Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 1
Iðnþing 2006 á Hótel Loftleiðum 17. mars:
Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.si.is
Nýsköpun
í hnatt-
væddum
heimi
Framtíðarsýn
fyrir atvinnulífið
Að týna sér
í listinni
Arnar Eggert ræðir við morðingjann
í myndinni Capote | Kvikmyndir 46
Að róa sig
í toppform Mourinho vill fá Ballack
Real Madrid fá Fabregas
Benítez trúir á Arsenal
Rætt við Einar Örn róðrarkappa
um áhugamálið | Daglegt líf 28
STOFNAÐ 1913 72. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Washington. AFP. | Líklegt er, að efna-
hagslífið í heiminum verði fyrir
„verulegu en skammvinnu“ áfalli
komi til þess, að fuglaflensan verði
að faraldri meðal manna. Kemur það
fram í spá Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, IMF.
Í spánni segir, að hugsanlegt
fuglaflensufár í mönnum muni óhjá-
kvæmilega valda efnahagslífinu um
allan heim allnokkrum hnekki, eink-
um vegna þess hve það er orðið sam-
ofið. Ljóst sé, að greinar eins og
ferðamennska og flutningastarfsemi
myndu verða mjög illa úti strax og
hætt sé við, að ýmis nýmarkaðslönd
gætu orðið fyrir erfiðum búsifjum
vegna fjármagnsflótta.
Kjúklingum slátrað í Albaníu.
Verulegt
áfall en
varir stutt
IMF spáir um áhrif
fuglaflensufárs ÚRVALSVÍSITALAN, gengi krón-
unnar og verðmæti skuldabréfa ís-
lensku viðskiptabankanna á eftir-
markaði í Evrópu lækkaði um-
talsvert í gær. Hlutabréf bankanna
lækkuðu um 4,85 til 5,7% og mark-
aðsverðmæti þeirra hefur lækkað
um 197 milljarða króna á síðustu
þremur vikum eða svo.
Á eftirmarkaði í Evrópu hefur
verð skuldabréfa bankanna haldið
áfram að falla og er nú svo komið að
ávöxtunarkrafan ofan á millibanka-
vexti á skuldabréfum íslensku bank-
anna, sem endurspeglar verð þeirra,
er nú sex- til sjöfalt hærra en á bréf-
um annarra banka með sama láns-
hæfismat og þeir.
Við lokun markaða hafði úrvals-
vísitalan lækkað um 3,8% og hefur
lækkað um 14% frá 15. febrúar þeg-
ar hún náði hæstu hæðum en er þó
engu að síður um 7,6% hærri en um
áramótin. Íslenska krónan veiktist
um 1,7% og hefur ekki verið veikari
frá því í september árið 2004.
Í skýrslu greiningardeildar fjár-
málafyrirtækisins Morgans Stanley
um íslensku bankana, sem birt var í
gær, er því meðal annars haldið fram
að skuldabréfamarkaðurinn hafi
brugðist of harkalega við fréttum um
íslensku bankana og þeirri áhættu
sem þeir geti hugsanlega staðið
frammi fyrir en þó er lýst nokkrum
áhyggjum af Kaupþingi banka og
„djarfri stefnu“ hans. Sérfræðingar
Morgans Stanley telja að miðað við
núverandi vaxtakjör séu góð kaup í
skuldabréfum bæði Landsbanka Ís-
lands og Glitnis (áður Íslandsbanka)
en þeir mæla hvorki með né á móti
kaupum á skuldabréfum Kaupþings
banka.
Síðdegis í gær birti svo greining-
arfyrirtækið Credit Sights sérstaka
skýrslu um Glitni og er bankinn
sagður vera sá íslensku bankanna,
sem byggi mest á hefðbundinni
bankastarfsemi og sé síður háður
sveiflum á hlutabréfamarkaði. Engu
að síður telja sérfræðingar Credit
Sights að lánshæfismat Moody’s á
bankanum sé of hátt.
Mikill atgangur
strax við opnun
Mikill atgangur var við opnun
markaða í gærmorgun. Úrvalsvísi-
talan lækkaði skarpt strax við upp-
haf viðskipta og krónan veiktist
einnig hratt og umtalsvert, en
óvenju mikil viðskipti voru með bæði
hlutabréf og krónur. Úrvalsvísitalan
lækkaði um 4,5% mjög fljótlega eftir
að viðskipti hófust og á um 40 mín-
útum hafði krónan veikst um 2%.
Í kjölfar birtingar á skýrslu Morg-
ans Stanley lægði öldurnar á mark-
aðinum heldur.
Höfðu verðbréfasalar á orði að
greinilegt hefði verið að margir
hefðu hugsað sinn gang um helgina
og tekið ákvörðun um að selja verð-
bréf og krónur og raunar hafa við-
skipti með hlutabréf aldrei verið
fleiri en í gær eða um 3.100 og sam-
kvæmt upplýsingum frá Kauphöll-
inni er um nýtt met að ræða. Við-
skipti með krónur voru einnig
óvenjulega mikil, fyrir rúma 44 millj-
arða eða um fjórfalt meiri en á vana-
legum degi. Mest viðskipti voru með
bréf viðskiptabankanna en bréf FL
Group lækkuðu þó mest eða um
6,7%, bréf Kaupþings lækkuðu um
5,7%, bréf Landsbankans 4,85% og
bréf Glitnis um 4,2%.
Sem fyrr segir hækkaði ávöxtun-
arkrafan ofan á millibankavexti á
skuldabréfum bankanna umtalsvert
strax fyrir hádegi og fór í 0,8%-
1,05% en til samanburðar má nefna
að krafa á bréf annarra banka með
sama lánshæfismat og þeir íslensku
er á bilinu 0,05-0,20%.
Morgan Stanley mælir með kaupum á skuldabréfum Glitnis og Landsbanka
Hlutabréfin, krónan
og skuldabréfin falla
HÚN Haldis Gundersen, sem
býr í Kristjánssundi í Noregi,
var að hafa til mat fyrir fjöl-
skylduna en þegar hún skrúf-
aði frá krananum í eldhúsinu,
brá henni heldur en ekki í
brún. Úr krananum kom ekki
vatn, heldur freyðandi bjór.
Gundersen skildi hvorki
upp né niður í þessu og sótti
því nágrannann, sem var bara
með vatn í sínum krönum, og
saman lögðu þau heilann í
bleyti, að því er fram kom á
fréttavef VG. Þau mundu þá
eftir því, að á neðri hæðinni
var bjórkrá og það kom síðan í
ljós, að þar höfðu öltunnurnar
verið vitlaust tengdar.
Öl í öllum
krönum
STRAX við opnun markaðarins í gærmorgun var lækkunin snörp á úrvals-
og gengisvísitölum. Á nær engri stundu féll úrvalsvísitalan um tæp 5%, eða
nærri 300 stig, en þegar fréttir af skýrslu Morgans Stanley tóku að berast um
fjármálaheiminn rétti hún við á ný. Sömu sögu er að segja um gengisvísitöl-
una, en báðar vísitölurnar náðu ákveðnu jafnvægi eftir því sem leið á daginn.
Vísitölur lækkuðu snögglega
New York. AFP. | Meira val en minni upplýsingar. Það er
hin „nýja mótsögn innan blaðamennskunnar“. Kemur
þetta fram í skýrslu um árlega könnun á stöðu banda-
rískrar fjölmiðlunar.
Í skýrslunni segir, að hrakspár um dauða blaða-
mennskunnar hafi verið orðum auknar en á hinn bóginn
hafi fréttaöflun og fréttamiðlun breyst mikið, ekki síst
vegna tilkomu netsins. Fréttalindirnar séu miklu fleiri
en áður en þeir að sama skapi færri, sem ausi af hverri
og einni. Þá séu fáir blaðamenn á hverri fréttamiðstöð
til að tryggja, að starfsemin skili hagnaði.
„Útkoman er sú, að alla daga er alls staðar verið að
segja sömu fréttirnar,“ segir í skýrslunni og bent er á,
að almennum blaðamönnum sé falið að gera stóru frétt-
unum skil þótt þeir hafi hvorki aðstæður né tíma til að
vinna þær svo vel sé. Þá séu heimildirnar oft „furðulega
fáar“, oft aðeins ein og stundum sú sama alls staðar.
„Eitt það athyglisverðasta við fréttaflutninginn nú er
það, að hann er næstum því stanslaus. Það er þó ekki
sífellt verið að flytja nýjar fréttir, nei, aldeilis ekki. Það
er verið að endurtaka sömu tugguna allan sólarhring-
inn.“
Meira val, minna efni
Fréttamiðlar fleiri en sama tuggan endurtekin alls staðar
Íþróttir í dag
EIRÍKUR Guðnason seðla-
bankastjóri segir freistandi að
taka undir það sjónarmið skýrslu-
höfunda að markaðurinn hafi skot-
ið yfir markið að undanförnu og
menn muni átta sig á því að kjörin
sem íslensku bankarnir búi við er-
lendis hafi versnað meira en tilefni
hafi verið til.
Bjarni Ármannsson, forstjóri
Glitnis, segir skilaboð skýrsluhöf-
unda skýr. „Þeir telja að fjár-
málamarkaðir hafi brugðist of hart
við og mæla með kaupum á skulda-
bréfum í okkur og Landsbank-
anum.“ Bjarni telur að með þessari
skýrslu sé loks að komast jafnvægi
á umræðuna en tekur þó fram að
það muni taka tíma og fyrirhöfn
að vinda ofan af neikvæðni í garð
fjármálalífsins vegna einsleitrar
umræðu um stöðuna.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir að í
skýrslu Morgans Stanley gæti betri
skilnings á styrk íslensks efna-
hagslífs og bankanna; samkvæmt
skýrslunni sé íslenska bankakerfið
traust og þoli vel efnahagssveiflur.
Hreiðar Már Sigurðsson, for-
stjóri Kaupþings banka, segir æ
fleiri fjármálaaðila farna að fylgj-
ast með íslensku bönkunum og sem
betur fer sé tónninn að breytast.
Hann segist eiga erfitt með að tjá
sig um gagnrýni í skýrslunni um
ágenga stefnu bankans. „Við rek-
um viðskiptamódel sem er öðru
vísi en viðskiptamódel annarra
norrænna banka. Þetta viðskipta-
módel er vel þekkt víðast annars
staðar,“ segir Hreiðar Már og bæt-
ir því við að líklega eigi Morgan
Stanley að þekkja þetta viðskipta-
módel.
Aukinn
skilningur
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
og Bjarna Ólafsson
Hvað segja bankastjórarnir? | 6
Markaðsvirði bankanna | 16
Morgan Stanley | Miðopna
Markaðurinn brást of hart við neikvæðri umfjöllun um íslensku bankana
Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni aldrei fleiri á einum degi eða 3.100