæjarins og horfðu yfir Steinsland. Ættingjarnir voru fljótir að benda á að rútubílstjórinn, Björn Johan Haarde frá Stumo, sem er rétt við Haarde, væri sá ættingi sem væri líkastur hinum íslenska frænda sín- um. „Við litum bara hárið hans svart, þá eru þeir alveg eins,“ sögðu þeir þremenningarnir í spaugi. Á Stughaug snæddi fjölskyldan hefðbundinn norskan mat og lefsur með kaffinu. Fólk hóf upp raust sína í almennum söng þegar sveitarstjór- inn Thordheim og utanríkisráðherr- ann gerðust forsöngvarar í lagi Siss- el Kyrkjebö, „Vestland, Vestland“. Kyrkjebö er meðal uppáhalds- söngvara Geirs. „Eftir því sem árin líða verða ræt- urnar og ættin mér sífellt mikilvæg- ari. Ég gleymi ekki Sandeid eftir að hafa séð byggðina á þessum fallega laugardegi, skreytta með norskum og íslenskum fánum,“ sagði Geir Haarde utanríkisráðherra. Í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær sagðist utanríkis- ráðherra mjög ánægður með heim- sóknina. Hafði mikil áhrif „Hún hafði heilmikil áhrif á mig og það var mjög sérstakt að koma að leiði ömmu minnar sem ég hef ekki haft tækifæri til áður,“ sagði Geir og fannst vænt um hversu hlýlegar móttökur Norðmannanna voru. „Það á bæði við ráðamenn í Sandeid og ekki síður þessa fjarskyldu ætt- ingja mína og gaman að hitta þarna fólk sem ég hef ekki hitt áður.“ Geir kvaðst einnig sammála því að þeir Björn Johan Haarde væru líkir enda hefði sér orðið starsýnt á hann þegar þeir hittust. Eftir heimsóknina héldu þau hjón- in á hótel sitt í Haugesund til að hvíl- ast áður en haldið yrði til Danmerk- ur í opinbera heimsókn sem þar stendur í dag, mánudag, og á morg- un. Á dagskrá utanríkisráðherra í dag er heimsókn til Margrétar drottn- ingar og viðræður bæði við varn- armálaráðherra og utanrík- isráðherra Danmerkur. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vitj- aði ættingja sinna í Sandeid í Noregi Öll ættin gladdist Eftir Sigmund Hansen og Jóhannes Tómasson Ljósmynd/Alf-Robert Sommerbakk Í Stughaug hélt Reidar Håvås, einn forvígismanna byggðarinnar, tölu um íslenska arfinn. Frá vinstri: Marta Helgevold, Reidar Håvås, Gudrun Håvås, Inga Jóna Þórðardóttir, Geir H. Haarde og Johannes Helgevold. Við leiði ömmu Geirs, Brita Helgevold. Frá vinstri frændinn Erik Østbø sem var leiðsögumaður, Inga Jóna Þórð- ardóttir, Geir H. Haarde og Marta Helgevold. Marta Helgevold, sem er systk- inabarn föður Geirs Haarde, tók vel á móti frænda sínum í Sandeid. UM helgina voru tefldar tvær um- ferðir á Reykjavíkurskákmótinu, sem haldið er í Skákhöllinni, Faxa- feni 12. Baráttan harðnar með hverri umferð og þegar tvær umferðir eru eftir, er armenski stórmeistarinn, Garbriel Sargissian, einn í efsta sæti, með 6 v. í sjö skákum. Í 2.–6. sæti koma stórmeistararnir, Magnus Carlsen (Noregi), Hamdouchi (Mar- okkó), Erenburg (Ísrael), Mamedya- rov (Azerbasjan) og Harikrishna (Indlandi), með 5 ½ v. hver. Hannes Hlífar Stefánsson stór- meistari er efstur Íslendinga, með 5 v., en Henrik Danielsen stórmeistari og Héðinn Steingrímsson, alþjóðleg- ur meistari, hafa 4½ v. Við skulum nú sjá skemmtilega skák úr 6. umferð, þar sem Berg- steinn Einarsson sigrar ungversku skákkonuna Anitu Gara. Hvítt: Bergsteinn Einarsson Svart: Anita Gara Hollensk vörn (breytt leikjaröð) 1.d4 e6 2.c4 b6 3.Rc3 Bb7 4.e3 f5 5.Rf3 Rf6 6.Bd3 Bb4 7.0–0 Bxc3 8.bxc3 0–0 9.Rd2 c5 10.f3Rc6 11.De2De7 12.Ba3 d6 13.Hae1 Hae8 14.Rb3 g6 15.e4 Rh5 16.e5!? – (Einfaldara hefði verið að leika16.exf5!?gxf5 17.De3 o.s.frv.) 16...dxe5 17.dxc5 Rf4 18.De3 Hd8 19.Bc2 Ba6 20.g3 Rh5 21.Dc1 b5 22.cxb5 Bxb5 23.Hf2 Hd7 24.Rd2 Hfd8 25.Bb3 Rf6 26.Rc4 e4?! (Svartur hefði betur drepið ridd- arann á c4.) 27.Rd6 Bd3 28.Dg5 Kg7 29.Bc1 Re5 30.fxe4 Rfg4 (Ekki gengur að leika30...Rxe4, vegna 31.Hxe4!Bxe4 32.Rxe4 og hvítur hefur tvo menn á móti hrók andstæðingsins.) 31.exf5 – Stöðumynd 31...Rxf232.Dh6+ Kh8 33.Hxe5 Rg4 34.Df4 Bxf5 (Ekki gengur að leika34...Rxe5, vegna 35.Dxe5+ Dg7 36.f6 og hvítur vinnur.) 35.He1 Hf8 36.c4? – (Betra er 36.h3! e5 37.Dc4 Rf6 38.Bh6 og hvítur á mun betra tafl.) 36...Rf6? (Eftir 36...e5!hefði svartur getað varist, t.d. 37.Dg5 (37.Bb2Kg8 38.Dd2 Be6)Be6 o.s.frv.) 37.Bb2 Kg8 38.Be5 Rh5 39.Dd4 Bh3 40.c6 40...Hdd8 41.c5 a5 42.De3 Bg4 43.c7 Ha8 44.c8DHaxc8 45.Rxc8 Hxc8 46.Bd6 Dd7 47.Dg5 Bh3 48.Dh4 Bf5 49.g4 a4 50.Bc4 Rg7 51.gxf5 Rxf5 52.Hxe6! – (Einfaldur og skemmtilegur vinn- ingur.) 52.--Rxh4 53.Hxg6+ og svartur gafst upp: 53...Kh8 54.Be5+ Dg7 55.Bxg7+ mát. Áttunda og næstsíðasta umferð hefst í Faxafeni 12 kl. 17 í dag, en sú síðasta á sama stað kl. 13 á morgun. Sargissian efstur þegar tvær umferðir eru eftir Eftir Braga Kristjánsson bragikr@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.