Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekk- ert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ ER nú alltaf gaman að eiga af- mæli, þó það sé ekki alltaf að sama skapi gaman að eldast. Þó að hver nýr dagur sé náðargjöf, sem ekki all- ir fá að njóta, er það ekki þar með sagt að hann færi manni endilega náð og miskunn. Stundum miklu frekar miskunnarleysi, sem er í al- gerri mótsögn við þá gleði sem felst í því að fá bara að vera til. Hvernig stendur á þessu? Í raunveruleika íslensks athafna- lífs er fólki nefnilega oft hafnað á þeirri forsendu einni að kennitala þess hafi á einhverjum óútskýr- anlegum punkti orðið óboðleg! Hver ákveður það? Það veit enginn, en það lítur út fyrir að það sé heljar sam- særi í gangi varðandi rangar kenni- tölur. Lítum nánar á þetta. Und- irrituð er oddviti x-kynslóðarinnar, sem þýðir að hún er komin yfir fer- tugt. Með meistaragráðu upp á vas- ann, reynslu og víðsýni og ég veit ekki hvað. Og fantagóður starfs- maður! Haldið þið að það gagnist eitthvað? Nei, ekki aldeilis. Ráðningarstofa ein auglýsir eftir nýútskrifuðu fólki á skrá, að nú vanti fyrirtæki landsins sem aldrei fyrr al- veg ofboðslega starfskrafta með alls konar háskólamenntun. Undirrituð lagði inn nafn sitt. Ekki fengið svar enn þá! Kannski ekki nógu „hipp og kúl“. Hver sagði að nýútskrifaðir væru bara 25 ára? Fylgjast menn ekki með? Á Íslandi er í óðaönn verið að bæta við sig nýjum gráðum, end- urmennta sig, bæta við reynslu og þekkingu, sem svo sannarlega ætti og á að koma landi og þjóð til góða. Þó að við ráðningu sé alltaf sagt að sá hæfasti af umsækjendum sé ráð- inn vitum við að um leið og útilok- aður er ákveðinn aldurshópur stenst það ekki. Það er aumkunarvert fyrir hvern mann að vera hafnað vegna aldurs, það er aumkunarvert fyrir ís- lenskt athafnalíf að taka þátt í slíku og það er aumkunarvert fyrir ís- lenska atvinnurekendur að láta sér nægja bara helminginn. Athafnlíf hverrar þjóðar í nútím- anum krefst þess að ekki sé um of einsleitur hópur á hverjum vinnu- stað, blöndun á aldri er mikilvægt at- riði í því samhengi. Samkeppn- isfærni þjóða byggist á víðsýni og þekkingu og við nýsköpun hvers konar þarf breiðan grundvöll skoð- ana, færni og reynslu. Allra! KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Maríubaugur 15, 113 Reykjavík. Rangar kennitölur í athafnalífinu Frá Kristínu Halldórsdóttur: Á ÁRUNUM í kringum 1976 vann ég á sumrin með skóla, í fiski hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga hf. Þá var landburður af fiski og næga vinnu að hafa, unnið var frá 6 á morgn- ana og fram á kvöld. Á þessum tíma lönduðu tveir togarar hjá fyr- irtækinu, Júlíus Geirmundsson og Guðbjörg. Mér er sérstaklega minnisstætt að á tímabili, þegar mest fiskaðist í flottrollið, lönduðu báðir togararnir tvisvar sinnum fullfermi á viku. Á morgnana, þeg- ar við komum til vinnu, þurftum við að klifra yfir kassastæðurnar til þess að geta farið að sturta aflan- um á bandið sem flutti hann í lyftu, sem síðan flutti fiskinn til vinnslu. Allt var reynt til að gera verðmæti úr þessum fiski, það sem hægt var að flaka í frystingu var flakað, hengt var upp í skreið eins og pláss var fyrir á hjöllunum, en eins og þeir vita sem muna flottrollstím- ann á togurunum, var hráefnið ekki gott. Fiskurinn var veiddur upp í sjó á meðan hann var í æti og því var hann mjög feitur og laus í sér. Sjórinn var heitur um hásumar og þetta mikla magn af fiski varð þess valdandi að skipin höfðu ekki nóg- an ís til þess að ísa hráefnið nægj- anlega. Svo ekki þurfti að koma á óvart, þegar skip koma með 800 tonn að landi á einni viku og landa í vinnslu sem annaði e.t.v. einungis 200 tonnum á viku, að margt færi öðruvísi en ætlað var. Ekki varð hjá því komist að aka stórum hluta aflans í fiskimjölsvinnsluna í Hnífs- dal og breyta honum þar í úrvals beinamjöl. Nú á seinni árum þegar rætt hefur verið um kvóta, aflabrest og þörf á atvinnu, hef ég oft leitt hug- ann að þeirri rányrkju sem fram- kvæmd var á Vestfjarðamiðum á þessum árum Og hvaða orð höfum við í dag um menn sem umgangast auðlindir með þvílíku virðing- arleysi? Þeirra eina markmið var að veiða sem flest tonn, ekkert var hugsað um framtíðina. Menn héldu að þessir tímar myndu vara að ei- lífu. Sagt er að tíminn fari í hring. Getum við því fundið einhverja samsvörun í nútímanum? Getur verið að eftir 30 ár muni sá, sem í dag er undir 20 ára aldri og vinnur á sumrin við byggingu virkjunar til álframleiðslu, líta til baka og hugsa: ,,Hvernig datt okkur í hug að eyða þessari auðlind í álver?“ Hvað gera menn þegar sæstrengur hefur verið lagður frá Íslandi til Færeyja og Skotlands og fólk á meginlandi Evrópu bíður í röðum eftir að kaupa rafmagn, framleitt með vatnsaflsvirkjunum á umhverf- isvænan hátt? Verður jafnvel tilbú- ið til að borga margfalt verð fyrir það í stað þess að kaupa orku af kola- eða kjarnorkuverunum. Munu þeir tímar renna upp að ástandið í raforkumálum á Íslandi verði eins og í fiskbúðinni núna þar sem ýsan er dýrari en kjúklingar? Að dýrara verði að kaupa rafmagn til húshit- unar en að kynda með innfluttri ol- íu? HENRY BÆRINGSSON, Fjarðarstræti 39, 400 Ísafjörður. Fiskur og ál Frá Henry Bæringssyni, rafvirkja: MINNINGAR ✝ Arndís GuðlaugsJóhannsdóttir fæddist á Akureyri 4. apríl 1941. Hún lést á Landspítala í Fossvogi laugardag- inn 4. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Margrét Guðlaugsdóttir, f. 9. nóvember 1922, d. 29. mars 1968, og Jó- hann Andrésson, f. 23. desember 1911, d. 12. júlí 1996. Arn- dís fluttist til Reykja- víkur 12 ára gömul með móður sinni og fósturföður Aðils Kemp húsasmíðameistara, f. 29. janúar 1920, d. 23. apríl 1969. Arndís giftist eft- irlifandi eiginmanni sínum Gunnari Þór Adólfssyni, renni- smið 17. júní 1959. Eignuðust þau einn son, Grétar Kristin, hinn 12. febrúar 1959. Arndís starfaði í 25 ár hjá J.S. Helga- syni og lauk þar störfum 2001 vegna veikinda. Útför Arndísar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Fyrir ungan dreng norðan úr landi voru ferðalög til Reykjavíkur upp úr 1960 mikil ævintýr. Í Reykja- vík var fasti punktur tilverunnar hjá Möggu og Aðils í Grænuhlíð 18. Magga frænka var konan sem hlut- irnir gerðust í kringum. Nokkurs konar möndull ættarinnar. Í Grænu- hlíðinni var boðið upp á kartöflustrá og kjarnadrykkinn Póla. Hjá KEA höfðu þeir á hvorugt heyrt minnst. Húsbóndinn Aðils reykjandi Fauna- vindla og bjóðandi fullorðnum upp á gin á góðum stundum. Í Grænuhlíð 18 var til alvörubjór. Í stofunni var síðan hægt að horfa á Kanasjón- varpið. Þetta voru þeirra tíma út- lönd. Það tilheyrði síðan að heimsækja Addý frænku, einkadóttur Möggu, á Túngötuna þar sem hún og Gunnar áttu sitt heimili ásamt syninum Grétari. Minningar þaðan styrktu þá tilfinningu að maður hefði ferðast um langan veg, ungu hjónin hávaxin, myndarleg með suðrænt litaraft. Gunnar með uppbrettar skyrtuerm- ar talandi um bíla af mikilli þekk- ingu og enga venjulega bíla heldur voru þeir átta strokka og sjálfskipt- ir. Þetta var upplifelsi. Í þessu umhverfi man ég Addý fyrst, síðar áttum við eftir að um- gangast hvort annað sem meiri jafn- ingjar, þó að lengstum væri það Addý sem ól önn fyrir frænda sínum. Árin líða, ógleymanlegar veiði- ferðir í Dalina, heimsóknir sunnan- fólks til Akureyrar þar sem glatt er á hjalla, en árið 1968 kemur þungt högg, Magga frænka deyr skyndi- lega. Addý og Gunnar taka þá ákvörðun að flytja í Grænuhlíðina og halda heimili fyrir Aðils. Sú sambúð stendur ekki lengi því Aðils átti sjálfur ekki langt eftir ólifað. Þar með voru Addý og Gunnar orðin húsbændur í Grænuhlíðinni. Gagn- vart okkur norðanfólki yfirtók Addý það hlutverk að vera gestgjafi í Reykjavík. Smám saman skiptu suðurferðir undirritaðs um innihald, og í stað þessa að horfa á dýrðina var ung- mennið komið suður til að taka þátt í fjörinu. Það breytti engu fyrir Addý frænku, að sjálfsögðu ætti ég að gista hjá henni. Stundum var komið á framfæri vinsamlegum ábending- um um að umgangast bæri hið ljúfa líf með varúð, ekki með neinum um- vöndunartón heldur frekar til að maður vissi að einhver sunnan heiða vekti yfir velferð manns. Enn líður tíminn og þar kemur að flust er til Reykjavíkur til að hefja þar nám. Þá má segja að kynni okk- ar Addýjar hafi orðið hvað nánust. Námsmaðurinn fann það fljótt að því að leigja herbergi úti í bæ fylgdi rót- leysi, þrátt fyrir frelsið. Þá var gott að eiga skjól í Grænuhlíðinni. Marg- an daginn var bankað upp á með plastpoka fullan af óhreinum fatnaði, oftast nær þegar var farið að stytt- ast í hefðbundinn kvöldmatartíma. Spurningu um hvort það væri nokk- uð mögulegt að fá að setja í þvotta- vél var svarað jákvætt og síðan var spurt hvort ég vildi ekki bara borða með þeim kvöldmat, hún gæti sett í vélina á eftir. Þegar kvatt var var síðan ákveðið að upplagt væri að ég kæmi daginn eftir og næði í þvott- inn, t.d um kvöldmatarleytið. Þannig má segja að Addý og Gunnar hafi að nokkru fóstrað mig um þriggja ára skeið. Á þessum árum urðum við Addý vinir þó að líf okkar væri með ólíkum hætti. Fyrir þessa vináttu og umönnun hef ég ávallt verið þakk- látur. Síðan þegar ég stofnaði mína fjöl- skyldu héldum við ávallt sambandi þannig að synir mínir fengu líka að kynnast Addý frænku. Á öllum stórum stundum lífs míns og fjöl- skyldu minnar var Addý frænka sjálfsagður þátttakandi, hún til- heyrði minni nærfjölskyldu. Nú er komið að því að kveðja, allt- of snemma að sjálfsögðu, en úr því sem komið var í sátt. Elsku Addý, ég mun sakna þess að geta ekki rifjað upp með þér sög- urnar okkar, t.d söguna af því þegar ég tók að mér að greiða þér fyrir fermingarveisluna og þú barst þig eins og drottning þannig að eftir var tekið í veislunni. Sú saga var í uppá- haldi hjá okkur báðum. Kæru Gunnar og Grétar, þið eruð nú staddir í meiri ólgusjó en áður hefur brotnað á ykkur. Við þær að- stæður er eflaust erfitt að ímynda sér að einhvern tímann lægi. Ég vildi vera þess umkomin að geta leið- beint ykkur eitthvað, en finn þar vanmátt minn. Vitrir menn hafa haldið því fram að dauðinn sé af- stæður því minningar og orðspor deyi ekki meðan fólk haldi þeim á lofti. Þar hafið þið uppsprettu að leita í, vonandi sefar það. Friðrik Sigurðsson. Elsku frænka okkar Arndís Jó- hannsdóttir (Addý) er látin. Við kveðjum hana með söknuði en þökk- um um leið fyrir allar góðu samveru- stundirnar í gegnum árin. Drottinn varðveiti minningu um góða konu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við viljum votta Gunnari og Grét- ari okkar dýpstu samúð. Megi guð vera með ykkur. Anna Kristín Samúelsdóttir, Sigríður Sunna Hann- esdóttir og fjölskyldur. Í dag kveðjum við elskulega frænku okkar Arndísi eða Addý eins og við systkinin vorum vön að kalla hana, sem fallin er frá eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Við systkinin eigum margar góðar minn- ingar um Addý, allt frá því að við vorum lítil börn að heimsækja hana í ARNDÍS GUÐLAUGS JÓHANNSDÓTTIR ÞAÐ ER best að ég játi það strax: ég er reiður, fokreiður út í bíl- stjóra sem leggja bílum sínum á gangstíga og valda vegfarendum óþægindum og stefna þeim ósjald- an í lífshættu. Á leið minni í vinnuna geng ég oft Grettisgötuna og þar lendi ég næstum á hverjum morgni í sjálf- heldu vegna þess að bíl hefur ver- ið lagt kirfilega á gangstíginn, þannig að aðeins um 50 cm eru á milli bíls og húsveggjar en götu- megin eru þá varla meira en 50 cm eftir. Stundum standa þarna meira en einn bíll. Fótgangandi á þá þann kost einan að fara yfir götuna á hinn gangstíginn. Þegar snjór hefur legið í nokkra daga og hryggir hafa hlaðist upp er það oft illfært og hættulegt. Stundum sést að settur hefur verið sektarmiði á bílinn en það virðist bera lítinn ár- angur því þarna standa alltaf bílar og ekki alltaf sá sami. Nú mætti halda að þetta sé ein- stakt tilfelli. En fyrir skömmu fór ég fótgangandi eftir sýningu í Borgarleikhúsinu heim til mín á Snorrabrautina. Á þessari leið gekk ég fram á fimm bíla sem var lagt á gangstíginn svo að ekki varð framhjá þeim komist nema að fara út á götu. Síðan hef ég gefið þessu atriði nokkurn gaum og get sagt að talsverður fjöldi bílstjóra lítur svo á að gangstíga megi nota sem bílastæði. Nú er ég nokkuð vel á mig kominn lík- amlega og get tekið á mig krók. En hvað er með fatlaða í hjólastól eða foreldra með barnavagn? Ég geri ráð fyrir að lögreglan sé stöðugt á ferðinni til að tryggja öryggi fólks og sjá um röð og reglu á opinberum vettvangi. Hvað mundi gerast ef mér dytti í hug að leggja bílnum mínum á miðri akbrautinni á Snorrabraut- inni og bæri því við að ég hefði ekki fundið annað bílastæði? Kæmi þá ekki lögreglan fljótlega og léti draga bílinn í burtu? Ef ég endurtæki leikinn nokkrum sinn- um missti ég trúlega öku- skírteinið. En hvers vegna hafa fótgangandi vegfarendur ekki sama rétt á að komast leiðar sinn- ar og ökumenn? Væri ekki skyn- samlegt að beita sömu viðurlögum við þá sem hindra vegfarendur hvort sem þeir eru fótgangandi eða akandi? Hvers vegna virðist lögreglan ekkert skipta sér af göngustígum en aðeins af akbraut- um? Það væri gaman að fá svar forráðamanna hennar við þessu. REYNIR VILHJÁLMSSON, Snorrabraut 32, 105 Reykjavík. Leggið ekki bílum á gangstíga Frá Reyni Vilhjálmssyni: Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.