Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 16
Daglegtlíf mars Reynslan af þessu fyrra árihefur verið alveg frábær.Bæði fjölskyldur hér ásvæðinu sem hafa notfært sér þessa þjónustu sem og við starfs- fólkið á Heilsugæslunni hér í Graf- arvogi, erum mjög ánægð,“ segir Inga María Vilhjálmsdóttir fé- lagsráðgjafi um tilraunaverkefni á vegum heilbrigðisráðuneytis sem heitir meðferðarteymi barna. Verk- efnið stendur yfir í tvö ár og fór af stað í janúar árið 2005. „Hlutverk þessa verkefnis er að veita börnum og barnafjölskyldum í Grafarvogi og Bryggjuhverfi geð- og sálfélagslega þjónustu.“ Náin samvinna skiptir máli „Við veitum fyrsta stigs þjónustu og hún er í formi ráðgjafar, með- ferðar og eftirfylgdar. Þetta snýst um að grípa inní áður en vandinn er orðinn mjög alvarlegur og leiðbeina fólki með hvert það getur farið áfram ef þess er þörf. Þegar fjölskylda leit- ar til síns heimilislæknis hér á heilsu- gæslustöðinni með einhvern fé- lagslegan, geðrænan eða sálrænan vanda hjá barni, þá metur læknirinn hvort barnið og fjölskyldan þurfi að koma í viðtöl til okkar þriggja sem störfum í meðferðarteyminu. Auk mín starfa í teyminu sálfræðingur og iðjuþjálfi og við vinnum mjög náið saman. Þannig fæst góð heildarsýn og það auðveldar að meta vandann og leysa hann.“ Margir hafa ekki efni á einkaþjónustu úti í bæ Inga María segir að nærþjónustan sem felst í því að bjóða upp á þessa þjónustu í íbúðahverfi, skipti miklu máli fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda í þessum málaflokki með börn sín. „Þetta verður allt miklu persónu- legra. Að geta komið á heilsugæsluna í sínu íbúðahverfi og þurfa ekki að borga fyrir það, er náttúrulega allt annar kostur en að þurfa að sækja sér þessa þjónustu á stofum úti í bæ og borga heilmikið fyrir hvern tíma. Fjölmargar fjölskyldur hafa ekki efni á því. Og krakkarnir geta labbað hingað beint úr skólanum án þess að fá á sig einhvern stimpil. Við vinnum þetta fjölskyldumiðað, við erum ekki eingöngu með börnin í viðtölum held- ur fá foreldrarnir líka uppeldis- ráðgjöf. En ef vandinn er djúpstæður þá vísum við á aðrar stofnanir.“ Inga María segir að meðferð- arteymið sinni líka konum á með- göngu og fyrst eftir barnsburð, vegna fæðingarþunglyndis og ann- arra skyldra vandamála. Styttir biðlista á BUGL Meðferðarteymið er fyrst og fremst fyrir börn á aldrinum 0–10 ára og athyglisvert er að skoða mun á kynjunum hjá þeim hópi sem þau hafa fengið til meðferðar. „Kvíði og sjálfstraustsvandi virðist miklu al- gengari hjá stúlkum en drengjum. Drengirnir eru frekar með úthverfari vandamál eins og ofvirkni og uppeld- istengdan vanda. Kvíðavandi stúlkna er ekki nærri eins sýnilegur og fer oft leynt og því er meðferðarteymið að mæta þörf stúlkna sem áður hefur verið að mestu ósvarað. Meðferð- arteymið hefur líka sinnt þó nokkrum skjólstæðingum, sem að öðrum kosti hefðu lent á löngum biðlista eftir þriðja stigs þjónustu, eins og til dæmis hjá BUGL.“ Inga María segir fjölskyldur vera mjög þakklátar fyrir þessa þjónustu vegna tímabundins vanda sem getur komið upp hjá hverjum sem er. „Von- andi verður þessi góða reynsla okkar til þess að svona þjónusta verði tekin upp á sem flestum heilsugæslu- stöðum, því þetta á að vera eðlilegur hluti af þeirri þjónustu sem þar er í boði.“  TILRAUNAVERKEFNI | Geð- og sálfélagsleg þjónusta fyrir börn á heilsugæslustöð hverfisins Gripið inn í áður en vandi verður alvarlegur Reuters Geðræn og félagsleg vandamál eru misjafnlega sýnileg. Morgunblaðið/Ásdís Inga María segir að nærþjónustan skipti miklu máli. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Sinadráttur er kröftugur, sársaukafullur sam-dráttur í vöðva eða vöðvum. Algengt er að hansverði vart í kálfum í vöku eða svefni. Hann getureinnig komið vegna mikillar vinnu, meiðsla eða vegna einhæfra hreyfinga eða hreyfingarleysis. Vökvatap eykur hættu á sinadrætti, sem m.a. er algengur hjá íþróttafólki, sem reynir mikið og lengi á sig og tapar við það vökva. Daglegt líf leitaði orsaka og ráða gegn sinadrætti á Net- inu og fann m.a. eftirfarandi fróðleik gegn vandamálinu. Orsakir sinadráttar eru yfirleitt skortur á magnesíum eða ójafnvægi á kalki og magnesíum í líkamanum og/eða skortur á E-vítamíni. Blóðleysi, reykingar, hreyfing- arleysi, vefjagigt, liðagigt og jafnvel kransæðastífla geta einnig stuðlað að sinadrætti. Ofþornun, sólstingur, ofvirk- ur skjaldkirtill eða æðahnútar geta einnig stuðlað að sina- drætti. Lyfjanotkun gegn háum blóðþrýstingi og hjarta- sjúkdómum, sem hafa þvagdrífandi áhrif, geta leitt til ójafnvægis í söltum í líkamanum sem valdið geta vöðva- krampa. Lélegt blóðstreymi getur sömuleiðis valdið vöðvaóþægindum á borð við sinadrátt. Mælt er með hreyfingu og teygju á vöðvum geri sina- dráttur vart við sig auk þess sem gott er að kreista og nudda viðkomandi vöðva með olíum. Sumum hugnast vel að fara í heitt eða kalt bað. Til að forðast sinadrátt er rétt að hafa í huga að forðast vökvatap og ofreynslu og gera teygjuæfingar fyrir og eftir áreynslu. Kalk og magnesíum eru mikilvægustu steinefnin fyrir fólk, sem fær sinadrætti. Magnesíumríkar fæðutegundir á borð við hnetur, möndlur, avókadó, þurrkaðar apríkósur, maís, hveiti, rúgur, hveitikím, hveitiklíð, linsur, sojabaun- ir, hafragrjón, sesamfræ, söl og grænt grænmeti eru góð- ar gegn sinadrætti. Regluleg vatnsneysla hjálpar einnig og inntaka kalíum ef viðkomandi er á þvagdrífandi lyfjum.  HEILSA | Hvers vegna fáum við sinadrátt? Hreyfingarleysi og vökvatap Morgunblaðið/ÞÖK Mælt er með hreyfingu og teygju á vöðvum geri sinadráttur vart við sig auk þess sem gott er að kreista og nudda viðkomandi vöðva með olíum. MARGIR foreldrar við- urkenna ekki að barnið þeirra sé of þungt en ný rannsókn leiðir í ljós að þótt þeir noti ekki þau orð, sjái þeir sannleikann. Á heilsuvef MSNBC kemur fram að fyrri rann- sóknir hafi leitt í ljós að það get- ur haft góð áhrif að hjálpa for- eldrum að horfast í augu við offitu barna sinna og breyta hegð- unarmynstri því þá fær barn- ið frekar meðferð. Rannsóknin sem vitnað er til í byrjun fór fram við Northwestern-háskólann í Chicago og m.a. kom í ljós að það voru oftast mæður ungra barna sem orðuðu hlutina ekki eins og þeir voru. Þær lýstu feitum börnum sínum sem „um það bil í kjör- þyngd“. 223 börn voru skoð- uð, 20% þeirra voru of þung og 19% áttu á hættu að þjást af offitu. 60% barnanna voru undir sex ára aldri en þátt- takendur voru á aldrinum 2– 17 ára. Þegar foreldrarnir voru beðnir að lýsa börnum sínum með orðum kom áð- urnefnt ósamræmi fram og aðeins 36% lýstu börnum sín- um rétt. En þegar þeir áttu að benda á myndir þar sem vaxtarlag var sýnt með teikn- ingum var samræmið meira, eða um 70%, sem valdi teikn- ingu sem lýsti vaxtarlaginu nokkuð réttilega. Forsvarsmenn rannsókn- arinnar ráðleggja foreldrum að sýna gott fordæmi þegar kemur að matarvenjum, hreyfingu og notkun frítíma. Einnig að leika við börnin í hreyfileikjum en fækka þeim tilvikum þar sem frítíminn er notaður í kyrrsetu.  HEILSA Erfitt fyrir foreldra að viðurkenna ofþyngd barna sinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.