Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 40
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Sími 568 6625 ALTERNATORAR FYRIR BÁTA OG BÍLA „TAFL em eg ör að efla“ stendur í anddyri Skákhallarinnar í Faxafeni 12, þar sem Reykjavíkurskákmótið fer fram þessa dagana. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Morg- unblaðsins lögðu leið sína í höllina í gær sátu tveir ungir drengir að tafli við innganginn eins og áþreif- anlegt merki um þá miklu vakn- ingu sem átt hefur sér stað í skák- listinni hér á landi síðustu ár. Spennan á keppnisstað var aug- ljós og lá við að skera mætti loftið við efstu borðin. Þegar útsendara Morgunblaðsins bar að garði höfðu keppendur setið að tafli í rúmar tvær klukkustundir og tekið var að bera á taugaspennu. Margir fylgd- ust spenntir með Magnus Carlsen og Aloyzas Kveinys kljást en brátt hafði norska undrabarnið lagt and- stæðing sinn að velli. Á meðan var forseti Skáksambands Íslands, Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir, á þeyt- ingi um svæðið, enda að mörgu að huga við skipulagningu svo um- fangsmikils viðburðar. Brosið var þó á sínum stað eins og hjá öðrum. Sumir röltu um með kaffibolla og tóku upp léttara hjal í öruggri fjar- lægð frá skákmönnunum sem þurftu sinn frið til að einbeita sér. Það var þó ekki aðeins rætt um skák og mátti til dæmis heyra spá- dóma fyrir komandi fótboltasumar. Ánægja og áhugi skein úr hverju andliti og ljóst var að mönnum þótti viðburðurinn vel heppnaður. Armenski stórmeistarinn Gabriel Sargissian er einn í efsta sæti með sex vinninga í sjö skákum þegar tvær umferðir eru eftir en Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari er efstur Íslendinganna með fimm vinninga. Sargissian efstur á Reykjavíkurskákmótinu með 6 vinninga þegar tvær umferðir eru eftir Spenna í keppendum og áhorfendum Morgunblaðið/Ómar Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is  Hógværara | 10–11 FRELSISHUGTAKIÐ hefur verið rifið úr samhengi við þau tvö önnur hugtök sem þurfi að standa með því, þ.e. jafnrétti og bræðralagi. Þetta er mat Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur, formanns Samfylkingarinnar, en hún flutti ávarp á 90 ára afmælisfagn- aði jafnaðarmannahreyfingarinnar hérlendis sem haldinn var fyrir troð- fullu húsi í Ráðhúsinu í gær. Ingibjörg gerði íslenska auðmenn að umtalsefni í ávarpi sínu og sagði að mikil auðsöfnun fárra og erfiðari lífs- barátta annarra vegi að stöðugleik- anum í samfélaginu. Að mati Ingibjargar má færa rök fyrir því að íslenskir athafnamenn fari nú of hratt yfir, ætli sér um of og eigi það á hættu að skaða sjálfa sig og aðra. „Þeir hafa fengið mikið frelsi og verða nú að fullvissa okkur um að þeir kunni að fara með það. Þeir verða að sýna ábyrgð gagnvart fólk- inu í landinu minnugir þess að með vinnu sinni og hugviti hefur fólkið skapað það samfélag sem gerir þeim kleift að athafna sig,“ sagði Ingi- björg. Þarf að dansa eftir töfraflautu fjármagnsins? Í ávarpi sínu gerði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, norræna velferðar- ríkið að umtalsefni og réðst býsna harkalega að nýfrjálshyggjunni. Benti hann á að öfugt við spár ný- frjálshyggjunnar væru Norðurlanda- þjóðirnar jafnokar höfuðvígis kapít- alismans, Bandaríkjanna, þegar kæmi að hagvexti og nýsköpun, en stæðu langtum framar þegar kæmi að nýtingu mannauðsins, menntunar- stiginu, atvinnuþátttökunni, jafnrétt- inu og jöfnuði í tekjuskiptingu. „Nú þekkist sú skoðun og þykir fín að þær þjóðir einar sem gefa fjár- magnseigendum lausan tauminn geti spjarað sig í hinu hnattræna hagvaxt- arkapphlaupi. Það megi ekki íþyngja þeim um of með afskiptasemi og sköttum því að þeir kunni að fyrtast við og fara. Þar með væri hagvöxt- urinn í hættu og um leið atvinna og afkoma almennings. Þeim þjóðum gangi hins vegar allt í haginn sem dansa eftir töfraflautu fjármagnsins, lækka skatta, einkavæða ríkisfyrir- tæki og þjónustu og láta af óþarfa af- skiptasemi og eftirliti. Það fylgir sög- unni að það sé engra annarra kosta völ. Við eigum enga valkosti, bara af- arkosti,“ sagði Jón Baldvin. Segir íslenska athafna- menn fara of hratt yfir Morgunblaðið/Eggert Erindi á afmælishátíðinni fluttu Benedikt Davíðsson, fyrrv. forseti Alþýðusambands Íslands, Jón Baldvin Hanni- balsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Auk þeirra gefur hér að líta Bryndísi Schram, Hjörleif Sveinbjörnsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi ráð- herra og þingkonu Alþýðuflokksins, og Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og þingmann Alþýðuflokksins. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is  Til hvers | 6 BÚA þarf skógræktarsvæði á höf- uðborgarsvæðinu betur svo auðveld- ara verði fyrir almenning að nýta sér svæðin til útivist- ar, segir Brynj- ólfur Jónsson, framkvæmda- stjóri Skógrækt- arfélags Íslands, sem vill fá meira fjármagn frá rík- inu til skógrækt- arfélaga svo hægt sé að hlúa að úti- vistarsvæðunum og gera þau að- gengilegri. Á laugardag fór fram ráðstefna þar sem rætt var um margvígslega hagi af skógrækt- arsvæðum og áhrif á heilsufar. Segir Brynjólfur þetta vera í fyrsta skipti sem fjallað er um málefni lýðheilsu og skóglendis saman hér á landi og margt athyglisvert komið fram. Hann segir Íslendinga vera eftirbáta nágrannaþjóðanna í þessum efnum en þar hafi umræðan staðið í tíu til tuttugu ár og víðast séu skógar not- aðir í meiri mæli til heilsuræktar en hér á landi. „Löggjöfin í nágranna- löndunum er með allt öðrum hætti hvað varðar útivistarþáttinn. Hér er nánast úrelt skógræktarlöggjöf, yfir fimmtíu ára gömul og á einfaldlega ekki við í þjóðfélaginu í dag.“ Færa þarf skógræktar- löggjöfina til nútímans TOLLSTJÓRINN í Reykjavík hefur lagt hald á talsvert magn af sterum eftir húsleit á lík- amsræktarstöð í miðbæ Reykjavíkur í síðustu viku. Um nokkurn tíma hefur leikið grunur á að þar færi fram sala á sterum og var stöðin því undir stífu eftirliti. Það skilaði sér í síðustu viku þegar fenginn var dómsúrskurður og haf- ist handa við að leita í húsakynnum stöðv- arinnar. Reyndist grunurinn á rökum reistur og mikið af sterum í töfluformi fannst. Starfs- maður tollstjóra gat ekki staðfest hversu marg- ar töflur fundust við leitina en samkvæmt heimildamanni blaðsins er um að ræða tugi þúsunda skammta. Einn maður hefur verið færður til yfir- heyrslu og víst þykir að hann hafi einn staðið að smyglinu. Málið er því að mestu upplýst en er þrátt fyrir það í frekari vinnslu hjá embætti tollstjóra. Ekki fékkst staðfest hvernig maðurinn stóð að smyglinu, hversu lengi hann hafi staðið að sölu á sterum né heldur hvort hann hafi komið við sögu lögreglu eða tollstjóra áður vegna svipaðra mála. Lagt hald á mikið af sterum ALLS voru 85 ökumenn stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um helgina sem er nokkuð yfir meðallagi að sögn lögreglu. Sá sem hraðast ók var á 130 km hraða. Fjórir karlmenn á þrítugsaldri voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði eftir að bifreið þeirra var ekið á ljósastaur við Skutulsfjarð- arbraut á Ísafirði aðfaranótt sunnu- dags. Talið er bílnum hafi verið ek- ið talsvert yfir leyfilegum hraða en þar að auki er ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Bifreiðin er mikið skemmd ef ekki ónýt. 85 ökumenn teknir í Húnaþingi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.